Morgunblaðið - 25.01.2001, Síða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 33
VERÐHRUN
Allt með 50% afslætti
FISKVEIÐAR og útgerð hafa
jafnan skipt miklu í búskap og at-
vinnu eyþjóðanna við norðanvert
Norður-Atlantshaf. Af sjálfu leið-
ir, að fiskibátar hafa löngum
gegnt miklu hlutverki í þessum
löndum, verið eitt helsta atvinnu-
og samgöngutæki íbúanna og
veigamikill þáttur menningarsög-
unnar.
Í öllum löndum við norðanvert
Norður-Atlantshaf hafa fræði-
menn um langa hríð unnið að
rannsóknum á sögu fiskibáta –
árabáta – og hafa þær rannsóknir
skilað mörgum og merkum verk-
um í áranna rás. Fyrir okkur Ís-
lendinga er þar nærtækast að
minnast rækilegra rannsókna dr.
Lúðvíks Kristjánssonar á sögu og
gerðum íslenska árabátsins.
Í Færeyjum eiga árabátar sér
vitaskuld engu ómerkari sögu en
hér á landi, þótt heimildir um
sögu þeirra nái að sönnu ekki jafn
langt aftur. Í bókinni, sem hér er
til umfjöllunar, rekur Andras
Mortensen sögu færeyska ára-
bátsins svo langt aftur sem heim-
ildir leyfa, og byggir frásögn jöfn-
um höndum á rannsóknum á
fornleifum, ritheimildum og frá-
sögnum skilríkra og kunnugra
heimildarmanna. Hann hefur frá-
sögnina á þjóðfræðilegri umræðu
um hlutverk báta í eldri sam-
félögum og ræðir þar kenningar
og skoðanir, sem verið hafa of-
arlega á baugi í fræðilegri um-
ræðu þjóðfræðinga á undanförn-
um árum. Þá tekur við umfjöllun
um heimildir, auk þess sem höf-
undur gerir grein fyrir bátarann-
sóknum í öðrum löndum.
Þessu næst tekur við frásögn af
færeyska árabátnum. Hún hefst á
löngum og ýtarlegum kafla um
bátasmíð Færeyinga á fyrri tíð,
þar sem lýst er hinum ýmsu báta-
gerðum og smíðaaðferðum, smíða-
efni, verkfærum og öllum búnaði
bátanna. Næst er svo stuttur
kafli, þar sem færeyskir bátar eru
bornir saman við báta á Íslandi,
Hjaltlandi og í Noregi.
Annar meginkafli bókarinnar
ber yfirskriftina „Bátur og sjólív“.
Í honum fjallar höfundur um hlut-
verk færeyska árabátsins í ald-
anna rás, greinir frá fjölda báta á
ýmsum tímum, bátanöfnum, við-
haldi á bátum, segir frá helstu
gerðum veiðarfæra, lýsir því
hvernig bátar voru notaðir til ým-
iss konar veiða og flutninga,
hvernig skipverjum var skipað
o.s.frv. Loks segir frá upphafi vél-
báta í Færeyjum og kappróðr-
arbátum og í síðasta meginkafla
eru uppdrættir og nákvæmar
teikningar af fjölmörgum árabát-
um af ýmsum stærðum og gerð-
um. Í bókarlok eru allar nauðsyn-
legar skrár og efnisútdráttur á
ensku.
Höfundur þessarar bókar,
Andras Mortensen, hefur um ára-
bil unnið að rannsóknum á fær-
eyskri sögu, ekki síst miðalda-
sögu, og ritað ýmislegt um
rannsóknarefni sín. Þessi bók er
doktorsritgerð hans og mun hann
verja hana við Fróðskaparsetur
Færeyja innan skamms.
Öll er þessi bók einkar fróðleg,
ekki aðeins um báta, heldur um
marga meginþætti færeyskra
sjávarhátta á árabátaöld.
Hún byggist á víðfeðmri og
vandaðri rannsóknarvinnu.
Fræðimennska höfundar er til
fyrirmyndar og efast ég ekki um
að íslenskir áhugamenn um sögu
bátasmíða og fiskveiða muni fýsa
að lesa þetta rit.
Þá mun það ekki spilla ánægj-
unni, að bókin er einstaklega fal-
leg að allri gerð, prentuð á góðan
pappír og prýdd fjölda mynda og
teikninga, sem margar segja
mikla sögu.
Færeyskir
sjávarhættir
BÆKUR
S a g n f r æ ð i
Sjómentir föroyinga í eldri tíð
eftir Andras Mortensen. Annales
Societatis Scientiarum Færoensis.
Supplementum XXVI.
Tórshavn 2000. 352 bls.,
myndir, kort, teikningar.
HIN FÖROYSKI
RÓÐRARBÁTURIN
Jón Þ. Þór
BANDARÍSKA alríkislögreglan
(FBI) afhenti á dögunum gríska rík-
inu með viðhöfn þessa fornmuni er
hér sjást.
Mununum var stolið úr grísku
safni fyrir einum tíu árum, en komu
aftur í leitirnar fyrir stuttu.
AP
Stolnir
fornmunir
MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir barna-
leikritið Langafi prakkari í Grindavík
í dag kl. 17.15 í sal grunnskólans.
Leikritið, sem er eftir Pétur Egg-
erz, byggist á sögum Sigrúnar Eld-
járn, Langafi drullumallar og Langafi
prakkari. Langafi og Anna eru leikin
af þeim Bjarna Ingvarssyni og Aino
Freyju Järvelä, leikstjóri er Pétur
Eggerz, búningar eru hannaðir og
unnir af Katrínu Þorvaldsdóttur.
Langafi prakk-
ari í Grindavík
LEIKFÉLAG Kópavogs tekur
nú til sýninga á ný eftir áramót
leikritið Líku líkt (Measure for
measure) eftir William Shake-
speare í kvöld kl. 20. Leikritið er
í leikstjórn Þorgeirs Tryggva-
sonar. Helstu leikarar eru Birg-
itta Birgisdóttir, Helgi Róbert
Þórisson, Hörður Sigurðarson
og Skúli Rúnar Hilmarsson.
Gamanleikurinn Líku líkt,
gerist meðal vændiskvenna,
böðla og raunar nunna, hertoga
og annarra íbúa Vínarborgar. Í
borginni hefur ólifnaður og sið-
ferðislausung náð að blómstra í
skjóli mildra yfirvalda.
Næstu sýningar verða laug-
ardaginn 27. janúar, fimmtu-
daginn 1. og sunnudaginn 4.
febrúar. Ekki eru ráðgerðar
fleiri sýningar.
Líku líkt aftur
á fjalirnar
í Kópavogi
♦ ♦ ♦