Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 53
Þegar ég fékk að vita
að amma væri dáin
fannst mér það ekki
geta verið satt. Þessi
hressa og glaðlynda
kona sem öllum þótti vænt um. En
þetta var satt og skilur þessi ein-
staka kona eftir sig stórt skarð í
hjörtum þeirra sem til hennar
þekktu. Hún var duleg og gerði allt
vel sem hún tók sér fyrir hendur og
voru hún og maður hennar alltaf
tilbúin að hjálpa fjölskyldu og vinum
ef á þurfti að halda, hvort sem það
var dagur eða nótt. Enn er það mér
samt minnistæðast þegar ég og eldri
systir mín bjuggum hjá þeim hjónum
þegar við vorum litlar. Við fórum á
sunnudagsrúnt að Seltjörn og léku
amma og afi þar við okkur allan dag-
inn. Við borðuðum nesti við bekk
sem þar stóð meðan afi sagði okkur
BÁRA
ÞÓRÐARDÓTTIR
✝ Bára Þórðardótt-ir fæddist í Vest-
mannaeyjum 23.
febrúar 1924. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Víðihlíð í
Grindavík 12. janúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Fossvogskapellu
22. janúar.
sögur. Þetta er einn
yndislegasti dagur sem
ég upplifði með ömmu
og afa þótt þeir hafi all-
ir verið yndislegir.
Amma var dugnaðar-
kona og ég gæti skrifað
endalaust um hana og
það sem hún gerði, en
minningin verður ávallt
geymd í hjarta mínu.
Amma vann jafnan
bæði innan heimilis og
utan auk þess sem hún
hugsaði um okkur syst-
ur og eiginmann sinn
og gerði hún það vel.
En nú síðustu ár höfðu veikindi
ömmu versnað og loks eftir langa
þraut fékk hún að sofna svefninum
langa.
Elsku amma mín, guð geymi þig
og veri þér góður eins og þú varst öll-
um á meðan þú lifðir.
Góða nótt, amma mín, og langar
mig að kveðja þig með þessum orð-
um:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Inga Rut Jósefsdóttir.
Amma er gömul kona sem allir
þurfa að eiga. Hún er góð kona, nei
hún er best. Hún kann margt sem
aðrir kunna ekki til dæmis: Hún
huggar þig þegar þú grætur, hjálpar
þér þegar þú átt bágt og setur plást-
ur á sárið þegar þú dettur. Hún pass-
ar þig þegar mamma er ekki heima.
Hún segir þér sögur fyrir svefninn
og fer með bænirnar með þér. Hún
vekur þig á morgnana og klæðir þig,
gefur þér morgunmat, réttir þér
nestið og fylgir þér í skólann. Hún
prjónar peysu á þig í einum grænum
hvelli svo að þú getir farið út að leika
í snjónum. Það sem skiptir öllu máli
er það að þú elskir hana og virðir.
Amma mín gerði allt þetta fyrir
mig og miklu meira en það.
Takk fyrir allt og takk fyrir að
gefa mér þessa yndislegu konu sem
er búin að ala mig upp.
Megi Guð geyma þig. Ég elska þig.
Eva Dís Jósefsdóttir.
Elsku langafi. Ekki
fengum við langan tíma
saman en mamma mun
hjálpa mér að muna
eftir þér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Þinn langafastrákur,
Hilmar Hafsteinn.
PÉTUR
ÞORGILSSON
✝ Pétur Þorgilssonfæddist í Reykja-
vík 27. apríl 1926.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans
14. janúar síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Fossvogs-
kirkju 24. janúar.
Elsku afi. Það er svo
margt sem kemur upp í
hugann þegar við hugs-
um um þig. Við vorum
alltaf svo montnar af
því hvað afi okkar átti
alltaf stóra og flotta
bíla, en bílar voru
mesta áhugamál þitt.
Mikið fannst þér gam-
an að sækja okkur um
helgar og keyra okkur
upp í Hamragil á skíði,
þú og amma með öll
barnabörnin í bílnum.
Og oft lagði maður
nú mikið á þig þegar
við keyptum bílgarm og þú varst allt-
af tilbúinn að laga og gera við hann
þannig að það var eins og maður
væri á nýjum bíl.
Elsku afi okkar, við viljum einnig
þakka þér fyrir að vera alltaf til stað-
ar fyrir okkur í blíðu og stríðu, t.d.
þegar við bjuggum hjá ykkur ömmu í
tæpt ár þegar mamma fór á spítala.
Afi, það er eitthvað svo skrítið að
koma upp í Álftamýri núna því þú ert
ekki lengur þar en við huggum okk-
ur við að nú sért þú laus úr viðjum
veikindanna og líði vel hjá Guði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig, elsku afi okkar.
Helga, Magnea og fjölskyldur.
Hér sit ég með penna
í hönd og er að skrifa
minningargrein um Sig-
urð litla bróður minn og
rifja upp allar yndislegu
stundirnar sem hann
gaf mér. Ég var duglegur að skrifa
Sigurði bréf þegar ég var búsettur er-
lendis. En fréttin um að Sigurður
væri farinn varpaði skugga yfir hjarta
mitt. Ég fann þá hvað litli bró var stór
partur af lífi mínu. Allar þær stundir
sem við áttum saman, takk, elsku
Bró, fyrir að hafa verið bróðir minn.
Ég mun sakna ráða þinna, nærveru
þinnar og samtalanna. Það var alltaf
svo gaman að tala við þig í símann og
þú varst alltaf að láta mig vita af þér.
Það var margt sem ég fékk að upplifa
með Bró. Við unnum saman á tveimur
stöðum, fyrst í Endurvinnslunni og
SIGURÐUR PÁLL
JÓRUNNARSON
✝ Sigurður PállJórunnarson
fæddist í Reykjavík
18. febrúar 1982.
Hann lést af slysför-
um 13. janúar síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Graf-
arvogskirkju 22.
janúar.
síðan í Sandgerði. Það
var oft gaman þegar
Bró var að vaxa og
þroskast. Hann hafði
svo gott og samvisku-
samlegt hjarta.
Ég mun ávallt þakka
fyrir að hafa fengið að
hitta þig og sjá fyrir síð-
ustu jól. Ég veit að
frænkurnar þínar litlu
hafa misst af miklu að
hafa ekki fengið að
kynnast þér betur, en
ég mun skýra fyrir þeim
hvað þú varst góður
drengur. Ég veit að þú
ert ásamt stóra bró á himnum, því
þótt það séu tvö ár á milli ykkar þá
eru allir jafnir á himnum.
En ég mun ávallt minnast þín og
sakna.
Þinn bró,
Guðni Þorberg.
Elsku Siggi. Ég mun sakna þess
þegar þú spaugaðir stanslaust í
skúrnum og varst síbrosandi. Eitt
grínið okkar var um borðið þitt, að
þegar ég mætti fara að beita aftur eft-
ir veikindin mín þá mætti ég fá borðið
þitt ef ég mætti í vinnuna á undan þér
og líka af því að ég er orðin svo gömul,
en það sorglega við þennan brandara
er það að okkur gafst ekki tækifæri á
því að keppast um borðið og fullgera
þennan brandara okkar. En elsku
Siggi minn, ég er bara samt á borðinu
þínu og þar líður mér vel.
Ég á eftir að sakna þess að sjá þig
ekki meira, en ég þakka þér fyrir
þetta yndislega ár sem við höfðum til
að kynnast hvort öðru. Þín verður
sárt saknað, elsku Siggi minn.
Elsku Jórunn, Kjartan, Maja,
Sólný, Sigurborg, Guðni, Theodór
Páll, Theodór Helgi og aðrir aðstand-
endur. Ég sendi ykkur mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Birna Guðríður Þorleifsdóttir.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli minn-
ingargreina
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
allan sólarhringinn — utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Sjáum um
útfararþjónustu á
allri landsbyggðinni.
Áratuga reynsla.
!
! "#
$
%&''
"! #$%&$""% %'()&&*
'+ %,% ',()&&* % -. &$""%
/ ',()&&* 0) -. +$""%
1%% ',()&&* '" 2"&$""%
$ -3"' ',()&$""% 0 % &$""%
"%' ',()&$""%
* (()
(
#
4
#5645
'+ ($%
. !,'+2 '+
)
"#
$
%'*'
+
,
-
.)
/''
)
0
0
12
11
&"7 0 $&$""%
%&$""% ',("' 1) %&&*
8%' ',+'&&* 8 ',+'&$""%
',2 ',+'&$""% % $&&*
',$ ',+'&&* $! 8%&$""%
#$ ',+'&$""% ' 8 5&*
& ',+'&$""% ',$ 9"&&*
0 ',+'&$""% ',+'' ',+'&&*
(() * ((()
(
#
:65
3
%2
4
5." 1
1
1
#
1
%2 0'&$""%