Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 26
ÞÆR 400 milljónir dollara (um 35 milljarðar króna) sem ríkisþingið í Kaliforníu hafði samþykkt að verja til kaupa á rafmagni í því skyni að stemma stigu við orku- kreppunni í ríkinu eru nú á þrot- um og ríkisstjórinn, Gray Davis, hefur tilkynnt að yfirvöld muni verja jafnhárri upphæð til viðbót- ar til orkukaupa á næstu dögum. Raforka er enn skömmtuð í Kali- forníu og ríkisþingið reynir nú að komast að samkomulagi um var- anlega lausn á vandanum. Milljónirnar 400 sem þingið í Kaliforníu samþykkti upphaflega að veita til raforkukaupa gengu til þurrðar á aðeins 12 dögum og útlit er fyrir að hinar 400 millj- ónirnar, sem ríkisstjórinn hét nú í vikunni, dugi álíka skammt. Að auki hefur þingnefnd til umræðu frumvarp sem gerir ráð fyrir að 500 milljónum dollara til viðbótar verði varið af almannafé til þess að fjármagna kaup rafveitna á rafmagni. Því er hugsanlegt að yfirvöld í Kaliforníu verði búin að reiða af hendi samtals um 1,3 milljarða dollara, eða um 110 milljarða króna, áður en þingið hefur komið sér saman um til hvaða aðgerða skuli gripið til þess að leysa vandann til lang- frama. Ástæðu orkukreppunnar má rekja til þess að hámarksverð er enn í gildi í Kaliforníu á rafmagni í smásölu þrátt fyrir að heildsölu- verð hafi verið gefið frjálst árið 1996. Rafveiturnar í ríkinu hafa því ekki getað brugðist við hækk- andi heildsöluverði með því að hækka smásöluverð og nú er svo komið að þær ráða ekki lengur við að kaupa rafmagn af raforku- verum til þess að dreifa til neyt- enda. Bush vill rýmka heimildir til olíuvinnslu George W. Bush Bandaríkja- forseti hefur í vikunni lýst mikl- um áhyggjum af orkukreppunni í Kaliforníu. Hann sagði ástandið í ríkinu vera víti til varnaðar og boðaði endurskoðun á stefnu stjórnvalda í orkumálum. Bush hefur verið eindreginn talsmaður þess að heimildir til ol- íuvinnslu í Bandaríkjunum verði rýmkaðar og vísaði á mánudag til orkuskortsins í Kaliforníu til þess að renna stoðum undir það. Hann tilnefndi Dick Cheney varafor- seta til að stýra nýrri nefnd, sem ætlað er að fjalla um leiðir til þess að „gera Bandaríkin síður háð erlendum ríkjum um olíu“ og „hvetja til þróunar orkugeirans í landinu“. Forsetinn hét því að ol- íufyrirtækjum yrði gert auðveld- ara að leita að olíu og nýta hana og hömlum á flutningi olíu og gass til raforkuframleiðslu yrði aflétt. Meira skattfé til orkukaupa Los Angeles, Washington. The Daily Telegraph. Ekki sér fyrir endann á orkukrepp- unni í Kaliforníu og rafmagn skammtað ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÖGULEGUM réttarhöldum vegna Lockerbie-tilræðisins lauk í Hollandi í gær með því að annar líbýsku sak- borninganna var fundinn sekur um að hafa orðið 270 manns að bana með því að aðstoða við að koma fyrir sprengju í farþegaþotu bandaríska flugfélagsins Pan Am sem sprakk í loft upp yfir skoska bænum Locker- bie fyrir rúmum tólf árum. Er þetta í fyrsta sinn sem skoskur dómstóll réttar utan Skotlands og réttarhöld- in voru einnig óvenjuleg að því leyti að enginn kviðdómur var skipaður í málinu. Réttarhöldin hófust 3. maí í fyrra og réttað var í alls 85 daga. 230 vitni komu fyrir réttinn og afritin af öllum vitnisburðinum voru 10.232 síður, eða meira en þrjár milljónir orða. Áætlað er að réttarhöldin hafi kostað andvirði 6,8 milljarða króna og rannsókn málsins hefur staðið í tólf ár. Er þetta viðamesta rannsókn breskra yfirvalda á hermdarverkum í sögunni. Ættingjar þeirra sem biðu bana í tilræðinu segja að réttarhöldin yfir Líbýumönnunum tveimur séu aðeins fyrsti kaflinn í leitinni að sannleik- anum á bak við tilræðið. Mörgum spurningum sé enn ósvarað og marg- ir þeirra sem tóku þátt í tilræðinu gangi enn lausir. Réttarhöldunum lauk með því að Líbýumaðurinn Abdelbaset Ali Moh- med al-Megrahi var fundinn sekur um að hafa átt þátt í því að koma fyr- ir sprengju í Boeing 743-þotu Pan Am sem sprakk í loft upp yfir Lock- erbie 21. desember 1988 þegar hún var á leiðinni frá Heathrow til New York. Allir um borð í þotunni, 259 manns, þar af 189 Bandaríkjamenn, létu lífið í sprengingunni. Stór hluti þotunnar féll á Lockerbie og ellefu íbúar bæjarins biðu bana. Samið um framsal við Gaddafi Grunur lék lengi á að Íranar eða Sýrlendingar hefðu staðið fyrir til- ræðinu en böndin bárust fljótlega að Líbýumönnum. Abdullah Senoussi, tengdasonur Muammars Gaddafis, leiðtoga Líbýu, var grunaður um að hafa lagt á ráðin um tilræðið og franskur dómari gaf út tilskipun um handtöku hans 30. október 1991. Hálfum mánuði síðar gáfu banda- rísk og bresk yfirvöld út ákæru á hendur al-Megrahi og öðrum Líbýu- manni, Lamen Khalifa Fhimah. Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna krafð- ist þess að Gaddafi framseldi mennina og setti bann við flugi og sölu vopna til Líbýu í apríl 1992. Bandaríkjastjórn hét einnig andvirði 350 milljóna króna í verðlaun fyrir handtöku Líbýumannanna og fyrir- skipaði refsiaðgerðir gegn erlendum fyrirtækjum sem fjárfesta í Líbýu. Líbýumennirnir voru loks fram- seldir í apríl í fyrra samkvæmt sam- komulagi við Gaddafi um að þeir yrðu leiddir fyrir rétt í hlutlausu landi. Réttarhöldin fóru fram í dómhúsi í Camp Zeist, sem var áður bandarísk herstöð, nálægt Amsterdam. Sak- borningarnir héldu alltaf fram sak- leysi sínu og neituðu því að þeir hefðu starfað fyrir líbýsku leyniþjón- ustuna eins og saksóknararnir héldu fram. Líbýumennirnir sögðu að pal- estínskir öfgamenn hefðu komið sprengjunni fyrir í þotunni, líklega fyrir hönd Írana til að hefna árásar bandarísks herskips á íranska far- þegaþotu sem var skotin niður árið 1988. Al-Megrahi, 48 ára, var yfirmaður öryggismála hjá Libyan Arab Airl- ines og Fhimah, 44 ára, var stöðv- arstjóri líbýska flugfélagsins á Luqa-flugvelli á Möltu. Þeir eru sak- aðir um að hafa sett ferðatösku, sem innihélt sprengjuna, í flugvél sem fór til Frankfurt. Þar var ferðataskan sett í aðra flugvél sem fór til Heath- row þar sem hún var sett í farmrúm Pan Am-þotunnar. Eitt aðalvitnanna, Edwin Bollier, eigandi svissnesks fyrirtækis á sviði rafeindatækni, kvaðst hafa selt Líb- ýumönnum klukkubúnað sem hefur verið notaður í tímasprengjur. Hann sagði að al-Megrahi hefði samið um kaupin fyrir hönd líbýsku leyniþjón- ustunnar. Verjendur Líbýumann- anna sögðu að palestínskir hermd- arverkamenn kynnu að hafa notað slíkan búnað til að sprengja þotuna. Annað vitni, Tony Gauci, eigandi fataverslunar á Möltu, bar að maður, sem líktist al-Megrahi, hefði keypt fatnað í versluninni í desember 1988. Saksóknararnir segja að leifar af fatnaðinum hafi fundist í brakinu og hann hafi verið í ferðatöskunni þar sem sprengjan var falin. Verjend- urnir sögðu að kaupmaðurinn hefði ruglast á al-Megrahi og dæmdum palestínskum hermdarverkamanni, Mohammed Abu Talb, sem er í fang- elsi í Svíþjóð. Þriðja vitnið, líbýskur njósnari bandarísku leyniþjónustunnar CIA, kvaðst hafa séð al-Megrahi á flug- vellinum á Möltu kvöldið fyrir sprenginguna með ferðatösku sem passaði við lýsinguna á töskunni sem notuð var í tilræðinu. Verjendurnir sögðu að njósnarinn hefði spunnið þetta upp löngu eftir tilræðið vegna þess að CIA hefði hótað að reka hann fyrir að hafa ekki látið henni í té gagnlegar upplýsingar. Vitnið flúði til Bandaríkjanna árið 1991. Réttarhöldum lokið yfir tveimur Líbýumönnum vegna Lockerbie-tilræðisins sem banaði 270 AP Teikning af réttarsalnum í Camp Zeist í Hollandi, þar sem myndatökur voru bannaðar. Líbýumaðurinn Abdel Basset Ali al-Megrahi, sem var fundinn sekur um aðild að Lockerbie-tilræðinu, hlýðir á dómsorðið kveðið upp. Margt er enn á huldu eftir 12 ára rannsókn Camp Zeist. AP, AFP. MEÐ því að sýna í sjónvarpi ógn- vekjandi myndir af brennandi fólki og illa brenndri tólf ára gamalli stúlku greindu kínversk yfirvöld á þriðjudag frá tilraun meintra áhangenda íhugunarhreyfing- arinnar Falun gong til að svipta sig lífi með sjálfsíkveikju á Torgi hins himneska friðar í Peking hinn 23. janúar sl. Upphaflega höfðu stjórnvöld reynt að hindra fréttaflutning af at- vikinu, en ákvörðun þeirra um að heimila viku síðar að sýndar yrðu í sjónvarpi upptökur örygg- ismyndavéla af því virtist hugsuð til að skjóta stoðum undir þær fullyrð- ingar talsmanna stjórnvalda, að Falun gong-hreyfingin væri hættu- legur sértrúarhópur. Talsmenn Falun gong hafa vísað því á bug að fólkið sem þarna reyndi að svipta sig lífi hefði verið í nokkrum tengslum við hreyfinguna og hvöttu kínversk stjórnvöld til að heimila að óháður aðili rannsakaði málið til að fá sannleikann í málinu staðfestan. Í yfirlýsingu talsmannanna segir að kennisetningar Falun gong kveði skýrt á um bann við öllum drápum, þar með talið sjálfsvígum. Falun gong-áhangendur í Kína hafa efnti til ýmiss konar friðsælla mótmæla gegn banni stjórnvalda við starfsemi hreyfingarinnar sl. 18 mánuði og nýlega lét upphafs- maður hennar, Kínverjinn Li Hongzhi sem býr nú í Bandaríkj- unum, svo ummælt að fylgismenn Falun gong mættu alveg grípa til róttækari aðferða í baráttunni gegn ofsóknum kínverskra yfirvalda. Kveiktu Falun gong- áhangendur í sér? AP Þrír meintir fylgismenn Falun gong í ljósum logum í upptöku örygg- ismyndavélar á Torgi hins himneska friðar hinn 23. janúar sl. JOSEPH Kabila, hinn nýbakaði leið- togi Lýðveldisins Kongó, átti fund með Jacques Chirac Frakklandsfor- seta síðdegis í gær. Fundurinn var sá fyrsti í leiðangri Kabila til Vest- urlanda í viðleitni til að stilla til frið- ar í Kongó. Kabila áði í Frakklandi á leið sinni til Bandaríkjanna en hann mun í dag eiga fund með bandaríska utanrík- isráðherranum Colin Powell. Kabila tók við völdum fyrir sex dögum af föður sínum, Laurent Kabila, sem var myrtur af eigin lífverði. Skrifstofa franska forsetans sagði fundinn hafa farið fram að beiðni Ka- bila. „Frakkland, sem styður frið og viðræður, hefur tekið eftir hrein- skilni Josephs Kabila í fyrstu yfirlýs- ingu hans.“ Skrifstofan vísaði þar til ávarps Kabila sem hann flutti sl. föstudag. Í því hét hann að endur- lífga Lukasa-friðarsamninginn, sem skrifað var undir í höfuðborg Zam- bíu um mitt ár 1999 en hefur aldrei verið fylgt eftir. Hann falaðist einnig eftir stuðningi ESB, Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna, sem er and- stætt stjórnarháttum föður hans. Auk Powell mun Kabila hitta í dag forseta Rúanda, Paul Kagane, en Rúanda hefur stutt uppreisnarmenn í borgarastríðinu í Kongó. Kabila í friðarhug Khinasa. AFP. AP Jacques Chirac Frakklandsfor- seti (t.h.) heilsar Joseph Kabila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.