Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 20

Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hvammstanga - Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ákveðið að byggja íþróttahús á Hvammstanga á þessu ári. Byggingin á að rísa við hlið þjónustuhúss sundlaugarinnar og tengjast því og þannig samnýta aðkomu, búnings- og hreinlætisað- stöðu. Húsið verður 32 x 24,5 m að stærð með allt að sjö metra loft- hæð. Gert er ráð fyrir að lengja megi íþróttasalinn. Tilboð í bygginguna voru opnuð á skrifstofu sveitarstjóra hinn 23. janúar. Fjórir aðilar gerðu tilboð í verkið og voru tilboðin opnuð í við- urvist flestra tilboðsgjafa, sveitar- stjórnar og ráðgjafa hennar, svo og sveitarstjóra. Lægsta tilboðið var frá Tveimur smiðum ehf. á Hvammstanga, 71 milljónir og 240 þúsund kr., stál- grindarhús með eins metra háum steyptum veggjum. Tilboð frá Steypustöðinni ehf. á Hvamms- tanga, stálgrindarhús, 77 milljónir og 554 þús. kr. Þar var einnig boðið steinsteypt hús á 80 milljónir og 365 þúsund kr. Tilboð kom frá ÍS- TAK hf, stálgrindarhús upp á 80 milljónir og 518 þúsund kr. Tilboð frá Stíganda hf. á Blönduósi, lím- tréshús á 8 milljónir og 370 þúsund kr., en þeir buðu einnig steinsteypt hús á 90 milljónir og 594 þúsund kr. Tilboðunum fylgdu fleiri frávikstil- boð vegna mismunandi gólfefna, sem reyndust vera frá 5,6 milljón- um til 8 milljóna kr. af heildarverði. Sveitarstjórn hefur allt að fjög- urra vikna frest til að yfirfara til- boðin. Ljóst er að tilboðin eru mun hærri en vænst hafði verið og má segja að þau endurspegli þenslu á byggingarmarkaðinum í dag. Nýtt íþróttahús á Hvammstanga Fjögur tilboð bárust í verkið Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Fulltrúar tilboðsgjafa á skrifstofu Húnaþings vestra. Páll Eggertsson, Indriði Karlsson, Hilmar Kristjánsson og Halldór P. Sigurðsson. Egilsstöðum - Sveitarstjórn Aust- ur-Héraðs hefur ákveðið að kaupa tvær af þremur flotbryggjum far- þegaferjunnar Lagarfljótsormsins á Lagarfljóti. Verður greitt fyrir þær matsverð, um 1,6 milljónir fyrir hvora um sig. Með þessu er sveitarfélagið að leggja lóð á vog- arskálar reksturs Lagarfljóts- ormsins hf. á ferjunni, en hann gekk ekki sem skyldi síðastliðið sumar þegar farþegafjöldi stóð ekki undir væntingum. Þá ferð- uðust 5.500 farþegar með ferjunni, en tæplega 8.000 sumarið áður. Einnig hefur Lagarfljótsormur- inn hf. sent Fellahreppi formlega beiðni um að hann kaupi þriðju flotbryggjuna af fyrirtækinu, en þar mun erindið enn í athugun. Austur-Hérað og Fellahreppur hafa stofnað með sér hafnarsam- lag. Það þarf að vinna hafnar- reglugerð, sem m.a. þarf að fela í sér ákvörðun um staðsetningu hafnar fyrir farþegaferjuna og eign eða umráðarétt landsvæðis hafnarinnar. Þetta er skilyrði fyrir fjárveitingu Siglingastofnunar til hafnarinnar; 15,6 milljónir til dýpkunar og stjórngarða og önnur eins upphæð til gerðar bryggju, en fjárveitingin er í tillögu á hafna- áætlun og liggur nú fyrir sam- göngunefnd Alþingis til afgreiðslu á næstu vikum. Ekki er ljóst hvar höfnin á Lag- arfljóti verður í framtíðinni, en nú eru flotbryggjurnar þrjár Egils- staðamegin við brúarsporð Lag- arfljótsbrúar. Það mun óhentugt siglingafræðilega séð og fjárveit- ing Siglingastofnunar m.a. háð því að fundinn verði annar staður. Nokkrir staðir, 400–600 metra of- an við brúna, hafa verið nefndir, en sem fyrr segir er alls óljóst hvar höfnin verður sett niður. Forsvarsmenn Lagarfljótsorms- ins hf. eru bjartsýnir á komandi sumar, ekki síst vegna þess fjölda fólks sem búist er við að sæki Landsmót UMFÍ, sem haldið verð- ur á Egilsstöðum um miðjan júlí. Tillaga að 31,2 milljóna fjárveitingu í höfn á Lagarfljóti Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Farþegaferjan Lagarfljótsormurinn liggur við vetrarfestar. Allt á huldu um fram- tíðarhafnarstæði Mývatnssveit - Mývetningar fögn- uðu þorrakomu með blóti á laug- ardagskvöldið í Skjólbrekku og var fjölmennt að venju eða á fjórða hundrað gesta. Á þorrablóti í Mý- vatnssveit er ætíð mjög blandað lið veislugesta. Heimamenn á öllum aldri frá 16 ára, einnig brottfluttir Mývetningar og síðast en ekki síst fólk sem búið hefur hér einhver ár og tengst sveitinni tryggðabönd- um, fjöldi slíkra kemur ætíð á þorrablótið og verða þar fagnaðar- fundir. Nú var fjöldi aðkomufólks með mesta móti og má þakka það einstakri veðurblíðu og góðri færð. Sú er venja hér að hvert heimili kemur með mat sinn í eigin trogi og etur hver sitt, er þá að sjálf- sögðu nokkur áherslumunur í mat- föngum. Eitthvað hið sérstakasta í trogum manna hér eru eflaust úldnu eggin sem margir leggja metnað sinn í að hafa með en vandi er að verka þau svo gott þyki. Skemmtidagskráin einkenndist af græskulausu gamni um sveit- unga, athafnir þeirra eða sérkenni og taka menn slíku vel. Hefur hér trúlega lítið breyst síðan Látra Björg sagði um Mývatnssveit: „Fólkið gott en fær þann vott, að fullt sé það af háði.“ Sum atriði dagskrárinnar voru leikin af kvenfélagskonum og mök- um þeirra en önnur fram borin í bundnu máli, kemur sér þá vel að ýmsir geta hér sett saman vísur. Bragur eftir Friðrik Steingríms- son, Gufubaðsvísur, var sunginn við lagið „Stóð ég úti í tunglsljósi“, þar er gert góðlátlegt grín að gufubaðsferð einhvers en jarðbað á sér margra alda hefð í Mývatns- sveit og nota menn það óspart sér til heilsubótar enda til þess góð aðstaða austan Jarðbaðshóla. Bragurinn er þessi: Stóð ég úti í tunglsljósi stóð ég úti ber Stúlkur komu úr Vogum og hlógu dátt að mér. Var það út af stubbaling þeim sem undir er? Eða var það vömbin sem dillaði sér? Vöfðu þær sér handklæði vandlega upp í háls. Vöfruðu inn í gufu og tóku svo til máls. Eins og þegar móðir við barn sig byrsta fer „bíddu ekki þarna uns kelur undan þér.“ Heldur betur aldeilis ég hentist innfyrir, hlassaðist í bekkinn og sat þar alveg kyrr, með senjórítu bráðfagra sína á hvora hlið, svei mér ef að nafni minn lifnaði ekki við. Meðal fjölda annarra vísna var þessi sending til Íslandspósts, eftir fyrrnefndan Friðrik: Hafist gæti röfl og róstur ryskingar og hvað sem er, þegar úldinn Íslandspóstur eftir jólin skilar sér. Á milli skemmtiatriða var sung- ið og þykir mörgum þá vera há- punktur samkomu með Mývetn- ingum þegar Þráinn Þórisson stígur á stokk og lætur söfnuðinn syngja raddað „Litlu Stínu“. Að loknu borðhaldi og skemmtiatrið- um var svo stiginn dans fram eftir nóttu við undirleik hljómsveitar Valmars, Jósa og sona Dóra. Þar söng Jóhanna Seljan tvö lög eftir Sólveigu Illugadóttur við texta Hákonar Aðalsteinssonar og Jón- asar Friðriks. Kvenfélag Mývatnssveitar hefur haft veg og vanda af þorrablótum Mývetninga í áratugi og gerir það ætíð af miklum myndarskap. For- maður kvenfélagsins er Anna Dóra Snæbjörnsdóttir á Helluvaði. Þorri blótaður í Mývatnssveit Þorlákshöfn - Ný og glæsileg tvöhundruð fermetra félags- miðstöð var formlega tekin í notkun í Stjórnsýsluhúsinu í Þorlákshöfn fyrir skömmu. Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, sagði við það tækifæri að miklar breytingar yrðu nú á starfsem- inni sem hefur farið fram í Grunnskólanum í tæp tvö ár meðan framkvæmdir hafa staðið yfir. Meðal breytinga á starf- seminni sem fyrirhugaðar eru, er að taka inn börn úr 6. og 7. bekk og jafnvel að opna fyrir yngstu nemendur framhalds- skólanna. Hann sagði að mikill áhugi væri í unglingaráðinu en það stýrir starfseminni að mestu ásamt starfsmönnum. Hjörleifur Brynjólfsson oddviti óskaði ung- lingunum til hamingju með nýju aðstöðuna og sagði að breyting- arnar hefðu kostað um 10 millj- ónir og að auki hefði verið lögð ein milljón til kaupa á tækjum og húsbúnaði. Þegar Hjörleifur hafði lokið máli sínu brá hann sér í gervi Johnny National sem hann taldi víst að unglingarnir „fíluðu“ jafnvel enn betur en hann sjálf- an. Mikill og góður rómur var gerður að rapp- og eftirhermu- hæfileikum oddvitans sem að vísu viðurkenndi fyrir fréttarit- ara eftir á að hann hefði notið aðstoðar unglingssonar síns við textagerðina, honum væri ekki tamur allur þessi orðaforði ung- linganna. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Hjörleifur Brynjólfsson odd- viti, í gervi Johnnys National, óskar unglingum til hamingju með nýju félagsmiðstöðina. Það er betra að vera viss um að allt sé í lagi. Áhugasamir 8. bekk- ingar, frá vinstri, Ársæll Guðmundsson, Kristín Henný Grétarsdóttir, Örvar Unnþórsson og Davíð Guðlaugsson. Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, til vinstri, og Hjörleifur Brynjólfsson oddviti prófa nýja poolborðið. Ný félags- miðstöð í Þorlákshöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.