Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er merkileg sýning sem and- dyri Norræna hússins hýsir um þess- ar mundir, sennilega ein hin merki- legasta sem þangað hefur ratað og sú sem hvað mest erindi hefur átt til okkar. Um að ræða sýningu á upp- dráttum og teikningum af færeyskum kirkjum sem gert hefur J.P. Gregor- iussen (f. 1932). Einnig liggja frammi í bókasafninu fjögur stór og vegleg ritverk frá árunum 1995–1999, inni- halda teikningar af öllum kirkjum í Færeyjum, og herma vítt og breitt af rannsóknum hans á vettvanginum. Gregoriussen er arkitekt með brennandi áhuga á færeyskri arfleifð í húsagerðarlist, menntun sína sótti hann til listakademíunnar í Kaup- mannahöfn og útskrifaðist þaðan 1960. Hefur rekið ráðgefandi arki- tektastofu í Þórshöfn frá 1961 og var meðstofnandi arkitektafélagsins í Færeyjum, sat í stjórn þess og heið- ursfélagi frá 1991. Þegar Gregoriussen kom til starfa voru sérkenni húsa í Færeyjum svo til að hverfa, en honum tókst að snúa þróuninni við og blása nýju lífi í fær- eyska húsagerðarlist með hönnun tréhúsa sem voru í anda hins gamla byggingarstíls með áherslu á hand- verk og ýmis smáatriði í skreytingum. Hefur starfað á breiðu sviði samfara viðamiklum rannsóknum á færeyskri arfleifð í byggingarlist, hannað hús fyrir einstaklinga og hið opinbera og má hér helst nefna hið sérkennilega Listasafn Færeyinga ásamt viðbygg- ingu, Útvarpshúsið, Landsbókasafn Færeyja og skólabyggingar víðs veg- ar um eyjarnar. Af öllu má ráða að hér sé um eldsál og athafnamann að ræða, með ríkan skilning á vægi þess að tengja fortíð við nútíð og öfugt. Menn kunnu betur að laga byggingar að landinu og veðr- áttunni hér áður fyrr, en það var al- gjör forsenda mannlífs fyrir daga seinni tíma orkugjafa. Hér er þannig kominn maðurinn sem forðaði Þórs- höfn frá að verða eins og Reykjavík, með öll sín mörgu stílbrot víða að úr heiminum, íbúðasíló og sjónmengun. Stílbrot sem urðu til við allt aðrar að- stæður, menningararfleifð, landslag og veðráttu. Fer síður út í þá sálma hér hve mörgum fallegum timburhús- um hefði mátt bjarga í borgarlandinu, að ekki sé talað um landsbyggðina, ef rétt hefði verið staðið að málum og yf- irþyrmandi minnimáttarkenndin, vanmat og þekkingarleysi á eigin arf- leifð hefði ekki leitt þessa nýríku þjóð út í blindgötur í þessum efnum. Lítið sem ekkert hugað að þeirri undir- stöðu sem metnaðarfullu nútímaríki er hvað mikilvægust, sjónmenntum. Að undanskildum steinkirkjunni í Kirkjubæ, sem var dómkirkja Fær- eyja á miðöldum og trékirkjunni í Þórshöfn (byggð 1788 og endurbyggð 1865) eru tíu elstu kirkjurnar í Hval- vík (1829), Norðragøta (1833), Strendur – Við Sjóvg (1834), Kaldbak (1835), Kollafjørður (1837), Oyndarf- jørður (1838), Sandur (1839, Nes 1843) og Porkeri (1847). Ein af orsökum þess að svo fáar kirkjur eru eftir af þeim 39 sem heim- ildir geta um eftir siðaskipti, er að kirkjurnar voru yst sem innst úr tré og þar sem þær voru hlaðnar var ekki notuð steypublanda til styrktar (mørtel) og ending líkra kirkna er ekki löng í rakasamri veðráttu, en hér eru kirkjurnar í Kirkjubæ undan- tekningar. Engar skráðar heimildir eru til um miðaldakirkjur, fjölda þeirra, útlit, innréttingar og skreyt- ingar, en hins vegar er til mikið af grónum rústum eftir bænahús þar sem veggirnir hafa greinilega verið úr grjóti. En hvort formrænn skyldleiki sé á milli þeirra og seinni tíma tré- kirkna er nokkur ráðgáta sem forn- leifafræðingar eru að leitast að leysa og hafa þegar ratað á mikilvægar upplýsingar varðandi kirkjuna að Sandi. Kom í ljós að núverandi kirkja er hin sjötta frá upphafi og að fyrsta kirkjan hafi verið norsk stafkirkja lík- ast til byggð á 11. öld. Þeirri fornu hefð hafði verið fylgt að byggja kirkj- urnar á nákvæmlega sama stað hverja upp af annarri, en þó með nokkrum tilfærslum hvað grunn- mynd snerti. Kirkjurnar sem eftir standa eru sumar hverjar svo fallegar að mann rekur í rogastanz, merkjanlegur er skyldleiki þeirra við þær íslenzku, að sama hefð er í sumum tilvikunum að baki stílbragðanna. Og eins og þær ís- lenzku falla þær afar vel að landslag- inu í látleysi sínu og auðmýkt gagn- vart almættinu. Allar ofannefndar kirkjur og inn- réttingar þeirra hefur Gregoriussen teiknað og dregið fram hvert smáat- riði af einstakri natni og samvisku- semi. Í ljós kemur að hér hefur verið um afar vandaða smíð að ræða, hand- verk sem var arfur fyrri kynslóða líkt og við greinum í íslenzkum verk- geymdum og fram kemur í rannsókn- um Harðar Ágústssonar og hinum miklu ritverkum hans um fyrri tíma byggingarlistasögu á Íslandi. Gregoriussen er snjall teiknari þegar best lætur, en getur verið æði misjafn og á stundum óskar maður sér þess að hann hefði að mestu sleppt litunum en þau fræði virðist vera hans veika hlið. Þá er alltof þröngt um sýninguna í anddyrinu og hún hefði átt stórum meira erindi í kjallarasalina en margt af því sem þangað hefur ratað undanfarið. Sett upp á nútímalegan hátt með mikið stækkuðum myndum, skýringartext- um og myndvörpum til að gera hana aðgengilegri og auka skilvirkni. Að öllu samanlögðu er hér á ferð yf- irmáta væn sending frá frændum vor- um í Færeyjum, sem verð er fyllstu athygli og ber að þakka með miklum virktum… Leiðrétting Í rýni minni um frásagnarmálverk- ið datt orðið, bergmál, úr málsgrein sem gerði hana torskildari en skyldi. Rétt er hún svona: Líka kom til að þreytumerki fara jafnaðarlega fljótt að segja til sín í tilbúnu og fjarstýrðu hópefli, þar sem hinu sama er haldið að fólki og öll söfn og listhús full af margradda bergmáli þess, ásamt því að kenningasmiðir fara út á ystu nöf í einstrengnislegri rökfræði. Hér gerði tölvan mér grikk sem mér yfirsást. Trékirkjurnar í Færeyjum Bragi Ásgeirsson Ljósmynd/Bragi ÁsgeirssonSandvágskirkja 1917. Vágs kirkja 1939. Hér má sjá greinilegan skyldleika við Hallgríms- kirkju og margt úr danskri kirkjulist. LIST OG HÖNNUN N o r r æ n a h ú s i ð , a n d d y r i „KIRKJURNAR Í FØROYUM“ Teikningar/ ritverk J.P. Gregor- iussen. Opin daglega frá 9–17, sunnudaga frá 12–17. Til 12. febrúar. Aðgangur ókeypis. Hafnarborg TVEIMUR sýningum lýkur á mánudag í Hafnarborg. Sýn- ing á skúlptúrum og ljúsmynd- um eftir Kaisu Koivisto sem nefnist Villt og „Landið“ sýn- ing á lágmyndum úr gifsi eftir Sari Maarit Cedergren. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11- 17. Sýningu lýkur TÓNLISTARNÁMSKEIÐ Ingólfs, haldið að tilhlutun Listadeildar Heimsklúbbsins, hófst í Safnaðarsal Háteigskirkju í vikunni og stendur til 27. febrúar. Inntak námskeiðsins er að kenna fólki að hlusta, skerpa heyrn þess á tóna og tóngæði. Námskeiðið ber yfirskriftina Frá Mozart til Mahlers og spannar tíma- bilið frá hápunkti klassískrar tónlist- ar í Vín á dögum Mozarts og Beethovens til loka síðrómantíska tímans með verkum Mahlers. Á vori komandi verður síðan lagt í pílagrímsferð á slóðir meistaranna í Austurríki og Tékklandi, þar sem dvalist verður í Salzburg og á vorhá- tíðum, bæði í Vín og Prag. Morgunblaðið/Kristinn Ingólfur Guðbrandsson ásamt þátttakendum í námskeiðinu. Frá Mozart til Mahlers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.