Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 58
FRÉTTIR 58 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Rollin Limp Bizkit My Generation Limp Bizkit Spit It Out Slipknot Stan Eminem & Dido Love Dont Cost A Thing Jennifer Lopez Dont Tell Me Madonna Road Trippin Red Hot Chili Peppers Last Resort Papa Roach Farðu í röð Botnleðja Trouble Coldplay Man Overboard Blink 182 Testify Rage Against the Machine Again Lenny Kravitz Independent Women Destinys Child Gravel Pit Wu Tang Clan Lítill fugl 200.000 Naglbítar Dadada Ding Dong & Naglbítarnir Dont Mess With My Man Lucy Pearl My Love Westlife Shiver Coldplay Vikan 31.01. - 07.02 http://www.danol.is/stimorol NÁTTÚRUVERND ríkisins gengst fyrir fundi föstudaginn 2. febrúar í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá undirritun alþjóðasáttmála um vot- lendisvernd sem kenndur er við borgina Ramsar í Íran. Samkvæmt Ramsar-samningnum skuldbindur íslenska ríkið sig til að tryggja verndun mikilvægra votlendissvæða og hafa eftirlit með ástandi þeirra. Þrjú svæði á Íslandi eru á lista Ramsar-samningsins yfir mikilvæg votlendissvæði, Mývatn og Laxá, Þjórsárver og Grunnafjörður. Á fundinum verður Ramsar-samn- ingurinn kynntur m.a. með hliðsjón af öðrum samningum um náttúru- vernd, hvernig staðið er að fram- kvæmd og stöðu Íslands með hlið- sjón af samningnum. Þrír fyrirles- arar munu fjalla um votlendisvernd á Íslandi með áherslu á íslensku Ramsar-svæðin. Dr. Árni Einarsson, forstöðumað- ur Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, mun fjalla um Mývatn og Laxá sem eru merkileg náttúru- fyrirbæri þar sem eldvirkni og upp- sprettuvatn hefur í sameiningu skapað fugli og fiski fjölbreytt lífs- skilyrði. Næringarauðgin og fjöl- breytt búsvæði stuðla að óvenju ríkulegu smádýralífi og er vatnið heimsfrægt fyrir fuglalífið sem það fóstrar. Vatnið og allt vatnasvið þess er verndað með sérstökum lögum. Fjallað verður um vistkerfi Mý- vatns, sérstöðu þess og mikilvægi. Dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við líffræðiskor Háskóla Íslands, mun fjalla um votlendi á miðhálendinu, sérstöðu þess og líf- fræðilegt mikilvægi. Sérstök áhersla verður lögð á Þjórsárver sem er stærsta og fjölbreyttasta og líklega mikilvægasta gróðurvin á hálendinu. Mikilvægi Þjórsárvera fyrir fuglalíf hefur verið viðurkennt, jafnt á lands- sem og á heimsvísu. Einar Þorleifsson, náttúrufræð- ingur og stjórnarmaður í Fugla- verndunarfélagi Íslands, mun fjalla um endurheimt votlendis. Nokkur árangur hefur náðst við endurheimt votlendis. T.a.m. hafa fágætar fugla- tegundir hreiðrað um sig á áður framræstum svæðum sem nú hafa verið endurheimt sem votlendi. Fjallað verður um störf votlendis- nefndar og framtíðaráform hennar en Einar á sæti í nefndinni. Fundurinn er haldinn í Þingsal 5, Hótel Loftleiðum. Fundurinn hefst kl. 20. Alþjóðlegur dagur votlendis 2. febrúar SMTÖK um líknandi meðferð á Íslandi halda málþing í Hvammi á Grand Hóteli í Reykjavík föstu- daginn 2. febrúar kl. 14–17. Mál- þingið er ætlað fagfólki sem hefur áhuga á líknandi meðferð. Dagskráin er sem hér segir: Sonartorrek, sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur, Líknarmeð- ferðarhugtakið, Jón Eyjólfur Jónsson læknir, Dauðinn á öllum æviskeiðum, Valgerður Sigurðar- dóttir læknir, Að deyja heima, Bryndís Konráðsdóttir hjúkrun- arfræðingur, Að deyja á sjúkra- húsi, Gunnlaug Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og Svandís Íris Hálfdánardóttir hjúkrunar- fræðingur, Sorg bernskunnar, Halla Þorvaldsdóttir sálfræðing- ur og Að bera harm sinn í hljóði, sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahúsprestur og Arndís Jóns- dóttir hjúkrunarfræðingur. Stjórnandi málþingsins er Guð- laug Guðjónsdóttir, framkvæmda- stjóri Krabbameinsfélags Reykja- víkur. Málþing um líknandi meðferð TÆKNIFRÆÐINGAFÉLAG Ís- lands hefur á liðnum árum í sam- vinnu við Samtök iðnaðarins veitt viðurkenningar fyrir áhugaverð og vel unnin lokaverkefni í Tækni- skóla Íslands. Við brautskráningu tæknifræðinga frá skólanum 20. jan. sl. veitti Jóhannes Benedikts- son formaður TFÍ viðurkenningar fyrir tvö lokaverkefni. Guðlaugur Þorleifsson og Axel Jóhannsson nemar í véltæknifræði fengu viðurkenningu fyrir hönnun á snurvoðavindu í fiskiskip. Í um- sögn dómnefndar segir að farnar hafi verið nýjar leiðir við hönnun og smíði vindunnar sem geri hana einstaka í sinni röð hérlendis. Guð- mundur Bjarni Björgvinsson, Krist- ján Haukur Flosason og Sigurður Einar Erlingsson nemar í iðn- aðartæknifræði fengu viðurkenn- ingu fyrir endurbætur á rækju- flokkunarkerfi fyrir 3X stál á Ísafirði sem sérhæfir sig í tækja- framleiðslu.Við lausn verkefnisins var rakinn ferill allt frá hönnun að smíði og markaðssetningu þeirrar hugmyndar að bæta hluta rækju- flokkunakerfis. Um 1.300 Íslendingar hafa lokið tæknifræðinámi og er mikil eft- irspurn eftir tæknifræðingum til starfa. Frá vinstri: Jóhannes Benediktsson, formaður TFÍ, Kristján Haukur Flosason, Sigurður Einar Erlingsson, Guðmundur Bjarni Björgvinsson, Guðlaugur Þorleifsson og Axel Jóhannsson. Viðurkenning til tæknifræðinga ÓLÖF Ýrr Atladóttir heldur fyrir- lestur föstudaginn 2. febrúar kl. 12.20 á vegum Líffræðistofnunar Há- skólans í stofu G6 á Grensásvegi 12. Fyrirlesturinn fjallar um stofn- gerð kolmunna í N-Atlantshafi og niðurstöður úr skerðibútagreiningu á scnDNA-erfðamörkum. Kolmunni er smávaxinn meðlimur þorskaættarinnar, með útbreiðslu um Miðjarðarhafið. Í þessari rann- sókn, sem gerð var sem hluti af fjöl- þjóðlegu Evrópusambandsverkefni á Hafrannsóknastofnuninni, var skerðibútagreiningu beitt á kol- munnahópa frá sex svæðum í Norð- ur-Atlantshafi og einu í Miðjarðar- hafi, með það að markmiði að greina erfðafræðilega stofngerð kolmunna á þessum svæðum. Í fyrirlestrinum verður rannsóknarverkefninu og helstu niðurstöðum þess lýst. Fyrirlestur um stofngerð kolmunna TOURETTE-samtökin á Íslandi halda fund fyrir foreldra barna sem eru með Tourette-heilkenni í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 í Hátúni 10b, 9. hæð. Þessi fundir eru haldnir mánaðar- lega, fyrsta fimmtudag hvers mán- aðar. Þar gefst foreldrum tækifæri til að spjalla saman yfir kaffibolla um málefni barna sinna. Fundur Tour- ette-samtakanna ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.