Morgunblaðið - 25.01.2001, Síða 68

Morgunblaðið - 25.01.2001, Síða 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Háll sem áll (Rancid Aluminium) S p e n n u m y n d Leikstjóri: Edward Thomas. Hand- rit: James Hawkes. Aðalhlutverk: Sean Deeny, Pete Thompson, Tara Fitzgerald og Sadie Frost. (92 mín.) Bretland, 2000. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. ÞESSI breska spennumynd er frumraun leikstjórans Edwards Thomas og ber þess merki. Hún segir frá æskuvinunum Pete (Rhys Ifans) og Deeney (Joseph Fiennes) sem vinna báðir hjá fyrirtæki föður Petes. Þegar faðirinn fellur frá kemur í ljós að fyr- irtækið er skuldum vafið og slá þeir ok- urlán hjá meðlim- um úr rússnesku mafíunni. Deeney er með áætlun um hvernig þeir geti borgað það til baka, en brátt reynist maðkur leynast í mysunni. Aburða- rásin er reyndar öll hin flóknasta og ekkert alltof snjöll en vel er hægt að glápa á myndina í afþreyingarskyni. Hún reynir að sverja sig í ætt við þær bresku glæpamyndir sem notið hafa mikilla vinsælda undanfarið, auk þess sem leikaraliðið samanstendur af nokkrum af vinsælustu bresku kvik- myndaleikurunum í dag. Joseph Fi- ennes fylgir til dæmis velgengni sinni frá því í Shakespeare in Love með þessari mynd, en synd væri að segja að það sé viturlegur kostur. Margt er of illa gert til að útkoman geti talist góð, sú mynd sem dregin er upp af rússnesku mafíunni er einstaklega einfeldningsleg og klisjukennd og missir myndin því allan trúverðug- leika sem spennumynd. MYNDBÖND Klisjukennd- ir mafíósar Heiða Jóhannsdótt ir Kikujiro G a m a n m y n d  Leikstjórn og handrit: Takeshi Kit- ano. Aðalhlutverk Beat Takeshi og Ysuke Sekiguchi. (121 mín.) Japan 1999. Háskólabíó. Öllum leyfð. TAKESHI Kitano, eða Beat Tak- eshi eins og hann kallar sig sem leik- ari, er með allra stærstu kvikmynda- gerðarmönnum Japans ef ekki sá stærsti. Kunnastur er hann fyrir að túlka harðhausa allra harðhausa, grimma og vægð- arlausa og hafa of- beldishlaðnar spennumyndir hans heillað Vest- urlandabúa upp úr skónum ekki síð- ur en landa hans og nágranna í Asíu- löndum fjær. Það mátti því búast við öllu öðru en hugljúfri og léttri gamanmynd um samband ungs drengs og manns sem tekur að sér að fylgja þeim stutta til móður sinnar. Takeshi leik- ur manninn sem er vægast sagt ruddi, óheflaður og óforskammaður ruddi. En líkt og í öðrum myndum með viðlíka efnistök (Kolya, Gloria) verður sá eldri meyrari og meyrari eftir því sem böndin við unga vinin styrkjast. Þótt frumleikinn og kímnin gangi kannski ekki alveg upp er þetta er ágætis hliðarspor hjá Takeshi þar sem hann notar tækifærið til þess að henda gríni að ímynd sinni, ímynd harðjaxlsins. Hlálegi harðjaxl Skarphéðinn Guðmundsson SÍÐASTLIÐIÐ sumar fóru 5 nem- endur úr Listaháskóla Íslands stutta hringferð um landið og kynntu sér aðstæður til sýningar- halds í nokkrum bæjarfélögum á landsbyggðinni. Núna í vor birtist landsmönnum afrakstur þeirrar ferðar. Þreytt á Reykjavík Það voru þau Bryndís Ragnars- dóttir, Daníel Björnsson, Geirþrúð- ur Finnbogadóttir, Huginn Arason og Rebekka Ragnarsdóttir sem voru búin að fá nóg af löngu sumar- fríi listaháskólanema og ákváðu því að skipuleggja röð sýninga hring- inn í kringum landið. Núna liggja fyrir 15 sýningar nemenda við Listaháskólann í jafn mörgum bæj- arfélögum úti á landi sem munu verða opnaðar núna í maí og júní og standa fram eftir sumri. „Við eru 6 manna hópur úr bæði hönnunar- og listadeild sem vildi gera eitthvað til að skapa starfsum- hverfi fyrir samnemendur okkar í sumar. Þetta er tilvalin leið bæði til að tengja skólann landsbyggðinni og eins að bjóða nemendum upp á sýningaraðstöðu og nýtt og spenn- andi vinnuumhverfi,“ segir Bryndís um verkefnið. Það fara 2–3 nemendur í hvert bæjarfélag og verða þar í viku til 10 daga að vinna að sýningunni og koma henni upp í samstarfi við fólk á staðnum. Þannig vinnur hver og einn nemandi með umhverfi og staðhætti í hverju bæjarfélagi og verða sýningarnar því allar ólíkar. Það eru í kringum 50 nemendur sem gefst kost á að sýna í þessu verkefni en marga nemendur Listaháskólans vantar einmitt sýn- ingaraðstöðu og vinnurými í sum- arfríinu. „Við vorum orðin hálfþreytt á Reykjavík og vildum aðeins víkka sjóndeildarhringinn. En í staðinn fyrir að fara til útlanda ákváðum við að fara út á land. Myndlistin á sér nokkra verndaða staði í Reykjavík og nú finnst okkur kom- inn tími til að kynna okkur og myndlistina fyrir landsbyggðinni. Eflaust verða viðbrögð fólks ólík því sem gerist og gengur hér í Reykjavík þar sem vinir og vanda- menn koma helst á sýningar en sýningargestir á landsbyggðinni verða allt annar og ólíkur hópur,“ segir Bryndís ennfremur. Verkefnið er unnið að frumkvæði nemenda en er í samvinnu við skólayfirvöld sem leggja til kenn- arann Ósk Vilhjálmsdóttur mynd- listarmann sem leiðbeinir og gefur góð ráð varðandi skipulagningu sýningarinnar. Sýnt á 15 stöðum Send voru bréf til til allra bæj- arfélaga á landinu og voru viðbröð- in yfirleitt mjög góð. Nú þegar hafa verið valdir 15 staðir sem ætla að vera með í verkefninu og leggja sitt af mörkum til sýningarhaldsins. Sýningarnar eru allar hugsaðar sem ein heild þar sem allt ferlið skiptir máli. Nemendur fara á stað- inn og framlag þeirra verður til þar, þeir kynnast fólkinu og nýjum aðstæðum. Gefa þannig eitthvað af sér og fá annað í staðinn. Einnig verður gefin út sýningarskrá sem tengir alla þessa staði enn frekar saman og verður dreift um allt land. „Við erum ennþá að leita leiða til að fjármagna verkefnið en bæjar- félögin leggja til gistiaðstöðu, sýn- ingarstað eða -umhverfi og sum hver jafnvel einhverjar máltíðir fyrir listafólkið. Sýningarskráin er hugsuð sem n.k. leiðsögn um sýn- inguna sem heild og mun liggja frammi á öllum helstu ferðamanna- og upplýsingamiðstöðvum á land- inu,“ segir Bryndís að endingu. Þar geta bæði ferðamenn sem og aðrir landsmenn kynnt sér sýningarnar og jafnvel farið hringinn í sumarfrí- inu og skoðað þær allar. Listin fer hringinn Ljósmynd/Geirþrúður Finnbogadóttir Skipuleggjendur verkefnisins. Þau eiga örugglega eftir að fara hring- veginn nokkrum sinnum í sumar. Nemendur Listaháskólans sýna á landsbyggðinni. Frá ferð hópsins síðasta sumar. UM SÍÐUSTU helgi var opnuð í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, sýn- ingin Nýja málverkið – andar það enn? Þetta er samsýning rúmlega 20 listamanna og er rammi hennar tilraun til þess að lýsa þeim andblæ sem kom frá Evrópu og lék um íslenskan listheim milli 1980 og 85 en þá var það augnablikið og krafturinn sem skiptu öllu máli. Helstu sýningarnar á þessum tíma voru Nýja málverkið, 7 í Norræna húsinu og Gullströndin andar og voru sýningarnar oft á tíðum ein- hvers konar sambland af myndlist- arsýningu og rokktónleikum. Eins og segir í sýningarskrá: „Í kvöld förum við á rokktónleika eða græjurnar settar í botn – málum í fyrramálið.“ Máluðu listamenn- irnir oft með því sem að var hendi næst og jafnvel á póstkort, tíma- ritaopnur og dagblöð og var upp- hafningu efnisins sem verðmætis hiklaust gefið langt nef. Upphaf þessarar bylgju átti sér stað í Berlín og hún dreifðist með ógnarhraða um alla Evrópu. „List- in var ekkert punt heldur aggressjón og minnisvarði um líf- ið,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon sýningarstjóri í minn- ingargrein um þetta tímabil sem birt er í fréttabréfi Nýlistasafns- ins. Flestir þeirra sem að voru með á þessum sýningum eru nú orðnir ráðsettir borgarar og jafnvel gull- penslar sem engu hafa gleymt. Sýningin stendur til 18. febrúar og safnið er opið alla daga nema mánudaga frá 12 til 17. Nýja málverkið á síðasta snúningi Daði Guðbjörnsson og Guðmundur Oddur skála reifir í bragði. Daði Guðbjörnsson á verk á sýn- ingunni og tekur ofan fyrir því. Morgunblaðið/Jim Smart Þau Birgir Andrésson, Kristinn Harðarson, Brynhildur Þorgeirsdóttir og Kristján Guðmundsson voru viðstödd opnunina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.