Morgunblaðið - 25.01.2001, Síða 36

Morgunblaðið - 25.01.2001, Síða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKILFENGLEG umræða hefur að und- anförnu orðið um nýj- an Reykjavíkurflug- völl, og því rifjast nú upp sagan af þessu til- svari. Allt virðist svo vandalaust og engar aðrar þarfir til að leysa. Á hinn bóginn eru skynsamleg sjón- armið samgönguráð- herra. Samkomulag varð milli hans og borgarstjóra um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni til nokk- urs tíma. Eðlilegt er að það standi og til þess eru sterk efnahagsleg rök. Framtíð miðstöðvar innanlands- flugs nær þó lengra. Framtíðarþarfir Umræða um Reykjavíkurflugvöll er ekki mál Reykvíkinga einna. Hún er annars vegar um höfuðborg okkar og hins vegar um miðstöð innanlandsflugs sem hefur um ára- tugi verið í höfuðborginni miðri. Það er þó síður en svo eina hugs- anlega staðsetningin. Flestar röksemdir sem fram hafa komið til stuðnings því að flytja farþegaflugið úr Vatnsmýrinni eru frambærilegar. Þar á meðal nauð- syn þess að skapa rými fyrir fram- tíðarþarfir og þróun Háskóla Ís- lands og miðborgar Reykjavíkur. Eflaust verður mikill ávinningur af umtalsverðu landi til þeirra í Vatnsmýrinni, þar með talið verð- mæti lóða í næsta ná- grenni núverandi mið- borgar. Kostnaður hlýtur á hinn bóginn að verða mikill vegna endurbyggingar flug- vallarmannvirkja allra, þ.e. flugbrauta, flugskýla o.fl., sem flugstarfsemi getur ekki án verið innan flugvallar. Nema flutt verði til Keflavíkur- flugvallar þar sem allt er fyrir hendi, ekki síst flugbrautir og flugstöðvar. Þá eru ónefnd talsverð um- hverfisáhrif, því óum- flýjanlegt er að mest af dýra- og jurtalífi innan helgunarsvæðis flug- vallarins flýr það þéttbýli sem hug- myndir eru um í Öskjuhlíðum og Vatnsmýrinni. Í Vatnsmýrinni, ljóð og sönglag Tómasar og Sigfúsar, verður þá öllum óskiljanlegt. Ekki verður hjá komist að svara framtíðarþörfum Landspítalans til þróunar og öryggis, háskólaseturs í læknisfræðum og stærsta og best búna sjúkrahúss landsins sem þjón- ar þjóðinni allri. Í því efni verður sérstaklega að meta bæði ávinning og ókosti við nálægð spítalans við flugvöllinn. Hin mikla nálægð við aðflugsstefnu einnar mestu um- ferðarbrautar flugvallarins getur ekki talist tryggja öryggi spítalans né heldur til þæginda þeim sem þar eru til hjúkrunar. Slík nálægð há- tæknisjúkrahúss við erilsama mið- stöð innanlandsflugs er ekki sam- bærileg við lendingaraðstöðu sjúkraflugs í námunda við það. Öryggi er fyrir öllu Framangreindar þarfir eru þó alls ekki þær einu sem hljóta að koma til skjalanna við þessa stefnu- mótun. Ófullnægjandi er að ræða staðsetningu miðstöðvar innan- landsflugsins án tillits til þarfa hennar sjálfrar vegna öryggis og framtíðarþróunar í flugsamgöng- um, að ekki sé minnst á sambýli við millilandaflug sem ég tel óumflýj- anlegt. Glögg merki þess að það samhengi skortir í umræðunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar eru hugmyndir um að flytja miðstöð innanlandsflugsins suður með Faxaflóa, til Álftaness sem með stækkun miðborgarinnar verður í næsta nágrenni hennar og því mjög verðmætt byggingarland; út á Löngusker sem þá taka fyrir inn- siglingu til þjónustuhafnar í Kópa- vogi og tengingu miðborgarinnar suður yfir Skerjafjörð; til Hafnar- fjarðar sem ekki hefur land fyrir flugvöll á láglendi; á Vatnsleysu- strönd sem er í næsta nágrenni Keflavíkurflugvallar svo þaðan verður tímafrekara að komast inn í miðborg Reykjavíkur en til alþjóða- flugvallarins! Nokkur hluti innlendra flugfar- þega hefur beina hagsmuni af því að komast örugglega til áfanga- staðar að morgni og heim aftur að kvöldi. Þar á meðal margir starfs- menn Háskóla Íslands, Landspít- alans og fleiri stofnana sem einnig sinna störfum norðan heiða, á Vest- fjörðum og Austurlandi og sama á við um starfsmenn fyrirtækja og stofnana þar sem eiga erindi í borg- inni. Þessi hópur þarf að vera fljót- ur í förum á áfangastað og enn mik- ilvægara er honum þó að komast örugglega bæði í áfangastað að morgni og aftur til baka að kvöldi. Þetta öryggi er miklu meira á Keflavíkurflugvelli en Reykjavíkur- flugvelli. Þeir sem segjast treysta Reykjavíkurflugvelli umfram Keflavíkurflugvöll hygg ég hafi lítt kynnt sér staðreyndir um tíðni lok- unar flugbrauta og varabrauta. Engar varabrautir verða á Reykja- víkurflugvelli. Innlendir og erlendir ferðamenn eru mjög stór og vaxandi hópur í flugi sem öðrum samgöngum inn- anlands. Yrði innanlandsflug skipu- lagt út frá þörfum þessa hóps yrði miðstöð þess ekki á Reykjavíkur- flugvelli heldur á Keflavíkurflug- velli í sambýli við millilandaflugið. Hann er stærstur, best búinn og öruggastur íslenskra flugvalla. Frá Keflavíkurflugvelli eru reglu- bundnar tíðar ferðir til Reykjavík- ur, bráðlega um hraðbrautina tvö- falda Reykjanesbraut. Fjölmiðlar höfðu nýlega eftir samgönguráð- herra að milljarðakostnaður hljót- ist af flutningi innanlandsflugs til Keflavíkurflugvallar. Ekki er ég viss um að reiknað hafi verið það sem óumflýjanlegt er, að Ísland mun í framtíðinni bera kostnað af rekstri Keflavíkurflugvallar sem við notum fyrir allt okkar milli- landaflug en berum lítinn kostnað af. Þegar að því kemur að við kom- umst ekki undan þeim kostnaði mun enginn taka í mál að leggja meira fjármagn í nýjan flugvöll við Faxaflóa til þess eins að eiga sér- stakan innanlandsflugvöll í ná- munda við Reykjavík og þó enn nær alþjóðaflugvellinum. Nýr flug- völlur sem ætti að ná sama öryggi og Keflavíkurflugvöllur mundi kosta tugi milljarða króna í bygg- ingu og milljarða í rekstri á ári hverju. Augljóslega er hagkvæmast og öruggast að flytja miðstöð inn- anlandsflugsins til Keflavíkurflug- vallar. Hann er eini flugvöllur landsins sem stenst strangar kröf- ur um afkastagetu og öryggi, raun- ar margrómaður og margverð- launaður fyrir öryggi sem Ís- lendingar annast. Sá flutningur svarar í framtíðinni þörfum flug- samgangna innanlands og þess fólks sem notar þær. Í nágrenni Landspítalans má byggja lending- araðstöðu sjúkraflugs ef hraðbraut- in milli Keflavíkur og Reykjavíkur nægir ekki. Hún nægir hins vegar öllum venjulegum ferðalöngum, innlendum sem erlendum. Skrifaðu flugvöll, góði! Árni Ragnar Árnason Flug Augljóslega er hag- kvæmast og öruggast, segir Árni Ragnar Árnason, að flytja mið- stöð innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. ÞEGAR hugsanlega aðild Íslands að ESB ber á góma heyrast ávallt úrtöluraddir sem telja slíkt ekki koma til greina. Úrtölumenn telja sig vera að verja fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar sem og framtíðarhagsmuni ís- lensks sjávarútvegs. Slíkar úrtöluraddir voru einnig háværar þegar umræðan um aðild Íslands að EFTA og EES stóð sem hæst. Íslendingar brutu niður múra kyrrstöðusamfélags- ins, tóku skref fram á við og ákváðu að vinna að hagsmunum sínum inn- an vébanda EFTA og EES. Úrtölu- menn sögðu að Íslendingar yrðu ekki lengur sjálfstæð og fullvalda þjóð og að íslenskur sjávarútvegur biði hnekki af þátttökunni í þessu samstarfi. Sagan hefur því farið óblíðum höndum um hræðsluáróður þeirra. Löngum hefur því verið haldið fram að Íslendingum sé fyrirmunað að ganga til liðs við ESB sökum sjávarútvegs- stefnu sambandsins. Hafa boðberar þessa sjónarmiðs haldið því fram að við aðild myndu erlend fiskiskip fá nánast frjálsan að- gang að íslensku fisk- veiðilögsögunni. Stað- reyndirnar eru þær að Íslendingar myndu, hér eftir sem hingað til, svo til einir hafa rétt til að nýta fiski- miðin umhverfis land- ið. Varnarbarátta úr- tölumanna snýst þessa stundina einkum og sér í lagi um ákvörðun hámarksafla á Íslandsmiðum, ætt- um við fulla aðild að ESB, og flökkustofna. Ákvörðun hámarksafla Þvert á úrtöluraddir gengur smærri ríkjunum mjög vel að tryggja sérhagsmuni sína gagnvart stærri ríkjunum. Flest aðildarríkin eru svokölluð smáríki og sérhags- munir þeirra eru fáir og yfirleitt skýrt afmarkaðir og rík hefð er fyr- ir gagnkvæmri virðingu á þessum tilteknu sviðum. Þótt dæmi séu til um undanþágur og klæðskerasaum- aðar sérlausnir fyrir aðildarríki er ekki raunhæft að gera ráð fyrir að Íslendingar geti staðið fyrir utan sjávarútvegsstefnuna í einu og öllu til frambúðar – enda óvíst að slíkt myndi þjóna hagsmunum Íslend- inga til langframa. Það liggur því í hlutarins eðli að endanleg ákvörðun um hámarksafla á Íslandsmiðum yrði tekin í ráðherraráðinu ættum við aðild að ESB. Sem fyrr myndi sjávarútvegsráðherra móta tillögur um hámarksafla í samvinnu við hagsmunaaðila. Hann myndi bera upp tillöguna meðal kollega sinna í ráðherraráðinu og þar yrði hún samþykkt. Engin önnur þjóð ætti hagsmuna að gæta við þessa ákvörðun og því óhætt að fullyrða að ráðherraráðið færi ekki að hringla í tillögum íslenska sjávarútvegsráðherrans. Þrátt fyrir þessa staðreynd er þetta ákvörð- unartökuferli eitur í beinum margra Íslendinga og nánast eitt og sér nóg til að útiloka hugsanlega aðild Ís- lands að ESB að þeirra mati. Í skýrslu utanríkisráðherra um stöðu Íslands í Evrópusamstarfi segir: „Þótt ekki sé ólíklegt að hugmynd- um Íslendinga um heildarafla yrði fylgt væri ekki hægt að koma í veg fyrir að öðrum hagsmunum yrði blandað saman við slíka ákvarðana- töku en önnur ríki geta haft áhrif á niðurstöðuna...“ Það sem hér er átt við er að t.d. Spánverjar, Ítalir og Grikkir gætu blandað ákvörðun er varðar ólífuræktun við ákvörðun um hámarksafla á Íslandsmiðum! Markmiðið væri að stunda hrossa- kaup í ráðinu með þeim afleiðingum að ákvörðun, er varðar grundvall- arhagsmuni Íslendinga, og snýst um fiskveiðar, yrði tekin gegn vilja okk- ar. Þess eru engin dæmi í sögu ESB að ákvarðanir séu teknar þvert á augljósa sérhagsmuni eins aðildar- ríkis enda gæti slíkt haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ef slíkt ætti sér stað myndi annað af tvennu gerast: Viðkomandi ríki myndi hóta að yfirgefa sambandið og slík uppá- koma gæti haft fordæmisgildi. Hinn möguleikinn er sá að ríkið myndi svara með mikilli stífni og ósveigj- anleika á öllum stigum í ákvörð- unartökuferli sambandsins í öllum málaflokkum. Hvort tveggja myndi trufla starfsemi sambandsins og skaða það verulega burt séð frá stærð ríkisins sem hlut ætti að máli. Með þessar staðreyndir í huga geta lesendur spáð í líkurnar á því að teknar yrðu ákvarðanir í ráðherra- ráðinu sem snerta augljósa grund- vallarhagsmuni Íslendinga þvert á vilja þeirra. Flökkustofnar Það er ljóst að nánast allur sá afli sem heimilt yrði að taka úr sjó við strendur Íslands félli Íslendingum í skaut. Í áðurnefndri skýrslu utan- ríkisráðherra segir: „Aftur á móti myndi Ísland þurfa að tryggja sér sinn hlut í flökkustofnum, þ.e. loðnu, norsk-íslenskri síld, úthafskarfa, kolmunna og makríl[…]. Gera má ráð fyrir að þess yrði krafist að skip ESB geti veitt sinn hlut úr þessum tegundum innan íslensku fiskveiði- landhelginnar, sérstaklega varðandi loðnu og úthafskarfa, en bestu veiði- svæðin eru þar.“ Komi til aðildarviðræðna er mjög líklegt að ESB fari fram með kröfu um að fá að veiða hluta af kvóta sín- um í ofangreindum stofnum innan íslenskar lögsögu. ESB gæti hins vegar ekki rökstutt slíka kröfu á grundvelli veiðireynslu í íslenskri lögsögu. Auk þess eru bestu kol- munna- og makrílmiðin á alþjóða hafsvæði og í lögsögu ESB. Í þeirri stöðu hefðu Íslendingar um tvo kosti að velja: Að hafna kröfu ESB alfarið með vísan til þeirrar grund- vallarforsendu að engin veiðireynsla sé fyrir hendi. Hinn kosturinn er að fara fram með gagnkröfu á hendur ESB og krefjast aðgangs að lögsögu sambandsins í tilgreindum stofnum. Hér er um að ræða sameiginlega stofna og gagnkvæmur aðgangur að fiskveiðilögsögum myndi tryggja að kvótaupptakan færi fram með lægstum mögulegum tilkostnaði og skilaði mestum mögulegum verð- mætum. Hagsmunir og áhrif Reynslan hefur kennt okkur að aðildin að EFTA og EES voru hvort tveggja gæfuspor sem hafa bætt efnahag og lífsgæði Íslendinga. Við- skipti hafa vaxið og höftum hefur verið rutt úr vegi og samkeppni aukist neytendum og framleiðend- um til góða. Samvinna innan fjölda málaflokka hefur ýtt undir framþró- un og nýsköpun og fjölgað tækifær- um Íslendinga í víðum skilningi. Við fulla aðild fengju Íslendingar samstundis tillögu- og atkvæðisrétt í öllum nefndum, vinnuhópum og stofnunum ESB og gætu fylgt mál- um eftir frá upphafi til enda og þannig aukið og styrkt fullveldi sitt í samfélagi við aðrar þjóðir sem sett hafa sér áþekk markmið. Í ljósi sér- stöðu Íslendinga á sviði sjávarút- vegs er óhætt að fullyrða að vægi okkar í öllum vinnuhópum og nefnd- um tengdum sjávarútvegi innan stofnana ESB yrði mikið værum við aðilar að sambandinu. Samfara því að tryggja hagsmuni okkar í sjávar- útvegi gætum við haft veruleg áhrif á framtíðarþróun sjávarútvegsstefn- unnar því þrátt fyrir smæð þá er Ís- land stórveldi á sviði sjávarútvegs. Evrópusambandsaðild – gæfuspor fyrir Ísland Úlfar Hauksson ESB Aðildin að EFTA og EES voru hvort tveggja gæfuspor, segir Úlfar Hauksson, sem hafa bætt efnahag og lífsgæði Íslendinga. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Mörkinni 3, sími 588 0640G læ si le ga r gj af av ör ur Kampavíns- glas kr.1.590 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14 Með prentara og án prentara Fyrir rafhlöðu og 220 V AC RÖKRÁS EHF. Kirkjulundi 19, sími 565 9393 Hágæða vogir á góðu verði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.