Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 29
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 29
LÍFRÆN RÆKTUN
Í NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ
Í tilefni komu Inger Kallander, form. Samtaka líf-
rænna bænda í Svíþjóð, verður haldinn opinn
fundur fyrir allt áhugafólk laugardaginn 3. febrúar
kl. 13.30 í B-sal á Hótel Sögu.
Inger mun fjalla um stöðu lífræns landbúnaðar á
hinum Norðurlöndunum auk þess sem hún fjallar
um mikilvægi lífræns landbúnaðar.
Erindið verður flutt á ensku.
Fundarstjóri verður Þórður Halldórsson form.
VORS samtaka lífrænna bænda á Íslandi og flytur
hann erindi um stöðuna á Íslandi.
Kaffiveitingar verða í boði.
Allt áhugafólk um lífræna ræktun er boðið
velkomið á meðan húsrúm leyfir.
VOR
Samtök lífrænna bænda.
ÁFORM
átaksverkefni.
Í BANDARÍKJUNUM hafa marg-
ir vaxandi áhyggjur af því, að Evr-
ópuherinn nýi muni grafa undan
Atlantshafsbandalaginu, NATO.
Vegna þess hafa ýmsir kunnir
repúblikanar skorað á George W.
Bush forseta að snúa sér að því án
tafar að treysta stöðu bandalags-
ins.
Þótt Bush hafi ekki verið í emb-
ætti nema í rúma viku og Colin
Powell utanríkisráðherra og
Condoleezza Rice, ráðgjafi forset-
ans í öryggismálum, hafi ekki enn
valið sér samstarfsmenn eru við-
brögð Bandaríkjanna við aukinni
samvinnu Evrópuríkjanna nú þeg-
ar eitt brýnasta málið. Henry
Kissinger, sem var utanríkisráð-
herra í tíð Nixons, gerir þessi mál
að umtalsefni í grein, sem birtist í
Washington Post, og segir þar, að
Evrópusambandið sé að koma á
fót herafla, sem verði algerlega að-
skilinn frá NATO. „Þessi herafli
gæti haft alvarlegar afleiðingar í
för með sér. Hann gæti skaðað
eðlilega starfsemi NATO og sam-
starf aðildarríkjanna; hernaðar-
máttur þeirra ykist ekki og hinn
nýi her yrði ekki til að auka sjálf-
stæði eða sjálfræði Evrópuríkj-
anna í neinu, sem máli skipti.“
Veikari tengsl
Kissinger segir, að „hin tilfinn-
ingalegu tengsl“ milli Bandaríkj-
anna og Evrópu hafi veikst og
mörg Evrópuríkjanna séu farin að
rækta sitt „sérstaka samband“ við
Rússland og líti á NATO sem
hverjar aðrar kaldastríðsleifar.
Hafi Clinton-stjórnin skilið eftir
sig mikið af ósvöruðum spurning-
um um samrunaferlið í Evrópu en
„tilkoma ríkisstjórnar repúblikana
muni óhjákvæmilega verða til að
breyta áherslum í viðræðunum við
leiðtoga Evrópuríkjanna“.
Kissinger segir, að virðing
bandaríska forsetaembættisins
hafi sett niður í tíð Clintons í aug-
um margra Evrópumanna en
stefna Bush muni snúast minna
um ákveðna einstaklinga en meira
um uppbyggilegar viðræður milli
Atlantshafsríkjanna.
Kissinger segir að lokum, að
Evrópuríkin verði að endurskoða
afstöðu sína til eldflaugavarna-
áætlunarinnar og „spyrja sjálf sig
þeirrar spurningar hvort þau vilji
vera berskjölduð“ fyrir ríkjum á
borð við Norður-Kóreu og Írak.
„Evrópsk
einangrunarhyggja“
William Safire, kunnur, hægri-
sinnaður dálkahöfundur hjá New
York Times, gagnrýndi áætlanir
um Evrópuherinn mjög harðlega í
síðustu viku. Kallaði hann þær
„evrópska einangrunarhyggju“,
sem „franskir þjóðrembumenn og
blýantanagarar í Brussel“ væru í
forystu fyrir. Sagði hann, að að-
eins „hinn hugumstóri“ William
Hague berðist gegn upplausn
NATO og hefði varið hernaðar-
samvinnu Bandaríkjanna og Evr-
ópu með frábærri ræðu „í anda
Churchills“. Þá skoraði Safire á
Bush að sitja ekki fyrir á mynd
með Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands og „sálufélaga Clint-
ons“, fyrir næstu kosningar í Bret-
landi.
Þeir Blair og Bush hafa þó rætt
saman í síma og verið er að und-
irbúa heimsókn Blairs til Washing-
ton í næsta mánuði. Bush, sem
hefur ekki mikla reynslu í utanrík-
ismálum, mun þá hafa sér til halds
og trausts þau Powell utanríkis-
ráðherra, Rice öryggisráðgjafa,
Donald Rumsfeld varnarmálaráð-
herra og Dick Cheney varaforseta.
Sama loðmullan áfram?
Sagt er, að þau Powell og Rice
hafi minni áhyggjur af samruna-
ferlinu í Evrópu en Cheney og
Rumsfeld og líklegt er talið, að
Powell muni fremur skipa í emb-
ætti reynda menn úr utanríkis-
þjónustunni en fulltrúa hinnar
pólitísku stefnu. Þá er líka eins
líklegt, að áframhald verði á því,
sem Safire kallaði hjá Clinton „loð-
in viðbrögð Bandaríkjanna við evr-
ópsku einangrunarhyggjunni“.
Vaxandi áhyggjur
vestra af framtíð NATO
Washington. Daily Telegraph.
Henry
Kissinger
Colin
Powell