Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isDerby sýnir Þórði Guðjónssyni áhuga / B1 Ísland er úr leik á HM í Frakklandi /B1-B6 8 SÍÐUR Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf 12 SÍÐUR Sérblöð í dag HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hf. hefur sagt upp 10 Pólverjum sem unnið hafa fiskvinnslustörf hjá fyrirtækinu. Ástæða uppsagnar- innar er verkefnaskortur og aukið framboð af innlendu vinnuafli. Í fréttatilkynningu frá HE segir að þegar Pólverjarnir voru ráðnir til starfa á sínum tíma hafi verið verulegur skortur á Íslendingum til fiskvinnslustarfa. Þá hefur 5 yfirmönnum á loðnu- veiðiskipinu Guðrúnu Þorkelsdótt- ur SU verið sagt upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara og verð- ur skipinu lagt. Þeir skipverjar sem missa vinnuna munu hafa for- gang til annarra starfa sem kunna að losna hjá fyrirtækinu. Elfar Aðalsteinsson, forstjóri HE, segir að stjórn fyrirtækisins hafi tekið þessa erfiðu ákvörðun með tilliti til verkefnaskorts sem við blasir er loðnuvertíð lýkur, þar sem verulegur niðurskurður á út- hlutun í úthafsrækju hafi átt sér stað. „Þessar aðgerðir eru til hagræð- ingar og er ætlað að tryggja aukið starfsöryggi starfsfólks HE til framtíðar. Hækkun olíuverðs, veik- ing íslensku krónunnar og lágt af- urðaverð hafa lagst á eitt um að skapa erfiðar aðstæður í sjávar- útvegi. Því eigum við ekki annan kost en að bregðast við með ábyrg- um hætti. Þrengingar eru nú í ís- lenskum sjávarútvegi en vonandi horfir til betri vegar,“ segir Elfar. Hraðfrystihús Eskifjarðar hefur auk þess lagt af starfsemi bílaverk- stæðis, sem það hefur rekið í mörg ár og hafa tveir starfsmenn haft þar vinnu. Ásbjörn Guðjónsson, bifvélavirki á Eskifirði, hefur leigt húsnæði Bílaverkstæðis Hrað- frystihúss Eskifjarðar hf. frá og með 1. febrúar. Hraðfrystihús Eskifjarðar hefur jafnframt gert samning við nýstofnað Bílaverk- stæði Ásbjörns Guðjónssonar um að annast þjónustu og viðgerðir á ökutækjum fyrirtækisins. Elfar segir aðgerð þessa lið í skipulags- breytingum innan fyrirtækisins. Hraðfrystihús Eskifjarðar 10 Pól- verjum sagt upp störfum SLAGVIÐRI var á höfuðborg- arsvæðinu í gær og gaf Veðurstofan út stormviðvörun á vestan- og sunn- anverðu landinu, en vindur komst upp í 25 m/s. á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum og í Skálafelli. Víða var vindur um 20 m/s., en hiti á landinu var alls staðar yfir frost- marki. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni var það djúp 972 mb lægð yfir suðvestanverðu Græn- landshafi sem olli slagviðrinu, en búist er við skaplegu veðri á öllu landinu í dag. Morgunblaðið/RAX Stormur geisaði um landið HÉRAÐSDÓMUR Reykja- víkur tekur í dag fyrir ákæru Ríkissaksóknara gegn tæp- lega fertugri konu fyrir að hafa myrt Hallgrím Elísson í kjallaraíbúð á Leifsgötu 10 í Reykjavík 23. júlí sl. Hún er einnig ákærð fyrir rán með því að hafa slegið Hallgrím í andlitið svo hann hlaut blóðnasir og rifið af hon- um peningaveski sem í voru um 100.000 krónur. Þá er hún ákærð fyrir að hafa skömmu eftir ránið ráðist að Hallgrími þar sem hann lá á dýnu á gólfi íbúðarinnar, sest klofvega ofan á hann og þrengt að hálsi hans þar til Hallgrímur lést. Auk konunnar eru tveir karlmenn, annar á fimmtugs- aldri og hinn á sjötugsaldri, ákærðir fyrir hylmingu. Þeir hafi hvor um sig tekið við 5.000–20.000 krónum af ráns- fengnum. Sökuð um að hafa orðið manni að bana í íbúð við Leifsgötu Ákærð fyrir rán og mann- dráp ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Hafnarfirði stöðv- aði í fyrrinótt sautján ára ökumann sem ók um Hafnarfjarðarveg á yfir 130 km hraða á klukkustund. Pilt- urinn var með fullan bíl af fólki og játaði ennfremur að hafa fengið sér áfengi fyrr um kvöldið. Hann var þó ekki ölvaður. Pilturinn mun missa hin nýfengnu ökuréttindi sín. Á 130 á Hafn- arfjarðarvegi LANDVERND telur að notkun fjarræsibúnaðar bifreiða, á borð við þann sem gerir kleift að gangsetja bíl með GSM-síma, brjóti í bága við reglugerð. Þór Tómasson, verkefn- isstjóri hjá Hollustuvernd ríkisins, tekur undir að fjarræsing á bílum sé óæskileg með tilliti til mengunar. Talsmenn Aukarafs, sem selur fjar- ræsibúnað, segja hann umhverfis- vænan og stuðla að öryggi bíleig- enda. Lausagangur bannaður Landvernd skrifaði Aukarafi bréf í gær vegna umfjöllunar í Morg- unblaðinu í fyrradag um nýjan fjar- ræsibúnað. Þar segir m.a.: „Í 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 788/1999 um varnir gegn loftmeng- un af völdum hreyfanlegra upp- sprettna segir, að óheimilt sé að skilja ökutæki eftir í gangi þegar þau eru yfirgefin. Jafnframt er óheimilt að láta vélar kyrrstæðra ökutækja ganga lengur en í örstutta stund nema sérstaklega standi á. Regla þessi á ekki við um ökutæki lögreglu, slökkviliðs o.þ.h.“ Þá segir Landvernd að af þessu megi ráða að notkun fjarstýrðs gangsetningarbúnaðar fyrir bílvélar sé óheimil því hvorki megi skilja ökutæki eftir í gangi þegar þau eru yfirgefin né láta vélar kyrrstæðra ökutækja ganga nema örstutta stund. Að mati Landverndar er ekki hægt að fallast á að fjarræsing sé æskileg aðferð til að hita kaldar bifreiðir. Þess í stað bendir Land- vernd á hreyfilhitara sem betri bún- að og beinir því til Aukarafs að kynna viðskiptavinum sínum þann kost. Hreyfilhitarar æskilegri Að mati Þórs Tómassonar, verk- efnisstjóra hjá Hollustuvernd rík- isins, er fjarræsibúnaður óæskileg- ur með tilliti til mengunar. Til séu rafknúnir hreyfilhitarar sem hiti vélar án þess að menga, eins olíu- eða bensínknúnir hreyfilhitarar sem mengi mun minna en bílvél í lausa- gangi. Aðspurður hvort hann teldi fjar- ræsibúnað brjóta í bága við ofan- greinda reglugerð sagði Þór að vissulega væri matsatriði hvað menn teldu „örstutta stund“, eins og segir í reglugerðinni. Fjarstýrð ræsing neyðarbíla þegar útkall berst gæti talist eðlileg, en tæpast það að gangsetja bíl um langan veg með aðstoð GSM-síma. Aukið öryggi, minni mengun Ásgeir Örn Rúnarsson, sölustjóri hjá Aukarafi, segir að það hafi lengi viðgengist að fólk gangsetji bíla sína á köldum vetrarmorgnum til að bræða af rúðum og hita þá. Í þeim tilvikum sé ekkert sem takmarki hve lengi bíllinn sé í lausagangi og geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar, líkt og þegar jeppa, sem var í gangi, var stolið nýlega í Keflavík. Fjarræsibúnaðurinn frá Aukarafi sé þannig stilltur að vélin gangi ekki nema takmarkaðan tíma eftir fjarstart, t.d. í 15 mínútur. Í frá- sögn Morgunblaðsins hafi áhersla verið lögð á notkun GSM-síma við ræsinguna, en það sé einungis val- kostur þar sem venjuleg fjarstýring nægir ekki. Ásgeir segir það að ræsa vélina til að hitna hafa kosti bæði með til- liti til umhverfisins og öryggis. „Hvarfakúturinn er þá orðinn heit- ur áður en ekið er af stað og virkar að fullu, sem hann gerir ekki ann- ars fyrr en eftir nokkurn akstur.“ Varðandi rafknúna hreyfilhitara benti Ásgeir á að fáir bíleigendur hefðu aðgang að raftengi við bíla- stæði. Einnig sé ísettur fjarræsi- búnaður ódýrari en hreyfilhitari. Ingimundur Þór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Aukarafs, sagð- ist vera ánægður með ábendingu Landverndar og sagði fyrirtækið vilja stuðla að sem minnstri meng- un og auknu öryggi. Lausaganga bíla hefði umhverfisáhrif, en það hefði raforkuframleiðsla líka. Því þyrfti að ræða þessi mál af skyn- semi og skoða heildarmyndina. Aukaraf myndi fagna óháðri rann- sókn á því hvaða aðferð leiddi til minnstrar mengunar og mests ör- yggis. Landvernd gerir athugasemd við fjarræsingu bifreiða Telur óheimilt að ræsa bifreiðar úr fjarlægð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.