Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 13 Strandgötu 11, sími 565 1147 Opið laugard. frá kl. 10—16 50-80% afsláttur af útsölufatnaði Ný sending frá Kvartbuxur, margar gerðir Gallabuxur, gallaskyrtur Létt dress, blússur, pils og margt fleira verslununum með það fyrir augum að selja það úr landi, eftir því sem fram kemur í auglýsingu Nótaúns í dagblöðum fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt upplýsingum embætt- ismanna landbúnaðarráðuneytisins hefur ekki tíðkast, frá því að lögum nr. 25/1993 og 99/1993 var breytt með lögum nr. 87/1995, að ráðuneyt- ið veiti sérstakt leyfi til innflutnings á kjötvörum á grundvelli 2. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993, ef ráðuneytið hefur áður úthlutað innflytjandan- um tollkvóta vegna innflutningsins skv. 53. gr. laga nr. 99/1993. Hefur verið litið svo á af hálfu ráðuneyt- isins að með því að úthluta tollkvóta hafi það jafnframt veitt leyfi til inn- flutnings, með tilteknum skilyrðum, þ.á m. að embætti yfirdýralæknis hafi heimilað innflutninginn, fyrir sitt leyti, af heilbrigðisástæðum. Yfirdýralæknir hefur lýst sig al- gjörlega samþykkan þeirri ákvörð- un, sem tekin var af starfsmanni við embætti hans, að veita heimild til innflutnings nautalundanna í um- rætt skipti á grundvelli þeirra vott- orða sem fyrir lágu. Er það skoðun yfirdýralæknis að þessi ákvörðun hafi verið byggð á vísindalegum meginreglum sem m.a. komi fram í sérfræðiskýrslum og álitsgerðum al- þjóðlegra stofnana. III. Þegar leyst er úr því álitaefni, hvort farið hafi verið að lögum við innflutning nautalundanna í umrætt skipti, þarf að sjálfsögðu að hyggja að reglum íslensks stjórnsýslurétt- ar, þ.e. þeim reglum sem stjórnvöld- um ber að fara eftir í störfum sínum. Þannig er það grundvallarregla samkvæmt íslenskri stjórnskipan að ákvarðanir og athafnir stjórnvalda mega ekki brjóta í bága við sett lög og þær verða jafnframt að styðjast við viðhlítandi heimild í lögum. Þessi meginregla hefur verið nefnd lög- mætisreglan. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir því í 53. gr. laga nr. 99/1993 að land- búnaðarráðherra úthluti tollkvótum vegna fyrirhugaðs innflutnings á til- teknum landbúnaðarvörum. Sam- kvæmt 2. mgr. 10. gr. laga nr. 25/ 1993 er ráðherra síðan heimilt að leyfa innflutning á nánar tilgreind- um vörum „að fengnum meðmælum yfirdýralæknis“. Þessi ákvæði voru bæði tekin upp í lög með lögum nr. 87/1995 og er, eftir því sem ráðið verður af orðalagi síðarnefnda ákvæðisins, ekki gert ráð fyrir að ráðherra veiti leyfi til innflutnings á grundvelli þess ákvæðis fyrr en já- kvæð umsögn yfirdýralæknis liggur fyrir. Eins og löggjöfin er úr garði gerð, leikur af þessum sökum enginn vafi á því að hér er um að ræða tvær sjálfstæðar ákvarðanir sem byggðar skulu á mismunandi lagasjónarmið- um. Í lögum nr. 25/1993 er ekki að finna heimild til handa ráðherra til að framselja það vald, sem honum er þar fengið, til annarra stjórnvalda. Eins og fram kemur í kafla II hér að framan, var ekki leitað leyfis landbúnaðarráðherra til innflutn- ings á nautalundunum, eftir að með- mæli yfirdýralæknis lágu fyrir, svo sem gert er ráð fyrir í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993. Hefur þetta verið réttlætt með því að ráðherra hafi áð- ur veitt leyfið með því að úthluta inn- flytjandanum tollkvóta vegna inn- flutningsins, með tilteknum skilyrðum, auk sem þessi háttur styðjist við venju sem fylgt hafi verið um árabil. Í ljósi þess, sem fyrr seg- ir, að hér er um að ræða tvær sjálf- stæðar ákvarðanir fær þetta að mínu áliti ekki staðist, nema ráðherra hafi haft heimild til þess, að lögum, að framselja öðru stjórnvaldi vald til þess að veita umrætt leyfi skv. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993, í þessu tilviki yfirdýralækni eða tollstjóran- um í Reykjavík. Samkvæmt stjórnsýslurétti er greint á milli innra og ytra valdfram- sals. Um innra framsal er að ræða þegar yfirmaður stofnunar felur starfsmönnum sínum að taka til- teknar ákvarðanir. Til slíks vald- framsals þarf að jafnaði ekki laga- heimild, heldur byggist það á venju eða eðli máls, eins og í því tilviki, sem hér um ræðir, þar sem dýra- læknir við embætti yfirdýralæknis heimilaði innflutning á nautalundun- um, í umboði og á ábyrgð yfirmanns síns. Því leikur enginn vafi á að þessi háttur var fyllilega lögmætur, enda yrði íslensk stjórnsýsla með öllu óstarfhæf ef ekki væri unnt að koma við valdframsali með þessum hætti. Það sama á hins vegar ekki við um svonefnt ytra framsal á stjórnsýslu- valdi, þ.e. þegar eitt stjórnvald fram- selur vald sitt til annars sjálfstæðs stjórnvalds. Í 1. gr. reglugerðar nr. 782/1999 segir að embætti yfirdýra- læknis sé sjálfstæð stofnun þótt hún heyri undir yfirstjórn landbúnaðar- ráðherra. Þá kemur fram í 31. gr. tollalaga að tollstjórinn í Reykjavík er sjálfstætt stjórnvald þótt hann lúti yfirstjórn fjármálaráðherra, sbr. 30. gr. laganna, sbr. lög nr. 155/2000. Samkvæmt íslenskum stjórnsýslu- rétti verður að líta svo á að ráðherra geti að jafnaði ekki framselt lægra settu stjórnvaldi vald, sem honum er fengið í lögum, nema til þess sé bein lagaheimild, sbr. til hliðsjónar SUA 1996/601. Þótt færa megi fyrir því rök að hagkvæmt sé að haga máls- meðferð með þeim hætti, sem gert hefur verið, t.d. með tilliti til regl- unnar í 1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um að ákvarðanir stjórn- valda skuli teknar svo fljótt sem unnt er, er það samkvæmt framan- sögðu álit mitt að ekki sé heimild til þess í núgildandi lögum. Því til stuðnings bendi ég sérstaklega á þá staðreynd að úthlutun tollkvóta er byggð á öðrum lagasjónarmiðum en leyfi til innflutnings samkvæmt lög- um um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Í 2. mgr. 10. gr. þeirra laga er sem fyrr segir gert ráð fyrir að embætti yfirdýralæknis og land- búnaðarráðuneytið komi bæði að málinu og kanni, hvort í sínu lagi, hvort fullnægt sé skilyrði því, sem þar er kveðið á um, áður en innflutn- ingsleyfi er veitt. Þar sem ekki lá fyrir leyfi þar til bærs stjórnvalds til innflutnings nautalundanna, eins og áskilið er í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993, hefði að mínu áliti ekki átt að heimila inn- flutninginn, eins og á stóð. Vegna þess að tollafgreiðsla fór engu að síð- ur fram vaknar óneitanlega sú spurning hvort unnt sé að ógilda þá ákvörðun tollstjóraembættisins í Reykjavík að heimila innflutninginn. Ýmislegt mælir á móti því að það verði gert. Í fyrsta lagi er um að ræða ívilnandi ákvörðun og því hlýt- ur tillitið til viðtakanda hennar, þ.e. innflytjanda kjötsins, að vega þungt. Ekki verður annað séð en að hann hafi farið í einu og öllu að fyrirmæl- um stjórnvalda sem voru að auki í samræmi við venju er viðgengist hafði um árabil. Þá er nokkur tími liðinn frá því að kjötið var flutt inn og hefur hluti þess þegar verið seld- ur. Í öðru lagi skiptir máli hvort um- rætt leyfi til innflutnings á nauta- lundunum hafi stuðst við efni viðeigandi laga og innflutningurinn því verið lögmætur, ef frá er talinn sá ágalli á meðferð málsins sem að framan greinir. Í umræddri 2. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993 er landbúnaðarráðherra veitt heimild til að leyfa innflutning á tilteknum vörum, að fengnum með- mælum yfirdýralæknis, „enda þyki sannað að ekki berist smitefni með þeim er valda dýrasjúkdómum.“ Eins og fram kemur í kafla I hér að framan, er þetta eina sjónarmiðið sem leggja skal til grundvallar sam- kvæmt lögunum þegar mat er lagt á það hvort hætta stafi af innflutningi á umræddum vörum til landsins af heilbrigðisástæðum. Ekki kemur frekar fram í lögunum hvaða gögn eða upplýsingar skuli vera til staðar þegar ákvörðun er tekin um veitingu innflutningsleyfis. Í b-lið 2. gr. aug- lýsingar nr. 324/1999, sem á sér stoð í 4. og 5. gr. reglugerðar nr. 479/ 1995, er hins vegar tekið fram að fyrir skuli liggja opinbert heilbrigð- isvottorð frá upprunalandi sem stað- festi að tilteknir sjúkdómar hafi ekki fundist í landinu í 6 mánuði fyrir út- flutning. Eins og gerð er grein fyrir í kafla II, lítur yfirdýralæknir svo á að þrátt fyrir þetta síðastgreinda ákvæði hafi verið unnt að ganga úr skugga um það með annars konar vottorði frá yfirvöldum á Írlandi en vottorði því, sem tilgreint er í ákvæðinu, að ekki væri hætta á að smitefni bærust hingað til lands með hinu innflutta kjöti, er valdið gætu dýrasjúkdómum, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993. Máli sínu til stuðn- ings hefur hann m.a. bent á það að bestu fáanleg vísindi sýni að kúariða berist ekki í hreinum vöðvum á borð við nautalundir og því stafi neytend- um engin hætta af slíku kjöti. Þessi niðurstaða er byggð á sérþekkingu yfirdýralæknis á dýrasjúkdómum og hef ég engar forsendur til að draga þetta sérfræðilega álit hans í efa. Eftir því sem best verður séð, styðst niðurstaðan og við athugasemdir, sem fylgdu frumvarpi til laga nr. 87/ 1995, og ákvæði samningsins um beitingu ráðstafana um hollustu- hætti og heilbrigði dýra og plantna, en sá samningur er sem fyrr segir viðauki við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem Ísland hefur staðfest á grundvelli ályktunar frá Alþingi. Í 2. mgr. 2. gr. þess samnings er m.a. tekið fram að ráðstafanir, sem aðildarríki grípa til í því skyni að vernda líf eða heil- brigði manna eða dýra, skuli byggj- ast á vísindalegum meginreglum. Í 12. gr. stjórnsýslulaga, þar sem mælt er fyrir um svonefnda meðal- hófsreglu í stjórnsýslunni, segir orð- rétt: „Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.“ Í meðalhófsreglunni felst m.a. að stjórnvöld skulu ekki setja önnur og frekari skilyrði fyrir ákvörðunum sínum en nauðsynlegt er til þess að ná því markmiði sem mælt er fyrir um í lögum. Jafnframt er brýnt, ekki síst þegar um er að ræða skilyrði sem þrengja stjórnarskrárvarin réttindi á borð við atvinnuréttindi, að stjórnvöld gangi ekki lengra en lagakröfur standa til, sbr. til hlið- sjónar SUA 1995/81. Úr því að yfirdýralæknir lítur svo á að unnt hafi verið að ganga úr skugga um það með þeim gögnum, sem innflytjandi nautalundanna lét embætti hans í té, að fullnægt hafi verið skilyrði því, sem áskilið er í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993, var það samkvæmt framansögðu rétt ákvörðun að mínu áliti af hálfu emb- ættisins að krefja innflytjandann ekki um frekari upplýsingar, áður en mælt var með því að innflutningur- inn yrði leyfður. Sá dýralæknir, sem fór með málið, kynnti sér þau gögn, sem fyrir lágu, og tók þá ákvörðun að mæla með innflutningnum á grundvelli gagnanna, með hliðsjón af sérfræðiskýrslum og álitsgerðum alþjóðlegra stofnana. Samkvæmt því tel ég að embætti yfirdýralæknis hafi sinnt lögboðinni rannsóknar- skyldu sinni í umrætt sinn, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga. Með skírskotun til þess, sem að framan er rakið, er það niðurstaða mín að ekki sé unnt að ógilda þá ákvörðun að heimila innflutning á nautalundunum í umrætt skipti, úr því sem komið er. Ræðst sú niður- staða annars vegar af tilliti til hags- muna innflytjandans og hins vegar af því að með innflutningnum hafi ekki verið brotið efnislega í bága við ákvæði 2. mgr. 10. gr. laga nr. 25/ 1993. Eftir stendur að umrætt ákvæði í b-lið 2. gr. auglýsingar nr. 324/1999 hefur ekki næga stoð í núgildandi lögum, úr því að unnt er að kanna með öðrum hætti en þar er kveðið á um, hvort fullnægt sé skilyrði því fyrir innflutningi sem sett er í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993. Það sama á reyndar við um 3. gr. auglýs- ingarinnar, svo og þau ákvæði í 4. og 5. gr. reglugerðar nr. 479/1995 sem vitnað er til í kafla I hér að framan. Það er að mínu áliti gagnrýnisvert og samrýmist ekki vönduðum stjórnsýsluháttum að orða þessi stjórnvaldsfyrirmæli með þessum hætti, vegna þess að með því móti er innflytjendum og reyndar öllum al- menningi gefið til kynna að aðrar og jafnvel ríkari heilbrigðiskröfur séu gerðar til innflutnings á þeim land- búnaðarvörum, sem þau taka til, en gerðar eru í reynd. Að óbreyttum lögum tel ég því rétt að orðalagi þeirra verði breytt og það fært til samræmis við núgildandi laga- ákvæði. Reykjavík, 29. janúar 2001 Eiríkur Tómasson.“ Morgunblaðið/Golli Nautalundirnar umdeildu sem Nóatún flutti inn frá Írlandi í lok síðasta árs. Eiríkur Tómasson lagaprófessor hefur nú gefið það álit sitt að yfirdýralæknir hafi farið að lögum við að heimila inn- flutninginn en hann gagnrýnir stjórnsýslu við innflutning á búvör- um byggðan á samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. ’ Þar sem ekki láfyrir leyfi þar til bærs stjórnvalds til innflutnings nauta- lundanna ... hefði að mínu áliti ekki átt að heimila innflutning- inn, eins og á stóð. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.