Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ INGVAR E. Sigurðs- son er á leiðinni til Kanada þar sem hann mun leika í banda- rísku kvikmyndinni K 19: The Widowmaker ásamt stórstjörnunum Harrison Ford og Liam Neeson, en ráð- gert er að frumsýna myndina, sem fjallar um sovéskan kafbáta- leiðangur, vorið 2002. Sigurjón Sighvatsson, sem framleiðir mynd- ina, sagði í samtali við Morgunblaðið að reyndar ætti enn eftir að útvega atvinnuleyfi fyrir Ingvar, en nokk- uð strangar reglur giltu um slíkt í Kan- ada. Hann sagðist þó bjartsýnn á að það tækist, en að ekk- ert væri öruggt. Karl Júlíusson mun sjá um leikmyndina. Sigurjón sagði að Ingvar myndi leika fimmta stærsta hlutverkið í myndinni og að því væri um nokkuð stórt hlutverk að ræða. Hann sagði að í flestum þeim senum sem Ingvar léki í yrði hann með Harrison Ford, sem léki skipstjórann og Liam Nee- son, sem léki næstráðanda um borð. Íslenski hreimurinn ætti ekki að saka Aðspurður hvort þetta yrði ekki mikill stökkpallur fyrir leikferil Ing- vars sagðist Sigurjón vonast til þess. Hann sagði að hlutverkið ætti að henta honum vel þar sem hann myndi leika rússneskan kafbáta- sjómann og því ætti hinn harði ís- lenski hreimur ekki að saka. Sigur- jón sagði að það hefði strax verið ákveðið að vera bara með tvær stór- stjörnur í myndinni og láta minna þekkta en virta evrópska og amer- íska leikara sjá um hin hlutverkin. Kathryn Bigelow mun leikstýra myndinni, sem er byggð á sannsögu- legum atburðum og fjallar um fyrsta sovéska kjarnorkukafbátinn, sem sendur var í leiðangur árið 1961. Kafbáturinn var ekki undir leiðang- urinn búinn sem leiddi til þess að einn af kjarnaofnunum fór að leka með þeim afleiðingum að 10 manns létust og fjöldi manns varð fyrir geislavirkni og lést á næstu árum af völdum hennar. Hætt við tökur hérlendis Sigurjón sagði að upphaflega hefði verið ráðgert að taka myndina upp hérlendis að hluta en þar sem leyfi hefðu fengist í Rússlandi til þess að mynda þar hefði verið fallið frá áformum um að kvikmynda hérlend- is, en þá hefði m.a. þurft að flytja rússneskan kafbát hingað til lands. Sigurjón sagði að myndin yrði mestmegnis tekin upp á fjórum stöð- um í Kanada og Rússlandi. Í Moskvu og í Múrmansk, þar sem upprunalegi kafbáturinn væri enn við höfnina og í Toronto og Halifax, þar sem allar útitökur og sjávartökur yrðu fram- kvæmdar. Sigurjón sagði að tökur myndu hefjast í lok febrúar og að þeim myndi ekki ljúka fyrr en um miðjan júlí, en eins og áður gat um er stefnt að því að frumsýna myndina vorið 2002. Sigurjón sagðist áður hafa unnið með leikstjóra myndarinnar, Kat- hryn Bigelow, m.a. við gerð mynd- arinnar The Weight of Water, sem yrði frumsýnd á næstunni, en Sean Penn og Elizabeth Hurley leika m.a. í þeirri mynd. Þá sagði hann að Bige- low hefði einnig leikstýrt myndum eins og Strange Days, þar sem Ralph Fiennes hefði leikið aðalhlut- verkið og Piont Brake, þar sem Keanu Reeves og Patrick Swayze hefðu leikið aðalhlutverkin. Ingvar E. Sigurðsson leikur í kvikmynd Sigurjóns Sighvatssonar um sovéskan kjarnorkukafbát Leikur með Harrison Ford og Liam Neeson Morgunblaðið/Jim Smart Ingvar E. Sigurðsson leikari er farinn til Kan- ada, þar sem hann mun leika í bandarískri kvik- mynd ásamt Harrison Ford og Liam Neeson. KARMELSYSTUR í Hafnarfirði, ellefu talsins í klaustrinu við Öldu- slóð 37, lúta afar strangri klaust- urreglu og mega ekki fara út fyrir hússins dyr nema í neyðartilfell- um. Einangrun nunnanna er slík að rimlar innandyra koma í veg fyrir náið samneyti við fólk utan reglunnar. Það gæti því verkað á leikmenn sem viss þversögn að allir séu vel- komnir í Karmelklaustrið frá morgni til kvölds til að leita fyr- irbæna hjá systrunum, tala við þær eða versla hjá þeim. Frá klukkan níu á morgnana til 21 á kvöldin stendur klaustrið opið þeim sem vilja heimsækja það. Öll einangrun systranna merkir því engan veginn að þær séu í gæslu- varðhaldi þótt rimlarnir séu áhrifamiklir við fyrstu sýn. „Við erum alltaf heima,“ út- skýrir systir Agnes í viðtals- herbergi klaustursins, kímir og býður upp á kaffi. Vandað handverk til sölu Systurnar verja tveimur klukkustundum á dag til sam- verustundar, þar sem þær stunda handavinnu og tala saman, en öðr- um stundum dagsins dvelja þær einar á herbergjum sínum á bæn en bænin er aðalatriðið í reglunni. „Við megum ekki vera fleiri en 21 í reglunni því regla okkar þróaðist út frá einsetumönnum. Værum við fleiri en 21 gætum við ekki lifað svona lífi,“ segir systir Agnes. Margir munir, sem eru til sölu í klaustrinu, bera vönduðu hand- verki systranna skýrt vitni en þar gefur að líta handmáluð kerti og kort með þurrkuðum blómum og myndir málaðar á striga og tré. Systurnar selja handmáluðu kert- in til margs konar nota, hægt er að fá samúðarkerti, jóla-, páska-, fermingar-, afmælis-, brúðar- og skírnarkerti auk krossa, talna- banda og styttna. Enn fremur taka systurnar að sér að skrautskrifa í gestabækur og kort og sauma einnig hátíðarfána og messuklæði. Meginviðfangsefni myndanna sem systurnar mála er Jesú, María mey, helgir menn og postularnir og í sérhverri mynd, hvort sem hún er á kerti, korti eða öðru, er fólgin bæn sem beðin er á meðan vinnan fer fram. Þannig taka systurnar þátt í þeim athöfnum sem hlutirnir eru ætlaðir til. Sé t.d. logandi kerti frá Karmelsystrum í fermingarveislu má treysta því að systurnar hafi tekið ferminguna í bænir sínar á meðan þær skreyttu kertið. Vinna þeirra er ekki einvörðungu leið þeirra til að afla sér peninga held- ur ávöxtur fundar þeirra við Guð, sem miðlað er áfram til fólks. Á þessu ári ætla systurnar að byrja að mála íkona samkvæmt gamalli aðferð og er ein úr hópi þeirra stödd í Karmelklaustri í Tromsö í Noregi til að læra listina. Notaðir eru sérstakir litir við mál- unina, m.a. búnir til úr eggjarauð- um, en systir Agnes tekur fram að listin felist ekki síður í því að læra að biðja undir máluninni. Andleg upplifun systranna á að end- urspeglast í verkinu, svo það hangir fleira á spýtunni en færni með pensil enda er bænin meg- ininntakið í öllum verkum Karmel- systra. „Allir hlutir okkar eru gerðir með bæn fyrir þá sem munu njóta þeirra,“ segir systir Agnes. Fjölbreytt handverk Karmelsystranna í Hafnarfirði ávallt á boðstólunum Allir munir gerðir með bæn Morgunblaðið/RAX Systir Jóhanna og systir Agnes í verslun sinni í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Sýnishorn af handverki Karmelsystra. Kerti og kort, fyrir mismun- andi tilefni, allt handskreytt með bæn fyrir þá sem njóta. RAUÐI kross Íslands hefur safnað yfir fimm milljónum til hjálparstarfs á jarðskjálftasvæðunum á Indlandi. Þórir Guðmundsson, upplýsinga- fulltrúi, sagði samtali við Morgun- blaðið í gær að þegar hafi um 3.000 manns hringt í söfnunarsíma Rauða krossins og þannig gefið um 1,5 milljónir króna. Þá hafi fyrirtæki styrkt söfnunina og háar upphæðir borist frá Rauða kross deildum víða um land. Með því hringja í síma 907 2020 gefur fólk 500 krónur til söfn- unarinnar. Söfnun Hjálparstofnunar kirkj- unnar er í startholunum. Að sögn Önnu Ólafsdóttur, upplýsingafull- trúa, hefur stofnunin þegar sent eina milljón króna til Alheimssamtaka hjálparstofnana kirkna eða ACT en Anna segir ACT hafa byrjað hjálp- arstarf á jarðskjálftasvæðunum skömmu eftir hamfarirnar. Með því að hringja í síma 907 2002 gefur fólk 1.000 krónur til hjálpar- starfsins. Einnig getur fólk skráð sig fyrir framlögum á heimasíðu Hjálp- arstofnunar kirkjunnar www.help.is. Rauði krossinn hefur safnað á sjöttu milljón króna LÖGREGLAN hefur upplýst hverjir stóðu að ráni á pítsu- sendli í Neðra-Breiðholti hinn 8. október sl. en þá réðust tveir menn að sendlinum, felldu hann í jörðina, slógu hann ítrekað í andlitið og rændu hann seðla- veski með 3.000 krónum. Við rannsóknina hafði lög- reglan í Reykjavík samstarf við önnur lögregluembætti því grunur beindist að ungum manni búsettum utan höfuð- borgarsvæðisins. Hann viður- kenndi að hafa tekið þátt í ráni þessu samt fjórum öðrum ung- um mönnum og hafa þeir allir viðurkennt aðild sína að ráninu. Tveir þeirra stóðu að sjálfu rán- inu, en hinir áttu aðild að ráða- gerðinni. Rán á pítsusendli upplýst HALLDÓR Runólfsson yfirdýra- læknir upplýsti á blaðamannafundi með landbúnaðarráðherra í gær um nautakjötsinnflutning að frá áramót- um hefðu fjölmargar fyrirspurnir borist embætti sínu frá innflytjendum um innflutning á nautakjöti frá út- löndum. Hann sagði engar formlegar umsóknir hafa borist og því hefðu engin innflutningsleyfi verið gefin út frá því að Nóatún flutti inn írskt nautakjöt í lok síðasta árs. Aftur á móti væru nokkur mál í athugun emb- ættisins. „Við höfum alltaf fundið fyrir þess- um áhuga. Svo virðist sem þörf sé fyr- ir svona kjöt,“ sagði Halldór og bætti við að einkum væri spurt um innflutn- ing frá löndum á borð við Nýja-Sjá- land, Ástralíu og frá S-Ameríku. Fyrirspurnir til yfirdýralæknis Áhugi á kjöt- innflutningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.