Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 25 YFIRLÝSING blökkumannaleið- togans og baptistaprestsins Jesses Jacksons um að hann hafi átt barn utan hjónabands hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Jackson hyggst taka sér frí frá kastljósi fjölmiðlanna um hríð, og hefur hvatt til þess að fjölskyldu hans verði sýnd tillitssemi. Málið þykir sérstaklega forvitni- legt í ljósi þess að dóttir Jacksons virðist hafa komið undir um líkt leyti og hann kom Bill Clinton Bandaríkjaforseta til varnar í Lewinsky-málinu. Helgina sem Clinton viðurkenndi opinberlega samband sitt við Monicu Lew- insky, í ágúst 1998, kom Jackson í heimsókn í Hvíta húsið og baðst fyrir ásamt forsetanum og fjöl- skyldu hans. Dóttirin kom í heim- inn í maí 1999. Í yfirlýsingu Jacksons kom ekk- ert fram um ástkonu hans eða samband þeirra, en að sögn aðstoð- armanna hans heitir hún Karin L. Stanford og er 39 ára gömul. Jack- son og Stanford munu hafa kynnst er hún kenndi stjórnmálafræði og afrísk fræði við Georgíu-háskóla, en hún ritaði síðar bók um áhrif Jacksons á bandaríska utanríkis- stefnu, „Beyond the Boundaries: Reverend Jesse Jackson and Int- ernational Affairs“, sem var gefin út árið 1997. Jackson réð Stanford sem yfir- mann Washington-skrifstofu mannréttindasamtaka sinna, Rain- bow/PUSH, sem berjast fyrir frama fólks úr minnihlutahópum í stjórnmálum og efnahagslífinu. Samstarfsmenn þeirra segja að Jackson og Stanford hafi tekið upp ástarsamband eftir að hún hóf störf á skrifstofunni. Hún hefur nú látið af störfum þar og er flutt til Kaliforníu með dóttur þeirra. Fjölskyldan stendur saman Jackson kvaðst taka fulla ábyrgð á gerðum sínum. „Ég elska dóttur mína afar heitt, rétt eins og móðir hennar gerir, og ég hef séð henni fyrir tilfinningalegum og fjárhagslegum stuðningi frá því hún kom í heiminn,“ sagði hann í yfirlýsingu sinni. Jesse Jackson, sem er 59 ára, og eiginkona hans, Jackie, hafa verið gift í 38 ár og eiga þau fimm börn. Hann mun hafa skýrt fjölskyldu sinni frá sambandinu við Stanford þegar dótt- ir þeirra fæddist. Sonur hans, Jesse L. Jackson yngri, sendi frá sér yf- irlýsingu í gær, þar sem segir að hjónaband for- eldra hans hafi staðið af sér ýmsa erfiðleika, og að fjölskyldan standi saman, nú sem endra- nær. Jackson hefur um langt skeið verið í eld- línu bandarískra stjórn- mála. Hann var á sjö- unda áratugnum aðstoðarmaður Martins Luthers King, og hefur síðan verið meðal þekktustu talsmanna rétt- indabaráttu blökkumanna í Banda- ríkjunum. Jackson sóttist tvisvar eftir útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins, árin 1984 og 1988. Ýmsir hafa haft á orði að frétt- irnar um framhjáhald Jacksons dragi úr trúverðugleika hans sem prests og stjórnmálamanns, en margir hafa komið honum til varn- ar. Yfirlýsing Jesses Jacksons vekur mikla athygli Ætlar að taka sér hlé frá störfum Chicago. AP. Æsifréttablaðið National Enquirer sló málinu upp á forsíðu á fimmtudag. Þar er birt mynd af Jackson og Stanford í Hvíta húsinu í desember 1998, þegar hún bar dóttur þeirra undir belti. Reuters RÚSSAR aðstoða nunnu, sem stakk sér ofan í ísholu við trúar- lega athöfn á ísi lagðri tjörn ná- lægt Pavlodar í gær þegar rúss- neska rétttrúnaðarkirkjan minntist skírnar Krists. Skírn- ardagur Krists er einn af tólf há- tíðisdögum rétttrúnaðarkirkj- unnar. Skírnar frelsarans minnst Reuters TVEIR piltar, 17 og 19 ára, eru í haldi sænsku lögreglunnar vegna morðsins á 16 ára menntaskóla- nema í Stokkhólmi í fyrradag. Ekki er að fullu ljóst hver ástæða morðsins var en þó virðist ljóst að um einhvers konar uppgjör hafi verið að ræða, líklega vegna pen- ingaskuldar. Sænsk dagblöð hafa eftir vitnum að tvímenningarnir hafi komið í skólann til að ræða við piltinn um tæplega 50.000 kr. ísl. skuld. Óljóst er hvort hann eða bróðir hans hafi skuldað þeim peninga en hann hef- ur tvívegis verið dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Tvímenningarnir drógu piltinn inn á salerni þar sem þeir skutu hann. Þetta er í fyrsta sinn sem morð er framið í sænskum menntaskóla. Skólafélagar piltsins segja hann ekki hafa verið flæktan í neitt mis- jafnt en piltarnir sem eru í haldi eru hins vegar góðkunningjar lög- reglunnar. Sá yngri hefur hlotið dóm fyrir að ráðast á mann með hnífi, sá eldri á að baki sér dóma fyrir ógnanir, fíkniefnabrot, brot á lögum um vopnaburð, yfirhylm- ingu með þjófnaði og ofbeldi. Hann var nýverið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að neyða tvo 17 ára pilta til að fremja rán. Menntaskólinn sem morðið var framið í er í hverfi þar sem vel stætt fólk býr og hefur ekki komið til neinna vandræða þar að sögn lögreglu og kennara. Nemendur segja þó aðra sögu, í Aftonbladet í gær fullyrtu þeir að eftir að farið var að flytja nemendur úr öðrum hverfum Stokkhólms í skólann hafi farið að koma upp vandamál á milli nemendahópanna. Peningaskuld sögð ástæða morðsins Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. UPPREISNARMENN í Lýðveld- inu Kongó höfnuðu í gær Joseph Ka- bila sem bráðabirgðaleiðtoga lands- ins eftir dauða föður hans, Laurents Kabila forseta, og sögðu að hann hefði hafið hernaðaraðgerðir að nýju. Uppreisnarmennirnir sökuðu stjórnarherinn um að hafa gert sprengjuárásir á stöðvar þeirra í trássi við friðarsamning, sem undir- ritaður var á síðasta ári en hefur margoft verið brotinn. „Við fordæmum þessar árásir,“ sagði Kin-Kiey Mulumba, talsmaður stærstu uppreisnarhreyfingar lands- ins, RCD, sem nýtur stuðnings hers Rúanda. „Þetta sýnir að ekkert hef- ur breyst í Kinshasa. Joseph er alveg eins og faðir hans.“ Nýjum leiðtoga í Kinshasa hafnað Kinshasa. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.