Morgunblaðið - 25.01.2001, Side 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 47
Umboðs- og heildverslun
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Afgreiðslu-
borð
Komdu með hugmynd...
Netverslun - www.isold.is
Heildarlausnir
fyrir verslanir og fyrirtæki
LÖGGÆSLUMÁL
eru mikilvægur mála-
flokkur sem varðar
verulega hagsmuni
borgaranna. Lögregl-
an þarf að vera örugg,
traust og mikilvægt að
íbúarnir finni fyrir ná-
lægð hennar. Hér er
auðvitað vandrataður
meðalvegurinn, stutt
kann að vera á milli
traustrar og góðrar
löggæslu sem veitir
íbúunum nauðsynlegt
öryggi og þess að of
langt sé gengið, að lög-
reglan verði ofvirk eða
fari offari. Að undan-
förnu hafa sveitarstjórnarmenn á
höfuðborgarsvæðinu rætt um lög-
gæslu á svæðinu og haft nokkrar
áhyggjur af þróun mála.
Grenndarlöggæsla
Síðastliðið vor kynnti lögreglu-
stjórinn í Reykjavík fyrir Reykja-
víkurborg hugmyndir að framtíðar-
útfærslu á löggæslu í umdæminu.
Gengu þær hugmyndir út á að hið
hefðbundna eftirlit lögreglu yrði
mun hverfatengdara og skipulagð-
ara en reyndin væri.
Allt frá stofnun Miðgarðs í Graf-
arvogi hefur verið starfandi hverf-
islögregla í Grafarvogshverfum
sem aðsetur hefur í Miðgarði. Sú
þjónusta hefur gefið góða raun. Til-
raunaverkefni um grenndarlög-
gæslu fór af stað í Bústaðahverfi
haustið 1998 með ágætum stuðningi
Reykjavíkurborgar en það verkefni
lognaðist út af vegna fjárskorts.
Það voru mér mikil vonbrigði
hvernig tilraunin endaði enda
margoft komið fram að borgarbúar
óskuðu eftir og bundu miklar vonir
við hverfislöggæslu.
Búið er að endurvekja hverfalög-
gæslu í Bústaðahverfi en það verð-
ur að segjast alveg eins og er að
borgaryfirvöld eru farin að fá
kvartanir og ábendingar frá íbúun-
um um að lögreglan sé þar ekki
sýnileg. Miðað við þá reynslu sem
fengist hefur af grenndarlöggæslu
er ekki vafi á að hér er um skyn-
samlega leið að ræða. Lögreglan
verður sýnilegri og í betri tengslum
við borgarana. Lögreglan hefur
hins vegar borið við fjárskorti en
nokkru dýrara mun vera að halda
úti slíkri löggæslu en hinni hefð-
bundnu. Það er eindreginn vilji
borgarinnar að frekari
skref verði stigin í átt
að grenndarlöggæslu í
fleiri hverfum borgar-
innar.
Löggæsla
í miðborginni
Sú neikvæða mynd,
sem oft er dregin upp
af ástandi í miðborg-
inni um kvöld og helg-
ar, er borgaryfirvöld-
um mikið áhyggjuefni.
Í því skyni að auka ör-
yggi þeirra sem leið
eiga um miðborgina
eða eiga þar fasteignir
hafa verið settar upp
öryggismyndavélar. Fullyrða má að
reynslan af rekstri myndavélanna
er góð og hafa þær vissulega auð-
veldað lögreglu að upplýsa brot auk
þess sem ætla má að tilvist þeirra
hafi varnaðaráhrif.
Hitt er svo annað mál að lög-
gæslu verður ekki haldið uppi með
öryggismyndavélum einum og sér.
Borgaryfirvöld hafa ítrekað kallað
eftir því að löggæsla í miðborginni
verði sýnilegri og aukinn nauðsyn-
legur sveigjanleiki í störfum lög-
reglunnar þannig að hún geti m.a.
brugðist við breyttum afgreiðslu-
tíma vínveitingahúsa. Ég efast í
sjálfu sér ekki um góðan vilja lög-
reglunnar í Reykjavík til að standa
vel að löggæslu í borginni en því
miður virðist sem skortur sé á
skilningi og nauðsynlegum fjárveit-
ingum frá þar til bærum yfirvöld-
um.
Kann það að skýra að áætlanir
lögreglunnar um sýnilega löggæslu
í miðborginni hafa lítið gengið eftir.
Umferðareftirlit
í Reykjavík
Ekki þarf mikla skoðun til að
komast að þeirri niðurstöðu að um-
ferðareftirlit í Reykjavík er engan
veginn nægjanlegt. Rétt er að
skoða umferðareftirlit og fyrir-
byggjandi starf, þ.e. umferðar-
fræðsluna í samhengi. Staðreyndin
er sú að umferðarfræðslan hefur
ekki verið nægjanlega markviss,
enda hefur hún verið á höndum
margra aðila: Lögreglunnar í
Reykjavík í samvinnu við Fræðslu-
miðstöð, Leikskóla Reykjavíkur,
gatnadeildar og umferðardeildar
borgarverkfræðings og fleiri aðila
innan borgarkerfisins. Þá veitir
Reykjavíkurborg árlega fé til Um-
ferðarráðs vegna umferðarfræðslu.
Sé litið til mikilvægis þessa fyrir-
byggjandi starfs svo og þess, að
umferðarmenning á Íslandi er ekki
á hærra stigi en raun ber vitni, er
hér um sérstaklega mikilvægan
málaflokk að ræða. Spyrja má hvort
þáttur umferðardeildar borgarinn-
ar ætti ekki að vera meiri hvað
varðar umferðarfræðslu t.d. þegar
horft er til gerðar umferðarmann-
virkja annars vegar og notkunar
þeirra hins vegar. Það er t.d. til lít-
ils að verja hundruðum milljóna í
aðreinar inn á stofnbrautir ef stór
hluti manna veit ekki til hvers þær
eru og kann ekki að nota þær, eins
og raun ber vitni. Spyrja má hvort
það fjármagn sem veitt er til starf-
semi Umferðarráðs, sem er um
103,7 milljónir króna á fjárlögum
þessa árs, nýtist sem skyldi. E.t.v.
væri umferðarfræðslan í Reykjavík
best komin í höndum lögreglu, um-
ferðardeildar borgarverkfræðings
og tryggingafélaganna. Ljóst er, að
fyrir utan þær hörmungar sem
leiða af umferðarslysum vegna
dauðsfalla og tímabundinnar eða
varanlegrar örorku eru það trygg-
ingafélögin sem bera mestar fjár-
hagslegar byrðar vegna umferðar-
slysa. Sterk aðkoma þeirra að
umferðarfræðslunni ætti því að
vera mikið hagsmunamál þeirra.
Löggæsla í höndum
sveitarfélaga?
Víða erlendis er staðbundin lög-
gæsla í höndum sveitarfélaga en
rannsóknarlögregla og fíkniefna-
lögregla á valdi ríkis. Mín skoðun er
sú að staðbundin löggæsla geti ver-
ið betur komin í höndum sveitar-
félaga en ríkis, eins og reyndar var
hér á árum áður eða til ársins 1972.
Hér er um ákveðna nærþjónustu að
ræða sem eðlilegt er að sveitarfélög
annist og þannig er hægt að gera
lögregluna að eðlilegri þætti borg-
arsamfélagsins.
Tryggja þarf nauðsynlegt fjár-
magn til að slíkur flutningur eigi
sér stað og eins og staðan er í dag í
ýmsum samskiptum ríkis og sveit-
arfélaga varðandi flutning verkefna
má alveg ætla að sveitarstjórnir
geti verið mjög tvístígandi varðandi
flutning löggæslunnar. Engu að síð-
ur er ég í prinsippinu þeirrar skoð-
unar að umferðarlöggæsla í þéttbýli
og það að halda uppi lögum og reglu
á almannafæri sé dæmigert stað-
bundið þjónustuverkefni sem sé
betur komið hjá sveitarfélögum.
Ljóst er að fjármagnsskortur
hefur háð starfsemi lögreglunnar í
Reykjavík og sér þess merki víða í
borginni. Glíma lögreglunnar við
fjárveitingavaldið hefur dregið úr
metnaði lögreglunnar og frum-
kvæði.
Hér þarf að verða breyting á,
veita þarf löggæslumálum aukið
brautargengi og hefja þau á þann
stall sem löggæslumálin eiga skilið.
Hvar er lögreglan?
Steinunn V.
Óskarsdóttir
Löggæsla
Umferðarlöggæsla
í þéttbýli og löggæsla
á almannafæri á, að
mati Steinunnar V.
Óskarsdóttur, að vera
staðbundið þjónustu-
verkefni hjá sveit-
arfélögum.
Höfundur er borgarfulltrúi.
www.mbl.is