Morgunblaðið - 25.01.2001, Síða 55

Morgunblaðið - 25.01.2001, Síða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 55 Úti um allt lýstu enn fallegu jólaljósin þegar við ókum suður á Keflavíkurflugvöll að- faranótt 5. janúar. Aldamótajólin voru næsta að baki en fyrsti áfanga ferðar suður til Kanarí var hafinn og langþráð frí framundan. Jólagleðin var enn í huga og hjarta, því góður Guð hafði gefið okkur gleðileg jól. En hugurinn minn dvaldi líka við aðra sýn, baráttuna sem ástkær vin- ur háði í kærleiksríku skjóli eigin- manns austur á Egilsstöðum. Kær- leikurinn er sterkasta aflið og ég veit að kærleikurinn var þar á ferð. Fjölskyldan var Auðbjörgu allt og faðmur fjölskyldunnar umvafði hana í stríðinu við vágestinn af ein- stökum kærleik. Heima skyldi hún vera, að heiman skyldi farið í lausn- arferðina Ég vissi að fregnar um þá ferð var að vænta og fregnin kom til mín næsta dag. Ég spurði þá og spyr enn, til hvers þetta allt, þegar allt er svo valt? Vitund um bjartari lífsvang er huggun í harmi – en ómar efans í huga og hjarta eru sárir. Já, við skiljum þetta ekki. Við finnum til, en fáum engin svör og kannski er líka best að fá að finna til og leita engra svara en í hljóðri bæn þakka fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar góðs vinar um tíma og átt samvist- arstundir sem geta ekki gleymst. Fyrir þær allar vil ég þakka. „Komdu Jóhanna mín og hlustaðu á fossinn,“ sagði Auðbjörg þegar henni þótti ég of áköf á lífsins göngu. Já, ég fer og hlusta á fossinn. Þegar ég nú minnist Auðbjargar vinkonu minnar koma mér í hug stef frá Eyjafjarðarskáldinu Davíð en stundum lýsir ljós, sem aldrei var kveikt lengur en hin, sem kveikjum sínum brenna. Hún var ein af þess- um sérstæðu boðberum birtu og vinarþels, sem aldrei þarf að „kveikja“ á, því í þeirra innra sjálfi er birtan svo skær að hún lýsir sjálf- krafa upp allt þeirra umhverfi. Hin fölskvalausa góðvild með raunsæju AUÐBJÖRG ÁMUNDADÓTTIR ✝ AuðbjörgÁmundadóttir fæddist í Dalkoti í Kirkjuhvamms- hreppi í V-Húna- vatnssýslu 25. nóv- ember 1928. Hún lést á heimili sínu 5. janú- ar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilsstaðakirkju 13. janúar. ívafi, lítillæti og mynd- ugleiki, listrænir hæfi- leikar og ábyrgðar- kennd, dugnaður og velvilji, allt í ríkum mæli, gaf hún sínu um- hverfi og létti göngu samferðamanna um grýttar götur lífsbar- áttunnar. Að mínu mati var Auðbjörg listamaður í öllu hand- verki, allt lék í höndum hennar. Hún var skoð- anaföst en sanngjörn. Hún var skáti sem allt- af var viðbúin, einu sinni skáti ávallt skáti. Hún átti allt- af ráð fyrir mig þegar á móti blés í mínu handverki. Því hvernig sem syrti í sálu hennar, lék hugur og kraftur öll sín ljóð. Hennar bros – gat dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Það er svo margt sem kemur upp í huga minn þegar ég kveð hana að sinni. En fyrst og síðast er það gleði og þakklæti, því hún var vinur sem kastaði birtu og yl á allt sviðið hverja samverustund, svo stundin var önnur og betri en stundin sem var liðin, og sannaði um leið að í hverju lífsins spori að maður getur verið manns gaman, en samt notið alvöru lífsins. Okkur kom vel saman frá fyrstu stundu og þótt símalínan tengdi okkur oftast saman áttum við líka yndislegar samverustundir. Við deildum líka miklum sorgarstund- um við fráfall Ingibjargar dóttur hennar og „tengdadóttur“ minnar, þá voru þung spor stigin. Barna- börnin mín eru „englarnir“ mínir sagði hún oft við mig og þau þeirra sem í næsta umhverfi voru áttu sitt annað heimili hjá henni og Sigfúsi. Auður Vala og Sveinn nutu ekki bara hjartagæsku þeirra í ríkum mæli, heldur og ekki síður uppeldis í ríkum kærleika í æsku. Veisluborðin í Fossgerði nærðu ekki bara líkamann heldur einnig var hið andlega fóður framreitt á svo einfaldan og elskulegan hátt að það er enn í dag á vegferð minni mikil sálarnæring. Stundum sækir maður vini með leyndri þrá eftir að líkjast þeim að manngildi, stundum fyrir suma næst árangur, en aðra ekki, mér var gefið mikið. Ég þakka allt og allt, þetta allt er geymt í mínu hjarta. Kæri Sigfús, börn, barnabörn og aðrir aðstandendur, Guð styrki ykk- ur og blessi á þessum erfiðu stund- um og um alla framtíð. Megi góður Guð blessa minningu Auðbjargar Ámundadóttur. Jóhanna Guðnadóttir. Ég var 12 ára pjakkur úr Hafn- arfirðinum sem var að fara í fyrsta skipti úr átthögunum, til að heim- sækja Guðjón bróður minn og Ingi- björgu tilvonandi mágkonu mína, þegar ég hitti Auðbjörgu fyrst. Hún bjó þá í Hvassafelli við Tjarnarbraut á Egilsstöðum en var ásamt Fúsa að byggja reisulegt hús skammt neðan við gamla bæinn í Fossgerði. Ég var gestur þeirra hjóna í einhverjar vik- ur þetta sumar og naut gestrisni sem ég gerði mér grein fyrir síðar að væri einstök. Auðbjörg kom mér fyrir sjónir sem einhverskonar blanda af mömmu og ömmu, með endalausa þolinmæði, húmor og óendanlega stórt hjarta. Frá fyrsta degi leið mér vel í ná- vist hennar. Þau voru ófá sumrin sem ég fékk að dvelja hjá Auðbjörgu og Fúsa í Fossgerði. Þar var jafnan gest- kvæmt og næturgestir svo margir að margur gistihúseigandinn hefði búið sáttur við. Síðar þegar ég var búinn að stofna mitt eigið heimili var mér hugsað um ágang gesta í Fossgerði og áttaði mig á því að slíkt gætu fáir þolað nema öðlingar. En Auðbjörg og Fúsi voru sannir höfðingjar heim að sækja og öllum leið vel í návist þeirra. Þessir mann- kostir hafa eflaust haft það í för með sér að gestir komu oftar og dvöldu stundum lengur – en aldrei heyrði ég þau kvarta. Í Fossgerði lærði ég ýmislegt sem komið hefur að góðum notum á lífsleiðinni. Auðbjörg kenndi mér ákaflega margt um mannleg samskipti. Ekki var það svo að þau væru rædd neitt sérstak- lega svo ég muni, heldur fór fræðsl- an frekar fram með góðum fordæm- um. Þótt ferðir mínar austur á Hérað hafi ekki verið ýkja margar síðustu einn eða tvo áratugina hef ég þó átt þess kost að hitta Auðbjörgu og Fúsa nokkrum sinnum. Það hefur alltaf verið gaman að heimsækja þau, setjast yfir kaffibolla og spjalla. Mér eru sérstaklega minnisstæðar síðastu tvær heimsóknir mínar í Fossgerði. Þá vorum við hjónin með börnin okkar meðferðis. Þau fengu að kynnast gestrisninni, skoða pút- urnar og ungana og upplifa hjarta- gæsku svipaða þeirri sem ég naut í æsku. Auðbjörg hafði engu gleymt af kunnáttunni við að bræða lítil hjörtu. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðir ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Nú þegar komið er að leiðarlok- um og Auðbjörg er farin að dreifa hjartagæsku sinni í öðrum heimi langar mig að senda Fúsa, Þor- steini, Ástu, Ómari, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um samúðarkveðjur og bið algóðan Guð að veita þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Minningarnar um þessa einstöku konu og öll hennar góðu verk kalla fram hlýjar tilfinn- ingar sem ylja okkur öllum um ókomna tíð. Ég lít á það sem forrétt- indi að hafa fengið að kynnast Auð- björgu og ég er sannfærður um að þau kynni hafa gert mig að betri manni. Leópold Sveinsson. Árið 1987 flutti ég frá Hafnarfirði eftir að hafa búið þar í eitt ár. Á þeim árum skrifaði ég dagbók af og til og 25. ágúst skrifaði ég: „Síðasti dagurinn í Hafnarfirði. Það er margs að sakna þó er hér ein perla sem ber af öðrum og það er hún Kristín tengdamóðir mín. Hún er besta manneskja sem ég hef kynnst. Hvernig er hægt að lýsa henni án þess það verði á ein- hvern hátt væmið. Nú skal ég reyna: Kristín er eins og ... eins og ... eins og ... sólin. Maður þarf ekki annað en sitja við hlið hennar í gamla sófanum og sötra versta KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR ✝ Kristín Stefáns-dóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 25. júlí 1913. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnar- firði 12. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 19. janúar. kaffi í heimi (undirrit- aðri fannst Braga kaffi vont) og það er eins og maður sé kominn í Paradís. Ég vildi ég væri lík henni.“ Þetta var skrifað fyrir mörgum árum. Þegar ég núna reyni að skilgreina þessa fallegu og fínlegu konu sem mér fannst eins og sólin er eitt orð sem kemur upp í hugann: gnótt. Hún var snillingur í því að vænta ætíð þess sem kom; allir dugðu, allt dugði. Allt var harla gott hjá Kristínu. Og þó mikið væri renniríið í gula húsinu við Strandgötu og nóg að gera þá hætti Kristín ekki að vera til. Hún hélt sér til, átti sína vini og sín áhugamál. Það er gott að elska, syngur Bubbi Mortens. Kristín kunni það. Hún var gæfumanneskja. Þuríður Friðjónsdóttir. 6  46  4   8')"' <( ',.$%      1      ,       %%          ,        8   %4'' 5. "      $&+' &&$""%                       .,' 0. % <= % ' %,%        %&        ,       8   %4'' $7 % (&&* %!,' %',$""% #$ % (&$""% (() ((() * ((((      1  1  5 ', / ?  !        <    "# $   %**' 3" >$""% >&2 0 $&$""% 9 #*&"%&&* (           #    5   7%+% %' 0) , &%  ($% . ,A,% ! %.& %"    ,   9  "  %/        9    " $   %4''     %&$""% % "' '&&* ', %  %&$""% !& % % '&&* %','  %&&*  +  &$""%   %&&*  7 !"  %&$""% (() * ((()      0 B 8  8%&% /        ,     "    8    %&'' +       5   5. "  " .  0 ' 0.*&*              > >   *C '&"),'+  !         %=         )   "# $   %&'' @ #$  %& ,  %'%&&* $ '  &&* % " !  D"*%  1%% 8!+  &&*  ! .  &$""% & 7* " (() * ((()

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.