Morgunblaðið - 25.01.2001, Side 34
LISTIR
34 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í TILEFNI af afmæli Mozarts verða
haldnir tónleikar á Kjarvalsstöðum á
laugardag, kl. 12.
Kristján Stephensen, Áshildur
Haraldsdóttir, Laufey Sigurðardótt-
ir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og
Richard Talkowsky, ásamt Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur og Önnu Guðnýju
Guðmundsdóttur, flytja óbókvintett-
inn, flautukvartett í D-dúr, sönglög
og aríur.
Aðgöngumiðasala við innganginn.
Menningarmálanefnd Reykjavík-
urborgar styrkir tónleikana.
Morgunblaðið/Kristinn
Kristján Stephensen, Laufey Sigurðardóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir
og Richard Talkowsky eru meðal tónlistarfólks sem fram kemur.
Mozart í hádeginu
á Kjarvalsstöðum
EKKI ERU allir á því að rétt sé
að greina tónlist niður í stefnur
og stíla líkt og blaðamanna og
verslunareigenda er siður og þar
á meðal er eigandi Hat Hut-útgáf-
unnar svissnesku. Hann gefur
jöfnum höndum út framúrstefnu-
legan djass og nýstárlega nútíma-
tónlist og oft erfitt að greina á
milli. Hat Hut hefur verið með
helstu útgáfum á forvitnilegri tón-
list síðustu ár, meðal annars með
stuðningi svissnesks banka, og
hélt upp á 25 ára afmælið á árinu.
Meðal afmæliskveðja var ein sem
varla hefur verið eigandanum að
skapi, því bankinn rann saman við
annan banka og í kjölfarið hætti
hann að styrkja útgáfustarfið.
Fyrir vikið verða eflaust einhverj-
ar breytingar á starfi Hat Hut á
næstu árum, þótt varla verði sleg-
ið af listrænum kröfum.
Werner X. Uehlinger er eig-
andi og stjórnandi Hat Hut, en
útgáfuna stofnaði hann beinlínis
til að gefa út upptökur með saxó-
fón- og trompetleikaranum Joe
McPhee. „Við Joe höfðum skipst
á bréfum um tónlist, en ég var þá
farinn að starfa að upptökustjórn.
Þegar ég svo hitti Joe í Banda-
ríkjunum eftir að hafa skrifast á
við hann í þrjú ár langaði mig til
að hjálpa honum til að koma sér á
framfæri og því voru fyrstu fjórar
plöturnar sem ég gaf út með hon-
um. Ég kynntist fleiri tónlistar-
mönnum í gegnum Joe og langaði
þá að vinna með þeim þannig að
smám saman vatt þetta upp á sig;
líkt og barn sem lærir að ganga
um húsið heima og síðan fer það
út í heim og fetar sig áfram að
næsta götuhorni og koll af kolli.“
Strik í reikninginn
Síðustu fimmtán ár hefur Hat
Hut notið styrks frá svissneskri
bankasamsteypu. Sá styrkur hef-
ur meðal annars gert fyrirtækinu
kleift að gefa út talsvert af tónlist
sem annars hefði varla komist á
plast, ýmiss konar tilrauna-
kenndri tónlist og tónlist ungra
óþekktra listamanna. Á árinu
rann bankasamsteypan saman við
annan banka og hið nýja fyrirtæki
hefur sett sér þá starfsreglu að
styrkja ekki útgáfufyrirtæki.
Uehlinger segir að vissulega setji
það strik í reikninginn að missa
slíkan stuðning og þá helst að því
leyti að hann muni ekki geta unn-
ið með óþekktum listamönnum og
aðstoðað þá við að koma sér á
framfæri. „Það er ekki gott að
hagnast af útgáfu á tónlist á við
þá sem ég hef gefið út hingað til
og ég verð að horfast í augu við
það. Ég verð að leggja meiri
áherslu á þá tónlistamenn sem
þegar hafa haslað sér völl, verð að
leggja af tilraunastarfið að
mestu.“
Útgáfur Hat Hut skipta hundr-
uðum, allt upp í þrjátíu plötur
hafa komið út á ári, en árlegum
útgáfum fækkar væntanlega eitt-
hvað. Uehlinger segir að hann
muni nú snúa sér að því að endur-
útgefa sitthvað sem ekki hafi ver-
ið fáanlegt lengi, en hann er
reyndar búinn að skipuleggja út-
gáfu næstu tveggja ára, þannig að
væntanlega fara menn ekki að sjá
breytingar fyrr en eftir þann
tíma. „Ég hef yfirleitt tíu til tutt-
ugu plötur tilbúnar til útgáfu og
gef þær því út samkvæmt áætlun,
en nokkur verkefni voru líka kom-
in það langt af stað að ekki varð
aftur snúið.“
Þrír meginstraumar
Þó fyrirtækið sé eitt skiptist út-
gáfa Hat Hut í þrjá megin-
strauma, hat(now)ART, hat-
OLOGY og hatNOIR. Uehlinger
segir að sjálfur greini hann ekki á
milli tónlistarstefna, en hann hafi
gert þetta meðal annars til að
auðvelda plötubúðum að stilla
plötunum fram. „Við gáfum allt út
á sama merkinu á Hat Hut 6000
línunni. Við urðum aftur á móti
vör við það að verslanir vissu ekki
hvar ætti að raða plötunum, hvort
ætti að setja þær með nútíma-
tónlist eða djass og því gripum við
til þess að skipta henni svo upp.
Sjáfur hef ég gaman af öllum
gerðum tónlistar og þó ég hafi
byrjað á að vinna með Joe
McPhee lærði ég af honum og síð-
ar Anthony Braxton og Steve
Lacy að meta nútímatónlist, enda
komst ég að því að þeir höfðu allir
orðið fyrir áhrifum af nútímatón-
list, sérstaklega af John Cage,
Lukas Foss og fleiri tónskáldum
vestan hafs, en tónskáldin urðu
einnig fyrir áhrifum af djasstón-
listarmönnunum. Þessir menn
kenndu mér svo mikið um nú-
tímatónlist og þeir starfa svo
margir á báðum sviðum að mér
finnst erfitt að greina á milli svið-
anna, að segja að eitt sé djass og
annað nútímatónlist, menn eru að
fást við sömu mishljómana, sömu
tónleysuna og því engin ástæða til
að greina þar á milli nema mark-
aðsleg,“ segir Uehlinger og skell-
ir upp úr.
Smekkleg og
stílhrein hönnun
Hat Hut er starfrækt í Therwil
í Sviss eins og getið er og Uehl-
inger segir að það hafi komið
fyrirtækinu mjög til góða í gegn-
um árin. „Ég held að það hafi
komið sér vel að vera ekki þar
sem mest er að gerast, í New
York til að mynda, því það er
nauðsynlegt að geta skoðað hlut-
ina úr fjarlægð.“
Meðal þess sem vekur athygli
við útgáfu Hat Hut er hve hönnun
öll er smekkleg og stílhrein. Uehl-
inger segist alltaf hafa haft veru-
legan áhuga á hönnun. „Það kom
oftar en ekki fyrir að ég keypti
mér plötur á sjöunda áratugnum
vegna þess að mér líkaði umslag-
ið,“ segir hann og hlær að minn-
ingunni. „Ég er mér því vel með-
vitandi um það að útlit umbúða
skiptir miklu máli og legg mikla
vinnu í það. Síðustu fjögur ár hef
ég unnið með austrrískum hönn-
uði og við höfum náð mjög vel
saman.“
Uehlinger hefur yfirleitt gefið
listamönnum frjálsar hendur til
að gefa út á vegum annarra kjósi
þeir svo, en hann hefur einnig
gert einkasamninga við nokkra
listamenn. „Fyrir þremur árum
gerði ég minn fyrsta einkasamn-
ing, við Matthew Shipp til tveggja
ára, og það reyndist mjög vel að
mínu mati. Það kallar á mikla
vinnu og ögun beggja aðila að láta
slíkan samning ganga upp, en það
gefur þeim líka traustan sam-
starfsgrundvöll. Í kjölfarið er ég
að velta því fyrir mér að gera slík-
an samning við Ellery Eskelin.
Ég er reyndar með eins konar
einkasamning við Guillermo
Gregorio en það er frekar heið-
ursmannasamkomulag, það er
ekkert skriflegt og þarf heldur
ekki.“
Miklar sveiflur
í tónlistaráhuga
Áhugi fyrir djass- og nútíma-
tónlist hefur verið mjög breyti-
legur síðustu áratugi; stundum er
sem allir séu að velta fyrir sér
nýjum straumum og vilji helst
heyra sem tilraunakenndasta tón-
list en svo koma tímabil þegar allt
á að vera þægilegt og fyrirsjáan-
legt.
Uehlinger segist vissulega
muna eftir bylgjum sem koma og
fara en segist telja að ný tónlist
eigi eftir að koma fram sem eng-
inn þekkti til í dag. „Fyrir fimm
árum minntist enginn á tónlist frá
Chicago en nú er Chicago-bylgjan
þaðan á allra vörum. Í New York
hefur lítið verið á seyði síðustu
tvö til þrjú ár, en þar kraumar ef-
laust undir eitthvað sem við eig-
um eftir að heyra og sjá á næstu
árum og ekki bara þaðan heldur
víðar að enda er grúi ungra tón-
listarmanna starfandi sem á eftir
að finna nýjar leiðir í sköpun og
túlkun. Það dregur líka úr efna-
hagsuppsveiflunni í Bandaríkjun-
um á næstu misserum og þegar
tónlistarmenn þurfa að fara að
vinna fyrir sér verður meiri
hvatning til að gera eitthvað
nýtt,“ segrir Uehlinger og hlær
við. „Það er líka gríðarlega mikið
til af óútgefinni tónlist, til að
mynda eftir þá John Cage og
Morton Feldman, og margir
fremstu tónlistarmenn sem ég er
að vinna með í dag eru með nýjar
hugmyndir í bígerð.
Við megum ekki gleyma því að
þó fyrir okkur sé ekkert að gerast
eru hvarvetna tónlistarmenn sem
eru að vinna úr nýjum hugmynd-
um og þróa hlutina áfram. Þegar
maður hlustar á Ornette Coleman
í dag heyrir maður að hann er að
þróa áfran það sem John Coltrane
gerði, en samt voru allir steini
lostnir þegar hann kom fram með
sína tónlist og þannig eru menn
sífellt að byggja við og bæta og
sýna sig svo þegar þeir eru til-
búnir.“
Mishljómar
og tónleysa
Það getur verið erfitt að raða tónlist á
bása eins og gagnrýnenda og tónlist-
arpælara er siður. Árni Matthíasson
ræddi við forstöðumann Hat Hut-útgáf-
unnar svissnesku sem segir að til að
mynda sé engin ástæða til að greina
að nútímadjass og nútímatónlist
nema markaðsleg.
Reuters
Hat Hut gefur út framúr-
stefnulegan djass. Engum sög-
um fer þó af því hvort útgáfan
hyggst taka þennan atvinnu-
lausa saxófónleikara upp á
sína arma.
HÓPUR myndlistarmanna verður
með sýningu á myndbands-
listaverkum í sýningarsal kjallara
Gallerís Reykjavíkur, Skólavörðu-
stíg 16, í dag, fimmtudag, kl. 13–18.
Alls verða 15–20 myndbandsverk
sýnd á skjám og varpað upp á
veggi.
Sýningargestum verður einnig
„varpað inn í eitt sýningarverk-
anna á brengluðum rauntíma á tvö-
földum hraða“.
Þeir sem verk eiga á sýningunni
eru Elín Helena Evertsdóttir, El-
ínborg Halldórsdóttir, Guðfinna
Hjálmarsdóttir, Gunnhildur Hauks-
dóttir, Haraldur Karlsson, Hug-
leikur Dagsson, Jóhann G. Bjarg-
mundsson, Ólöf Björg Björnsdóttir,
Ragnar Kjartansson, Sirra Sigurð-
ardóttir, Jón Sæmundur Auðarson,
Guðni Gunnarsson, Pétur Már, og
Tinna Guðmundsóttir.
Galleríið er opið virka daga frá
kl. 13–18, laugardaga kl. 11–17 og
sunnudag kl. 14–17.
Sýningin stendur til 28. janúar
aðgangur er ókeypis.
Styrktaraðili sýningarinnar er
Nýherji, Listaháskóli Íslands.
Myndbönd mánaðarins
í Galleríi Reykjavík
Eitt verkanna á myndbandssýn-
ingunni í Galleríi Reykjavík.