Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 24
ÚR VERINU
24 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Áhri far íkt grennandi l íkamskrem
Vinnur á vökva- og fitusöfnun sem eru aðal orsakavaldar
appelsínuhúðar. Með Draine Minceur sérðu skjótan
árangur. Sléttari áferð húðar, mýkri og styrkari húð.
Betur mótaðar útlínur.
D R A I N E
M I N C E U R
Kynning í dag og á morgun,
líttu við og fáðu ráðgjöf og
sýnishorn. Strandgötu 32,
sími 555 2615
LOÐNA veiðist nú í miklu magni í
nót vestur af landinu og hafa skip-
stjórar ekki séð eins mikið af loðnu
á þessu svæði í annan tíma. Nóta-
skipin streyma nú á miðin og óttast
skipstjórar að aflinn verði veiðar-
færunum ofviða.
Nótaskipin voru í gær að kasta á
loðnu í Víkurál, um 25–30 sjómílur
norðvestur af Bjargtöngum. Að
sögn skipstjóra var loðnan komin
upp á 50 faðma botndýpi í mjög
þéttum torfum. Nótaskipin eru enn
með djúpnætur og segjast skip-
stjórar veigra sér við að kasta á
sumar torfurnar. „Við erum hálf-
smeykir við að kasta á þetta, það er
svo þungt í loðnunni á þessum árs-
tíma. Torfurnar eru svo þéttar að
það er hætta á að við sprengjum
næturnar. Við erum ennþá með
djúpnæturnar en mér sýnist að við
verðum að skipta yfir í grunnnótina
strax í næsta túr,“ sagði Ólafur
Einarsson, skipstjóri á Faxa RE,
þegar Morgunblaðið ræddi við
hann í gær.
Heldur tregari loðnuveiði hefur
verið hjá nótaskipunum fyrir aust-
an land síðustu daga. Þannig var
Örn KE á landleið í gær með um
900 tonn, eftir tvo sólarhringa að
veiðum um 100 sjómílur austur af
Stokksnesi. Aftur á móti hefur
flottrollsveiði gengið þokkalega
fyrir austan síðustu daga.
Gengur vonandi inn í Breiðafjörð
Víkingur AK var á landleið í gær
með um 1.200 tonn af loðnu sem
veiddist í Víkurál. Að sögn Viðars
Karlssonar skipstjóra fékkst aflinn
í nót, í fimm köstum, enda mikið af
loðnu á svæðinu. „Það vildi reyndar
oft vera fullmikið í nótinni. Við höf-
um fréttir af togurum norðan við
Víkurál sem hafa orðið varir við
miklar torfur á stóru svæði. Ég get
ekki ímyndað mér annað en hér sé á
ferðinni meirihlutinn af hrygninga-
stofninum. Þetta er sérlega falleg
loðna og það er töluvert af hrognum
í henni, töluvert meira en í loðnunni
fyrir austan land. Ég man ekki eftir
að hafa áður séð svo mikið af loðnu
á þessu svæði. Árið 1979 kom mikið
af loðnu upp að landinu og þá var
góð veiði en við höfum ekki áður
veitt hana mikið á þessu svæði. Það
hefur hinsvegar oft komið vestan-
ganga sem er yfirleitt töluvert
seinna á ferðinni og hrygnir þá
vestar. Nú virðist hinsvegar vera
allt annað mynstur á göngunni, hún
færist hægt suður eftir, í átt að
Jökli, og við verðum að vona að hún
gangi inn í Breiðafjörðinn, og jafn-
vel alla leið inn í Faxaflóa. Hún nýt-
ist ekki nógu vel á þessu svæði, því
þar er oftast vitlaust veður á þess-
um árstíma,“ sagði Viðar.
Sjómenn óánægðir með loðnuverð
Íslenskar fiskimjölsverksmiðjur
hafa síðustu vikur greitt á milli
5.500 og 5.600 krónur fyrir tonnið
af loðnu upp úr sjó í bræðslu. Far-
manna- og fiskimannasamband Ís-
lands hefur gefið út leiðbeinandi
verð fyrir loðnu á vertíðinni.
Benedikt Valsson, framkvæmda-
stjóri FFSÍ, segir að með hliðsjón
af mjöl- og lýsisnýtingu loðnunnar
um þessar mundir, afurðaverði og
gengi íslensku krónunnar gagnvart
erlendri mynt gæti lágmarksverð á
loðnu í bræðslu, miðað við fram-
leiðslu á standard-mjöli, verið á
bilinu 6.490 til 6.730 krónur á tonn-
ið. Þá sé miðað við 16,5% þurrefn-
isnýtingu og 13,3% lýsisnýtingu.
Á sama tíma á síðasta ári var
leiðbeinandi loðnuverð FFSÍ um
5.000 krónur en Benedikt segir að
þá hafi verið miðað við lægra af-
urðaverð. Hann segir sjómenn óá-
nægða með það verð sem íslenskar
loðnuverksmiðjur greiði nú fyrir
hráefnið. Hann bendir á að í Fær-
eyjum séu greiddar 6.600 krónur
fyrir tonnið. „Miðað við það fá ís-
lenskir sjómenn um 1.100 krónum
lægra verð en kollegar þeirra í
Færeyjum. Afurðaverð á mjöli og
lýsi hefur hækkað lítilsháttar að
undanförnu, auk þess sem gengi
þeirra gjaldmiðla sem afurðirnar
eru seldar í hefur hækkað gagnvart
krónunni. Þannig hefur gengi doll-
arans hækkað um 18% í íslenskum
krónum á einu ári og gengi sterl-
ingspunds um 6% á sama tíma.
Þessi bót virðist hinsvegar ekki
ætla að skila sér til sjómanna.“
FFSÍ hefur gefið út leiðbeinandi
verð á loðnu þrisvar á ári sl. 6 ár, að
sögn Benedikts til að skapa mót-
vægi við einhliða ákvarðanir út-
gerðar og fiskimjölsverksmiðja á
loðnu. Sjómönnum hefur ekki verið
boðið upp á fiskverðssamninga,
þrátt fyrir að samkvæmt kjara-
samningi og lögum um Verðlags-
stofu skiptaverðs og úrskurðar-
nefnd sjómanna og útvegsmanna
skuli útgerð gera fiskverðssamning
við áhöfn um afla sem landað er til
vinnslu í eigu sömu aðila. Slíkir
samningar hafa aftur á móti ekki
verið gerðir.
Loðnan mokveiðist í nót í Víkurál
Hræddir um að
sprengja næturnar
ERLENT
LEONÍD Kútsjma, forseti Úkraínu,
og ríkisstjórn hans sætir nú æ meiri
þrýstingi bæði innanlands og utan
vegna alvarlegra ásakana, m.a. um
að hafa fyrirskipað mannrán og
morð á blaðamanni sl. haust.
Á þingi Evrópuráðsins í Strass-
borg í lok síðustu viku fóru samtökin
Reporteurs sans frontieres (Blaða-
menn án landamæra, RSF), alþjóð-
leg réttindagæzlusamtök blaða-
manna, fram á, að þingið samþykkti
refsiaðgerðir gegn Úkraínu vegna
málsins. Svo langt gekk þingið þó
ekki, heldur samþykkti það ályktun
þar sem skorað er á úkraínsk yfir-
völd að láta fara fram trúverðuga og
ítarlega rannsókn á hvarfi blaða-
mannsins Georgís Gongadze.
Hauslaust lík
Gongadze var stofnandi og rit-
stjóri fréttavefjarins Ukrainska
Pravda (www.pravda.com.ua) sem
gat sér orð fyrir óvægna umfjöllun
um meinta spillingu Kútsjmas og
ríkisstjórnarinnar. Hann hvarf í
septembermánuði og nánast öruggt
er talið að hauslaust lík sem fannst í
nóvember séu jarðneskar leifar
hans. Líkið var svo illa farið að beita
þurfti DNA-greiningu til að bera
kennsl á það og lágu niðurstöður úr
slíkum rannsóknum, gerðar í Rúss-
landi, ekki fyrir fyrr en fyrr í þess-
um mánuði. Samkvæmt þeim eru
99,6% líkur á því að líkið sé af syni
móður Gongadzes.
Hneykslið varð enn alvarlegra-
þegar fyrrverandi starfsmaður ör-
yggisþjónustu forsetans flúði land
og birti segulbandsupptökur síðar í
sama mánuði, sem kváðu hafa orðið
til með földum hljóðnema undir sófa
á skrifstofu Kútsjmas en upptökurn-
ar virðast sanna að forsetinn hafi
fyrirskipað að Gongadze skyldi „tek-
inn úr umferð“. Öryggisþjónustu-
maðurinn fyrrverandi, Mikola Mel-
nítsjenkó, fer huldu höfði í
Vestur-Evrópu en hann hefur út-
varpað upptökunum um stuttbylgju
til Úkraínu.
Í nýlegri skýrslu RSF er fullyrt að
örlög Gongadzes séu aðeins hrotta-
legasta dæmið um kerfisbundin brot
á fjölmiðla- og skoðanafrelsi í Úk-
raínu. Að minnsta kosti 20 ofbeldis-
árásir á blaðamenn starfandi í Úk-
raínu voru skráðar á síðasta ári.
Hneykslið hefur orðið tilefni
fjöldamótmæla gegn stjórn
Kútsjmas í úkraínskum borgum en
við þeim hafa stjórnvöld brugðizt
með því að skylda ríkisstarfsmenn
til að mæta á opinbera stuðnings-
fundi við stjórnina. Fréttamenn á út-
varps- og sjónvarpsstöðvum hafa
sagt að þeim hafi verið fyrirskipað
að flytja engar fréttir af mótmæl-
unum. Í skýrslu RSF er haft eftir
blaðamönnum á úrkaínskum dag-
blöðum að þeim hafi verið gert veru-
lega erfitt fyrir að flytja fréttir af
Gongadze-málinu.
Málið í heild hefur valdið klofningi
í þinginu í Kiev; nokkuð hefur kveðið
að liðhlaupi úr þingliði ríkisstjórn-
arinnar og nýr stjórnarandstöðu-
þingflokkur á hinni pólitísku miðju
hefur verið myndaður.
Stefnir umbótum í hættu
Þessi hneykslismál, sem svo mjög
íþyngja ríkisstjórninni, stefna í
hættu þeim efnahagslegu umbótum
sem þó hefur tekizt að koma í fram-
kvæmd í landinu. Það hefur enn-
fremur aukið á spennuna í brothætt-
um samskiptum forsetans og
forsætisráðherrans, Viktors Jús-
htsjenkós. Júshtsjenkó er fyrrver-
andi seðlabankastjóri sem bæði
kjósendur í Úkraínu og ekki sízt
vestrænir lánardrottnar landsins
eru í auknum mæli farin að líta til
sem traustsverðari leiðtoga en
Kútsjma sem hefur setið á forseta-
stólnum frá því fyrst var kosið til
hans árið 1992. Stjórnmálaskýrend-
ur velta nú vöngum yfir því hve lengi
Kútsjma verði stætt á að halda völd-
unum sem hann tryggði sér í eitt
fjögurra ára kjörtímabil til viðbótar í
umdeildum forsetakosningum 1999.
Pólitísk hneykslismál og mótmæli í Úkraínu
Þrengir að Kútsjma
Reuters
Mótmælandi í miðborg Kíev dreifir í vikunni áróðursljósritum með
skopstældri mynd af Leoníd Kútsjma forseta í fangabúningi. Götumót-
mæli gegn forsetanum hafa nú staðið í yfir tvo mánuði.
Kiev, Strassborg. AFP.
UMFANGSMESTA uppboðinu á
farsímarásum, sem efnt hefur verið
til í Bandaríkjunum, lauk í síðustu
viku með þeirri niðurstöðu, að um
þrefalt hærra verð fékkst fyrir leyfin
en í fyrstu hafði verið gert ráð fyrir,
samtals um 16,9 milljarðar dollara,
andvirði um 1.450 milljarða króna.
Markvert þykir að hlutfallslega
greiddu fyrirtækin sem buðu bezt
meira en helmingi meira fyrir leyfin
en þau sem bezt buðu í uppboðunum
í Þýzkalandi og Bretlandi, en eins og
kunnugt er slógu þau út allar fyr-
irframgerðar væntingar. Eftir slíkt
uppboð í apíl í fyrra stóðu brezk
stjórnvöld uppi með sem svarar um
2.600 milljörðum króna fyrir rekstr-
arleyfi „þriðju kynslóðar“-farsíma-
rása (UMTS) og í sambærilegu upp-
boði í Þýzkalandi söfnuðust sem
svarar hátt í 3.900 milljörðum króna
í ríkissjóð. Fjármálarýnar sögðu þá í
kór að farsímafyrirtækin hefðu látið
hafa sig út í að borga allt of mikið
fyrir leyfin og hlutabréfaverð í við-
komandi fyrirtækjum féll fyrir vikið.
En hvers kyns ótti um að þátttak-
endur í slíkum uppboðum í Banda-
ríkjunum myndu sýna varkárni í til-
boðum sínum hurfu skjótt.
Verizon Wireless-fyrirtækið bauð
fimm milljarða dollara, andvirði um
430 milljarða króna, bara í rekstr-
arleyfi fyrir þriðju kynslóðar far-
símaþjónustu í New York. Það sam-
svarar yfir tvöföldu því verði sem
greitt var í uppboðunum í Þýzka-
landi og Bretlandi miðað við höfða-
tölu á viðkomandi mörkuðum, sam-
kvæmt því sem The International
Herald Tribune hefur eftir David
Bishop, markaðsskýranda hjá Yank-
ee Group-fjármálaþjónustufyrirtæk-
inu í Boston. Samtals hefur Verizon,
stærsta farsímafyrirtæki Bandaríkj-
anna, skuldbundið sig til að greiða
yfir 8,7 milljarða dollara, andvirði
um 750 milljarða króna, fyrir réttinn
til að reka „þriðju kynslóðar“-far-
símaþjónustu á markaði með um 150
milljónir íbúa.
Verizon er sagt binda vonir við að
New York-borg, mesta þéttbýli
Norður-Ameríku þar sem fólk eyðir
miklum tíma í ferðir milli staða og er
með háar meðaltekjur, muni skila
fyrirtækinu þeim hagnaði sem þarf
til að fjárfestingin í rekstrarleyfinu
borgi sig.
Notendum fer hraðfjölgandi
Það ýtir undir hækkandi verð á
„þriðju kynslóðar“-farsímarekstrar-
leyfum, að eftirspurn eftir farsímum
og þráðlausum nettengingum hefur
farið sívaxandi. Að mati bandaríska
markaðsrannsóknafyrirtækisins
Strategis Group í Washington mun
farsímanotendum í Bandaríkjunum
fjölga úr 104 milljónum nú í um 200
milljónir fram til ársins 2007.
Uppboð á „þriðju kynslóðar“-farsímarásum í Bandaríkjunum
Hærra verð á hvern
neytanda en austanhafs