Morgunblaðið - 25.01.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.01.2001, Qupperneq 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HELDUR færri farþegar fóru um Akureyrarflugvöll á síðasta ári en árið 1999. Samkvæmt bráðabirgða- tölum fóru rúmlega 190.700 farþeg- ar um völlinn í fyrra en rúmlega 194.000 árið áður. Heildarfækkun farþega milli ára er um 2% en fækkun farþega á milli Akureyrar og Reykjavíkur er hins vegar innan við 1%. Fækkun farþega í flugi út frá Akureyri til Vopnafjarðar nam hins vegar um 23% milli ára og til Grímseyjar um 20%. Sigurður Hermannsson, umdæm- isstjóri Norðurlandsumdæmis Flug- málastjórnar, sagði að flug með ferðafólk væri jafnan nokkuð sveiflukennt og fækkun farþega til Vopnafjarðar og Grímseyjar skýrði fækkunina yfir árið að töluverðum hluta. „Við vorum með nærri 10% aukningu á fyrri hluta síðasta árs en sú aukning hvarf á síðari á hluta ársins. Stærsti einstaki mánuður ársins í fyrra var apríl en þá fóru um 20.500 farþegar um Akureyr- arflugvöll og er aukningin í mán- uðinum frá árinu á undan um 33%. Þar af voru farþegar á flugleiðinni Akureyri-Reykavík rúmlega 19.500 í mánuðinum. Samkeppni úr sögunni Nokkuð hefur verið um breyt- ingar í flugrekstri á svæðinu und- anfarin misseri. Flug frá Akureyri til Kópaskers lagðist af í janúar ár- ið 1999 og þegar leið á árið var flug Raufarhafnar einnig lagt af. Flugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur var hætt í september sl. en í fyrra voru farþegar á flugleiðinni tæplega 7.400 á móti tæplega 13.000 árið 1999 og er fækkunin á milli ára um 43%. Sigurður sagði að vegna þess- ara breytinga hefði Akureyri átt að standa betur, þar sem eitthvað væri um að farþegar frá Húsavík færu í gegnum Akureyri. Einnig væri líka eitthvað um að farþegar sem hefðu flogið frá Húsavík, keyrðu nú alla leið til Reykjavíkur, í stað þess að fljúgja frá Akureyri. Samkeppni á flugleiðinni Akur- eyri-Reykjavík lagðist af í lok apríl í fyrra og í kjölfarið minnkaði ferðatíðnin. Sigurður sagði að eftir að Íslandsflug hætti að fljúga á þessari leið hafi skapast vandræði, þar sem Flugfélag Íslands hafi ekki verið tilbúið að flytja allan þann fjölda sem var að leita eftir flugi milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Það var mikið um fullbókaðar vél- ar og þegar menn ekki komast á milli þegar þeim hentar, missir maður eitthvað í keyrslu. Það er aldrei hægt að bóka 100% í þessar vélar því þá eru menn farnir að missa farþega í burtu eftir öðrum leiðum.“ Flugið verið rekið með tapi Sigurður sagði að fyrst á eftir að Íslandsflug hætti að fljúga hafi Flugfélag Íslands ekki haft nægan flugvélakost til að geta sett upp nægan fjölda ferða á flugleiðinni. Hann sagði það sína skoðun að við það hafi einhverjir farþegar tapast. Sigurður sagði að Íslandsflug hafi flogið fjórar ferðir á dag en gróft áætlað hafi Flugfélag Íslands bætt við sig tveimur af þeim ferðum við breytinguna. Nokkur verðhækkun hefur átt sér stað á flugmiðum en Sigurður sagði það sína skoðun að aukin rekstrarkostnaður og verðhækkun á eldsneyti hafi haft þar mest að segja. Hann sagði að bæði Flug- félag Íslands og Íslandsflug hafi verið að tapa á þessum rekstri og því væri ekkert óeðlilegt að FÍ hafi eitthvað gert til að snúa þeirri þró- un við. Það virðist þó ekki hafa dugað til þótt félagið hafi verið að bæta sætanýtinguna. Morgunblaðið/Kristján Gengið frá borði á Akureyrarflugvelli. Heldur færri farþegar fóru um völlinn á síðasta ári en árið á undan. Farþegum um Akureyrar- flugvöll fækkaði milli ára FJÁRHAGSÁÆTLUN Dalvíkur- byggðar fyrir árið 2001 hefur verið samþykkt í bæjarstjórn en sam- kvæmt henni verða tekjur bæjar- sjóðs rétt um 448 milljónir króna á árinu. Rekstur málaflokka kostar 385,7 milljónir króna þannig að rétt um 86% tekna fara í rekstur. Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson bæjarstjóri sagði að í áætluninni nú væri gert ráð fyrir að laun hækkuðu um 6,5% á árinu en það þýðir 17 milljóna króna útgjaldaauka fyrir Dalvíkurbyggð. Sagði hann að verið væri að áætla fyrir hækkunum sem engin leið væri að sjá fyrir. Leitað hefði verið upplýsinga hjá ýmsum sveitarfélögum vegna þessa óvissu- þáttar og væru viðbrögð þeirra mis- munandi, allt frá því að gera ekki ráð fyrir neinum hækkunum á launum og upp í þau 6,5% sem stjórnendur Dalvíkurbyggðar hefðu afráðið að setja inn í sína áætlun. Engar stórar fjárfestingar á næstunni Til fjárfestinga á vegum bæjar- stjóðs er gert ráð fyrir að verja 44,2 milljónum króna, en að meðtöldum fyrirtækjum bæjarins verður 78,7 milljónum króna varið til fjárfest- inga. Rögnvaldur Skíði sagði engar stórar framkvæmdir á döfinni á veg- um bæjarins á næstunni. Stærstu framlögin færu til gatna- gerðar, um 8 milljónir króna og þá væri ráðgert að hefja endurbætur á húsnæði leikfélagins, Ungó, en til þeirra færu 5 milljónir á þessu ári. Hann sagði aftur á móti að framund- an á næstu árum væru miklar fram- kvæmdir, m.a. vegna fráveitukerfis en það væri metið á um 200 milljónir og þá hefðu menn nefnt að eftir ætti að byggja íþróttahús í byggðalaginu. Mest útgjöld eru að venju vegna fræðslumála en til þess málaflokks fara tæpar 192 milljónir króna. Þá verður tæplega 80 milljónum króna varið til félagsþjónustu og 46,3 millj- ónir króna fara til félags- og menn- ingarmála. Þá má nefna að yfirstjórn bæjar- ins kostar 37,6 milljónir, 17,4 millj- ónir fara í útivistar- og opin svæði og 16,4 milljónir í götur, holræsi og um- ferðarmál. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að tekið verði nýtt langtímalán að upphæð 70 milljónir króna. Aðhald í rekstri og fjárfestingum Bæjarstjóri sagði að helstu ein- kenni fjárhagsáætlunar Dalvíkur- byggðar nú væru aðhald í rekstri og fjárfestingum til að skapa svigrúm fyrir niðurgreiðslu skulda. Kapp- kostað væri að halda sama þjónustu- stigi og áður og í einhverjum tilvik- um betra en áður. Hann sagði miklar fjárfestingar á liðnum árum vegna einsetningar grunnskóla og lántökur í kjölfar þeirra hefðu leitt til vaxandi greiðslubyrða. Þá nefndi Rögnvaldur Skíði að sveitarfélög á landsbyggðinni hefðu mátt horfa upp á fækkun íbúa á síð- ustu árum sem til lengri tíma leiddi af sér minni tekjur, en þörf fyrir aukna þjónustu við borgarana væri enn til staðar. Þetta leiddi af sér sí- fellt vaxandi hlutfall rekstrar miðað við tekjur sveitarfélagsins. Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir 2001 samþykkt Aðhald skapar svigrúm til að greiða niður lán RÚNAR Andrason sálfræðingur flytur fyrirlestur um börn og missi í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudagskvöldið 25. janúar og hefst hann kl. 20. Eftir fyrirlesturinn verða fyrir- spurnir og umræður. Samhygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð á Akureyri, efnir til þessa fyrir- lestrar og vilja forsvarsmenn þeirra hvetja syrgjendur og aðra þá sem málið snertir að koma á fyrirlest- urinn. Fyrirlestur um börn og missi Samtök um sorg og sorgarviðbrögð FÉLAGSMÁLARÁÐ hefur lagt til að skipaður verði starfshópur til að móta stefnu Akureyrarbæjar í málum nýbúa á Akureyri. Hlutverk starfshópsins verði að fara yfir stöðu nýbúa í dag og gera tillögur um stefnumótun og fram- kvæmdir í þeirra málum. Hér er fyrst og fremst átt við félagslega stöðu/einangrun nýbúa og ís- lenskukunnáttu. Starfshópnum er jafnframt ætl- að að kynna sér hvernig málefni nýbúa hafa þróast hjá öðrum sveit- arfélögum og hafa samráð við ýmsa aðila, menntamálaráðuneyt- ið, félagsmálaráðuneytið, svæðis- vinnumiðlun, atvinnurekendur og fleiri. Markhópurinn er fyrst og fremst 16 ára og eldri en einnig þykir rétt að kanna hvernig leik- og grunnskólar bæjarins taka á móti ungum nýbúum. Stefnt er að því að starfshópurinn skili af sér innan þriggja mánaða. Félagsmálaráð Akureyrar Mótuð verði stefna í málum nýbúa KAUPFÉLAG Eyfirðinga og dótt- urfélög hafa gert samstarfssamn- inga við mörg íþróttafélög á félagssvæði sínu þar sem öflugt félagsstarf íþróttafélaganna nýtist fyrirtækjunum við margvísleg kynningarmál gegn ákveðnu fjár- framlagi þeirra. Í samningunum er jafnframt kveðið á um árangurs- greiðslur til íþróttafélaganna nái þau tilteknum markmiðum. Á dögunum var gengið frá end- urnýjun á samningi við Íþrótta- félagið Þór á Akureyri og jafn- framt fékk félagið afhenta peningaupphæð í kjölfar þess glæsilega árangurs sem meist- araflokkur karla náði á Íslands- mótinu í innanhússknattspyrnu á dögunum. Þar stóð félagið sem kunnugt er uppi sem sigurvegari og er þetta í annað sinn sem Þór nær þessum eftirsótta titli. Að sögn Ragnheiðar Bjarkar Guðmundsdóttur markaðsstjóra KEA er þetta þriðja árið í röð sem KEA gengur frá samningi í núver- andi formi, þar sem deildir íþrótta- félaganna njóta þess í formi árang- ursgreiðslu ef þær ná settum markmiðum. Hún sagði það einmitt tilganginn með þessum ákvæðum samningsins að hvetja félögin til enn frekari dáða. Kristján Guðmundsson þjálfari Þórs sagðist líta á þennan titil sem gott veganesti fyrir sumarið. Einn- ig væri það vissulega hvatning þegar góður árangur á vellinum skilaði sér í beinhörðum peningum. Kristján sagðist vera með gott lið í höndunum og að Þórsarar hefðu sett stefnuna á toppbaráttu 1. deildar á komandi keppnistímabili. Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, markaðsstjóri KEA, afhendir Kristjáni Guðmundssyni, þjálfara Þórs, peningaupphæð sem viðurkenn- ingu fyrir Íslandsmeistaratitil félagsins í innanhússknattspyrnu. KEA verðlaunar Þór ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.