Morgunblaðið - 25.01.2001, Síða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 13
SAMGÖNGURÁÐHERRA er
ósammála því mati sem fram kemur í
skýrslu Stefáns Ólafssonar prófess-
ors að best sé að staðsetja innan-
landsflug á nýjum flugvelli í landi
Hvassahrauns, sunnan Hafnarfjarð-
ar, en að Reykjavíkurflugvöllur sé
lakasti kosturinn. Fulltrúi ráðherra í
undirbúningsnefnd atkvæðagreiðslu
um flugvöllinn segir að útkoma sam-
anburðartöflu Stefáns sé marklaus.
Stefán Ólafsson, sem var formaður
nefndar sem vann að undirbúningi
atkvæðageiðslu um framtíð Vatns-
mýrar og Reykjavíkurflugvallar,
skilaði skýrslu til borgarinnar í fyrra-
dag og þar kom fram það sem hann
kallar heildarmat flugvallarkosta.
Niðurstaðan var sú þegar margir
þættir voru teknir saman en ekki
vegnir að nýr flugvöllur sunnan
Hafnarfjarðar væri besti kosturinn,
síðan flutningur innanlandsflugsins
til Keflavíkurflugvallar en notkun
núverandi flugvallar í Reykjavík
væri lakasti kosturinn.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra segist vera undrandi á vinnu-
brögðunum við undirbúning at-
kvæðagreiðslunnar. Óskað hafi verið
eftir því að ráðuneytið tæki þátt í
störfum nefndarinnar og hún hafi
lagt vinnu í greiningu málsins. En
þegar ljóst hafi verið að ágreiningur
væri um kostina hefði nefndin verið
leyst upp og formanni hennar falið að
taka saman gögn um þá vinnu sem
unnin hefði verið á vegum borgar-
stjóra og embættismanna borgarinn-
ar en hún miðaði öll að því að koma
Reykjavíkurflugvelli burt úr borgar-
landinu.
Segir ráðherra að í skýrslunni sé
gert lítið úr hugmyndum að nýju
skipulagi flugvallarsvæðisins sem
nýlega var kynnt en það skapaði
verulega möguleika til uppbyggingar
atvinnustarfsemi á svæðinu. Mæli-
kvarðinn sé eingöngu hvað sé hægt
að fá mikið byggingarland og hags-
munir innanlandsflugsins og þeirra
sem það nota algerlega settir til hlið-
ar í skýrslunni, hvers virði það sé að
hafa völlinn í Vatnsmýrinni á móti því
að flytja hann í burtu. Telur Sturla að
skýrsla Stefáns sé hálfunnið plagg og
kveðst hann undrandi ef það verði
lagt til grundvallar ákvörðunum um
framtíð flugvallarins.
Marklaust plagg
Leifur Magnússon, sem var
fulltrúi samgönguráðherra í um-
ræddri undirbúningsnefnd, gerir
margvíslegar athugasemdir við
skýrslu Stefáns Ólafssonar. Nefnir
hann að athuganir á veðurfari sunn-
an Hafnarfjarðar bendi til þess að
notagildi flugvallar þar yrði umtals-
vert lakara en á núverandi Reykja-
víkurflugvelli. Það er niðustaða hans
að svonefnd röðunargreining sem
fram kemur í lok samanburðartöflu
Stefáns, þar sem hverjum kosti sé
gefin einkunn út frá persónulegu
mati hans á sextán tilgreindum þátt-
um, sé marklaus. Þá þurfi við slíkan
samanburð ætíð til að koma raun-
hæft mat á vægi hvers þáttar en í um-
ræddri töflu vegi allir þættirnir jafnt.
Val á stæði fyrir flugvöll höfuð-
borgar er ekki einföld félagsfræðileg
æfing, segir Leifur. Hér sé í reynd
um að ræða mjög flókið og umfangs-
mikið verkefni sem feli í sér mat á
fjölda flugtæknilegra og flugrekstr-
arlegra þátta, mat á öryggismálum
jafnt í flugi sem við akstur bifreiða,
mat á notagildi mannvirkis með hlið-
sjón af veðurfarsþáttum, mat á fjölda
fjárhagslegra þátta, áhrifum á þróun
skipulags og samspil með því og síð-
ast en ekki síst í þessu tilviki, póli-
tískt og raunhæft mat á skyldum
þess sveitarfélags sem falið er að
gegna því hlutverki að vera höfuð-
borg Íslands.
Gera athugasemdir við flugvallarskýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors
Ráðherra ósam-
mála matinu
FJÓRTÁN markmið eru sett fram í drögum að
nýrri áætlun um sjálfbæra þróun sem rædd verður
á umhverfisþingi á morgun og laugardag. Skipta
má markmiðunum í þrjú svið og tekur það fyrsta til
betri nýtingar auðlinda og náttúrugæða, annað til
aukinna lífsgæða og hið þriðja snýst um verndun
lífríkis og náttúru.
Áætluninni er ætlað að skilgreina nokkur mark-
mið sem „ætla má að sæmileg sátt geti náðst um og
leita leiða til að hrinda þeim í framkvæmd“, segir
m.a. í drögunum.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir í for-
mála að stefnumörkuninni að hún sé liður í starfi
stjórnvalda til að koma á sjálfbærri þróun í fram-
haldi af ráðstefnunni um umhverfi og þróun sem
haldin var í Ríó de Janeiro árið 1992. Segir hún
áætlunina vera stefnumörkun til 20 ára sem endur-
skoðuð verði reglulega. Hún sé byggð á skýrum
markmiðum og sett töluleg viðmið þar sem því sé
við komið til að unnt sé að fylgjast með hvort miði í
rétta átt. „Það er von mín að þessi stefnumörkun
verði þannig til að skerpa stefnumótun okkar Ís-
lendinga á sviði umhverfismála og auðlindanýting-
ar og auka jafnframt áhuga og meðvitund almenn-
ings um þau mál,“ segir ráðherra.
Nauðsynlegt að skoða árangur
Siv Friðleifsdóttir segir að full þörf sé á því að
skoða árangur í umhverfismálum síðasta áratug-
inn og endurmeta áherslur. Einnig segir hún í for-
mála sínum: „Markmið í umhverfismálum hafa
verið sett fram í lögum, reglugerðum, alþjóða-
samningum og víðar, en skýra yfirsýn yfir þau hef-
ur vantað. Þessari stefnumörkun er ætlað að bæta
þar úr, hún á að skerpa markmið, áherslur og for-
gang og varða leiðina að þeim með mælikvörðum á
árangur og ákvæðum um aðgerðir til að ná settu
marki. Skýr markmið og mælikvarðar í þessari
stefnumörkun eiga að auðvelda mönnum að greina
kjarna málsins og veita stjórnvöldum og öðrum að-
hald í því starfi að koma á sjálfbæru samfélagi.“
Meðal markmiðanna 14 er eitt er snertir vernd
víðerna. Þar eru markmiðin þessi: „Tryggt verður
að stór samfelld víðerni í óbyggðum Íslands haldist
ósnortin. Reynt verður eftir föngum að byggja
nauðsynleg mannvirki utan óbyggðra víðerna og
þar sem slíkt er talið óhjákvæmilegt verður þess
gætt sérstaklega að þau valdi sem minnstu raski og
sjónmengun. Taka á tillit til víðerna í öllu skipu-
lagi.“
Ísland fyrst til að hætta
notkun jarðefnaeldsneytis
Í markmiðum um hreint haf segir að styrkur
manngerðra mengunarefna í fiskimiðum við Ísland
og sjávarfangi þar er veitt skuli ávallt vera langt
undir ströngustu kröfum neytenda og viðmiðunar-
mörkun innlendra sem erlendra heilbrigðisyfir-
valda. Losun skaðlegra efna í hafið frá skipum eigi
að hverfa með öllu. Í markmiðum um sjálfbæra
gróðurnýtingu og endurheimt landgæða segir að
nýta eigi auðlindir í jarðvegi og gróðri, þar með
talda skóga, á sjálfbæran hátt samkvæmt bestu
vísindalegri vitneskju. „Stöðva skal hraðfara jarð-
vegseyðingu, sérstaklega í byggð og á láglendi.
Unnið verður skipulega að landgræðslu á eyddum
og rofskemmdum svæðum, í samræmi við mark-
mið landnýtingar og náttúruverndar á hverju
svæði.“
Markmið um aukna nýtingu endurnýjanlegra
orkugjafa eru þessi: „Stefnt verður að því að Ísland
verði fyrst ríkja heims á öldinni til að hætta notkun
jarðefnaeldsneytis í farartækjum og skipaflota
landsins og nýta eingöngu hreina orkugjafa, sem
unnir eru úr endurnýjanlegum orkulindum lands-
ins. Öll staðbundin orkuframleiðsla á Íslandi verð-
ur þá með nýtingu endurnýjanlegra hreinna orku-
linda. Markvisst verður fylgst með og unnið að
þróun og innflutningi á tækni sem gerir mögulega
nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í farartækjum,
s.s. rafgeymum, þróun vetnisnotkunar og efna-
rafala. Stefnt verður að því að a.m.k. fimmtungur
bifreiða og skipa nýti sér slíka tækni árið 2020.“
Þá segir í markmiði um ferðaþjónustu í sátt við
náttúruna að stefnt skuli að áframhaldandi vexti
ferðaþjónustunnar án þess að álag af völdum ferða-
manna á náttúruna aukist. Þolmörk ferðamanna-
staða skuli reiknuð út og reynt að auka þau með
meiri landvörslu og lagningu göngustíga og reið-
vega. Aðeins skuli takmarka aðgang ferðamanna
að náttúruminjum og viðkvæmum svæðum þegar
brýna nauðsyn beri til og ekki sé um önnur úrræði
að ræða.
Aðrir málaflokkar í markmiðasetningunni
snerta vernd og endurheimt votlendis, vernd sér-
stæðra jarðmyndana, lágmörkun úrgangs til förg-
unar, heilnæmt andrúmsloft, vernd ósonlagsins og
hreint og heilnæmt ferksvatn, svo nokkrir séu
nefndir.
Drög að stefnumörkun um sjálfbæra þróun kynnt á umhverfisþingi
Samfelld víðerni í
óbyggð haldist ósnortin
Morgunblaðið/Rax
Vernda á óbyggt víðerni í óbyggðum landsins samkvæmt drögum að nýrri áætlun um sjálfbæra þróun.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt íslenska ríkið til að
greiða rúmlega tvítugri konu um 4½
milljón með vöxtum frá því í apríl
1990 vegna slyss sem hún varð fyrir í
leikfimitíma í grunnskóla í Reykja-
vík það ár. Hún var þá 14 ára gömul.
Konan lýsir málavöxtum þannig
að leikfimikennarinn hafi sagt öllum
nemendunum að standa á haus upp
við vegg til að taka próf. Hún hafi í
fyrstu neitað og sagt kennaranum að
hún gæti það ekki. Eftir fortölur
kennarans hafi hún látið til leiðast
með þeim afleiðingum að hendur
hennar gáfu sig og hún hafi fallið á
höfuðið í gólfið. Við það hafi háls og
brjóstbak bögglast undir henni.
Slysið var ekki skráð hjá skólanum.
Konan segist þó hafa farið til hjúkr-
unarfræðings samdægurs og kvart-
að um meiðsli en henni verið sagt að
fara heim í heitt bað.
Íþróttakennari skólans kvaðst
ekki muna eftir atvikinu. Hann mót-
mælti þó fullyrðingu konunnar og
segist alls ekki hafa þvingað nem-
endur til að gera æfingar sem þeir
ekki treysta sér til. Það sé einfald-
lega ekki hans verklag.
Í vottorði heimilislæknis konunn-
ar segir að konan hafi ekki kennt sér
meins í baki fyrr en eftir umrætt
slys. Eftir það hafi hún verið „afleit
af verkjum“ í baki og þeir leitt niður í
mjóbak og fætur. Eftir slysið sótti
hún ekki fleiri leikfimitíma en var
ráðlegt að stunda æfingar, göngu-
ferðir og sund eftir því sem hún
treysti sér. Síðar kom í ljós að hún
hafði fengið brjósklos í baki.
Örorka metin 10%
Í örorkumati konunnar eru áverk-
arnir sem hún hlaut í leikfimitíman-
um metnir til 10% örorku.
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur
segir að við niðurstöðu málsins verði
að leggja til grundvallar að megin-
ástæða slyss stúlkunnar hafi verið að
henni var sagt að gera æfingu sem
hún ekki réð við og leikfimikennar-
inn gætti þess ekki að standa hjá
henni og styðja hana ef þörf krefði. Í
því sambandi gilti einu þótt um próf
hafi verið að ræða.
Bæri stefndi, ríkissjóður, því fé-
bótaábyrgð á tjóni stefnanda vegna
slyssins sem varð í apríl 1990. Konan
fékk gjafsókn og því féll allur máls-
kostnaður á ríkissjóð, samtals um 1,6
milljónir króna. Auður Þorbergs-
dóttir héraðsdómari kvað upp dóm-
inn. Stefán Geir Þórisson hrl. sótti
málið fyrir hönd konunnar en Guð-
rún Margrét Árnadóttir hrl. flutti
málið fyrir hönd ríkisins.
Ríkið dæmt
til greiðslu
bóta vegna
slyss í leik-
fimitíma