Morgunblaðið - 01.02.2001, Síða 41
PENINGAMARKAÐURINN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 41
LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA
Evrópa Lokagildi breyt.%
Úrvalsvísitala aðallista ................................................ 1.216,77 -0,10
FTSE 100 ...................................................................... 6.297,50 -0,58
DAX í Frankfurt .............................................................. 6.795,14 0,83
CAC 40 í París .............................................................. 5.998,49 1,37
KFX Kaupmannahöfn 347,56 0,87
OMX í Stokkhólmi ......................................................... 1.112,58 1,87
FTSE NOREX 30 samnorræn ...................................... 1.379,52 1,27
Bandaríkin
Dow Jones .................................................................... 10.887,36 0,06
Nasdaq ......................................................................... 2.772,73 -2,31
S&P 500 ....................................................................... 1.366,01 -0,56
Asía
Nikkei 225 í Tókýó ........................................................ 13.843,55 0,12
Hang Seng í Hong Kong ............................................... 15.363,15 0,45
Viðskipti með hlutabréf
deCODE á Nasdaq ....................................................... 9,00 0,00
VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS
31.1. 2001
Kvótategund Viðskipta-
magn (kg)
Viðskipta-
verð (kr)
Hæsta kaup-
tilboð (kr)
Lægsta sölu-
tilboð (kr)
Kaupmagn
eftir (kg)
Sölumagn
eftir (kg)
Vegið kaup-
verð (kr)
Vegið sölu-
verð (kr)
Síð.meðal
verð. (kr)
Þorskur 139.017 98,99 98,20 0 133.650 100,75 99,19
Ýsa 80,00 0 5.734 80,00 79,78
Ufsi 31,00 1.000 0 31,00 29,15
Karfi 39,50 0 126.349 39,71 40,04
Steinbítur 29,00 0 2.903 29,00 30,02
Grálúða * 98,00 96,00 30.000 96.033 98,00 103,69 98,00
Skarkoli 103,90 0 23.289 103,98 104,55
Þykkvalúra 71,00 0 953 71,00 71,50
Sandkoli 20,46 0 10.000 20,46 19,50
Skrápflúra 20.000 20,48 0 0 19,50
Síld 4,99 0 530.000 4,99 4,74
Úthafsrækja 20,00 34,99 100.000 354.178 20,00 42,02 32,00
Ekki voru tilboð í aðrar tegundir
* Öll hagstæðustu tilboð hafa skilyrði um lágmarksviðskipti
!
FRÉTTIR
ALLT flug á milli Akureyrar og
Reykjavíkur var fært yfir í nýtt bók-
unarkerfi Flugfélagsins um síðustu
helgi. Þar sem Akureyri er lang-
stærsti áfangastaður félagsins fjölg-
aði bókunum í nýja kerfinu verulega.
Færslan gekk mjög vel og án mikilla
vandræða fyrir farþega félagsins.
Með þessu eru allir stóru áfanga-
staðir félagsins miðalausir og er þá
lokið ferli sem staðið hefur meira og
minna í 6 mánuði. Þessir nýju af-
greiðsluhættir munu auðvelda mjög
aðgang farþega að félaginu og von-
andi stytta verulega allan biðtíma í
síma og á flugvelli. Auk þess mun
verða mjög auðvelt að bóka ferðir á
netinu í gegnum nýja bókunarvél
Flugfélagsins, samkvæmt því sem
fram kemur í fréttatilkynningu frá
Flugfélagi Íslands.
Ný bókunarvél tekin í
notkun á vefsíðu félagsins
Seinustu áfangastaðir Flugfélags
Ísland til að flytjast yfir í nýja kerfið
voru Grímsey, Vopnafjörður og Þórs-
höfn hér innanlands og Færeyjar og
Grænland í millilandaflugi félagsins.
Þessir áfangastaðir voru fluttir yfir í
gær, þannig að slökkt verður á
„gamla“ kerfinu á morgun, þann 1.
febrúar.
Að undanförnu hefur verið unnið
að því að smíða nýja bókunarvél, sem
tengist við nýtt bókunarkerfi Flug-
félags Íslands. Félagið hefur notið
þjónustu Íslensku vefstofunnar og
hefur verkið gengið frábærlega og
útkoman er sérlega glæsileg. Þjón-
usta Vefstofunnar var til mikillar fyr-
irmyndar og viljum við þakka þeim
sérstaklega fyrir frábært samstarf.
Formleg gangsetning nýju bókun-
arvélarinnar fór fram á skrifstofu
samgönguráðherra á miðvikudag þar
sem Sturla Böðvarsson ráðherra
bókaði sig í flug með Flugfélagi Ís-
lands í gegnum heimasíðu félagsins
www. flugfelag.is.
Við hönnun bókunarvélarinnar var
reynt að hafa að leiðarljósi að gera
aðgang og vinnu í vélinni eins ein-
falda og mögulegt er. Bókunarvélin
byggist upp á 7 skrefum og er hvert
skref skýrt út á einfaldan hátt fyrir
viðskiptavininum. Bókun í gegnum
þessa vél á bæði að vera einföld og
ekki síður fljótvirk leið fyrir við-
skiptavini. Gert er ráð fyrir að fyrir
allar bókanir sem koma í gegnum
þessa vél verði greitt með greiðslu-
korti. Vélin er tengd við bestu örygg-
iskerfi sem völ er á, þannig að korta-
viðskipti eru eins örugg og mögulegt
er. Mikill hluti viðskiptavina félagsins
ferðast oft og er reiknað með að stór
hluti þeirra muni velja að bóka ferðir
með félaginu með þessum hætti. Það
má segja, að með þessu sé bókunar-
þjónusta félagsins opin 24 tíma á sól-
arhring og unnt er að bóka sig á flug
með aðeins 1 klukkustundar fyrir-
vara. Viðskiptavinur mætir einfald-
lega á flugvöll um 30 mínútum fyrir
brottför eins og lög gera ráð fyrir,
gefur upp nafn og fær brottfarar-
spjald og gengur um borð.
2.001 kr. fyrir flug
innanlands
Í tilefni af opnun nýrrar vefsíðu,
nýrrar bókunarvélar og nýs bókunar-
kerfis mun Flugfélag Íslands verða
með sérstakt nettilboð næstu vikuna.
Á sérstökum ferðum verður annarrar
leiðar fargjald aðeins kr. 2.001 (líka í
tilefni nýrrar aldar!) til allra helstu
áfangastaða félagsins innanlands.
Þetta tilboð sem eingöngu er fyrir
meðlimi í netklúbbi félagsins verður
eingöngu hægt að bóka á bókunarvél
á vefsíðu félagsins.
Miklar breytingar á þjón-
ustu Flugfélags Íslands
OPNUÐ hefur verið ný rakarastofa
á Eiðistorgi sem ber heitið Hár-
skerinn. Eigandi er Jóhannes Lúð-
vík, hárskerameistari.
Rakarastofan býður upp á allt
það helsta fyrir herra, m.a. úrval
herraklippinga, hárþvott, allra
handa skeggsnyrtingu og rakstur.
Einnig eru í boði snyrtivörur.
Hárskerinn er opinn frá kl. 10–18
alla virka daga og laugardaga á
verslunartíma frá 1. október til 1.
maí. Eftirlaunaþegar fá afslátt.
Morgunblaðið/Ásdís
Rakarastofan Hárskerinn, Eiðistorgi.
Ný rakara-
stofa á
Eiðistorgi
STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands
samþykkti 30. janúar sl. eftirfarandi
ályktun um Lánasjóð íslenskra
námsmanna:
„Stúdentaráð fagnar áliti umboðs-
manns Alþingis þar sem fallist var á
málflutning Réttindaskrifstofu stúd-
enta um að úrskurður málskots-
nefndar LÍN um forsendur grunn-
framfærslunnar hafi verið ófull-
nægjandi.
Námslánin í dag eru of lág og LÍN
fullnægir ekki þeirri lagaskyldu sinni
að byggja upphæð þeirra á raunveru-
legri framfærsluþörf námsmanna.
Þótt skref í rétta átt hafi verið tekið
síðastliðið vor, með nýjum fram-
færslugrunni, er ennþá langt í land
með að námslánin dugi til fullrar
framfærslu. Senn líður að vinnu við
endurskoðun úthlutunarreglna LÍN
og Stúdentaráð leggur þunga
áherslu á að í þeirri vinnu verði fram-
færslugrunnur LÍN leiðréttur þann-
ig að hann endurspegli framfærslu-
þörf námsmanna og tryggi þannig
jafnrétti til náms.“ Á fundinum voru
einnig einróma samþykktar breyt-
ingar á lögum Stúdentaráðs.
Breytingarnar fela m.a. í sér að
opnuð var heimild fyrir tvo kjördaga
við kosningar til Stúdentaráðs, auk
þess sem reglum um utankjörfund-
aratkvæðagreiðslur var breytt. Til-
lögurnar voru lagðar fram af fulltrú-
um Röskvu og Vöku í sameiningu.
Stúdentaráð
gagnrýnir lág
námslán
VINÁTTUFÉLAG Íslendinga og
Pólverja, Póllandsfarar og þeir sem
hyggja á Póllandsferð næsta sumar
ætla að gleðjast saman laugardaginn
3. febrúar nk. kl. 19 í veitingahúsinu
Catalinu, Hamraborg 11 í Kópavogi.
Þjóðlegt íslenskt þorrahlaðborð
og pólskir drykkir verða á boðstól-
um. Í upphafi verður greint frá
væntanlegri ferð til Póllands í júní.
Kristján Hreinsson skáld fer með
ljóðmæli, söngur og dans, Szymon
Kuran leikur á fiðlu og Hubert Do-
brzaniecki les úr nýútkominni ljóða-
bók sinni.
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir. Verðið er 2.400 krónur og er
greitt við innganginn.
Þorrafagnaður
Vináttufélags
Íslendinga
og Pólverja
EKIÐ var á bifreiðina G-27207, sem
er Toyota Corolla, hvít að lit, þar
sem hún stóð mannlaus við Gróubúð
á Grandagarði. Talið er að þetta hafi
átt sér stað á tímabilinu frá kl. 18
þann 26. janúar sl. til kl. 16 næsta
dag.
Tjónvaldur fór af vettvangi án
þess að tilkynna um tjónið og því
eru þeir sem geta gefið einhverjar
frekari upplýsingar beðnir að snúa
sér til lögreglunnar í Reykjavík.
Ekið utan í mannlausa
bifreið
Lýst er eftir vitnum að umferð-
aróhappi er átti sér stað á bifreiða-
plani við Landspítalann, Hring-
braut, að morgni mánudagsins 22.
janúar. Þarna var ekið utan í mann-
lausa bifreið af gerðinni Hyundai
Accent, hvíta að lit, og farið af vett-
vangi. Tjónvaldur mun hafa verið á
blárri bifreið.
Þeir sem upplýsingar kynnu að
geta veitt um mál þetta eru vinsam-
lega beðnir um að hafa samband við
lögregluna í Reykjavík.
Ekið aftan á bifreið
í Neðra-Breiðholti
Laugardaginn 27. janúar um kl.
22.40 var ekið aftan á bifreiðina
VJ-812, sem er Lancer-fólksbifreið,
græn að lit. Ökumaður ók bifreið-
inni til suðurs eftir vinstri beygj-
urein fyrir umferð austur Stekkjar-
bakka. Á beygjureininni var
brúnleitri jeppabifreið með króm-
uðu grilli ekið aftan á VJ-812. Eftir
áreksturinn var jeppabifreiðinni ek-
ið á brott af vettvangi.
Ökumaður jeppabifreiðarinnar
svo og vitni að óhappinu eru beðin
að hafa samband við lögregluna í
Reykjavík.
Ekið á bifreið
við Grjótháls
Ekið var á bifreiðina VK-737, sem
er Hyundai fólksbifreið, græn að lit,
föstudaginn 26. janúar þar sem hún
stóð á bifreiðastæði sunnan við hús
nr.1, við Grjótháls. Bifreiðin er
skemmd á hægri hlið. Atvikið gerð-
ist á milli kl.17 og 18.
Vitni að atvikinu eru beðin að
hafa samband við lögregluna í
Reykjavík.
Ekið á bifreið við
Gunnarsbraut
Ekið var á bifreiðina RT-966 sem
er Nissan Sunny hvít að lit á Gunn-
arsbraut við Mángötu á mánudags-
kvöldið 29. janúar s.l. á tímabilinu
frá kl. 22: til 23. Tjónvaldur fór af
staðnum án þess að láta vita af
óhappinu. Um er að ræða rauða bif-
reið.
Ökumaður þessarar bifreiðar og
þeir sem hugsanlega hafa orðið vitni
að óhappinu eru beðnir um að hafa
samband við lögregluna í Reykja-
vík.
Ók á brott af
vettvangi
Ekið var aftan á bifreiðina
VJ-812, sem er Lancer-fólksbifreið
græn að lit, laugardaginn 27. janúar
um kl. 22.40. Ökumaður ók bifreið-
inni til suðurs eftir vinstri beygj-
urein fyrir umferð austur Stekkjar-
bakka. Á beygjureininni var
brúnleitri jeppabifreið með króm-
uðu grilli ekið aftan á VJ-812. Eftir
áreksturinn var jeppabifreiðinni ek-
ið á brott af vettvangi. Ökumaður
VJ-812 telur jeppabifreiðina hafa
verið af gerðinni Cherokee.
Ökumaður jeppabifreiðarinnar
svo og vitni að óhappinu eru beðin
að hafa samband við lögregluna í
Reykjavík.
Bifreið stolið frá
Smiðjuvegi
Aðfaranótt sl. laugardags var bif-
reiðinni DT 951 stolið frá Smiðju-
vegi 2 í Kópavogi. Bifreiðin er af
gerðinni Toyota Corolla og er ræki-
lega merkt Hróa hetti.
Þeir sem upplýsingar geta gefið
eru beðnir að hafa samband við lög-
regluna í Kópavogi.
Lýst eftir vitnum
♦ ♦ ♦
DANSPARIÐ Ísak Nguyen Hall-
dórsson og Helga Dögg Helgadóttir,
Dansíþróttafélaginu Hvönn í Kópa-
vogi, héldu nýlega til Þýskalands til
þátttöku í lokaðri þýskri danskeppni
í flokki ungmenna.
Alls var 15 danspörum víðs vegar
úr heiminum boðin þátttaka. Keppt
var í öllum suður-amerísku dönsun-
um. Keppnin var haldin í Pforzheim í
Þýskalandi. Ísak og Helga Dögg
enduðu á verðlaunapalli með brons-
verðlaun. Keppnin var haldin sam-
hliða stórri alþjóðlegri danskeppni í
suður-amerískum dönsum.
Unnu til brons-
verðlauna