Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ E NN skelfur jörðin í Guj- arat. Þrettán snarpir eftirskjálftar, á bilinu 3,2–4,7 á Richter héldu áfram að hræða fólk á svæðinu í gærmorgun. Byggingar hrynja enn eða molna niður við minnstu hreyfingar jarðar. En það er fleira sem skelfur. Fólkið sem sef- ur úti undir berum vetrarhimni skelfur úr kulda á nóttunni, illa klætt og án skjóls fyrir næturkuldanum. Læknar og sjálfboðaliðar berjast nú við að halda lífi í þeim sem lifðu skjálftann af. Sjúkdómar eins og lungnabólga eru ekki lengi að taka sig upp við þessar aðstæður, segja læknar sem dreifa nú með aðstoð sjálfboðaliða teppum og tjöldum til fólks. Lögregl- an hvetur fólk sem sefur á götunum til þess að snúa til híbýla sinna, þrátt fyrir eftirskjálfta. Hún segir að þær byggingar sem enn standi séu alger- lega öruggar og mun hættulegra sé fyrir konur og börn að sofa úti. Fimm sólarhringum eftir að jarð- skjálftinn reið yfir fannst 55 ára gömul kona á lífi í rústunum. Það þykir með ólíkindum að hún skyldi hafa lifað svo lengi en hún var að- framkomin og er nú á sjúkrahúsi. Enn er leitað í rústunum en flestir eru þegar látnir. Haft var eftir tals- manni Alþjóða Rauða krossins í gær að tala látinna væri að nálgast 50.000. Göturnar eru fullar af betlandi, öskrandi og blótandi fólki Blaðamaður The Times of India sem staddur er í borginni Bhuj sagði frá því í gær að borgin væri yfirfull af fólki. Hann sagði að þrátt fyrir að fólk hefði streymt úr borginni hefði aldrei verið jafnmikið af fólki þar og nú. „Göturnar eru fullar af fólki – betl- andi, öskrandi og jafnvel blótandi ef þeir sem ganga hjá gefa þeim ekki peninga eða mat. Í hvert skipti sem farartæki kemur inn í borgina hlaupa hundruð manna á eftir því frá Madhapar að miðbænum, um 4 km leið – leitandi að fötum, mat, lyfjum og hverju sem er sem aðkomumenn- irnir gætu haft meðferðis.“ En vandamálin eru fleiri og snúa að umheiminum. Tölvupóstur hefur flætt inn til sjónvarpsstöðvanna. Efni þeirra er ýmist örvæntingarfull leit manna að skyldfólki sínu eða spurningar um hvernig menn geti lagt sitt af mörkum. Hópur unglækna og hjúkrunar- fólks sagðist hafa ætlað að fara á svæðið en þeim hefði ekki verið hleypt inn í Gujarat, héraðinu hefði verið lokað af hernum. Rauði krossinn hér í Mumbai hef- ur sent nokkra lækna og prest til Gujarat en sjálfboðaliðar verða að bíða með að fara þangað þar til leyfi fæst og þangað til búðir hafa verið settar upp fyrir þá. Einnig verður að bíða með að senda þau mörg hundr- uð kíló af nýjum fatnaði og mat sem fylla nú þrjár vöruskemmur samtak- anna, að sögn Chöndru Rui, sjálf- boðaliða hjá Rauða krossinum í Mumbai í samtali við Morgunblaðið. Samhæfing við Rauða krossinn í Ah- medabad um hvert eigi að senda vist- irnar þarf fyrst að eiga sér stað áður en fullir vörubílar halda áleiðis til Gujarat. Stjórnvöld gagnrýnd fyrir skeytingarleysi Yfirvöld í Gujarat hafa verið harð- lega gagnrýnd fyrir óstjórn, skipu- lagsleysi og skeytingarleysi. Ind- versk dagblöð segja að öll starfsemi ríkisstarfsmanna í Bhuj hafi legið niðri í nokkrar klukkustundir á með- an á heimsókn forsætisráðherra landsins A.B. Vajpayee stóð á mánu- dag. Norskur stjórnandi hjá Alþjóða Rauða krossinum sagði jafnframt í viðtali við The Times of India í gær að eftir sex klukkustunda veru í Bhuj hefði hann ekki náð neinu sambandi við yfirvöld í Gujarat. „Við ætlum að senda hingað fullar vélar á klukku- stundarfresti af lyfjum og teppum og tvö sjúkrahús sem geta framkvæmt allar helstu aðgerðir. En ef yfirvöld hér tala ekki við mig þá gæti ég neyðst til að aflýsa verkefninu, sagði Holvar Lauritzsen í samtali við The Times of India. Gífurleg reiði ríkir meðal margra einstaklinga sem hafa misst fjöl- skyldur sínar í skjálftanum. Reiðin beinist að yfirvöldum og hægagangi björgunaraðgerða. Viðtöl við að- framkomna einstaklinga hafa birst á sjónvarpsstöðvunum. Kona ein sagði að fimm fjölskyldumeðlimir sínir hefðu verið á lífi í rústunum síðustu daga en þau væru nú dáin þar sem enginn hefði komið að grafa þau úr rústunum. Þetta er eingöngu ein saga af fjölmörgum slíkum harm- leikjum. Áfallahjálp nauðsynleg en ekki veitt Fjöldi fólks stendur nú frammi fyrir því að hefja nýtt líf. Það hefur glatað öllum eignum sínum, híbýlum og jafnvel fjölskyldu sinni. Það spyr sig hvað það eigi að taka sér fyrir hendur og hvert það skuli stefna. Ringulreiðin er mikil og í raun þurfa flestir á áfallahjálp og sálfræðiaðstoð að halda, það sýna að minnsta kosti rannsóknir eftir jarðskjálftana í Lat- ur 1993 og Jabalpur 1997. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir neinni slíkri aðstoð í björgunar- og endurhæfing- aráætlun yfirvalda. Ljóst er að lang- ur tími mun líða áður en íbúar Guj- arat geta aftur hafið eðlilegt líf. Björgunarsveitir og aðrar hjálpar- stofnanir gera sér grein fyrir því hversu gífurlega mikil vinna er fyrir höndum við uppbyggingu héraðsins og horfa vikur jafnvel mánuði fram í tímann. ÓTTI VIÐ FARSÓTTIR Á SKJÁLFTASVÆÐUNUM Fátt annað en afleiðingar jarðskjálftans í Gujarat-fylki kemst að í indverskum fjölmiðlum. Nokkrar sjónvarpsstöðvar senda eingöngu út efni tileinkað söfnun fyrir Gujarat, dagblöðin spyrja þekkt fólk hvernig það ætlar að styrkja fórn- arlömbin, poppstjörnur skipuleggja söfnunartónleika og þekktir kvikmyndaleikstjórar gefa stórar upphæðir til fórn- arlamba, skrifar Ragna Sara Jónsdóttir frá Mumbai. Allir vilja hjálpa en vegna óreiðunnar kemst ekki öll hjálp til skila. AP Rússneskir björgunarsveitarmenn bera Kuntal Thakkar út úr rústum í Bhachau í gær. Eginmanni hennar var bjargað skömmu síðar. Reuters Fólk sem missti heimili sín í jarðskjálftanum hefst við á gólfi aðallest- arstöðvarinnar í Ahmedabad, stærstu borg Gujarat-fylkis, í gær. AP Konur úr þorpinu Rapar, sem hrundi að mestu í jarðskjálftanum, brosa hér til ljósmyndarans í leit sinni að drykkjarhæfu vatni í gær. Embættismenn telja, að meira en 400 manns hafi farist í þorpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.