Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 20
NEYTENDUR
20 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Verslunin Svalbarði
Framnesvegi 44
Sérverslun með íslenskt góðmeti
Mikið úrval af harðfiski og hákarli. Saltfiskur, flattur og flök,
sólþurrkaður, útvatnaður, mareneraður.
Saltfiskrúllur og saltfiskbollur. Plokkfiskur.
Orðsending til þorrablótsnefnda:
Eigum harðfisk og hákarl í þorratrogin og útbúum einnig
þorrabakka.
Sendum um land allt.
Pantanasími: 562 2738, fax 562 2718
NÝKAUP
Gildir til 4. febrúar nú kr. áður kr. mælie
Lambalæri, frosið 699 998 699 kg
Lambahryggur, frosinn 699 998 699 kg
Kjörís Heimaís, 4 teg. 160 319 160 ltr
Kjörís Heimaís, súkkulaði, 2 ltr 268 535 134 ltr
Kjörís Heimaís, vanillu, 2 ltr 268 535 134 ltr
Epli Jonagold 69 128 69 kg
BÓNUS
Gildir til 7. febrúar nú kr. áður kr. mælie.
Bónusbrauð, 770 g 79 139 103 kg
Bónus-beikonskinka 599 nýtt 599 kg
Bónus-svínarúllupylsa 599 nýtt 599 kg
Bónus-skinka 599 699 599 kg
Óðals hunangsr. svínahnakki 999 1.259 999 kg
Óðals léttreyktar svínakótilettur 999 1.259 999 kg
11–11-búðirnar
Gildir til 7. febrúar nú kr. áður kr. mælie.
KB-beikonhleifur 479 639 479
KB-pítsahleifur 479 639 479
KB-pepperonihleifur 479 639 479
Toro Berg.-fiskisúpa 75 89
Toro Lofoten-súpa 135 153
Toro Vestfjord-pottréttur 125 145
Toro Biscaya-pottréttur 125 143
Pagens bruður, fínar/grófar, 400g 149 180 373 kg
FJARÐARKAUP
Gildir til 3. febrúar nú kr. áður kr. mælie.
1 kg SS pylsur+PC-leikur 1.198 nýtt 1.198 pk.
Ferskur kjúklingur 449 625 449 kg
Ferst kjúklingalæri+leggur 499 698 499 kg
Lambalærissneið, II fl 698 825 698 kg
Rauðvínslambalæri 898 1.125 898 kg
Nautafilé 1.198 1.598 1.198 kg
Gulrætur 288 395 288 kg
Orville-örbylgjupopp, 6 x 99 g 259 228 380 kg
HAGKAUP
Gildir til 14. febrúar nú kr. áður kr. mælie.
Buitoni-spaghetti, 500 g 59 65 118 kg
Lambalæri, sneitt, frosið 899 nýtt 899 kg
MS ab-mjólk 129 145 129 ltr
Appelsínur 99 169 99 kg
Gul epli 99 115 99 kg
Knorr-ökonomisúpur, 7 teg. 149 169
Knorr-pastaréttir, 6 teg. 189 217
HRAÐBÚÐIR Essó
Gildir til 28. febrúar nú kr. áður kr. mælie.
Toppur blár, ½ ltr 99 125 198 ltr
Toppur límon, ½ ltr 99 125 198 ltr
Húsav.jógúrt, ½ ltr, 6 teg. 109 125 218 ltr
Victory V-brenni 79 105
Nóa-Tromp, 20 g 25 35 1.250 kg
Góu-risahraun, 54 g 49 65 910 kg
Hraunbitar stórir, 220 g 185 210 850 kg
KÁ verslanir
Gildir á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie.
Folaldainnralæri 792 1.298 792 kg
Folaldasnitsel 389 1.298 389 kg
Folaldagúllas 359 1.198 359 kg
Folaldahakk 119 398 119 kg
Ýsubitar 598 798 598 kg
Kotasæla, 500 g 194 228 388 kg
Frigg-Þvol m/bursta, 500 ml 103 129 206 ltr
Frigg-handsápa m/dælu, 330 ml 127 159 385 ltr
NETTÓ
Gildir á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie.
Ralston Coco-kúlur, 390 g 99 189 254 kg
KEA-nautahakk, 8–10% 699 834 699 kg
KEA-nautagúllas 1.129 1.457 1.129 kg
KEA-piparsteik meyrnuð 1.329 1.699 1.329 kg
KEA-hvítlaukspiparsteik 1.329 1.699 1.329 kg
Ferskt tortell. m/sveppum, 250 g 278 nýtt 1.112 kg
Heinz bakaðar baunir, 4x415 g 199 215 119 kg
Dr. Oetker-pítsur, 350 g 299 349 854 kg
SAMKAUP
Gildir til 4. febrúar nú kr. áður kr. mælie.
Kjúklingabringur, úrbeinaðar 1.327 1.659 1.327 kg
Kjúklingapylsur, 2 fyrir 1 299 598 299 pk.
Kjúklinga-BBQ-hlutar 639 799 639 kg
Goða-vínarpylsur, 10 st. 524 748 524 kg
Vínber, græn 399 669 399 kg
Kínakál 169 269 169 kg
SELECT-verslanir
Gildir til 7. febrúar nú kr. áður kr. mælie.
Coke og Mars kingsize, ½ ltr 179 228
Diet Coke og Mars kingsize, ½ ltr 179 228
Milka-mjólkursúkkulaði, 100 g 69 115
1944 kjúklinga-lasagne 339 398
Ostap. m/beik./salati + ¼ ltr gos 290 420
10–11-verslanir
Gildir til 5. febrúar nú kr. áður kr. mælie
SS-pylsur og teiknimynd 999 nýtt 999 kg
SS-helgarsteik Amaretto grísahn. 999 1.298 999 kg
Nestle Fitness-morgunkorn, 375g 219 249 580 kg
Burtons Homeblest 119 134 590 kg
Burtons Toffee pops 129 158 1.030 kg
Tuma-brauð 129 184 160 kg
Kjörís-vanillustangir, 8 st. 279 319 35 st.
Kjörís gulir/grænir klakar, 8 st. 279 319 35 st.
ÞÍN VERSLUN
Gildir til 7. febrúar nú kr. áður kr. mælie.
Lambanaggar, 370 g 349 389 942 kg
Steiktar kjötbollur, 350 g 229 268 641 kg
Cheerios-morgunkorn, 425 g 259 289 595 kg
Cocoa Puffs-morgunkorn, 553 g 339 368 610 kg
Mexíkópottréttur 159 199 159 pk.
Hel
garTILBOÐIN
Morgunblaðið/Kristinn
ÞORRAMATUR er hluti af matar-
menningu okkar Íslendinga. Ekki
eru allir landsmenn jafn hrifnir af
honum en sérstök hefð er þó innan
margra fjölskyldna að halda þorra-
blót og þá eru lundabaggar, hrúts-
pungar, harðfiskur og sviðahausar
meðal þess sem borið er á borð.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hollustuvernd ríkisins eykur súrs-
un hollustu matvæla. Vítamín úr
mysu síast inn í þau og sýran
verndar ýmis bætiefni. Sýran gerir
kjötið meyrara, leysir beinin smám
saman upp og eykur þannig melt-
anleika og næringargildi fæðunnar.
„Súrsun er mjög gömul varð-
veisluaðferð. Hún hefur verið okk-
ur Íslendingum mjög mikilvæg um
aldir, sérstaklega þegar saltskort-
ur var í landinu og aðalmatvæla-
framleiðslan fór fram á haustin
þannig að geyma þurfti fæðuna
mikinn hluta ársins,“ segir Elín
Guðmundsdóttir, matvælafræðing-
ur hjá Hollustuvernd ríkisins, og
bætir við að aðrar varðveisluað-
ferðir hafi síðan leyst sýruna af
hólmi, þ.e.a.s. salt, frysting og nið-
ursuða.
Gæta þarf að sýrustigi
„Súrsunin byggir á því að soðin
matvæli eru sett í súrsunarmysu í
ákveðinn tíma, þrjá til sex mánuði
eftir því hve súr maturinn á að
vera. Þá er mikilvægt að hreinlæti
sé gott og sömuleiðis kæling. Mik-
ilvægt er að geyma matvælin á kafi
í mysunni og gæta þarf sérstaklega
að sýrustigið í mysunni hækki ekki.
Nauðsynlegt er að hafa rúgmjöl,
sem er í blóðmör og lifrarpylsu,
með í súrnum vegna þess að kol-
vetnin í mjölinu eru nauðsynleg
fyrir mjólkursýrugerlana til að við-
halda sýrunni.“
Í upplýsingum frá Hollustuvernd
ríkisins segir ennfremur að mysan
eigi ekki að fara mikið yfir pH 4,0
til þess að varan verkist rétt og
mygla nái sér ekki á strik. Þegar
sýrustigið í matvælum er komið í
pH 4 til 4,5 geta sjúkdómsvaldandi
örverur ekki fjölgað sér og matur-
inn verður því öruggur til neyslu.
Varasamt að geyma lengi
saman ósýrðan og sýrðan mat
Við geymslu á súrmat í verslun-
um eða á heimilum er mikilvægt að
geyma hann í mysu. „Ef búið er að
opna ítlátið og taka af matnum en
fyrirhugað er að geyma hann í ein-
hverjar vikur er nauðsynlegt að
skipta um súrsunarmysu því
óhreinindi sem berast með höndum
eða ílátum stytta geymsluþolið.“
Varasamt getur verið að geyma
blöndu af sýrðum mat og öðrum
ósýrðum eins og gert er á þorra-
bakka nema í einn til tvo daga. Ef
þorrabakkarnir eru geymdir lengur
skapast vaxtarskilyðri fyrir myglu
og er hún mjög fljót að ná sér á
strik.
Næringarinnihald og geymsla þorramatar
Súrsun eykur
hollustu matvæla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Súrsun byggist á því að soðin matvæli eru sett í súrsunarmysu í
þrjá til sex mánuði eftir því hve súr maturinn á að vera.
SÆLGÆTISGERÐIN Móna hefur í
dag lokið við að hækka verð á flest-
um framleiðsluvörum sínum um að
meðaltali 8 til 9%.
„Ástæður hækkunarinnar eru fjöl-
margar og má nefna gífurlegar verð-
hækkanir á aðföngum. Þá hefur
launakostnaður hækkað, umbúða-
hækkanir hafa orðið og eins hækkun
á hráefni eins og sykri en sykur
hækkaði nú um áramótin um tugi
prósenta. Gengisbreytingar koma
inn í þetta líka,“ segir Jakobína Sig-
urðardóttir, framkvæmdstjóri Sæl-
gætisgerðarinnar Mónu. „Þá höfum
við fengið viðvaranir frá kakóbirgja
okkar um að kakóefni hækki,“ segir
Jakobína og bætir við að síðast hafi
fyrirtækið hækkað fyrir ári en þá
hafi verið um óverulega hækkun að
ræða og því sé hækkunin ríflegri í
ár.
Hækkun m.a. vegna
gengisþróunar
Í dag hækka flestar vörur Korn-
ax ehf. að meðaltali um 5 til 6%.
„Vörur hækka mismunandi eftir
tegundum eða frá 2,7% upp í 9,09%
en þetta eru alls fimm vörutegundir
sem við erum að hækka. Ástæður
hækkunarinnar má fyrst og fremst
rekja til verðhækkana erlendis og
gengisþróunar,“ segir Eyjólfur Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri Kornax
ehf. Aðspurður segir Eyjólfur langt
síðan verðhækkun hafi átti sér stað
síðast hjá fyrirtækinu eða árið 1996
og hingað til hafi verið hægt að hag-
ræða í rekstri til að fyrirbyggja
verðhækkanir en nú sé ekki undan
komist.
Verðhækkun hjá
Mónu og Kornaxi ehf.