Morgunblaðið - 25.01.2001, Qupperneq 38
ÁÐUR enforsetiAlþingis,
Halldór Blöndal,
sendi bréfið til
forseta Hæsta-
réttar á þriðju-
dag, vegna ör-
yrkjafrumvarps-
ins átti hann fund
með þeim tveim-
ur varaforsetum,
sem sæti eiga í
forsætisnefnd og
voru staddir á
landinu og settu
þeir sig ekki upp
á móti bréfinu, að sögn þingforseta. Þetta voru
þeir Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, og Árni Steinar Jóhannsson,
þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs.
Guðjón Guðmundsson sagði við Morgun-
blaðið að forsætisnefndin hefði samþykkt ein-
róma að senda bréfið. Hann minnti á að tilefnið
hefði verið beiðni stjórnarandstöðunnar til for-
seta um að hann úrskurðaði hvort öryrkja-
frumvarpið væri þinghæft. Árni Steinar sagði
við Morgunblaðið að bréfið hefði verið sent að
frumkvæði forseta þingsins og ætlar hann að
krefjast fundar í forsætisnefnd um málið þeg-
ar þing kemur saman að nýju.
„Okkur fannst það góður kostur að fá það á
hreint hvort frumvarpið stangaðist á við
stjórnarskrána. Harðar ásakanir höfðu gengið
á milli manna.Við fengum ótvírætt svar frá
forseta Hæstaréttar sem ég tel að hafi verið til
mikilla bóta og gott innlegg í málið. Þar eru
tekin af öll tvímæli. Það sem stjórnarflokk-
arnir hafa sagt er rétt, að frumvarpið sé ekki
brot á stjórnarskránni. Enda hefði ríkisstjórn-
in ekki farið fram með málið ef svo hefði ver-
ið,“ sagði Guðjón.
Aðspurður hvort það hefði komið honum á
óvart að fá svar til baka frá forseta Hæsta-
réttar sagði Guðjón forsætisnefndina hafa
rennt blint í sjóinn í þeim efnum. Leiðin væri
vissulega óhefðbundin en svarið hefði tekið af
öll tvímæli.
Árni Steinar sagði Halldór Blöndal hafa
kynnt bréfið fyrir forsætisnefndinni og því liti
hann svo á að um frumkvæði forsetans hefði
verið að ræða og „hans mál“ eins og hann orð-
aði það. Af þeim sökum hefði hann ekki lagt
fram mótmæli við bréfinu.
„Bréfaskriftirnar verða til þess að fleiri
spurningar vakna heldur en svör um stöðu
Hæstaréttar gagnvart Alþingi. Þingið þarf að
taka þetta til meðferðar. Við höfum ekki
stjórnlagadómstól sem getur farið yfir mál
sem er að fara í gegnum þingið. Með bréfa-
skriftunum erum við komin að stórum spurn-
ingum er varða samskipti dómstóla og Alþing-
is,“ sagði Árni Steinar.
Varaforsetar, sem voru fjarverandi, voru
Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingunni,
og Ísólfur Gylfi Pálmason, Framsóknarflokki.
Hefði lagst eindregið gegn
því að senda bréf
Guðmundur Árni sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkveldi, þar sem hann var stadd-
ur í Frakklandi, að vegna utanferðarinnar
hefði hann ekki verið á þeim fundi þar sem
þetta erindi hefði verið tekið fyrir á og ekki
verið gert viðvart um að þetta stæði til, enda
hefði hann lagst eindregið gegn því að senda
bréf af þessum toga. Í fyrsta lagi væri þetta
fordæmalaust. Að minnsta kosti ræki hann
ekki minni til annars dæmis um þetta og aðrir
honum vísari menn yrðu þá að leiðrétta það. Í
annan stað velti hann vöngum yfir því hvaða
erindi Alþingi ætti við Hæstarétt um verklag
og vinnubrögð inn á þinginu.
„Þetta kemur afskaplega mikið á óvart og
ég er satt að segja ákaflega undrandi yfir þess-
ari nálgun mála og hefði lagst eindregið gegn
henni hefði ég haft tök á og mér verið gert við-
vart um það,“ sagði Guðmundur Árni.
Hann sagði að sér fyndist eðlilegt að honum
hefði verið gert viðvart um að þetta stæði
til,því hér væri um nýmæli að ræða. Hann
hefði verið í símasambandi og því hæg heima-
tökin.
„En eftir því sem ég hef heyrt bar þetta allt
mjög brátt að og undarlega brátt að verð ég að
segja, því ef þetta hefði legið í loftinu þá höfðu
menn möguleika á að nálgast þetta viðfangs-
efni miklu mun fyrr, því það var í síðustu viku
sem að þessi spurning kom upp og forseti Al-
þingis einn og sér úrskurðaði þá að málið væri
þingtækt," sagði Guðmundur Árni.
Hann sagði að hann áttaði sig ekki á því
hvað hefði kallað á þessi viðbrögð þegar málið
hefði verið komið á lokasprett í þinginu og
hann mundi taka málið upp hjá forsætisnefnd
þegar hún hittist næst.
Mismunandi skoðanir varaforseta Alþingis á
bréfi til forseta Hæstaréttar
Guðjón
Guðmundsson
Árni Steinar
Jóhannsson
Guðmundur Árni
Stefánsson
Krafist verður fund-
ar í forsætisnefnd
38 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VANDI VESTMANNAEYINGA
NÝTT INNLEGG Í
EVRÓPUUMRÆÐUNA
Niðurstöður skýrslu Evrópu-nefndar Framsóknarflokksinseinkennast af málamiðlunum
og bera því skýrt vitni hversu djúp-
stæður ágreiningur er um málið í
flokknum þótt nefndin hafi skilað sam-
hljóða áliti.
Meginniðurstaða skýrslunnar er sú,
að stefnt verði að því að EES-samn-
ingurinn „geti haldið upphaflegum
markmiðum sínum og aðildarþjóðir
haldið sínum hlut og réttindum and-
spænis Evrópusambandinu, þ.á m.
sem fullgildir þátttakendur í samstarfi
við nýjar stofnanir Evrópusambands-
ins og á nýjum sviðum sem Evrópu-
sambandið tekur að sér.“
Í framhaldi af þessu verður að gera
ráð fyrir, að Halldór Ásgrímsson, for-
maður Framsóknarflokksins og utan-
ríkisráðherra, beiti sér fyrir því að
teknar verði upp viðræður við ESB um
útvíkkun EES-samningsins sem
mörgum þykir orðin brýn. Í greinar-
gerð skýrslunnar segir að talið sé hæp-
ið að slíkt takist. Hver getur haldið því
fram, án þess að á það reyni?
Verði ekki hægt að byggja á EES-
samningnum vill Evrópunefnd Fram-
sóknarflokksins að ákvörðun verði
tekin um hvort óskað skuli aðildarvið-
ræðna við Evrópusambandið á grund-
velli samningsmarkmiða Íslendinga
eða hvort leitað skuli annarra kosta.
Komi til ákvörðunar um að sækja um
aðild að ESB vill nefndin að sú ákvörð-
un verði borin undir þjóðaratkvæði
„ásamt öðrum raunhæfum kostum er
til greina koma í Evrópusamvinn-
unni.“
Þessi tillaga ber vott um að and-
stæðingar ESB-aðildar innan Fram-
sóknarflokksins hafi viljað reisa eins
háar girðingar og hægt var gegn hugs-
anlegri aðildarumsókn. Deila má um
hvort þjóðaratkvæðagreiðsla af þessu
tagi skilaði skynsamlegri niðurstöðu.
Ætla verður að slík atkvæðagreiðsla
snerist í raun upp í kosningar um
ESB-aðild án þess að kjósendur hefðu
í höndum þær upplýsingar sem fyrir
lægju eftir hugsanlegar aðildarvið-
ræður. Þau ríki, sem hingað til hafa
sótt um aðild að Evrópusambandinu,
hafa ekki farið þessa leið. Almenn sam-
staða er hins vegar um það á milli
stjórnmálaflokkanna að niðurstöður
úr hugsanlegum viðræðum yrðu lagð-
ar undir þjóðaratkvæði.
Í forystugrein Morgunblaðsins hinn
26. ágúst sl. um þá ákvörðun Fram-
sóknarflokksins að taka afstöðu
flokksins til Evrópumála til endur-
skoðunar sagði m.a.: „Í umhverfi okk-
ar Íslendinga hefur ekkert það gerzt
sem gefur sérstakt tilefni til að taka
hugsanlega aðild að ESB upp til um-
ræðu. Við höfum ekki rekizt á neina þá
múra í samskiptum okkar við Evrópu-
sambandið sem knýja á um aðild. Við
höfum ekki orðið þess varir, að við-
skiptahagsmunir okkar eða pólitískir
hagsmunir krefjist þess að málið verði
tekið upp nú.
Með því er ekki sagt að það sé óeðli-
legt að einstaka stjórnmálaflokkar
taki þetta mál upp til alvarlegrar um-
ræðu. Samskipti okkar við Evrópurík-
in eru langtímamál og eðlilegt að
stjórnmálaflokkarnir vilji vera vel
búnir undir hugsanlegar umræður um
málið í framtíðinni.“
Frá því að þetta var sagt hafa engar
forsendur breytzt sem gæfu okkur Ís-
lendingum tilefni til að sækja um aðild
að ESB. Auðvitað getur til þess komið
t.d. vegna þróunar evrunnar en þá
taka menn afstöðu til þess þegar þar
að kemur.
Þrátt fyrir að mörgu leyti mótsagna-
kenndar niðurstöður er skýrslan gagn-
legt plagg í umræðum um Evrópumál
hér á landi. Halldór Ásgrímsson telur
að þetta sé í fyrsta sinn sem gerð sé til-
raun til að skilgreina með heildstæðum
hætti hugsanleg samningsmarkmið Ís-
lands, kæmi til þess að sótt yrði um að-
ild að Evrópusambandinu. Það er svo
spurning hvernig þeirri tilraun verði
tekið innan flokks hans, þar sem and-
staða við aðild að ESB er mjög sterk.
Greinargerð skýrslunnar er byggð á
vandaðri skoðun þar sem nefndin hef-
ur kynnt sér margvíslegar upplýsing-
ar. Slík vinnubrögð auka gildi skýrsl-
unnar. Allar aðgerðir sem stuðla að
upplýstum og fordómalausum um-
ræðum um tengsl okkar við Evrópu-
ríkin eru jákvæðar en þær verða líka
að vera raunsæjar.
Vestmannaeyingar eru þekktir fyrirannað en að leggja árar í bát. Í
Eyjum hefur samheldni og samstaða
verið í fyrirrúmi. Þessir kostir komu
berlega í ljós í gosinu í Heimaey árið
1973 og þeirri uppbyggingusem átti
sér stað eftir að því lauk.
Nú eru á ný blikur á lofti í Eyjum.
Stjórn Ísfélags Vestmannaeyja til-
kynnti á þriðjudag að ákveðið hefði
verið að hætta bolfiskfrystingu en ver-
ið væri að kanna möguleika á því að
hefja saltfiskvinnslu í lok loðnuvertíð-
ar og hagkvæmni þess að koma upp
fullkomnu frystihúsi fyrir uppsjávar-
fisk.
Þessi ákvörðun fylgir í kjölfarið á
brunanum sem varð hjá Ísfélaginu 9.
desember þegar öll aðstaða þess til
bolfiskvinnslu gereyðilagðist.
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær að þessi ákvörðun
Ísfélagsins væri mikið áfall fyrir bæj-
arfélagið og starfsfólk fyrirtækisins.
Arnar Hjaltalín, annar formaður
stéttarfélagsins Drífandi, sagði að
stæðu þessar ákvarðanir væri þetta
upphafið að endi bolfiskvinnslu í Vest-
mannaeyjum.
Í tvígang hefur verið gengið til við-
ræðna um sameiningu Ísfélagsins og
Vinnslustöðvarinnar.
Í byrjun nóvember í fyrra fór seinni
sameiningartilraunin út um þúfur.
Síðan hafa forsendur breyst og gefur
staða fiskvinnslunnar í Eyjum tilefni
til þess að þráðurinn verði tekinn upp
að nýju. Samkomulag lá þá fyrir í
grundvallaratriðum og yfirlýsingar
stjórnenda beggja fyrirtækja, um að
verulegir kostir fylgdu sameiningu
fyrirtækjanna, kalla á að reynt verði
til þrautar.
TVÖ TILVIK hafa komið uppí samskiptum Alþingis ogHæstaréttar á seinni árum
sem rifjuð hafa verið upp vegna
bréfaskrifta Halldórs Blöndals, for-
seta Alþingis, og Garðars Gísla-
sonar, forseta Hæstaréttar, um
dóm réttarins í öryrkjamálinu svo-
kallaða.
Fyrra skiptið var í febrúar árið
1987 þegar Steingrímur Her-
mannsson, þáverandi forsætisráð-
herra, leitaði símleiðis eftir áliti þá-
verandi forseta Hæstaréttar,
Magnúsar Thoroddsen, og vitnaði
til þess símtals í umræðum á Al-
þingi um fræðslustjóramálið svo-
nefnda. Seinna tilvikið var í mars
1994 þegar þáverandi forseti
Hæstaréttar, Hrafn Bragason,
sendi Alþingi bréf og óskaði eftir
því að frumvarpi til laga um Hæsta-
rétt yrði frestað. Hér verða þessi
atvik rakin nánar til upprifjunar en
hið síðara komst reyndar ekki í há-
mæli á sínum tíma.
Mánudaginn 16. febrúar 1987 fór
fram umræða á Alþingi um frum-
varp Ingvars Gíslasonar, þáverandi
alþingismanns Framsóknarflokks-
ins í Norðurlandskjördæmi eystra,
og fleiri þingmanna, um skipun
rannsóknarnefndar er myndi
kanna ákvörðun Sverris Her-
mannssonar, fyrrverandi mennta-
málaráðherra, um brottrekstur
Sturlu Kristjánssonar úr starfi
fræðslustjóra á Norðurlandi eystra.
Á þessum tíma hafði Sturla stefnt
ríkinu fyrir dómstóla vegna brott-
rekstrarins. Eftirfarandi frásögn
um þetta atvik birtist í þingfréttum
Morgunblaðsins 17. febrúar 1987:
„Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra kom á ný í ræðustól
og las upp 1. gr. frumvarpsins þar
sem segir, að Hæstiréttur skipi
nefnd til að rannsaka, hvort
„menntamálaráðherra hafi haft
fullgildar ástæður til að víkja
fræðslustjóra umdæmisins úr
starfi“. Þetta kvað ráðherrann vera
nákvæmlega hið sama og fræðslu-
stjórinn brottvikni hefði nú beðið
dómstóla að úrskurða um. Af þessu
tilefni hefði hann rætt við forseta
Hæstaréttar í síma og hann leyft að
eftir sér yrði haft, að hann teldi það
í hæsta máta óeðlilegt, eftir
ið væri orðið dómsmál, að r
skipaði umrædda nefnd.
Hæstaréttar hefði að vísu e
við aðra dómara réttarins
þess vegna ekki fyrir hönd
þetta væri mat hans.“
Þetta símtal forsætisráðh
forseta Hæstaréttar varð
deilna í umræðum þings
Baldvin Hannibalsson, þá
þingmaður Alþýðuflokksin
ist ekki taka við lagaskýrin
seta Hæstaréttar í gegn
sætisráðherra. Vonandi
þingmenn þann metnað a
fyrir skilaboðin og senda þ
til föðurhúsanna. Síðan sa
Baldvin þetta: „Þetta er
vinnubrögðum í stjórnsý
veldisins Íslands sem verð
að vakin sé rækileg athygli
Er Morgunblaðið ræ
Magnús Thoroddsen í g
þetta atvik sagðist hann v
eftir því. Þetta hefði þótt óv
en Magnús taldi málið e
bréfaskiptum Alþingis og
réttar nú að því leyti að ek
Tvö fyrri tilvik um sam
þingis og forseta Hæs
ÓLAF
seti Ís
irlýsin
lögum
tryggi
þykkt
For
sinni:
látin í
lands
breyti
um s
þykkt
lögin
indaák
Við