Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 69
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 69 DÓMARI Í Los Angeles hefur kveð- ið upp þann dóm yfir Jason Priestley, sem lék hinn ávallt prúða Brandon í Beverly Hills 90210 þátt- unum sálugu, að hann hafi sex mán- uði til að skrá sig inn á meðferð- arstofnun og vinna í eitt skipti fyrir öll bug á áfengisvanda sínum. Í júlí þarf hann því að sýna fram á að hann hafi lokið við meðferðina og að hún hafi skilað árangri. Priestley, sem er 31 árs gamall, var handtekinn árið 1999 fyrir ölv- unarakstur þegar hann klessu- keyrði silfraða Porsche-bifreið sína með þeim afleiðingum að félagi hans, sem var farþegi í bílnum, handleggsbrotnaði. Priestley hefur þegar afplánað fimm daga fangelsi fyrir lögbrotið en þar að auki var hann dæmdur í þriggja ára skil- orðsbundið fangelsi og missti vit- anlega ökuleyfið. Eftir einn ei aki neinn Reuters Pörupilturinn Priestley Priestley í áfengis- meðferð Ofsóknaræði (Paranoid) S p e n n u m y n d Leikstjórn og handrit: John Duig- an. Aðalhlutverk: Jessica Alba, Jeanne Tripplehorn. (93 mín.) Bret- land, 2000. Háskólabíó. Bönnuð inn- an 16 ára. ÁSTRALINN John Duigan er nokkuð lunkinn kvikmyndagerðar- maður sem ekki hefur átt sjö dag- ana sæla undanfarið. Fyrir einum tíu árum eða svo gerði hann hins- vegar tvær frábærar myndir í heimalandi sínu. Fyrst The Year My Voice Broke Down árið 1987 og síðan Flirting árið 1991 þar sem sjá mátti í fyrsta sinn tvær af heitustu leikkonunum í dag, Nicole Kid- man og Thandie Newton, úr M:I-2. Síðan þá hefur maður eiginlega beðið eftir því að Duigan sýni viðlíka tilþrif en eitt- hvað virðist ama að. Paranoid er sautjánda mynd hans. Hún segir frá fyrirsætunni Chloe sem þiggur boð frá ein- hverjum sjarmerandi poppara að skreppa með honum í heimsókn til vina hans úti á landi. Heimsóknin fer vel af stað og hin besta af- slöppun virðist í vændum í hress- um og gott ef ekki heldur skraut- legum félagsskap. En þegar félagsskapurinn reynist skraut- legri og skrautlegri renna á hana tvær grímur og hún fer að hugsa sér til hreyfings. En það verður hinsvegar erfiðara en hana grun- aði. Ofsóknaræði er ágætis spennu- tryllir – ágætlega leikinn og gædd- ur nett þrúgandi andrúmslofti. Það rætist hinsvegar ekki alveg nægi- lega vel úr henni og sú æsispenna sem maður beið eftir verður aldrei að veruleika. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Í skraut- legum félagsskap
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.