Morgunblaðið - 25.01.2001, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
Síðan 1972
múrvörur
Traustar
íslenskar
Leitið tilboða!
ELGO
ÖRYRKJAR sem eiga rétt á
greiðslum vegna dóms Hæstaréttar
fá greitt í samræmi við breytingar á
almannatryggingalögum um næstu
mánaðamót en forseti Íslands stað-
festi lögin í gær sem samþykkt voru á
Alþingi í fyrrinótt. Þá verður einnig
innt af hendi greiðsla vegna janúar-
mánaðar. Tryggingastofnun stefnir
að því að ljúka greiðslum aftur í tím-
ann 1. apríl nk. Ekki er hins vegar
ljóst hvenær gengið verður frá
greiðslum vaxta vegna vangreiddrar
tekjutryggingar.
Sæmundur Stefánsson, upplýs-
ingafulltrúi Tryggingastofnunar,
sagði að ekki lægi ljóst fyrir hvað
margir ættu rétt á tekjutryggingu
vegna breytinga Alþingis á almanna-
tryggingalögunum. Eins lægi ekki
fyrir um hvað háa upphæð væri að
ræða. Hann sagði að unnið væri að
því að keyra greiðsluseðla í gegnum
tölvukerfi Tryggingastofnunar.
Ekki hafa allir öryrkjar sótt um
tekjutryggingu, m.a. vegna þess að
þeir hafa fengið þær upplýsingar að
þeir ættu ekki rétt á henni vegna
þess að makinn hefði of háar tekjur.
Ágúst Þór Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri lífeyristryggingasviðs
Tryggingastofnunar, sagði að við út-
keyrslu greiðsluseðla um þessi mán-
aðamót yrði reiknuð út tekjutrygging
fyrir alla öryrkja sem fengið hefðu
örorkulífeyri. Hann sagði að þetta
þýddi ekki endilega að allir öryrkjar í
sambúð kæmu til með að fá tekju-
tryggingu. Ef eigin tekjur öryrkjans
færu upp fyrir tiltekin mörk fengi
hann enga tekjutryggingu. Raunar
gilti það sama um örorkulífeyrinn.
Hann gæti fallið alveg niður ef tekjur
öryrkjans færu upp fyrir tiltekin
mörk. Örorkulífeyririnn skertist hins
vegar ekki af tekjum maka eins og
tekjutryggingin gerði samkvæmt
eldri lögum. Ágúst sagði að öryrki
sem aflaði þetta mikilla eigin tekna
væri með örorkukort og nyti afsláttar
sem það gæfi þó að hann nyti engra
greiðsla frá lífeyristryggingum.
Gæta verður ýtrustu varkárni
Í yfirlýsingu frá forseta Íslands í
gær í tilefni af því að hann staðfesti
lögin um breytingar á almannatrygg-
ingalögum segir að samkvæmt
stjórnskipun Íslands gildi sú ótví-
ræða regla að það séu dómstólar
landsins sem kveði á um hvort lög
samrýmist stjórnarskrá, sbr. nýfall-
inn dóm Hæstaréttar frá 19. des.
2000. Forseti Íslands fari ekki með
úrskurðarvald um það hvort lög fari í
bága við stjórnarskrána né heldur
feli þjóðaratkvæðagreiðsla í sér nið-
urstöðu í þeim efnum.
„Þótt forseti Íslands hafi sam-
kvæmt stjórnarskrá heimild til að
vísa lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu
verður að gæta ýtrustu varkárni og
rök vera ótvíræð þegar því valdi er
beitt. Með tilliti til alls þessa hef ég
ákveðið að staðfesta lög um breyt-
ingu á almannatryggingalögum sem
Alþingi samþykkti 24. janúar 2001 en
ítreka um leið mikilvægi þess að
kappkostað sé að ná sáttum í deilum
um réttindi öryrkja,“ segir í yfirlýs-
ingu forseta Íslands.
Forseti Íslands staðfesti lögin um almannatryggingar í gær
Bætur greiddar til ör-
yrkja um mánaðamót
Krafist verður/38–39
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik lagði það portúgalska,
22:19, í riðlakeppni heimsmeist-
aramótsins í handknattleik í
Montpellier í Frakklandi í gær.
Portúgal var einu marki yfir í
hálfleik, 11:10.
Leikurinn var í járnum allt þar
til á síðustu mínútunum er Íslend-
ingum tókst að ná frumkvæðinu
og tryggja mikilvægan sigur eftir
þriggja marka tap fyrir Svíum í
fyrstu umferð á þriðjudaginn.
Mikil gleði var í herbúðum ís-
lenska landsliðsins í leikslok í
gær og hér gleðjast Guðmundur
Hrafnkelsson, Patrekur Jóhann-
esson, Dagur Sigurðsson, Brynj-
ólfur Jónsson, Ólafur Stefánsson,
Róbert Sighvatsson, Róbert Juli-
an Duranona og Heiðmar Fel-
ixson.
Morgunblaðið/Golli
Íslensk-
ur sigur
á HM
Sigur Íslands/B1–B8
LANDSSÍMI Íslands á nú eignar-
hluti í 34 íslenskum fyrirtækjum auk
hluta í 6 erlendum fjarskiptafyrir-
tækjum. Af íslensku fyrirtækjunum
eru tíu sem starfa við netþjónustu og
fjarskipti, ellefu sölu- og þjónustufyr-
irtæki, ellefu hugbúnaðarfyrirtæki og
tvö rekstrar- og fjárfestingafélög.
Fjárfestingar Landssíma í öðrum
félögum eru upp á 1,3 milljarða króna.
Í erlendum fjarskiptafyrirtækjum
á Síminn 75% hlut í eignarhaldsfélag-
inu IP fjarskipti en félagið var stofnað
um 20% eignarhlut Símans, Opinna
kerfa og FBA í fjarskiptafyrirtækinu
Cascadent, áður @IPBell.
Síminn fjárfestir fyrir 1,3 milljarða króna
Á hlut í 34 íslenskum fyr-
irtækum og 6 erlendum
Síminn/C10–11
LÖGREGLUNNI í Borgarnesi tóku
að berast tilkynningar á tíunda tím-
anum í gærkvöld um að yfirlag þjóð-
vegarins frá Borgarnesi og allt norð-
ur í Staðarskála væri farið að flettast
af veginum og hann væri orðinn ill-
ökufær.
Vegagerðin hefur kannað aðstæð-
ur og sagði Halldór Bjarnason,
starfsmaður Vegagerðarinnar, að
vegurinn væri mjög slæmur á um
100 km kafla þar sem malbikið hefur
flest af veginum. Malbikið hefur
safnast í þykku lagi utan á hjólbarða
bifreiða og undir aurbretti og stórir
flekkir svo þeyst undan bílum á ferð
og valdið tjóni. Halldór sagði þetta
ekki einstakt tilfelli en fáar skýring-
ar væri að finna aðrar en að svona
gerðist einstaka sinnum þegar mikil
vetrarhlýindi kæmu en vegurinn
væri enn frosinn undir.
Lögreglan í Borgarnesi sagði sím-
ann hafa hringt látlaust allt kvöldið
þar sem ökumenn tilkynntu um tjón
á bílum sínum. Plastbretti á flutn-
ingabílum og -vögnum hafa brotnað
þegar yfirlagið slettist á bílana og
hliðarrúða í fólksbíl brotnaði þegar
bíll úr mótstæðri átt jós aurnum yfir
hann. Lögreglan kvaðst eiga von á
fleiri tjónstilkynningum í dag.
Malbik
flettist af
á löngum
vegarkafla