Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 6

Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ „Þetta er skelfilegt ástand. Við er- um hér nánast í átthagafjötrum. Við bíðum hér milli vonar og ótta eftir að úr rætist. Vitum í raun ekkert hvað verður um framtíð okkar hjá fyrirtækinu,“ sagði Ester Óskars- dóttir sem hefur starfað hjá Ísfélag- inu meira og minna síðan 1967. Ester sagðist hvergi vilja vera annars staðar en í Eyjum. „Þó svo að við vildum fara er það nær óhugsandi því húseignir okkar myndu þá standa eftir verðlausar. Það er enginn sem fjárfestir í íbúð- arhúsnæði hér eins og staðan er í dag. Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér og það er óvissa sem erfitt er að búa við. Ég er með hnút í magnaum,“ sagði Ester. Kvótakerfið „Stjórnvöld eiga stóran þátt í því hvernig komið er með því að setja á þetta kvótakerfi sem er smátt og smátt að eyða byggðum landsins.Það eru fáeinir menn í landinu sem geta í raun tekið alla vinnu frá okkur og skapað sér og sínum aukinn gróða. Það er ótrúlegt að þessir menn sem ég vil kalla kvótarottur, vegna þess að rottur eru mein- dýr, geta tekið lífsbjörgina frá okkur og far- ið með fiskinn óunninn úr landi. Meðan stjórnvöld vinna á móti okkur er voðalega erfitt að vinna úr þessu. Við eigum kröfu á að stjórnvöld taki kvótann frá þeim sem flytja fiskinn óunninn til útlanda. Við eigum að skapa meiri verðmæti, en þeir virðast ekki sjá það. Við sem höfum unnið við þetta allt okkar líf hljótum að eiga einhvern rétt,“ sagði Ester. Óréttlæti Hún sagði að það hefði komið fram á fund- inum með stjórnarmönnum fyrirtækisins með starfsfólki á þriðjudag að þeir gætu hugsanlega unnið bolfisk ef fyrirtækið hefði meiri kvóta. „Hvers vegna hafa þeir ekki keypt kvóta. Það eru menn hérna sem eiga kvóta sem þeir nýta ekki nema að hálfu leyti, selja hinn helminginn og segja sjómönnunum upp og binda skipin við bryggju. Þetta er voðalegt óréttlæti. Það er ótrúlegt til þess að vita að 10% aflaheim- ilda í landinu er í Eyjum. Fólk hér er ráð- þrota. Hvað eigum við að gera? Er stjórn- völdum alveg sama um okkur. Ég held að við Íslendingar getum ekki lifað eingöngu af tölvum og þjónustu. Það þarf að fullvinna fiskinn í landi áður en hann er fluttur út. Þannig skapar hann meiri verðmæti fyrir þjóðarbúið. Nú á að fara að velja úr um það hverjir fá vinnu og hverjir ekki. Það er ekk- ert hugsað um mannlega þáttinn. „Kvóta- rotturnar“ hafa misst alla virðingu fiskverka- fólks hér í Eyjum eins og á Vestfjörðum.“ „Gosið grandaði okkur ekki, jarðskjálftinn grandaði okkur ekki og ég vil ekki trúa því að okkur verði grandað af mannavöldum. Við verðum að mynda sterk samtök, tala saman og krefjast þess að eitthvað verði gert. Þetta óöryggi verður að taka enda. Það verður að binda kvótann við byggðalögin. Ég ætla vona að Ísfélagið geti útvegað sér það mikinn bolfiskkvóta að það geti haldið áfram. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir þessu fyrirtæki. Stjórnvöld verða að koma inn í þetta, ekki bara fyrir okkur heldur landsbyggðina alla. Þetta er afleiðing stjórn- valdsaðgerða,“ sagði Ester. Heppinn að vera í vinnu Jón Traustason var einn af fáum sem voru í vinnu hjá Ísfélaginu í gær. Hann var að þrífa kör undan síldinni sem barst þangað í síðustu viku. Hann hefur unnið við fisk- vinnslu í Eyjum frá því hann var tólf ára gamall. „Ég má teljast heppinn að vera í vinnu. Vonbrigðin eru mikil fyrir fólkið sem fær ekki vinnu. Það er þungt í mörgum og margir eru að hugsa um að flytja frá Eyjum. Það er ekki gott að þurfa að yf- irgefa verðlaus húsin og flytja annað. Útlitið er satt að segja mjög dökkt í þessari stærstu ver- stöð landsins. Allur glans er far- inn af öllu hér. Sumir halda í von- ina og maður verður víst að gera það líka. Það þýðir ekkert að sökkva sér niður í þung- lyndi en það er lítið um bros hjá fisk- vinnslufólki þessa dagana,“ sagði Jón. Afleiðingar kvótakerfisins Hann sagði að um 150 manns hafi verið starfandi hjá fyrirtækinu fyrir brunann. Það er reiknað með að 50-60 manns fái vinnu þegar loðnan fer á fullan snúning og síðan veit enginn hvað verður eftir að loðnuvertíð- inni lýkur í mars. Þegar gaus hér í Eyjum fyrir 28 árum brugðust allir vel við og vildu hjálpa til við uppbygginguna, bæði ríkisstjórn og þjóðin. Allt var byggt upp aftur en nú heyrist ekk- ert, hvorki frá ríkisstjórninni né öðrum. Ég held að þeim sé nákvæmlega sama þó að allt þurrkist út á landsbyggðinni. Þetta eru af- leiðingar kvótakerfisins, það er engin spurn- ing,“ sagði Jón. Svartsýni Elías Jensson er stýrimaður á Heimaey VE sem er í eigu Ísfélagsins og var hann að landa 15 tonnum af fiski í gær. Þetta var fyrsti botnfiskaflinn sem berst á land á veg- um Ísfélagsins frá brunanum í desember. Þorskurinn og ufsinn er verkaður að mestu í saltfisk hjá undirverktaka Ísfélagsins og annað fór á markað. „Þetta lítur ekki nægilega vel út. Ég er mjög ósáttur við að þeir ætli ekki að byggja upp botnfiskvinnsluna. Mér finnst það góð hugmynd að Ísfélagið selji eignir sínar uppi á landi og noti í kvótakaup í staðinn. Ekki veitir af því félagið á allt of lítinn kvóta. Ég var á Álsey sem var lagt í haust og má telj- ast heppinn að komast í skipsrúm á Heima- ey. Eftir að mér var sagt upp í haust setti ég húsið mitt á sölu og það hefur aðeins einn komið að skoða síðan. Eftir fréttirnar frá Ísfélaginu á þriðjudag er enn verra að selja,“ sagði Jón. Hann sagði að menn sætu fastir með eign- ir sínar og geti því ekki hlaupið í burtu. „Það er fjöldi fólks sem á eftir að flýja héðan á næstu mánuðum ef heldur áfram sem horfir. Ég hef aldrei fundið fyrir eins mikilli svart- sýni og nú hér í Eyjum. Númer eitt er að Ísfélagið útvegi sér meiri kvóta. Önnur útgerðarfyrirtæki hafa gert það og ég sé ekki annað en að þau standi ágætlega mörg hver. Þetta er afleiðing af fiskveiðistefnunni og það sést líka allan hringinn í kringum landið. Fólk flýr þegar fiskurinn er farinn og enga vinnu að hafa. Ég sé ekki framtíð í því leng- ur að stunda sjómennsku fyrir unga menn. Eigendum skipanna getur al- veg eins dottið það í hug einn dag- inn að leggja skipunum og selja kvótann. Þá standa sjómenn uppi atvinnulausir,“ sagði Jón. Bíða við símann Daði Pálsson, vinnslustjóri Ís- félagsins, var að taka á móti loðnu úr Hörpunni og meta hvort hægt væri að nýta hluta hennar til fryst- ingar. „Vonandi náum við að nýta um 100 tonn úr þessum afla í fryst- ingu og kalla á nokkrar konur í vinnu. Það eru engar konur í vinnu hjá fyrirtækinu núna og hafa ekki verið eftir að síldin kláraðist fyrir síðustu helgi. Nú eru aðeins um 15 starfsmenn í vinnu með iðnaðarmönnum og verkstjórum. Verkakonurnar eru bara heima atvinnulausar og bíða eftir símtalinu um að mæta til vinnu. Það er auðvitað reiði hjá fólkinu og ég skil það vel,“ sagði Daði. Mikil reiði Kristín Valtýsdóttir, trúnaðarmáður fisk- vinnslukvenna hjá Ísfélaginu, segist skynja mikla reiði hjá fólkinu sem hefur ekki vinnu. „Það er ofsaleg hræðsla hjá fólki um það hver fær vinnu og eftir hverju verður þá far- ið. Það er óöryggið sem fer illa í fólk,“ sagði Kristín. „Þetta ástand er ofsalega erfitt fyrir marga sem hafa verið að kaupa íbúðir og annað. Það reiknar enginn með bruna sem snýr öllu við á einu augabragði. Það hefur alls staðar verið brotið á okkur. Við vorum teknar út af launaskrá sama dag og bruninn varð. Við fáum ekki fastráðningu þótt við séum kölluð út í vinnu eins og í síldinni um daginn. Við erum á atvinnuleysisbótum þess á milli. Við erum algerlega í lausu lofti. Ef það verður kallað út í loðnuvinnslu veit eng- inn hver verður kallaður út eða hvenær. Þetta er ofsalegt óör- yggi,“ sagði Kristín. „Ég trúi því ekki þeir ætli að loka fyrir gluggana þegar síldar- og loðnuvertíðin er búin. Ég held að þeir hljóti að reyna að halda fólkinu í vinnu sem fær á annað borð vinnu í loðnunni. Ég trúi því að botninum sé náð og nú þurf- um við að hífa okkur upp aftur. Við upp- lifðum eldgos og náðum okkur á strik aftur og við getum það líka eftir þetta áfall. Þetta er eins og náttúruhamfarir. Í einu vettvangi er öllu kippt undan okkur. Við vilj- um hafa lífið í föstum skorðum og geta geng- ið í okkar vinnu án þess að hafa af því áhyggjur. Við getum ekki farið héðan núna því hér er allt sem við eigum. Fiskurinn er það sem við byggjum lífsafomu okkar á,“ sagði Kristín. Erum nánast í átthaga- fjötrum Yfirlýsing stjórnar Ísfélags Vestamanna- eyja á þriðjudag um að hætta bolfiskvinnslu hefur farið illa í fiskverkafólk í Eyjum og er það harmi slegið og mikil óvissa er um framtíð þess hjá fyrirtækinu. Af samtölum Vals B. Jónatanssonar við fólk í Eyjum í gær má ráða að mikil reiði ríkir vegna ákvörðunar stjórnarinnar. Um 170 manns eru nú á atvinnuleysisskrá í bænum, sem er um 8% vinnuaflsVestmannaeyinga. Morgunblaðið/SigurgeirDaði Pálsson, vinnslustjóri Ísfélagsins, skoðar loðnuna sem barst til Eyja í gær. Kristín Valtýsdóttir Elías Jensson Ester Óskarsdóttir Jón Traustason Þarf að full- vinna fiskinn í landi Fólk flýr þegar fiskurinn er farinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.