Morgunblaðið - 25.01.2001, Qupperneq 64
DAGBÓK
64 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Arn-
arfell fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Gnúpur kemur í dag.
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðjud. og
fimmtud. frá kl. 14–17.
Félag frímerkjasafn-
ara. Opið hús laug-
ardaga kl. 13.30–17.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og bók-
band, kl. 9–16.30 penna-
saumur og bútasaumur,
kl. 9.45 morgunstund,
kl. 10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13 opin
smíðastofa, kl. 9 hár- og
fótsnyrtistofur opnar.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9 leikfimi, kl. 9–
12 myndlist, kl. 9–16
handavinna og fótaað-
gerð, kl. 14 dans. Þorra-
blót verður haldið föstu-
daginn 26. janúar kl. 17.
Þóra Ágústsdóttir og
Bjarni Aðalsteinsson
kveðast á. Bragi Þór
Valsson syngur við und-
irleik Þóru Fríðu Sæ-
mundsdóttur. Kvenna-
kór Félagsþjónustunnar
syngur undir stjórn
Guðbjargar Tryggva-
dóttur. Salurinn opn-
aður kl. 16.30. Skráning
í síma 568-5052 fyrir
föstudaginn 26. janúar.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Brids kl. 13.
Aðalfundur FEB verður
haldinn í Ásgarði,
Glæsibæ, 24. febrúar.
kl. 13.30. Tillaga kjör-
nefndar um formann og
aðra stjórnarmenn
félagsins liggur frammi
á skrifstofu FEB. Til-
lögur félagsmanna um
einstaka menn til
stjórnarkjörs skulu ber-
ast skrifstofu FEB eða
kjörnefnd fyrir 9. febr-
úar nk. Breyting hefur
orðið á viðtalstíma Silf-
urlínunnar. Opið verður
á mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10 til
12 f.h. Upplýsingar á
skrifstofu FEB í síma
588-2111 frá kl. 10 til 16.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós! Félagsstarfið á
Hlaðhömrum er á
þriðjudögum og fimmtu-
dögum, kl. 13-16.30, spil
og föndur. Leikfimi er í
íþróttasal á Hlaðhömr-
um á þriðjudögum kl.
16. Sundtímar á Reykja-
lundi kl. 16 á mið-
vikudögum á vegum
Rauða krossdeildar
Mos. Pútttímar eru í
Íþróttahúsinu að Varmá
kl. 10-11 á laugar-
dögum. Kóræfingar hjá
Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ,
eru á Hlaðhömrum á
fimmtudögum kl. 17-19.
Upplýsingar hjá Svan-
hildi í síma 586-8014 kl.
13-16.
Tímapöntun í fót- hand-
og andlitssnyrtingu,
hárgreiðslu og fóta-
nudd, er í s. 566-8060 kl.
8-16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18-20. Kl. 9
böðun, hárgreiðslu-
stofan og handa-
vinnustofan opnar, kl.
9.30 danskennsla, gler
og postulínsmálun, kl.
13 opin handa-
vinnustofan og klippi-
myndir, kl. 14.30 söng-
stund.
Félagsstarf aldraðra
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 9 fótaaðgerð, kl.
10 hársnyrting, kl. 11.10
leikfimi, kl. 13 föndur og
handavinna.
Félagsst. Furugerði 1.
Kl. 9 aðstoð við böðun,
smíðar og útskurður,
leirmunagerð og gler-
skurður, kl. 9.45 versl-
unarferð í Austurver,
boccia verður á morgun,
föstudag, kl. 13.30.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Púttæfing í Bæjar-
útgerðinni kl. 10-12.
Brids kl. 13.30.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Spænsku-
námskeiðið byrjar 25.
janúar kl. 13.30 í Kirkju-
lundi, tölvunámskeið
byrjar 29. janúar kl. 17 í
Garðaskóla, bókmennta-
og leshringur í bóka-
safninu 5. febrúar kl.
10.30. Spilað á þriðju-
dögum í Kirkjulundi kl.
13.30. Spilað í Holtsbúð
1. febrúar kl. 13.30.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæf-
ingar kl. 9.30 í Breið-
holtslaug, kl. 10.30
helgistund, umsjón Lilja
G. Hallgrímsdóttir,
djákni, frá hádegi
vinnustofur og spilasal-
ur opinn. Á morgun kl.
16 verður opnuð mynd-
listarsýning Ólafs Jak-
obs Helgasonar, m.a.
syngur Gerðubergskór-
inn undir stjórn Kára
Friðrikssonar, Benedikt
Egilsson leikur á harm-
onikku, Unnur Eyfells
leikur á píanó. Mánu-
daginn 29. janúar eftir
hádegi koma eldri borg-
ar úr Mosfellsbæ, um-
sjón Svanhildur Þor-
kelsdóttir. Veitingar í
kaffihúsi Gerðubergs.
Allar upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575-7720.
Norðurbrún 1. Kl. 9
handavinnustofurnar
opnar, útskurður, kl. 10
leirmunanámskeið.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnnustofan op-
in, leiðbeinandi á staðn-
um, kl. 9–15, gler og
postulín kl. 9.30, leikfimi
kl. 9.05, kl. 9.50 og kl.
10.45, kl. 13 taumálun,
og klippimyndir, kl. 20
gömlu dansarnir, kl. 21
línudans, Sigvaldi kenn-
ir. Kl. 17 Söngfuglarnir
taka lagið, Guðrún Guð-
mundsdóttir mætir með
harmonikkuna.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 jóga og
ganga, kl. 13 brids, kl.
14 boccia, kl. 13–16
handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum.
Gullsmárabrids. Brids-
deild FEBK í Gullsmára
bíður alla eldri borgara
velkomna að brids-
borðum í félagsheim-
ilinu að Gullsmára 13 á
mánudögum og fimmtu-
dögum. Mæting og
skráning kl. 12.45. Spil
hefst kl. 13.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 bútasaumur,
perlusaumur og korta-
gerð, kl. 9 fótaaðgerð,
kl. 9.45 boccia, kl. 14
félagsvist.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, gler-
skurður, kl. 9–17 hár-
greiðsla og böðun, kl. 10
leikfimi, kl. 13.30 bóka-
bíll, kl. 15.15 dans.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
opin handavinnustofa
búta- og brúðusaumur,
böðun, fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 10
boccia, kl. 13 handa-
vinna, kl. 14 félagsvist.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–12 aðstoð við
böðun, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13–14 leik-
fimi, kl. 13–16 kóræfing.
Þorrablót verður haldið
fimmtudaginn 1. febr-
úar, húsið opnað kl.
17.30. Þorrahlaðborð,
kaffi og konfekt. Pavel
Manasek við flygilinn,
veislustjóri Árni John-
sen, Edda Björgvins-
dóttir leikkona kemur í
heimsókn, Fjölda-
söngur. KKK syngja
undir stjórn Pavels.
Vegna forfalla getum
við bætt við nemendum í
glerskurð og tréút-
skurð. Uppl. og skrán-
ing í síma 562-7077.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður, fatasaum-
ur og morgunstund, kl.
10 boccia og fótaaðgerð-
ir, kl. 13 handmennt,
körfugerð og frjálst spil.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11 í Digra-
neskirkju.
Kristniboðsfélag
kvenna, Háaleitisbraut
58-60. Fundur í umsjá
Vilborgar Jóhannes-
dóttur í dag kl. 17.
Húnvetningafélagið,
félagsvist í Húnabúð,
Skeifunni 11, í kvöld kl.
20. Kaffiveitingar. Allir
velkomnir.
Kvenfélag Kópavogs.
Fundur í kvöld kl. 20.30
í Hamraborg 10. Spilað
verður bingó.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12. Í
kvöld kl. 19.30 tafl.
Slysavarnarkonur í
Reykjavík. Myndakvöld
og opið hús í Höllubúð
föstudaginn 26. janúar
kl. 20. Ferðafélagar úr
Pragferðinni boðnar
sérstaklega velkomnar,
kaffiveitingar og fleira.
Í dag er fimmtudagur 25. janúar,
25. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Þeir fóru og predikuðu hvarvetna,
en Drottinn var í verki með þeim
og staðfesti boðun þeirra með
táknum, sem henni fylgdu.
(Markús 16, 20.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
HINN 17. desember birtist íMorgunblaðinu Reykjavíkur-
bréf, þar sem fjallað var um „frum-
kvöðla samtímans“, eins og sagt var í
millifyrirsögn bréfsins. Þar sagði
m.a.:
„Líklega er á engan hallað þótt
fullyrt sé að Kári Stefánsson, for-
stjóri Íslenzkrar erfðagreiningar, sé
frumkvöðull okkar samtíma á Ís-
landi. Um hann fjallar Ásdís Halla
Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ
og fyrrverandi blaðamaður á Morg-
unblaðinu, í bók sinni Í hlutverki
leiðtogans sem út kom fyrir
skömmu. Ásdís Halla hefur raunar
sjálf skipað sér í ákveðna forystu-
sveit á ungum aldri því að hún er ein-
ungis fjórða konan sem valizt hefur
til slíkra forystustarfa í sveitarfélög-
unum á höfuðborgarsvæðinu. Hin
fyrsta var Hulda Jakobsdóttir, sem
var í nokkur ár bæjarstjóri í Kópa-
vogi, síðan Auður Auðuns, sem um
skeið var borgarstjóri í Reykjavík,
þá Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri og loks Ásdís Halla
sjálf, sem tók við starfi bæjarstjóra í
Garðabæ nú í októbermánuði sl.“
x x x
VEGNA þessara ummæla erástæða til þess að vekja á því
athygli að ónefnd er kona, sem lagði
drjúgan skerf til opinberra mála í
Mosfellsbæ, nágrannabyggðarlagi
höfuðborgarinnar fyrir nokkrum
áratugum. Það var Helga Jónína
Magnúsdóttir, húsfreyja á Blika-
stöðum í Mosfellssveit, sem nú heitir
Mosfellsbær. Helga Jónína var kjör-
in í hreppsnefnd í sveitarstjórnar-
kosningum 1954 og endurkosin 1958
og varð þá varaoddviti hreppsins, en
tók við oddvitastörfunum í ágúst-
mánuði það ár. Hún var síðasti odd-
viti sveitarinnar, sem hafði öll störf
sveitarfélagsins á eigin hendi áður
en hreppurinn fékk skrifstofu og
sveitarstjóra. Hún var meðal fystu
kvenna á Íslandi til þess að gegna
ábyrgðarstörfum í sveitarfélagi hér-
lendis. Helga lézt 1999 92ja ára að
aldri og fór útför hennar fram frá
Lágafellskirkju hinn 8. marz það ár.
x x x
HELGA Jónína Magnúsdóttirbeitti sér m.a. fyrir byggingu
Varmárskóla í oddvitatíð sinni, en
skólinn var tekinn í notkun árið 1961
og leysti úr brýnni þörf fyrir skóla-
húsnæði í hreppnum, enda voru
skólamál henni alla tíð mjög hugleik-
in. Einnig beitti hún sér fyrir því að
fjármunir fengjust til byggingar
Varmárlaugar, en bygging laugar-
innar hófst í oddvitatíð hennar. Þá
leysti hún og jörðina Varmá úr ábúð,
en á henni standa í dag skólamann-
virki, sem staðsett eru í hjarta
byggðarinnar í Mosfellsbæ.
Eftirlifandi eiginmaður Helgu á
Blikastöðum, eins og hún var jafnan
nefnd, er Sigsteinn Pálsson.
ÉG hef heyrt talsvert, í um-
ræðunni um öryrkjamálið,
að þessi viðbót sé eingöngu
fyrir efnameira fólk og þar
hef ég heyrt að maki hafi
allt að 300.000–400.000 kr.
tekjur á mánuði. Það eru
aldeilis ekki allir makar ör-
yrkja með svona háar
tekjur. Sumir eru með rúm-
ar 100.000 kr. á mánuði og
aðrir minna. Allt í einu núna
fara þeir sem eru í ríkis-
stjórnarflokkunum að at-
huga, að það þurfi að lag-
færa bætur einstæðra
öryrkja. Þeir hafa nú haft
ansi langan tíma til þess að
lagfæra þær. Hvers vegna
allt í einu þessi áhugi á að
lagfæra bæturnar núna?
Framganga ríkisstjórnar í
sambandi við dóm Hæsta-
réttar er til skammar. Eng-
inn veit hvenær hann getur
misst heilsuna vegna slysa
eða veikinda. Þetta mann-
réttindamál varðar alla
þjóðina. Hver kærir sig um
að þurfa að verða algjörlega
háður maka sínum, ef hann
verður öryrki? Allir eiga
rétt á því að lifa með reisn.
Sigrún.
Frábært fyrirtæki
Í RÚMA tvo áratugi hef ég
átt viðskipti við Smith og
Norland með heimilistæki,
sjónvörp o.fl., m.a. fjórar
þvottavélar fyrir húsfélag.
Allt fyrsta flokks tæki. Það
sem dreif mig til þess að
skrifa þessi þakkarorð var
þvottavél, sem ég keypti í
apríl 1999. Þá var ég svo
óheppin að fá svokallað
„mánudags“-eintak, sem
stöðugt var að bila. Starfs-
menn fyrirtækisins komu
aftur og aftur, stundum
gátu þeir lagað vélina á
staðnum, en í önnur skipti
fór hún á verkstæði þeirra.
Allt var það mér að kostn-
aðarlausu, einnig eftir að
ábyrgðin rann út. Að lokum
þraut þolinmæði mína og
sendu þeir mér þá nýja vél
með fullri ábyrgð í október
2000. Hún þjónar okkur
dyggilega og engin vanda-
mál hafa komið upp. Öll þau
skipti, sem ég hef haft
samband við fyrirtækið,
hefur kurteisi og þjónustu-
lund starfsmanna verið í
fyrirrúmi. Um leið og ég
þakka frábæra þjónustu
fyrr og síðar óska ég fyrir-
tækinu til hamingju með sitt
góða starfsfólk. Það mættu
margir taka ykkur sér til
fyrirmyndar.
Kolbrún Inga
Sæmundsdóttir.
Hæstiréttur
útskýri dóminn
VEGNA hinna ýmsu túlk-
ana á dómi Hæstaréttar
varðandi öryrkjamálið svo-
kallaða finnst mér ekki úr
vegi að Hæstiréttur útskýri
nákvæmlega við hvað er átt
með dómnum. Þá gætu aðr-
ir sleppt því að túlka þennan
dóm út frá eigin brjósti og
almenningur ætti ekki að
þurfa að velkjast í vafa um
dóminn.
Þá er annað mál sem mig
langar að nefna, en það er
nýyrðasmíð Íslendinga.
Þegar fyrst var farið að leit-
ast við að búa til íslensk orð
yfir ýmsa hluti og hugtök
var ekki laust við að sú til-
raunastarfsemi færi í taug-
arnar á ýmsum, þ. á m. mér,
enda tókst ekki alltaf vel
upp. Sum orð voru hins veg-
ar þjál og þægileg, s.s. orðið
tölva, og festust því í málinu.
Nú er ég löngu hættur að
láta þessa nýyrðasmíð fara í
taugarnar á mér og er stolt-
ur og ánægður með hversu
vel hefur tekist til með ýmis
orð. Erlendar þjóðir, t.d.
Danir, líta til okkar öfund-
araugum, því þeir hafa ekki
haldið vöku sinni í þessum
efnum, og enskan er að
valta yfir dönskuna. Konan
mín er í dönskunámi úti í
Danmörku og í einhverri
kennslustundinni bar þetta
mál á góma. Kennarinn
nefndi við bekkinn hversu
vel Íslendingum hefði tekist
í viðleitni sinni að halda við
tunginni. Hann sagði að
Danir gætu lært margt af
Íslendingum í þessum efn-
um, og það hversu vel hefur
tekist til með íslenskuna
ætti að vera Dönum hvatn-
ing til að gera hið sama.
Guðmundur
Jónasson.
Þakkir fyrir
góða grein
MIG langar að þakka Árna
Gunnarssyni fyrir góða
grein, sem birtist í Morgun-
blaðinu, miðvikudaginn 24.
janúar sl., og heitir: „Eigum
við að selja Heklu, Gullfoss
og ömmu líka?“
Sigrún Sigurþórsdóttir.
Tapað/fundið
Bíllykill í óskilum
BÍLLYKILL fannst á
Gunnarsbraut, laugardag-
inn 20. janúar sl. Upplýsing-
ar í síma 552-5139.
Veit einhver
hver konan er?
SUMARIÐ 1936 gekk þýsk
kona yfir Sprengisand. Hún
lét ferja sig yfir Tungná og
kom að Mýri í Bárðardal,
líklega í ágúst og fékk að
tjalda þar. Getgátur voru
um að hún hefði e.t.v. verið
njósnari. Ef einhver man
eftir ferð konunnar eða veit
um einhver skrif eða frétt
um hana vinsamlega hringið
í síma 566-8786 eða sendið
netpóst til sesselja@strik.-
is.
Smellt peninga-
budda tapaðist
SMELLT peningabudda
tapaðist laugardaginn 20.
janúar sl. í Reykjavík. Í
buddunni voru öll skilríki.
Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband í
síma 553-5389.
Dýrahald
Kettlingar fást gefins
ÞRÍR sjö vikna mjög falleg-
ir kettlingar fást gefins á
góð heimili. Þeir eru kassa-
vanir. Upplýsingar í síma
587- 9531.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Mannleg reisn
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 kinnhestur, 8 styggjum,
9 járnkróks, 10 stúlka, 11
drekka, 13 ákveð, 15
svínakjöt, 18 dreng, 21
stefna, 22 afkomandi, 23
hefur tíma til, 24 þrot-
laus.
LÓÐRÉTT:
2 ósínk, 3 beiskt bragð, 4
blökkumann, 5 ótti, 6 eld-
stæðis, 7 óvana, 12 blóm,
14 lengdareining, 15
flagg, 16 sjúkdómur, 17
skáld, 18 staut, 19 hlupu,
20 groms.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 björt, 4 bógur, 7 ódæði, 8 ávali, 9 náð, 11 alin,
13 miði, 14 ólæti, 15 lest, 17 skot, 20 gil, 22 sigla, 23 jag-
ar, 24 afræð, 25 teiti.
Lóðrétt: 1 blóta, 2 ölæði, 3 táin, 4 bráð, 5 grafi, 6 reiði, 10
ásæki, 12 nót, 13 mis, 15 lesta, 16 sigur, 18 kaggi, 19
Torfi, 20 garð, 21 ljót.