Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 45
Nýskr. 9. 1999, 1300 cc,
5 dyra, 5 gíra, rauður,
ekinn 14 þ.
Verð 1.150 þ.
MMC
Space Star
Grjóthálsi 1
Sími 575 1230/00
bíla
land
notaðir bílar
bilaland.is
B&L
®
AB-SHAPER
T A K T U Á M E Ð
AB-SHAPER er frábær magaþjálfi, gefur
árangur fljótt. Styrkir kviðvöðvana.
á ótrúlega stuttum tíma
Kennslumyndband
fylgir
13
æ
fin
gam
öguleikar
Fyrirferðarlítill
K
O
R
T
E
R
POWER A.
FOR EYES
FYRSTA RETINOL
KREMIÐ FYRIR
AUGNSVÆÐIÐ
MEÐ STÖÐUGRI DREIFINGU
DREGUR ÚR HRUKKUM
Á ÁHRIFARÍKAN HÁTT
HÁMARKS VIRKNI OG ÞOLGÆÐI
Eftir 4 vikur hefur greinilega
dregið úr hrukkum og
ójöfnum litarhætti.
Kynning í dag og á morgun, föstudag,
á hágæða snyrtivörum frá
HELENA RUBINSTEIN
Veglegir kaupaukar
Strandgötu 32, Hf.,
sími 555 2615
Álfheimum 74,
sími 5685170
NÚ á dögunum barst
erindi til yfirvalda þar
sem öryggisfyrirtækið
Varnan bauðst til að
taka að sér umferðar-
eftirlit á götum höfuð-
borgarinnar. Erindi
þetta er vissulega tím-
anna tákn en kemur
kannski fáum á óvart.
Umferðarslysum fer
ört fjölgandi hér á landi
og létust fleiri í umferð-
inni í fyrra en mörg ár á
undan. Ýmsar ástæður
liggja að baki þessari
fjölgun slysa sem ekki
verða raktar hér, enda
sýnist sitt hverjum í
þeim efnum. Ein viðbrögð fólks á
þessum erfiðu tímum eru að líta til
framkvæmdavaldsins og benda á þá
staðreynd að lítið sjáist til lögregl-
unnar við reglubundið eftirlit á göt-
unum og aukinn hraði ökumanna sé
bein afleiðing þess.
Þetta vilja Varnan-menn bæta.
Fyrirtækið vill taka að sér umferð-
areftirlit samkvæmt verktakasamn-
ingi og halda uppi lögum og reglu á
götunum gegn beinu gjaldi. Spurn-
ingin er einfaldlega um framboð og
eftirspurn. Einkafyrirtæki skynjar
skort á þjónustu og vill taka að sér að
inna hana af hendi. Er eitthvað óeðli-
legt við það? „Já,“ segja sumir, „lög-
gæsla á í eðli sínu ekki að vera í hönd-
um einkaaðila.“ Gott í orði en ósatt á
borði. Það hefur nefnilega þekkst um
langt skeið að löggæsla sé í höndum
einkaaðila. Leyfið mér að útskýra
frekar.
Lög og regla hafa verið mönnum
mikið hjartans mál hér á landi um
nokkurt skeið og verður umræðan oft
á tíðum þverpólitísk. Í hvert sinn sem
tölur um afbrot og glæpi eru birtar er
þeim slegið upp í fjölmiðlum undir
fyrirsögnum eins og „Flóðbylgja af-
brota“ og „Tíðni glæpa á uppleið“.
Glæpir eru talið „gott“ fréttaefni og
sögur þess efnis seljast vel um allan
heim. Í beinu framhaldi hafa hand-
hafar löggjafar- og framkvæmda-
valds orðið fyrir aukinni gagnrýni,
svo mikið, að nú er það í tísku að
gagnrýna opinberlega lögreglu og
réttarkerfið fyrir allt sem miður fer.
Hvað er almenningur að reyna að
gera með slíku, hvað vill hann að gert
sé og til hvers ætlast hann af lögregl-
unni? Fyrst verðum við að líta á hvað
lögreglunni var ætlað að gera í upp-
hafi. Þegar fyrsta nú-
tímalögregluliðið var
stofnað árið 1829 í
London, var meginhlut-
verk þess þríþætt: 1) að
koma í veg fyrir afbrot
og glæpi, 2) að viðhalda
reglu í samfélaginu og
3) að sjá til þess að lög-
um settum af réttkjörn-
um leiðtogum væri
framfylgt. Í dag er
staðan önnur. Eftirlits-
stofnanir eru orðnar
rótgróinn hluti af ríkis-
kerfinu (fara lögreglu-
þjónar og áminna kokk-
inn á veitingastaðnum
fyrir að skafa ekki und-
an nöglunum?) og það er talsvert síð-
an menn gerðu sér grein fyrir því að
lögreglan getur ekki komið í veg fyrir
að glæpur eigi sér stað. Lögreglan
situr við símann og bíður eftir að kall-
að sé á hana frekar en að hún sé úti
við leitandi að afbrotum. Þannig að
fyrirbyggjandi hlutverk hennar er
orðin tóm.
Skömmu eftir að lögreglan kom
fram á sjónarsviðið fór að gæta mik-
illar óánægju meðal stjórnmála-
manna og borgaranna með störf
hennar, sem varð til þess að einka-
geirinn fór að taka þátt í verndun
mannslífa og eigna. Á síðustu 20 ár-
um hefur einkalöggæsla vaxið ótrú-
lega hratt s.s. í Bandaríkjunum og
Bretlandi. Svo hratt að aðeins tölvu-
geirinn vex hraðar.
Lögreglan á í vök að verjast á öll-
um sviðum; fjárveitingar eru skornar
niður, nýjar stjórnunaraðferðir eru
ekki taldar skila sínu og hinn almenni
borgari kvartar undan slælegri þjón-
ustu, misbeitingu valds og ónógum
sýnileika. Stjórnmálamenn vilja
bætta löggæslu jafnhliða því að skera
niður fjármagn og viðskiptalífið hefur
bókstaflega verið skilið eftir og skal
nú algjörlega sjá um sín mál sjálft.
Tölur um tíðni sumra flokka afbrota
hafa jafnvel tvöfaldast á síðasta ára-
tug og tilfinning fólks um öruggt um-
hverfi er hjóm eitt frá því sem áður
var. Fólk hefur misst trúna á því að
lögreglan geti stöðvað þessa þróun
og hefur hinn almenni borgari, með
verslunareigandann í fararbroddi,
tekið upp á því að ráða sína eigin lög-
gæsluaðila til að vernda líf sitt og
eignir.
Í dag eru 20% af fangelsum í Bret-
landi einkarekin, öryggismál í dóm-
sölum og á flugvöllum eru í höndum
einkafyrirtækja og sömu sögu er
segja frá Bandaríkjunum þar sem
heilu hverfin og jafnvel bæirnir njóta
aðeins löggæslu frá einkafyrirtækj-
um. Hvaðan kemur þessi aukning?
Við höfum séð fjölgun glæpa og trú
fólks á kerfinu hefur minnkað til
muna. Aukin umsvif stærri fyrir-
tækja sem keypt hafa og byggt
stærri og stærri eignir hafa leitt af
sér aukna samvinnu einkarekinnar
löggæslu og fyrirtækja í eign einstak-
linga. Nú er algengt að stór svæði
sem áður voru í eign ríkis og sveit-
arfélaga séu í eign einstaklinga og
þar með hefur lögreglan ekki lengur
eftirlit með umræddum svæðum. T.d.
er svipaður fjöldi verslana í Kringl-
unni og er á Laugavegi, Smáralindin
verður risastórt svæði sem allt er í
einkaeign og virðist sem þróunin í
löndunum í kringum okkur sé jafnvel
ennþá lengra á veg komin (nú liggur
fyrir frumvarp í borgarstjórn Cov-
entry á Englandi um að einkavæða
miðbæinn þar, sorphirðu, endurnýj-
un eigna og löggæslu). Þar sem öll
þessi starfsemi er í skugga einka-
reksturs, hefur hún ekki fengið þá
umræðu sem opinber löggæsla hefur
notið. Hvar á hún að enda og hvar á
ábyrgðin að vera?
Að mínu áliti er umræðunni um
hvort eigi að einkavæða löggæsluna
löngu lokið og eina spurningin er
hvernig við getum einkavætt lög-
gæsluna á réttlátan og sanngjarnan
hátt. Margar spurningar verða til í
slíkri umræðu; verða fangelsi mann-
úðlegri þar sem þau myndu ekki hafa
efni á uppþotum? Ef við getum
ábyrgst rétta ábyrgðarmyndun í
stjórnkerfi einkarekinnar lögreglu,
hvernig getum við þá ábyrgst jafna
dreifingu slíkrar þjónustu til allra?
Það hafa kannski ekki allir efni á að
borga fyrir slíkt. Fleiri spurningar
vakna. Hverjir hafa eftirlit með þeim
sem hafa eftirlit með okkur, borgur-
unum? Hver er ábyrgðarmyndunin
og hlutverkaskipunin? Það gengur al-
veg að hafa fleiri en eitt löggæslu-
kerfi í hverju samfélagi, en ákveða
verður mjög strangan valdastiga og
afmörkuð svið í slíkum tilfellum.
Hvaða völd eiga einkareknir lög-
regluþjónar að hafa og hver á að búa
til staðalinn sem þeir vinna eftir? Á
ekki ríkið að sjá um refsingar fyrir
hönd almennings og eru fangelsin þá
ekki bara orðin að geymslustað þar
sem endurhæfing myndi bókstaflega
ekki borga sig?
Munurinn á milli einkarekinnar og
almennrar löggæslu fer sífellt minnk-
andi. Á Íslandi sjáum við enn muninn
á lögregluþjóni og öryggisverði frá
t.d. Securitas en hvenær mun línan
verða óljós? Í skýrslu dómsmálaráðu-
neytis Bretlands frá árinu 1979 um
einkarekna löggæslu komast höfund-
arnir að þeirri niðurstöðu að ekki sé
hægt að draga skýr mörk milli al-
mennrar og einkarekinnar löggæslu.
Stjórnmálamennirnir vita ekki hvar á
að draga línuna, menntastofnanir
ekki heldur, svo að það er almenn-
ingur sem þarf að gera upp við sig
hvar hann vill að lögreglan hætti og
öryggisverðir taki við.
Ef fólk trúir því að aukið eftirlit
dragi úr umferðarslysum, þá er sjálf-
sagt að fá fyrirtæki til að sinna því
hlutverki. Einkageirinn getur ekki
staðið sig verr en lögreglan hefur
gert á því fjármagni sem henni er út-
hlutað. Annars er ég hlynntur einka-
væðingu löggæslunnar í heild sinni.
Ef fyrirtæki sem ég versla við leysir
ekki að fullnustu nema 20–30% af
þeim verkefnum sem þeim er gert að
sinna þá vil ég hafa möguleika á að
leita eitthvert annað.
Einkarekin lögregla?
Eyþór
Víðisson
Löggæsla
Lögreglan, segir Eyþór
Víðisson, á í vök að
verjast á öllum sviðum.
Höfundur er löggæslu- og
öryggisfræðingur og starfar sem
öryggisstjóri Samskipa.
Ofn
æmisprófað
Úr ríki náttúrunn
ar