Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 14
Borgarráð hefur samþykkt að ganga til samninga við ná- grannasveitarfélögin um stofnun byggðasamlags um al- menningssamgöngur. Morgunblaðið/Kristinn BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að ganga til samstarfs við Bessastaðahrepp, Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mos- fellsbæ og Seltjarnarnes um stofnun byggðasamlags um almenningssamgöngur á höf- uðborgarsvæðinu í þeim til- gangi að efla almennings- samgöngur, bæta þjónustu og auka hagkvæmni. Hlutverk samlagsins verð- ur að sinna almenningssam- göngum á höfuðborgarsvæð- inu í umboði eigenda sinna. Samlagið starfræki almenn- ingsvagnaþjónustu á svæðinu með einu leiðakerfi og einni gjaldskrá og leiti hverju sinni hagkvæmustu leiða í rekstri og starfrækslu. Sam- lagið verði samstarfsvett- vangur sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu til þess að knýja á um betri rekstr- arskilyrði greinarinnar. Samningi skal lokið eigi síðar en 1. mars nk. og verð- ur stofnsamningur lagður fyrir borgarráð til staðfest- ingar. Rætt er um að stofna byggðasamlag um almenningssamgöngur Reykjavíkurborg hyggst ganga til viðræðna við nágrannasveitarfélögin Reykjavík og nágrannasveitarfélög HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÁRSTÚDÍÓ Ness, sem e.t.v. er betur þekkt sem Rakarastofa Óskars, er með kunnari hársnyrtistofum á Seltjarnarnesi og þótt víðar væri leitað. Óskar Haukur Friðþjófsson hárskera- meistari átti og rak stofuna allt þar til 26. nóvember sl., er hann lést í Orlando í Bandaríkjunum, aðeins 58 ára að aldri. Stofan er nú í eigu barna hans, Maríu Bjarkar og Hauks. Óskar var af þekktri rakaraætt í Reykjavík. Hann lauk hár- skeraprófi 1963 og varð með því fjórði rakarinn í beinan karllegg. Árni Nikulásson, langafi Óskars, var fyrsti lærði rakarinn í Reykjavík og opnaði rak- arastofu sína við Kirkjutorg hinn 18. maí 1901. Vinsæl meðal kylfinga Óskar nam iðnina hjá föð- ur sínum, Friðþjófi Adolf Óskarssyni hárskerameist- ara og árið 1965 tók hann við rekstri rakarastofu föð- ur síns, þá í Efstasundi 33. Óskar starfrækti hana til ársins 1987 er hann flutti sig vestur fyrir læk og opn- aði Hárstúdíó Ness að Austurströnd 12 á Seltjarn- arnesi sem oftast var þó kennd við nafn Óskars rak- ara eða Rakarastofu Ósk- ars. Óskar átti tryggan og breiðan viðskiptavinahóp alls staðar að af landinu og fylgdu honum langflestir á Nesið. Vesturbæingar og Seltirningar tóku vel á móti honum og hefur stofan alla tíð verið vinsæl, ekki síst í röðum kylfinga enda var Óskar mikill golfari sjálfur. Óskar hafði verið að leita sér að aðstoðarstúlku, skömmu áður en hann lést, og hafði hársnyrtimeistar- inn Iris Gústafsdóttir sýnt því áhuga. En við skyndi- legt fráfall hans skapaðist mikið óvissuástand. Úr varð þó að börn hans, María Björk og Haukur, ákváðu að reka stofuna áfram í nafni hans og anda og réðu Irisi þangað til starfa enda hafði Óskari litist mjög vel á hana, að sögn Maríu Bjarkar. Er málum því þannig háttað í dag að Iris er á stofunni, auk rakara sem kemur til aðstoðar á álagstímum. Svo skemmti- lega vill til, að stofa Irisar sjálfrar, Hársnyrtistofa Ir- isar, var einmitt sett á lagg- irnar 1. febrúar fyrir 13 ár- um. Í tilefni þessa hafði Morgunblaðið tal af Irisi. Í miðbænum í 16 ár „Ég var búin að vera í miðbænum í 16 ár áður en ég kom hingað,“ sagðiIris, aðspurð um hársnyrtiferil sinn. „Ég lærði hjá Helgu Jóakimsdóttur og lauk sveinsprófi árið 1980 eða fyrir 21 ári. Ég hóf störf í miðbænum á stofu sem hét Salon á Paris og var í Hafn- arstræti 20; þar var ég í þrjú og hálft ár, en opnaði svo eigin stofu 1. febrúar 1988; hún bar heitið Hár- snyrtistofa Irisar og var í Hafnarstræti 16, í 200 ára gömlu húsi sem þessa dag- ana er verið að gera upp. Ég fékk þar örlítið pláss, 14 fermetra vinnuaðstöðu, en það var mjög gaman, enda mikið um að vera í bænum á þeim árum. En síðan lok- uðuborgaryfirvöld götunni og þá fóru þeir aðilar að gleymast sem voru með þjónustu og verslun þarna. Þegar svo húsið var selt flutti ég með aðstöðuna í Pósthússtræti 13; þetta var 1. október 1999. Þar fékk ég leigt hjá góðu fólki, sem rak stofu þar og gerir enn, Hárþing. Mér fannst ég þurfa að vera áfram niðri í bæ, því ég var búin að vera þar svo lengi. En ég sá fljótt að það var ekki jafn fýsilegt og ég hélt að vera á þessum slóðum, því bærinn hefur breyst svo mikið á síðustu árum. Verslanir sem voru í Austurstræti og Hafnarstræti eru horfnar og komnir súludansstaðir og kaffihús í þeirra stað.“ Stöðumælahækkanir og eilíf bílastæðavandræði „Og ekki voru stöðu- mælahækkanirnar og hin eilífu bílastæðavandamál og sektir í miðbænum til að fegra þetta,“ hélt Iris áfram. „Ég var iðulega far- in að heyra, að fastakúnnar mínir veigruðu sér við að koma á stofuna til mín, af því að þeir fengu einfald- lega ekki bílastæði. Sér- staklega fann ég þetta hjá fólki með börn; það kom jú á stofuna til mín sjálft, en fór með börnin annað, því yfirleitt var eini tími þess til að koma þeim í klippingu eftir leikskóla eða vinnu, og þá var tíminn oft naumur. Og það var ósköp skiljan- legt, því svona þjónustu er hægt að fá víða annars staðar, þar sem ekki þarf að vera að leita að bílastæð- um eða glíma við annað af þeim toga. Allt leiddi þetta til þess, að þar kom að ég varð dálítið eirðarlaus og langaði að komast nær heimilinu, sem hefur verið á Seltjarnarnesi um árabil. Svo að ég sló til, þegar mér bauðst vinna hjá þeim systkinum, Maríu Björk og Hauki.“ Allt annað líf „Og það get ég sagt, að hérna er aðstaðan öll önnur en ég hef átt að venjast, og ég finn að ég er miklu af- slappaðri sem og viðskipta- vinirnir. Fólk kemur og leggur hér beint fyrir utan stofuna og þarf hvorki að eyða tíma í að leita að bíla- stæði né að hafa áhyggjur af stöðumælinum. Að því leyti er þetta tvennt ólíkt. Við ákváðum að halda uppi sama stíl og Óskar hafði á stofunni og reynum að skapa hér þægilegt and- rúmsloft. Eins og var hjá honum er því bæði hægt að panta tíma sem og að ganga beint inn af götunni. Hvort tveggja er sem sagt við lýði og fólki líkar það vel. Mér líður mjög vel hér á stof- unni en þykir þó verst að hafa ekki fengið að kynnast Óskari betur og vinna með honum. Einnig þykir mér vænt um hvað fastir við- skiptavinir hans hafa haldið áfram að koma þrátt fyrir sviplegt fráfall hans,“ sagði Iris að lokum, alsæl á Sel- tjarnarnesi. Iris Gústafsdóttir er komin til starfa á hársnyrtistofu á Seltjarnarnesi eftir 16 ár í Reykjavík Er búin að fá nóg af miðborginni Seltjarnarnes Morgunblaðið/Þorkell Börn Óskars Hauks Friðþjófssonar eru tekin við rekstri Rakarastofu Óskars, Hárstúdíói Ness á Seltjarnarnesi, og hafa fengið til liðs við sig hársnyrti og rakara. Á myndinni eru Iris Gústafsdóttir (til hægri), María Björk Óskarsdóttir og dóttir hennar, Sara Bryndís Þórsdóttir. UMHVERFIS- og heil- brigðisnefnd Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 25. janúar síðastliðinn að skipa nefnd til að endurskoða gild- andi samþykkt um hunda- hald í Reykjavík og vinna að tillögum um aðrar aðgerðir sem stuðlað gætu að aukinni sátt um hundahald í borg- inni. Gert er ráð fyrir að nefnd- ina skipi tveir fulltrúar R- lista og einn frá D-lista en ekki er búið að ákveða end- anlega hverjir koma til með að sitja í henni. Auk þess verður Húseigendafélaginu og Hundaræktunarfélagi Ís- lands gefinn kostur á að til- nefna hvort sinn aðilann í nefndina. Á nefndin að skila niðurstöðum til umhverfis- og heilbrigðisnefndar fyrir 1. september næstkomandi. Sólveig Jónasdóttir, vara- formaður umhverfis- og heil- brigðisnefndar, segir að það hafi ekki verið neitt sérstakt atvik sem hafi komið upp og ýtt mönnum af stað í slíka endurskoðun. Húseigendafé- lagið og Hundaræktunar- félagið hafi ekki heldur ver- ið að þrýsta neitt sérstaklega á borgaryfirvöld og biðja um þetta. „Það var ákveðið þegar núverandi samþykkt um hundahald var búin til árið 1998, að hún yrði endurskoðuð innan ákveðins tíma, í skjóli reynslunnar, og þannig er þetta nú til komið núna. Það er einfaldlega verið að reyna að stuðla að vönduðum vinnubrögðum, kanna hvort ekki megi eitthvað betur fara í þessum efnum,“ sagði Sólveig. Tillögur sem stuðlað geta að aukinni sátt um hundahald í borginni Gildandi samþykkt endurskoðuð Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.