Morgunblaðið - 25.01.2001, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 25.01.2001, Qupperneq 62
62 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í FRAMHALDI af grein aðstoðar- forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur í Morgunblaðinu 12. janúar sl. þá vakna ýmsar spurningar um fjármál, skatta og álagningu útsvars í Reykja- vík. Í greininni er fjallað um áform Orkuveitu Reykjavíkur um 440 millj- óna framkvæmd í Grímsnesinu. Nán- ar tiltekið virkjun á borholu í landi Öndverðarness. Rætt er um að allt að 1.000 sumarbústaðir geti tengst hita- veitunni, tvær sundlaugar (er ekki önnur þeirra tengd nú þegar?) og nokkrir sveitabæir. Áætlaður stofn- kostnaður hvers bústaðar er tiltek- inn innan við 100.000 kr. á hvert hús. Það sem vekur furðu mína við lest- ur þessarar greinar er annars vegar stofnkostnaðurinn sem er áætlaður 440 milljónir (þá má búast við auka- kostnaði upp á um 100 milljónir sbr. kostnaðaraukningu vegna Listasafns Reykjavíkur). Hins vegar tekjurnar upp í stofnkostnaðinn 50-100 milljón- ir miðað við 500-1.000 sumarbústaði. Ég geri ráð fyrir lægri tölunni vegna þess að margir bústaðir eru í dag með rafmagnshitun sem ólíklegt er að verði tekin niður fyrir hitaveitu nema heita vatnið verði á kostakjör- um. Síðan eru margir gamlir bústaðir sem óvíst er að borgi sig að setja dýrt hitaveitukerfi í. Eftir stendur að Orkuveita Reykjavíkur (Reykjavík- urborg) situr uppi með stofnkostnað upp á 400-500 milljónir fyrir utan rekstrarkostnað. Vextir af þessari upphæð eru miðað við 10% vexti 40– 50 milljónir á ári. Því spyr ég; 1. Var nauðsynlegt að hækka út- svarið í Reykjavík eins mikið og gert var aðeins til að fara út í þetta gæluverkefni? 2. Ef hætt væri við þessa fram- kvæmd er þá ekki unnt að fella nið- ur holræsagjaldið í borginni, eða aðra sambærilega skattheimtu? 3. Er ekki réttlátast að sem flestir skattborgarar borgarinnar fái að njóta skattteknanna en ekki bara nokkrir útvaldir í Grímsnesinu? Með von um skýr svör sem fyrst. PÉTUR SIGURÐSSON, Funafold 48, Reykjavík. Hvers eiga Reykvík- ingar að gjalda? Frá Pétri Sigurðssyni: Fyrirspurn til borgarstjóra ÞAÐ mun hafa verið árið 1999 sem drög að svonefndum tilraunasamn- ingi bárust út í skólana í Reykjavík. Á þessum samningi höfðu forystumenn okkar mikið dálæti. Skemmst er frá því að segja að starfandi kennarar nánast ærðust af reiði yfir mörgu sem þar fannst. Hins vegar er okkur nú tjáð að sá samningur hafi samt sem áður verið lagður til grundvallar þess- um nýja. Við grunnskólakennarar vorum að fá sent fréttabréf sem segir okkur ör- lítið frá því hvað samningamenn okk- ar hafa verið að gera fyrir okkur und- anfarna mánuði. Í þessu fréttabréfi segir á bls. 3 að eftir að menn hafi orð- ið sammála um að það væri markmið að draga úr þyngsta hluta starfsins þegar menn yrðu eldri en ekki búa til tekjulind fyrir kennara hafi hlutirnir gengið greiðar. Mér finnst það nú kannski ekkert skrýtið að þá hafi þetta gengið vel. Í umfjöllum um samninginn hefur komið í ljós að svo fremi samningur- inn verði samþykktur þá er líklegast að kennsla hefjist þann 20. ágúst og henni ljúki þann 10. júní. Kennarar kæmu svo til vinnu nokkrum dögum fyrr og ynnu nokkrum dögum lengur fram á sumarið. Að vísu skal það við- urkennt að þjóðin er almennt þeirrar skoðunar að við kennarar gerum aldr- ei neitt og séum alltaf í fríi, en hvers eiga íslensk börn að gjalda? Hefur það ekki alltaf þótt aðalsmerki að þau fái að vera nokkuð frjáls á sumrin eft- ir langan íslenskan vetur? Hvað með skólaleiða? Svo má líka minna á ný- lega skoðanakönnun sem leiddi í ljós að foreldrar eru almennt á móti svona löngum hefðbundnum skóla. Samninganefnd vorri virðist því miður ekki ljóst að allar stéttir reyna að halda í þau kjör sem þær hafa og bæta nokkru við. Afsakið, allar aðrar stéttir. Við erum nefnilega sífellt að gefa til baka flest það sem fyrri for- ystumenn kennara náðu í. Ekki er langt síðan okkur var skipað að vaka og vinna á öskudag og 1. desember, þótt krakkarnir væru heima. Svo bættust við 6 virkir dagar í síðustu samningum og nú 12. Samtals eru þetta 20 virkir dagar eða fjórar heilar vikur á svona fjórum til fimm árum. Hvað ætli það taki núverandi forystu okkar langan tíma að gefa til baka allt sem áunnist hefur síðustu 30 ár? Kennari sem aldrei hefur nennt á námskeið fær samkvæmt samningn- um sömu laun og sá sem hefur sífellt sinnt endurmenntun. Kennsluskylda tónmenntakennara er hækkuð veru- lega, eins og það hefur nú verið auð- velt að fá þá til starfa hingað til. Byrj- endur í starfi verða með mjög mishá laun og fer það eftir aldri þeirra. Þannig er væntanlega hagstæðast að vera bara nógu gamall þegar maður skellir sér í Kennaraháskólann. Að lokum get ég ekki stillt mig um að minna kennara sem lesa samning- inn á þann stóra mun sem er milli „kest“ og „klst.“ Þegar sagt er að sex- tugir kennarar megi kenna 19 kest á viku gegn því að þeir vinni 6 klst um- fram yngri kennara við önnur störf þá er vert að muna að það er sitthvað kennslustund eða klukkustund og þó samninganefnd okkar tali um að menn haldi afslætti sínum þá verður samt ekki annað séð en við þetta fólk bætist sex klukkustunda vinna á viku. Persónulega skil ég ekki að 24 klukkustundir á mánuði sé ekki neitt. VALUR ÓSKARSSON, tölvukennari, Rimaskóla. Hvað var forystan að hugsa? Frá Val Óskarssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.