Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 33 Kringlunni, sími 588 0079 ÚTSALA Enn meiri verðlækkun Allt að 70% afsláttur PART TWO Kringlunni • s. 568 6845 ÚTSALA FALLEGUR FATNAÐUR - STÆRÐIR 32-46 - GOTT VERÐ meiri verðlækkun Allt að 70% afsláttur llt OPIÐ TIL KL. 21.00 FIMMTUDAGA Í TÍUNDA hefti Andblæs, tímarits um myndlist og bókmenntir, sem kom út skömmu fyrir áramót, kenn- ir ýmissa grasa. Meðal efnis eru frumort ljóð eftir ung íslensk ljóð- skáld sem og hin eldri, auk ljóðaþýðinga og viðtala við tvo erlenda listamenn, þar af annað við ameríska rithöfund- inn Edward Bunker, sem skrifaði m.a. hand- ritið að kvikmyndinni Reservoir Dogs. Gallerí Andblæs er skipað til öndvegis í tímaritinu. Þar eru prentaðar lit- myndir af málverkum listamanna í listmál- arafélaginu Gullna penslinum. Það er nýr listmálarahópur, sem um þessar mundir sýnir í Vestursal Kjarvals- staða. Þá er í heftinu grein eftir Berglindi Gunnarsdóttur um Rimbaud og sýndarveruleikann og umfjöllun um listakonuna Katr- ínu Sigurðardóttur eftir Ágústu Kristófersdóttur. Ef allt er meðtalið eru höfundar efnis yfir 40 á rúmlega 100 síðum. Andblær hóf göngu sína árið 1994 og segir ritstjóri tímaritsins, Mar- grét Lóa Jónsdóttir, að Andblær hafi aukist að vöxtum allra síðustu ár. „Andblær kom í fyrstu út að vori og hausti en síðla árs 1998 tókum við í ritnefndinni þá ákvörðun að gefa tímaritið út einu sinni á ári og hafa það mun efnismeira,“ segir Margrét Lóa. ,,Samhliða þessari ákvörðun tókum við þá stefnu að gera mynd- listinni hærra undir höfði en áður hafði verið gert í Andblæ, með skipulegri umfjöllun og síðast en ekki síst með litmyndum. Ég hef starfað sem leiðsögukona á Kjar- valsstöðum og einnig fengist sjálf við myndlist og því rann mér blóðið til skyldunnar. Síðan listatímaritið Teningur hætti að koma út hefur nefnilega sárlega vantað málgagn fyrir myndlistarmenn. Andblær spratt upphaflega fram sem neðan- jarðarrit, en núorðið felst sérstaða þess aðallega í þeirri miklu áherslu sem við leggjum á myndlist. Við leggjum mikið upp úr vandaðri út- litshönnun og ég hef fundið fyrir góðum meðbyr við útgáfuna. Við vöndum eins vel til verks og unnt er við prentun listaverk- anna og mætum kostn- aði með sölu auglýs- inga, auk áskriftarsölu til einstaklinga og listasafna.“ – Hvernig er bók- menntaumfjölluninni háttað í Andblæ? ,,Að þessu sinni eru ákveðnar tengingar í bókmenntunum og raunar í myndlistinni líka. Þýðingar á ljóð- um frá Írak, Palestínu og Sýrlandi endur- spegla ákveðinn lífs- háska og fjallað er um dauðann í mörgum ís- lensku ljóðanna. Lífs- háski og algleymi skáldskapar birt- ist í grein Berglindar um Rimbaud og síðan birtist lífsháskinn enn á ný í viðtalinu við Edward Bunker. Um leið skynjar maður hjá Bunker mikla bjartsýni og þolinmæði, sem tengist síðan aftur efni viðtals við myndlistarkonuna Karin Kneffel. Fyrir henni er tíminn sem það tekur að mála listaverk mikilvægur og hún segist jafnframt leitast við að mála ,,eitthvað fallegt“. Þegar ég skipu- legg hvert tölublað með ritnefndinni er okkur annt um að tengja efni blaðsins með einum eða öðrum hætti án þess að það komi niður á fjöl- breytileikanum. Við reynum okkar besta til þess að gefa blaðinu fallegt yfirbragð. Það myndi t.d. aldrei ganga að birta ljóð eftir tíu mismun- andi ljóðskáld án þess að kanna hvers konar heildarmynd ljóðin myndu skapa.“ Aðspurð um framtíð Andblæs seg- ir Margrét Lóa að áfram verði það haft að leiðarljósi að kynna fram- bærilega list. „Þetta er eina hug- sjónin sem býr að baki Andblæ og á meðan við höfum þá hugsjón að leið- arljósi og fullkomið frelsi í þeim efn- um erum við á réttri braut. Fólk hef- ur talað um að tímaritinu fylgi ferskleiki og góður andblær. Við berum mikla virðingu fyrir les- endum og reiknum með að þeir séu kröfuharðir. Að baki útgáfunni liggja ekki aðrir hagsmunir en þeir að kynna góða list og að reyna að taka fyrir það sem efst er á baugi í samtímalist okkar. Ég sé ekki ástæðu til að standa í slíkri útgáfu nema að taka hana alvarlega – án þess þó að maður gleymi því úr hverskyns jarðvegi ritið er sprott- ið.“ Lífshlaup Edwards Bunkers erlyginni líkast og væri senni-lega ofviða ímyndunarafli margra skáldsagnahöfunda. Hann fæddist í kvikmyndaborginni Holly- wood árið 1933. Skömmu síðar skildu foreldrar hans og eftir það þvældist hann milli fósturforeldra og upptöku- heimila. Frá fimm ára aldri hljópst hann reglulega að heiman og þvældist um göturnar að næturlagi. Hann var fluggáfaður, sjálfstæður og vandur að virðingu sinni. Hann átti samt erfitt með að fylgja reglum, var lítið fyrir aga og átti í stöðugum útistöðum við fósturforeldra sína og yfirvöld. Sautj- án ára gamall varð hann yngsti fang- inn í sögu San Quentin-fangelsisins. Og þar neyddist hann til að læra að bjarga sér innan um hættulegustu fanga Bandaríkjanna. Þegar honum var sleppt sneri hann sér aftur að glæpum, aðallega ránum, og nú af fullri alvöru. Hann rauf skil- orð og var hundeltur um þver og endi- löng Bandaríkin af FBI-alríkislög- reglunni sem setti hann á topp tíu-listann yfir mest eftirlýstu glæpa- mennina. Þegar hann náðist á end- anum var hann dæmdur til langrar fangelsisvistar og læstur inni með öðrum sem ekki þóttu viðbjargandi. Í fangelsinu tók hann Cervantes og Dostojevskíj sér til fyrirmyndar og ákvað að skrifa sér leið út úr prísund- inni. Líf hans breyttist árið 1975 þeg- ar No Beast So Fierce varð fyrsta skáldsagan hans til að hljóta náð fyrir augum útgefenda. Bókin varð feikna- vinsæl og fékk góða dóma. Reiknum með kröfuhörðum lesendum Margrét Lóa Jónsdóttir Úr Andblæ.  ÖRVANDI myndlist – leið til þroska er eftir Gæflaugu Björns- dóttur. Örvandi myndlist er vinnu- aðferð sem höfundurinn mótaði í kjölfar námskeiðs í listmeðferð hjá Sigríði Björnsdóttur listmeðferð- arfræðingi. Gæflaug er sjálf leikskólakennari að mennt og hefur unnið sem slíkur í 20 ár. Í bók sinni sýnir Gæflaug með ít- arlegum skýringum að aðalatriðið er ekki að kunna að teikna heldur að gera hæfilegar kröfur til barnanna og bera virðingu fyrir vinnu þeirra. Hún segir sjálf um bókina í for- mála: „Örvandi myndlist er bók sem ég hefði viljað eignast þegar ég út- skrifaðist úr Fósturskóla Íslands fyrir rúmlega 25 árum.“ Á vefsíðunni www.orvandi.is er að finna myndir úr vinnu höfundar með börnum sem lýsa vel vinnuað- stæðum og -aðferðum. Höfundur gefur bókina út. Bókin er 65 bls. Nýjar bækur  ÁST og frelsi hefur að geyma ljóð eftir Sölva Sigurðarson. Bókin er handgerð með málaðri kápu höf- undar og eru þær rauðar, gular og grænar. Bókin hefur að geyma safn ljóða frá síðastliðnum fimm árum. Áður hefur höfundur gefið út bók- menntaritið Blóðberg vorið 1998 en einnig gaf Mál og menning út þýð- ingar hans á Sonnetum Johns Keats nú fyrir jólin. Höfundur gefur bókina út. Hún er 32 bls., gefin út í 80 tölusettum ein- tökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.