Morgunblaðið - 25.01.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 25.01.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ LISTAHÁSKÓLI Íslands verður í framtíðinni annaðhvort í Reykjavík eða Hafnarfirði og eru ýmsir kostir þar að lútandi fyrir hendi innan beggja sveitarfélaganna. Þetta kemur fram í skýrslu sem Björn Stefán Hallsson hjá arki- tektastofunni O’Donnell, Wicklund, Pigozzi and Peterson Architechts Incorporated í Chicago í Bandaríkjunum hefur gert fyrir stjórn Listahá- skóla Íslands. Fjallar hún um mat á gæðum húsnæðis, ímynd í húsakynnum, umhverfi og staðsetningu. Vanda þarf til staðsetningar Í skýrslunni segir að vanda þurfi til staðsetn- ingar Listaháskólans því hún muni hafa veruleg áhrif á hvernig starfsemi hans þróast. Við stað- arval verði að gæta þess sérstaklega að skólinn geti sem best þjónað því markmiði að vera lif- andi listamiðstöð í nánum tengslum við lista- og menningarlífið í landinu. Ennfremur segir að staðsetning í norðurhöfn Hafnarfjarðar sé afar sérstök hvað varðar umhverfi og möguleika á sérstakri ímynd sem hugsanlegt væri að tengja staðsetningunni að útliti til. Slík staðsetning myndi jafnframt vafalítið hafa sterk og sjálf- gefin tengsl við kröftugt lista- og menningarlíf þess bæjarfélags og vera kærkominn aflgjafi að því leyti. Þar yrði skólinn hins vegar tiltölulega einangraður frá helstu menningarstofnunum landsins. 15 valkostir nefndir í Reykjavík Staðsetning við miðborg Reykjavíkur sé því sennilega kjörkostur, en alls eru 15 valkostir nefndir í umræddri skýrslu. Meðal staða sem nefndir eru í Reykjavík eru við Tryggvagötu 13 og 18, hús Landssímans við Austurvöll, Tollhúsið við Tryggvagötu, lóðir og byggingar Ellingsen og Bæjarútgerðar í Vest- urhöfn, Héðinsreitur, lóð SVR við Sætún, Miklatún og reitur við Umferðarmiðstöðina. Loks segir að frekari umræða í stjórn Listaháskóla Íslands, ásamt viðræðum við borgaryfirvöld, önnur bæjarfélög, ráðuneyti, eftir því sem þau hafi afskipti af málinu, og lóðaeigendur, séu þeir aðrir, muni væntanlega fækka þessum valkostum. Ef eftir standi val á fleiri en einum kosti sé eðlilegt að lausleg athugun verði gerð á þeim, það er að metið verði nánar hvort húsrými skólans kæmist þar fyrir og á hverjum þeirra yrði hugsanlega náð fram mestum gæðum. Skýrsla bandarískrar arkitektaskrifstofu hefur verið lögð fram Listaháskólinn verði í Reykjavík eða Hafnarfirði MEÐAN skíðamenn gráta snjóleys- ið kætast golfarar. Þeir hafa und- anfarið getað leikið íþrótt sína á golfvelli Golfklúbbs Ísfirðinga í Tungudal en slíkt er sjaldgæft á þessum tíma árs. Reyndar hefur eitthvað verið spilað á vellinum í hverri viku í allan vetur, að sögn Finns Magnússonar golfara. Hann segir menn grínast með það hvort hægt verði að hafa orðið „árlegur“ framan við „aðventumót“ eða „þorramót“ í framtíðinni. „Við höfum oft áður getað leikið á vellinum á Þingeyri á þessum tíma en sjaldan í Tungudal,“ sagði Óli Reynir Ingimarsson. „Þetta hef- ur verið alveg yndisleg tíð fyrir okkur og þá sérstaklega á laug- ardaginn. Þá var vorblíða og yfir 20 manns léku á vellinum.“ Haldi sumarvindar áfram að blása hér vestra er vissulega ætl- unin að halda þorramót í golfi. „Slíkt hefur aldrei verið gert,“ seg- ir Óli. „Miðað við hvernig veðrið er núna eigum við að geta spilað í Tungudal eða á Þingeyri allar helg- ar. Dagurinn er reyndar heldur stuttur, en ef vel viðrar þegar dag- ur lengist verður líklega haldið mót.“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Þessir kappar voru ásamt mörgum öðrum á golfvellinum í Tungudal á laugardaginn: Finnur Magnússon, Sig- urður Dagbjartsson, Jón H. Jóhannesson, Gunnar Pétur Ólason og Sigurjón Guðmundsson. Þorramót haldið ef svo heldur sem horfir Ísafirði. Morgunblaðið. HÁKON Már Örvarsson mat- reiðslumeistari lenti í gær í þriðja sæti í matreiðslukeppn- inni Bocuse d’Or í Lyon í Frakklandi. Er þessi keppni sú virtasta sem haldin er í heim- inum og óopinber heimsmeist- arakeppni kokka. Er hún kennd við franska matreiðslumeistar- ann Paul Bocuse, sem stofnsetti keppnina á sínum tíma og er enn yfirmaður hennar. Frakkinn François Adamski, sem starfar á Restaurant Prun- ier í París, sigraði í keppninni en í öðru sæti varð Svíinn Hen- rik Norström. Hann og Hákon voru jafnir að stigum að keppni lokinni en Svíinn úrskurðaður í annað sæti af dómnefnd. Munu þeir þrír skrá nafn sitt í sökkul við veitingastað Bocuse í bænum Collonges skammt norður af Lyon. Alls voru þátttakendur frá 22 ríkjum og urðu þeir að spreyta sig á því að elda barra annars vegar og lamb hins vegar. Búinn að bíða lengi eftir þessum degi „Maður er búinn að bíða lengi eftir þessum degi og fara vel yf- ir þessa hluti,“ sagði Hákon í gærkvöldi. „Það gekk allt eftir, tímasetningar á öllu og útfærsl- an á réttunum. Þetta gekk allt upp. Við fengum líka mikla at- hygli fyrir kynningu okkar, bækling og hörkuklapplið, sem lét vel í sér heyra. Þetta er heil- mikill sigur. Það gerir sér eng- inn grein fyrir hvað þetta er risavaxin keppni fyrr en hann kemur á staðinn. Það var stór- kostlegt að heyra nafn sitt og stökkva upp á pallinn og fagna. Ég veit ekki hvað voru margar sjónvarpsupptökuvélar þarna,“ sagði Hákon, sem sat galakvöld- verð á vegum Bocuse í Lyon í gær. Í þriðja sæti á Bocuse d’Or Sigríður Snævarr, sendiherra Íslands í Frakklandi, Árni M. Mat- hiesen sjávarútvegsráðherra, Paul Bocuse, upphafsmaður Bocuse d’or keppninnar, Ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður og Sturla Birgisson, yfirmatreiðslumaður í Perlunni. STJÓRN Útgerðarfélags Akureyr- inga hefur samþykkt kauptilboð frá Færeyjum í frystitogarann Svalbak. Söluverð skipsins er um 650 millj- ónir króna sem er hið sama og bók- fært verð þess. Svalbakur hefur síðustu fjögur ár- in verið á veiðum utan landhelgi, fyrst úr kvótum þýska útgerðar- félagsins Mecklenburger Hochsee- fischerei en á liðnu ári var Svalbakur gerður út á rækju á Flæmingja- grunni og í Barentshafi í samvinnu við litháíska aðila. Guðbrandur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri ÚA, segir að borist hafi álitlegt tilboð í skipið og það hafi þótt hagstæðari kostur að ganga að því en halda skip- inu á veiðum. Hann segir að salan hafi lítil áhrif á starfsemi félagsins. Áætlað er að skipið verði afhent nýjum eigendum í febrúar nk. og verður það að öllum líkindum gert út á rækjuveiðar. Svalbakur seldur til Færeyja JEPPABIFREIÐ var stolið frá Suðurgötu í Keflavík um kl. 7 í gærmorgun. Eigandinn hafði sett jeppann í gang til að hita hann upp. Þegar hann var nýkominn inn um dyrnar á heimili sínu heyrði hann að jeppanum var ekið á brott. Jeppinn er af gerðinni Toyota Landcruiser, árgerð 1999, dökk- grænn og á stórum hjólbörðum. Skráningarnúmer hans er OY-976. Lögreglan í Keflavík biður þá sem hafa upplýsingar um málið að hafa samband við lögreglu. Í fyrrinótt var einnig brotist inn í fimm bíla í Reykjanesbæ og geislaspilurum úr þeim stolið. Í flestum tilvikum voru bílarnir reyndar ólæstir þannig að þjóf- urinn átti greiða leið að tækjunum. Jeppa stolið í Keflavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ MYNDBANDSTÆKI var stolið af Listasafni ASÍ í fyrradag. Í tækinu var myndbandsverk eftir listakon- una Önnu Jóa. Verkið heitir „Mynd í rauðu, grænu og bláu“ og var hluti af sýn- ingu hennar í safninu. Tækið stóð á gangi safnsins þegar því var stol- ið. Anna biður þjófana um að póst- setja spóluna og senda hana aftur á Listasafn ASÍ enda hafi verkið mikið tilfinningalegt gildi fyrir sig. Myndbands- verki stolið Listasafn ASÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.