Morgunblaðið - 25.01.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.01.2001, Qupperneq 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 29 brún kuklú tar Gefa náttú rlega n lit á 2 tí mum Lykta rlaus ir Engir flekk ir Þurrk a ekk i húð ina FANGI í Texas, sem var næstum tekinn af lífi 1987, á skilið að mál hans verði tekið upp á ný vegna þess að fyrrverandi lögmaður hans var oft sofandi á meðan á réttarhaldinu stóð, að því er nýr lögmaður fangans sagði frammi fyrir alríkisáfrýjunar- dómstóli í Bandaríkjunum á mánu- dag. Robert McGlasson, nýr lögmaður Calvins Burdines, sagði að fyrrver- andi lögmaður hans hefði „ekki bara blundað eða gleymt sér í dagdraum- um – hann var meðvitundarlaus. Meðvitundarlaus lögmaður getur ekki andmælt, getur ekki lagt fram mótrök og getur ekki með góðu móti gagnspurt vitni.“ Burdine er nú 47 ára. Dómstóll frestaði aftöku hans með andartaks fyrirvara. Hann neitar ásökunum um að hafa stungið sambýliskonu sína til bana í hjólhýsi í Houston 1983. Nýi lögfræðingurinn hans, McGlasson, hafði eftir vitnum að fyrsti lögmaður Burdines, Joe Cannon, sem nú er lát- inn, hafi hvað eftir annað sofið í allt að tíu mínútur í senn á meðan á rétt- arhöldunum yfir Burdine stóð. Julie Parsley saksóknari staðfesti við áfrýjunarréttinn að Cannon hafi sofið, en sagði að Burdine ætti samt ekki skilið að málið yrði tekið upp að nýju. Sagði hún að engin leið væri að sanna að Cannon hefði, vegna þess að hann var sofandi, gert lagaleg mistök sem hafi gert dómsúrskurð- inn óáreiðanlegan. Fullskipaður áfrýjunardómstóll samþykkti að endurskoða málið eftir að þrír dómaranna höfnuðu því í fyrra, með tveim atkvæðum gegn einu, að Burdine verðskuldaði ný réttarhöld, á þeim forsendum að McGlasson hafi ekki getað sannað að Cannon hafi verið sofandi á úrslita- stundum í réttarhöldunum. Dóm- stóllinn hefur ekki sagt til um hve- nær nýr úrskurður verði kveðinn upp. Mál Burdines hefur ýtt undir það viðhorf að dauðarefsingar séu ósann- gjarnar, og að fangar sem ekki hafi efni á að ráða sér sjálfir lögfræðinga geti ekki fengið góða verjendur. „Þetta mál hefur verið himnasend- ing fyrir andstæðinga dauðarefsing- ar,“ sagði Neil McCabe, prófessor við lagadeild South Texas-háskólans. „En að halda því fram að þetta sé dæmigert fyrir það hvernig málum er yfirleitt háttað er ekki sanngjarnt. Það er margt athugavert við það hvernig dauðarefsingum er háttað í Texas, en sofandi lögfræðingar ... það er ekki eitt af því.“ Tveir fangar hafa verið teknir af lífi í Texas á þessu ári, en í fyrra voru 40 líflátnir, og hafa aldrei verið fleiri á einu ári. „Ég bið bænir og vona að réttlætið nái fram að ganga,“ sagði Burdine á dauðadeildinni í síðustu viku, þar sem hann hefur setið í sext- án ár. Dauðadæmdur fangi krefst endurupptöku máls síns Verjandi mannsins „var meðvitundarlaus“ AP Calvin Burdine á dauðadeildinni í Livingston 1. nóvember í fyrra. New Orleans. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.