Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 55 ✝ Júlíus Guð-mundsson fædd- ist á Glæsistöðum í Vestur-Landeyjum 21. maí 1909. Hann lést á heimili sínu í Randers í Danmörku 11. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason, bóndi á Glæsistöðum, f. 16. nóvember 1869, d. 1. desember 1943, og eiginkona hans Sig- ríður Bjarnadóttir, f. 28. apríl 1876, d. 3. október 1916. Systkini Júlíusar voru tíu og eru öll látin: Guðrún, f. 24. janúar 1898, d. 20. janúar 1980; Kristín, f. 27. maí 1899, d. 12. mars 1986; Guðbjörg, f. 5. mars 1901, d. 5. janúar 1972; Sól- veig, f. 12. nóvember 1902, d. 11. nóvember 1939; Sigurbjörg, f. 8. mars 1904, d. 4. maí 1993; Bjarni, f. 17. janúar 1906, d. 24. maí 1989; Ólafur, f. 8. október 1907, d. 20. september 1990; Guðný, f. 4. októ- ber 1910, d. 30. mars 1998; Guð- mundur, f. 8. desember 1912, d. 9. ágúst 1943, og Gísli, f. 29. janúar 1915, d. 22. ágúst 1971. Júlíus kvæntist 14. september 1938 eftirlifandi eiginkonu sinni Gerdu, fædd Jörgensen, f. 26. ágúst 1909, frá Faxe í Danmörku. Börn þeirra eru: Sonja, kennari, f. 21. maí 1942, búsett í Færeyjum, gift Jens Vilhelm Danielsen; Guð- mundur Harrí, læknir, f. 8. júní 1945, búsettur í Danmörku, kvæntur Sunnevu Jacobsen, eiga þau þrjú börn, Jul- ian, Rebekku og Richard; Jörgen Eric, prestur, f. 25. júlí 1949, búsettur á Hlíðardalsskóla í Ölfusi, kvæntur Lailu Marý Panduro, börn þeirra eru: Lillí María og Jón Erling. Langafabörn Júlíus- ar eru tvö: Daniel og Hanna. Eftir grunn- menntun á Íslandi stundaði Júlíus nám við trúboðsskóla að- ventista í Danmörku 1929–33 og í Englandi 1933–34. Hann starfaði fyrir kirkju aðventista í Dan- mörku til ársins 1938 er hann, þá nýkvæntur, fluttist til Íslands og tók upp störf fyrir kirkju aðvent- ista hér, sem deildarstjóri til 1949 samhliða barnaskólakennslu í Vestmannaeyjum 1941–47, en kennaraprófi lauk hann frá Kenn- araskóla Íslands 1941, sem for- stöðumaður aðventista á Íslandi 1949–68 og sem skólastjóri við Hlíðardalsskólann frá stofnun hans 1950 til 1960 og 1972–74. Prestsþjónustu og kennslu stund- aði Júlíus fyrir kirkjuna í Dan- mörku 1968–72 og 1974–78 og sem aðstoðarskólastjóri Vejlef- jord, grunn- og menntaskóla að- ventista í Danmörku, 1978–82 þegar hann lét formlega af störf- um fyrir aldurs sakir. Útför Júlíusar fór fram frá Að- ventkirkjunni í Randers í Dan- mörku þriðjudaginn 16. janúar. Júlíus Guðmundsson var borinn til grafar í Danmörku 16. janúar sl. Ég vil hér með nokkrum orðum kveðja föður minn sem dó í svefni aðfaranótt fimmtudagsins 11. janúar á heimili sínu, níutíu og eins árs að aldri. Andlát hans bar algerlega óvænt að þar eð hann hafði ekki kennt sér neins meins svo neinn vissi af. Ég átti tal af honum kvöldið áður í síma um hálftíuleytið þar sem ég tjáði honum að ég hefði keypt mér farmiða til Danmerkur og myndi koma til hans tveim dögum síðar, á föstudeginum, og vera í viku. Það var með gleði og tilhlökkun í rómnum að hann kvaddi mig þetta kvöld. Við töluðum ekki lengi því við ætluðum að hittast aftur von bráðar og eiga saman góðar stundir þar sem við gátum talað af hjartans lyst. Það fór á annan veg en ætlað var eins og svo margt í þessum heimi. Næsta dag fannst hann örendur í rúmi sínu. Þá er hann farinn, eftir langa ævi og atorkusama. Ég minnist hans ógreinilega úr barnæsku minni á Hlíðadalsskóla í Ölfusi þar sem hann var skólastjóri í tíu ár. Það var sem hann væri í fjarlægð, nær alltaf upp- tekinn. Við systkinin sáum hann til- sýndar eða biðum eftir því að hann kæmi heim frá ferðalögum eða fund- arhöldum. Ég minnist þess að hafa gengið niður á þjóðveginn með systkinum mínum á kvöldum þegar von var á honum heim. Við reyndum að greina ökuljósin á Landróvernum hans frá öðrum bílum þannig að við gætum fengið far með honum heim síðasta spölinn. Þannig var pabbi, alltaf á fullri ferð, einbeittur og áhugasamur um það sem hann var að fást við. Og það sérstaka var að áhugasemi hans fyrir málefnunum sem hann var upptekinn af, skólan- um sem hann var að byggja upp eða kirkjunni sem hann þjónaði, smitaði okkur hin í fjölskyldunni þannig að við áttum þetta allt með honum og fyrirgáfum honum það þess vegna að hann skyldi þurfa að vera svo mikið í burtu frá okkur. Þessa hugsýn höfum við börnin hans fengið í arf frá honum og met- um nú sem enn dýrmætari fjársjóð eftir að hann er allur. Nú hefur hann fengið hvíldina. Hvíld frá erfiði sínu, eins og segir í orði Guðs, en verkin standa eftir. Og nú bíður hans upp- risan í Drottni samkvæmt öruggu fyrirheiti hans. Þá mun fullkomnast það verk sem hafist var handa við af veikum mætti í þessum heimi. Og þá mun okkur gefast tækifæri til að taka upp þráðinn að nýju þar sem frá var horfið. Blessuð sé sú dýrð- arvon. Guð blessi minningu pabba. Eric Guðmundsson. Fátt eitt situr eftir í barnsminn- inu af ræðum Júlíusar föðurbróður, en ein dæmisaga festist þó í hug- anum sem „hans“ saga: Kóngulóin sem byrjaði á því að mynda uppi- stöðuþræðina fyrir vef sinn. Þeir lágu frá andstæðum áttum og mætt- ust í miðju. Kóngulóin spann svo vefinn og fallegur var hann þegar hún leit yfir unnið verk en þó var eins og einn uppistöðuþráðurinn væri ekki nauðsynlegur og hún var búin að gleyma hvers vegna hún hafði upphaflega talið hann mikil- vægan. Kóngulóin beit því þráðinn í sundur sem lá að ofan. Þá féll allur vefurinn saman og var ónýtur. Þráð- urinn að ofan var því þrátt fyrir allt mikilvægastur annarri uppistöðu. Júlíus minntist oft á foreldra sína og bernskuheimilið á Glæsistöðum í Vestur-Landeyjum og hélt því fram að guðstrúin sem foreldrar hans hefðu innrætt sér væri sá arfur sem hefði verið sér mikilvægari en allt annað. Hann mat og viðhélt þræð- inum að ofan alla ævi og þetta mót- aði afstöðu hans til guðs og manna. Þráðurinn að ofan veitti lífi hans til- gang og hann var fær um að veita svör við knýjandi spurningu ung- lingsáranna um tilgang lífsins og hér kemur önnur minning um texta sem hann notaði oft: „Vér erum smíð hans, skapaðir fyrir samfélagið við Krist Jesúm til góðra verka, sem Guð hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau (Ef. 2,10.). Sívirkur var Júlíus að miðla öðr- um af trú sinni og hlúa sér í lagi að hinum ungu sem kennari, æskulýðs- leiðtogi, skólastjóri og prestur. Orð- ið þreyta var ekki til í hans orða- forða. Alltaf sá hann hið góða fremur en hitt í hverjum manni. „Hann hef- ur ómetanlega kosti“ og svo kom upptalning á þeim, eða „þetta er góður krakki,“ heyrðist alltaf væri einhverjum hallmælt. Júlíus vann þó ekki góðu verkin til að ávinna sér sáluhjálp. Persónulega getur önnur okkar systra vottað að Júlíus opnaði augu hennar, þá fulltíða konu, fyrir því sem trúað fólk kemur ekki alltaf glögglega auga á þrátt fyrir allt og varð til þess að tímamót urðu í trúarlífi hennar. „Hvað er fagnaðar- boðskapurinn?“ sagði hann. „Hvers vegna er talað um gleðitíðindi? Það er að maðurinn frelsast af náð en ekki fyrir eigin verk. „Því af náð er- uð þér hólpnir orðnir fyrir trú, og það er ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf. Ekki af verkum, til þess að enginn skuli geta þakkað sér það sjálfum“(Ef.2,8-9.). Og hann bætti við: „Þessu gleyma menn og það er eins og manneðlið og uppeldið keppist um að útrýma þessum sann- indum.“ Persónulega veitti þessi sannfæring honum gleði og bjart- sýni. Við systurnar voru mjög ungar þegar Júlíus og danska eiginkonan hans, Gerda, komu til Íslands eftir að hann hafði verið árum saman við nám erlendis. Upp frá því eyddu þau öllum helgum og jólum með okkur. Jólin gerðu þau að sérstakri hátíð með óvæntum leikjum. Svo fluttu þau til Vestmannaeyja. Eftir það komu þau upp á land á sumrin og fóru þá fjölskyldur okkar saman í útilegu að loknum æskulýðsmótum sem Júlíus stóð fyrir fyrstur manna innan aðventusafnaðarins. Á björt- um sumarkvöldum söfnuðumst við saman og faðir okkar og Júlíus sögðu sögur meðan ilmurinn af blóð- bergstei fyllti tjaldið. Öll þessi sam- vera var svo skemmtileg og veitti gleði og fögnuði inn í tilveru okkar. Þeir höfðu sérstakan hæfileika til að sjá hið spaugilega við menn og mál- efni í hversdagslífinu og auk þess var faðir okkar góður leikari sem hermdi eftir og lék þá sögurnar sem hann sagði. Ef þetta voru sögurnar úr sveitinni frá bernskuslóðunum bætti Júlíus við þær og hló svo að tárin runnu þótt ekkert hljóð heyrð- ist. Aldrei var hlegið eins mikið og þegar þeir bræður tóku til að segja frá. Við systurnar veltumst bókstaf- lega um. Þetta var allt græskulaust gaman og aldrei viðhöfðu þeir eitt einasta klúryrði eða sögðu sögur með tilvísun í eitthvað sem vafasamt gat talist. Heilsteyptari og hrein- lyndari menn en þeir bræður eru vandfundnir. Söngurinn setti sömuleiðis svip á félagslífið okkar. Öll höfðu þau góða söngrödd og unnu tónlist. Það má með sanni segja að söngur og hlátur hafi ómað á heimilum okkar. Svo fluttu þau hjónin, Júlíus og Gerda, aftur upp á fastalandið og samveru var hægt að halda áfram og nú höfðu börn bæst í hópinn hjá báðum fjöl- skyldum. Við erum svo innilega þakklátar fyrir þessar góðu og glöðu minning- ar en ekki bara minningar því að við sjálfar og viðhorf okkar til lífsins hafa mótast af því uppeldi sem við hlutum á bernskuheimilinu sem ein- kenndist meðal annars af þeirri nánu samveru sem alltaf var milli foreldra okkar og Júlíusar og Gerdu og áhrifum þeirra. Gerda lifir nú mann sinn. Hún er fáguð kona og fínleg sem var gaman fyrir okkur systur heim að sækja. Hún lék á hljófæri og söng, það veitti okkur sérstaka gleði. Hún átti alltaf eitthvað smálegt og fínlegt að sýna okkur og gefa. Alltaf hafði hún eitthvað gott að segja um annað fólk. Að því leyti var jafnt á komið með þeim hjónum. Hún hefur verið bjart- sýn og aðlagaðist svo vel nýju landi og siðum að aðdáunarvert var. Nú býr hún í Danmörku þar sem þau hjónin höfðu dvalist hin síðari ár. Júlíus heimsótti Ísland sl. sumar og þá hafði sú okkar sem þar bjó tækifæri til að spjalla lengi við hann og rifja upp gamla daga. Sömuleiðis talaði ég við hann í síma nokkrum dögum fyrir hið sviplega andlát hans og m.a. lýsti hann fyrir mér útsýninu sem blasti við ofan af hæðinni sem húsið hans stóð á: „Það er svo fallegt að sjá snævi þakta ása og hæðir og mikil er víðáttan. Kemur þú ekki bráðum að heimsækja mig svo ég geti sýnt þér þetta?“ Þarna birtist enn á ný hve mikill náttúruunnandi hann var. Hann átti hæfileikann til að líta upp, fagna og þakka fyrir gjafir Guðs og lífið í heild. Ekki náði ég að heimsækja hann en við syst- urnar og mágur minn vorum við- stödd útför hans í Danmörk. Við vottum Gerdu, konu hans, börnum þeirra og barnabörnum samúð okk- ar og samhug með þakklæti fyrir kærleika, hlýhug og frændsemi. Blessuð sé minning Júlíusar föð- urbróður okkar. Sigríður Candi og Hanna Jörgensen. Júlíus fór ungur til framhalds- náms í Danmörku. Þar kynntist hann æskulýðs- og skólastarfi að- ventista. Hann hreifst af þessu kristilega skólastarfi og kom heim með þann bjargfasta ásetning. sem fyrirrennari hans, séra O.J. Olsen, deildi með honum, að nauðsynlegt væri fyrir Aðventkirkjuna á Íslandi að koma upp og starfrækja fram- haldsskóla fyrir ungmenni safnaðar- ins. Þótt hugmyndin þætti djörf, sem hún og var, varð ekki frá henni hvikað. Með einstökum dugnaði var Hlíð- ardalsskóli í Ölfusi drifinn upp sem gagnfræðaskóli, er starfa skyldi samkvæmt kennslulöggjöf ríkisins og útskrifa með unglingapróf, lands- próf og gagnfræðapróf að þess tíma hætti. Haustið 1950 hóf þessi skóli göngu sína með Júlíus sem skóla- stjóra, og var ég ráðinn sem kennari með honum. Frá þeim tíma hafa leiðir okkar legið saman í fjölbreyttu starfi og vinfengi okkar haldist allt til æviloka hans. Hann lézt fimmtudaginn 11. þessa mánaðar. Kynni okkar urðu mjög náin og áttum við jafnan gott samstarf. Júlíus var stórhuga, hafði háar mennta-, trúar- og siðfræðihugsjón- ir og setti skólanum þann háa staðal, að útskrifaðir nemendur hans stæðu til jafns við önnur ungmenni lands- ins, og yrðu sem bezt búin til gagn- legra starfa í þjóðfélaginu. Reyndist hann farsæll í þeim ásetningi, því skólinn gat sér gott orð. Og í stað þess að mennta fáein aðventung- menni í einu skólahúsi, eins og upp- haflega var áformað, reis þar ein byggingin af annarri sem hýstu 70, 80 og yfir 90 nemendur, þegar þeir voru flestir. Þannig varð Hlíðardals- skólinn (H.D.S. eins og við köllum hann) ekki einungis skóli tiltölulega fárra aðventungmenna, heldur stóð hann öllum opinn svo sem rými leyfði. Þannig sá Júlíus háar hug- sjónir sínar rætast í þjónustu við þjóðfélagið. Ásamt skólastjórastarfinu var hann formaður aðventkirkjunnar á Íslandi, og átti sæti í yfirstjórn hennar erlendis. Fjölda ára var hann, ásamt skólastjórastarfinu, prestur Reykjavíkursafnaðar, rit- stjóri safnaðarblaðsins og æskulýðs- leiðtogi. Var hann því önnum hlað- inn og leysti af hendi umfangsmikið, ósérhlífið, mikilvægt og stórþakka- vert starf fyrir kirkjuna. Auk þessa starfaði Júlíus um tíma sem prestur og skólamaður á vegum aðventkirkj- unnar erlendis. En nú er hann genginn, og bless- uð sé minning hans. Kæra Gerða, Sonja, Harrí, Eric, tengdabörn, barnabörn og ástvinir allir. Með vinarkveðjum vottum við ykkur innilegustu samúð, þökkum langa farsæla samfylgd og vinfengi. Guð blessi ykkur og styrki. Bless- uð sé minning bróður Júlíusar. Sólveig og Jón Hjörleifur. JÚLÍUS GUÐMUNDSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 allan sólarhringinn — utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Sjáum um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla. 6     * + - 2) .< @   ( !   . /#     !  7    "       2   !      $%%& "D! '!"$"    1 4. &"$"    ?4 0 <     ! . &"$"     !""! 9 #     ! '! $) ! (    '    #  *    *              ; + --.//  = $ "'  """!'"7E &   (     8    "       1   !      $+&& 9   "         "     !  )  1 +  09 # %  +  # 0 !     +  # 9 +  #  )@      ) ! "+     "$"" !" # #!   "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.