Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 63
Gull
er gjöfin
Gullsmiðir
Útsala!
10—50% afsláttur
Úlpur
Kápur
Jakkar
Pelskápur
líta út sem ekta
Opið laugardaga
frá kl. 10—16
Mörkinni 6,
sími 588 5518
UM SKEIÐ hafa landsmenn mátt
hafa yfir sér í ríkissjónvarpinu alveg
einstakt málþóf stjórnarandstöðunn-
ar um allt og ekkert, en sem þeir
hafa nefnt „andstöðu við skerðingu
örorkubóta“. Allt var þetta út af
hæstaréttardómi sem féll 19. des.
vegna laga er sett voru 20. des 1993.
Fyrir stuttu skrifaði ég grein í
Morgunblaðið um efasemdir mínar
um heiðarleika stjórnarandstöðunn-
ar. Mér finnst að sjaldan eða aldrei
hafi komið betur í ljós að ég hafði svo
sannarlega rétt fyrir mér. Skal ég nú
í stuttu máli rekja þá skefjalausu
blekkingu er höfð hefur verið
frammi af stjórnarandstöðunni í áð-
urnefndu orðaskaki á Alþingi. Það
hefur verið haldið uppi málþófi dög-
um saman, fluttar hafa verið um 400
ræður, að sagt er, og þingmenn farið
fleiri þúsund sinnum í pontu með
andófi. Vart hefur verið hægt að
skilja nema brot af þessum orða-
flaumi, falsið hefur verið svo gífur-
legt að ekki er hægt annað en benda
hinum venjulega skattborgara á
hvaða blekkingar hafa verið hafðar í
frammi. Allt hefur þessi stjórnar-
andstaða gert til að telja fólki trú um
að ríkistjórnin sé sú seka, vilji jafn-
vel brjóta stjórnarskrána til að
klekkja á öryrkjum. Þeir sem hæst
létu og spöruðu ekki stóryrðin hafa
af minnstu að státa. Aldrei hefur ver-
ið borið á móti því hvaða stjórn setti
lögin 1993 og stjórnarandstaðan hef-
ur sko heldur alls ekki þagað yfir því,
en þau voru sett af þáverandi heil-
brigðisráðherra, Guðmundi Árna
Stefánssyni. Hverfum svo aftur í
jólaösina á Alþingi 20. des. 1993.
Fólk getur flett upp á vefsíðu Al-
þingis til að sjá hverjir af stjórnar-
andstöðunni greiddu atkvæði með
skerðingu öryrkjabóta:
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, A-lista.
Rannveig Guðmundsdóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
A-lista.
Jón Sigurðsson, þáverandi iðnað-
aráðherra, A-lista.
Ólafur Ragnar Grímsson, Alþýðu-
bandalagi (núverandi forseti Ís-
lands).
Margrét Frímannsdóttir, Alþýðu-
bandalagi.
Gunnlaugur Stefánsson, A-lista.
Valgerður Gunnarsdóttir, varaþ.
A-lista.
Petrína Baldursdóttir, varaþingm.
A-lista.
Anna Ólafsdóttir Björnsson,
Kvennalista.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,
Kvennalista.
Guðjón Arnar Kristjánsson, þá-
verandi D-listamaður, núverandi
Frjálslynda flokksins.
Flutningsmaður var eins og áður
segir Guðmundur Árni Stefánsson,
A-lista.
Það getur vel verið að ég gleymi
einhverjum sem þá sögðu já en nei
núna.
Nú, vinstri grænir voru ekki til þá,
það var ekki fyrr en seinna sem
Steingrímur J. Sigfússon klofnaði
frá Alþýðubandalaginu (þarna var
hann kominn í langt jólafrí) og stofn-
aði síðar flokk með samblandi af
kommúnistum, herstöðvarandstæð-
ingum og öðrum, er ekki vildu vera í
Samfylkingunni, en vildu samt vera
með til að geta verið á móti þegar
það hentaði. Síðan hefur Steingrím-
ur ekki þagnað.
Það er hægt að huga að miklu
fleiru, t.d. sér maður ekki hverjum
Garðar Sverrisson er að þjóna þegar
hann segir í Morgunblaðinu 25. jan.
að best hefði verið að Hæstiréttur
hefði fellt lögin umtöluðu. Fór Garð-
ar offari í þessu máli til að hjálpa
stjórnarandstöðunni? Af nógu er að
taka en stoppum í bili.
KARL ORMSSON,
fv. deildarfulltrúi.
Sannleikurinn um stjórn-
arandstöðuna og skerð-
ingu öryrkjabóta 1993
Frá Karli Ormssyni:HETJUR fornaldar kunnu ekki aðiðrast, en vældu af tómri kergju
þegar á herti líkt og Akkiles borg-
arbrjótur. Ólíkt Skarphéðni Njáls-
syni, miðaldamanni. Gunnar
Lambason komst raunar að því
fullkeyptu suður á Hrossey við
Orkneyjar, þegar hann hermdi víl-
ið og volið upp á Skarphéðin í
brennunni. Kári Sölmundarson
gerði hann höfðinu styttri.
Börn nútímans og hetjur komm-
únismans kunna ekki fremur en
hetjur fornaldar að iðrast. Vita
ekki hvað það er. Hafa gengið
styrkum fótum í dauðann, játað
meintan glæp sinn og hrópað:
Lengi lifi vísindalegur sósíalismi,
dýrust meyja í hópi staðra mera.
Byltingarmenn, ataðir blóði, voru
jafnan sjúklega tortryggnir og
kom það harkalegast niður á hóp-
um fólks, sem saklaust taldist rétt-
dræpt. Sekt hafði ekkert með
sönnunarbyrði að gera. Afköst
urðu hrikaleg. Menn hafa áætlað
að u.þ.b. 100 milljónir manna hafi
verið slegnar af á síðustu öld, frið-
arríki sósíalismans til dýrðar, 65
milljónir manna í Kína, 25 millj-
ónir í Sovétríkjunum og 1,7 millj-
ónir í Kambódíu.
Dauðinn er ekki til: Richard
Rorty. Einungis líf og ærsl.
Keppst skal við að einblína í fram-
tíðina. Iðrun? Neo hvað? Á hvorki
heima í orðaforða mannvinanna
mestu, hvað þá í skrípalátum hlut-
dýrkendanna sjálfhverfu, þótt
mannvit þeirra sé bæði mikið og
þrútið og listrænt og heitfengt og
hafi skolast víða.
Hugtakið framtíð er fremur
ungt í evrópskum tungumálum, frá
fjórtándu öld eða svo. Reis til vegs
og virðingar í draumi Útópíunnar.
Framtíð var á dögum áður álitin
eina víddin í Paradís, friðarlandi
spádómanna. Ein leiðin til að bæta
sjáfan sig og heiminn, börnin góð,
var og er og verður að gjöra iðrun.
Hvað ber að gera áður en tekið
skal til óspilltra málanna? Ógern-
ingur mun að umbera allt. Og enga
kergju nú. Sumir eru óþolandi,
sljóir og fávísir. Þörf er á fagleg-
um vinnubrögðum. Nú gildir að
hrökkva eða stökkva. Sóðalegustu
hroðaverk allra tíma voru unnin á
nýliðinni öld í nafni félagsvísinda-
legs skipulags, byltingar, undir
fögru fyrirheiti, öreigafriðar og
mannúðar. En líka villt frelsis til
stóðlífs og ólmra ásta, gnægta,
klárra vísinda og fjörugs menning-
arlífs. Vakir áhuginn ekki enn?
Ríktu ekki trúgirni og lygar, áróð-
ursbrögð og blekkingar í hugum
allra helstu gáfnatrölla heimsins
meðan á fíflskunni stóð? Hvað með
umburðarlyndi skeytingarleysis-
ins, doðann, siðblinduna? Komast
meintar Moggalygar nema í hálf-
kvisti við allan hetjuskapinn?
Enga hálfvelgju nú eða moðsuðu,
ekkert sífur. Tíminn er dýrmætur.
Konur og karlar. Örvæntið ekki.
Öllum er frjálst að iðrast vegna
eigin glópsku og ofdifsku.
JÓN BERGSTEINSSON
Snorrabraut 30, Reykjavík.
Glæpur,
refsing
Frá Jóni Bergsteinssyni:
Mikið úrval af
brjóstahöldurum
verð frá kr. 700
Mömmubrjósta-
haldarar kr. 1900
Úrval af náttfatnaði
fyrir börn og fullorðna
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433