Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ
18 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÝTT aðalskipulag Hornafjarðar
var staðfest á dögunum, en að-
alskipulagið er það fyrsta sem
samþykkt er samkvæmt nýjum
skipulagslögum. Auk þess er
skipulagssvæðið það stærsta sinn-
ar tegundar á landinu og nær yfir
alla byggð og óbyggðir Austur-
Skaftafellssýslu og er þar með
fyrsta aðalskipulagið sem nær til
jökla.
Skipulagið nær frá 1998 til 2018
og var undirritað á Höfn af Alberti
Eymundssyni bæjarstjóra og Siv
Friðleifsdóttur umhverfisráðherra.
Albert sagði að skipulagið hefði
verið unnið nánast frá grunni og
til þess að vanda sem best til
verksins hafi verið unninn ítarleg-
ur og fullkominn kortagrunnur
sem vakið hafi mikla athygli. Þar
koma m.a. fram öll landamerki og
helstu kennileiti innan sveitar-
félagsins ásamt þéttbýliskortum.
Umhverfisráðherra fagnaði nýja
aðalskipulaginu og sagði Hornfirð-
inga sporgöngumenn í gerð að-
alskipulags samkvæmt nýjum lög-
um og reglugerðum.
Helgi Már Pálsson, bæjarverk-
fræðingur Hornafjarðar, segir að
helsta nýnæmið í skipulaginu mið-
að við eldra aðalskipulag séu svo-
kölluð hverfisverndarákvæði. Þau
kveða á um verndun sérkenna
eldri byggðar eða annarra menn-
ingarsögulegra minja, s.s. ein-
stakra bygginga, mannvirkja eða
húsaþyrpinga, náttúruminja eða
trjágróðurs sem æskilegt er talið
að vernda án þess að um lögform-
lega friðun sé að ræða.
Að sögn Helga var þó minna
svæði tekið undir hverfisvernd en
til stóð í upphafi, m.a. var hverf-
isvernd í votlendi mjög víðtæk í
byrjun. Það hafi vakið andstöðu
landeigenda, þar sem hugtakið
hafi verið nýtt og menn hálf-
hræddir um að fara út í eitthvað
sem væri óljóst í framkvæmd. Því
var ákveðið að byrja í minna mæli
en auka síðan við og þá sérstak-
lega í votlendinu.
Breytingar á vegastæðum
helsta deilumálið
Í skipulaginu er sett hverfis-
vernd á alla jökla og húsarústir
þannig að viðkomandi eiganda sé
ekki heimilt að rífa þær niður án
samþykkis sveitarstjórnar. Til-
gangurinn er sá að menn hugsi sig
um áður en þeir rífa niður eða
breyta húsarústum.
Helsta deilumálið í aðalskipulag-
inu voru breytingar á vegastæði
þjóðvegar 1, bæði í Lóni og Öræf-
um, en mest var tekist á um nýtt
vegastæði yfir Hornafjarðarfljót.
Niðurstaðan varð sú að gera ráð
fyrir að byggður verði nýr vegur
og ný brú yfir Hornafjarðarfljót.
Nýi vegurinn mun fara út af nú-
verandi þjóðvegi á Mýrum, austan
við Holt og sunnan við Tjörn og
Djúpá að nýju brúarstæði yfir
Hornafjarðarfljót. Þaðan mun veg-
urinn liggja sunnan við Skógey,
Hrísey, Hrafnsey og Hornafjarð-
arflugvöll og í land austan fljóta
sunnan við Hafnarnes og tengjast
þar þjóðveginum austan við núver-
andi Lónsafleggjara. Nýja vega-
stæðið styttir þjóðveg 1 um 10,8
km og breytingar á vegastæði í
Lóni og Öræfum munu samtals
stytta þjóðveginn um tæpa 8 km.
Þá gerir aðalskipulagið ráð fyrir
því að byggð verði jarðgöng undir
Almannaskarð en í greinargerð
með skipulaginu segir að mjög
brýnt sé að göngin verði byggð hið
fyrsta. Almannaskarð er eini fjall-
vegur héraðsins á þjóðvegi 1 og
halli vegarins þar er 16%, sem
telst mesti halli á öllum hringveg-
inum.
Stærsta skipulagssvæði landsins
Morgunblaðið/Eiríkur P.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Albert Eymundsson, bæjar-
stjóri Hornafjarðar, staðfesta nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins.
Selfossi - Undirbúningur er hafinn
að virkjun hinnar nýju Ósabotnaholu
Selfossveitna. Ásbjörn Blöndal veitu-
stjóri segir nýju holuna gefa 10
megavatta orku og að hún sé helm-
ingur af meðalálagi veitunnar. Það sé
því mikill fengur að henni fyrir veit-
una og byggðarlagið. Hann sagðist
gera ráð fyrir að framkvæmdir við
virkjun holunnar hæfust í byrjun
sumars og að vatn úr nýju holunni
yrði komið inn á kerfi Selfossveitna
fyrir veturinn. Leiða þyrfti vatnið úr
nýju holunni um 2,7 kílómetra leið frá
Ósabotnum að stofnæð í Þorleifskoti
sem gæti tekið við auknu vatnsmagni
og leitt það í miðlunartank á Selfossi.
Fyrirhugað er að bora könnunar-
holur á stóru svæði í landi Stóra-Ár-
móts og Laugardæla til að finna út-
mörk svæðisins og kanna
sprungukerfið sem fæðir holur sem
boraðar eru á svæðinu. „Þessi hola
gerir að verkum að hugað verður að
frekari borun þarna og virkjun svæð-
isins. Þetta svæði er mjög vatnsgæft
og kerfið sem við erum á þarna er
mjög opið,“ sagði Ásbjörn. Hann
sagði einnig að nýja holan væri mjög
hagkvæm, hún væri helmingi grynnri
og þyrfti minni fóðrun en þær holur í
Þorleifskoti sem veitan notar. Þær
eru 1.600 metra djúpar og fóðraðar
niður á 800 metra en nýja holan var
fóðruð niður í 150 metra. Nýja holan
er 800 metra djúp og aðalvatnsæð-
arnar eru á 600–650 metrum.
Ósabotnaholan inn á
kerfið fyrir veturinn
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Bormenn á bornum Trölla frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða,
Valdimar Gunnarsson, Johnny Símonarson og Sveinbjörn Jóhannsson.
Selfossi - Magnús Aron Hall-
grímsson var útnefndur íþrótta-
maður sveitarfélagsins Árborgar
á árinu 2000 í hófi sem íþrótta-
og tómstundanefnd sveitarfélags-
ins hélt af því tilefni 30. janúar.
Magnús gat ekki verið viðstaddur
afhendinguna þar sem hann er
staddur í Svíþjóð við æfingar.
646 þúsund
krónur í styrki
Nefndin afhenti íþróttadeildum
og félögum styrki vegna keppn-
isferða, samtals 646 þúsund kr.
Ungmennafélag Stokkseyrar fékk
hvatningarverðlaun nefndarinnar
fyrir kröftugt félagsstarf og vöxt
í íþróttalífi en félagið annast m.a.
rekstur íþróttahússins á staðnum
og mun hefja reglulegar sundæf-
ingar þegar sundlaugin á staðn-
um verður opnuð eftir vetr-
arlokun.
Þeir sem voru tilnefndir til
kjörs íþróttamanns Árborgar
voru Arelíus Marteinsson, knatt-
spyrnumaður Selfossi, Ágústa
Sigurdórsdóttir, sundkona hjá
íþróttafélagi fatlaðra, Bjarni
Bjarnason, körfuknattleiksmaður
Selfossi, Freyja Amble Gísladótt-
ir, hestaíþróttakona í Sleipni,
Friðfinnur Kristinsson, sundmað-
ur Selfossi, Haraldur Geir Eð-
valdsson, handknattleiksmaður
Selfossi, Hjörtur Leví Pétursson,
golfmaður Selfossi, Ívar Freyr
Hafsteinsson, körfuknattleiks-
maður Selfossi, Jóhann Ingi Guð-
mundsson, handknattleiksmaður
Selfossi, Linda Ósk Þorvalds-
dóttir, fimleikakona Selfossi,
Magnús Aron Hallgrímsson,
frjálsíþróttamaður Selfossi, Páll
Bragi Hólmarsson, hestaíþrótta-
maður í Sleipni, Ragnar Gylfason,
körfuknattleiksmaður Selfossi,
Svanhildur Jónsdóttir, fim-
leikakona Selfossi og Þórir Ólafs-
son, handknattleiksmaður Sel-
fossi.
Magnús Aron
íþróttamaður
Árborgar
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Hópurinn sem tilnefndur var í kjöri íþróttamanns Árborgar árið 2000, íþróttafólk og fulltrúar þeirra sem ekki
voru viðstaddir.
Laxamýri - Antikverslun tók ný-
verið til starfa í Aðaldal og er
það fyrsta verslun sinnar teg-
undar í Suður-Þingeyjarsýslu.
Það er Guðrún Lilja Gunnlaugs-
dóttir húsgagnasmiður að Stað-
arhrauni í Aðaldal sem rekur fyr-
irtækið og er hún með vörur frá
Belgíu, Bretlandi og Hollandi sem
hún flytur sjálf inn til landsins.
Á boðstólum eru einkum gömul
hnífapör og ýmislegur borðbún-
aður úr málmum og er einnig er
mikið af loftljósum, stórum ljósa-
krónum og kertastjökum. Kopar,
silfur og silfurplett setja svip sinn
á verslunina og hnífaparasett úr
fílabeini og perlumóður hafa vak-
ið athygli viðskiptavina.
Þá hefur Guðrún haft til sölu
kaffisett sem eru endurunnin úr
flugvélamótorum, úr gæða-
málmum sem halda sérstaklega
vel hita. Dúkar úr líni og speglar
eru einnig fáanlegir hjá Guðrúnu
og með hverri sendingu kemur
alltaf eitthvað nýtt í verslunina.
Guðrún hefur mikinn áhuga á
antikmunum og segist hafa mjög
gaman af að vinna í þessu. Hún
hefur opin annan hvern laug-
ardag og einnig býður hún við-
skiptavinum að hringja og koma
á öðrum tímum óski þeir eftir
því.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir í antikverslun sinni í Staðarhrauni.
Ný antik-
verslun
í Aðaldal