Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 49 ÚTSALA Enn meiri verðlækkun allt að 60% afsláttur ÚTSALA Enn meiri verðlækkun Kringlunni s. 533 1740 OPIÐ TIL KL. 21.00 Í KRINGLUNNI ALLA FIMMTUDAGA OPIÐ TIL KL. 21.00 FIMMTUDAGA KRINGLUNNI s. 533 1730 allt að 60% afsláttur FIMMTUDAGINN 18. janúar birtist grein í Morgunblaðinu eftir Gylfa Magnússon, for- mann viðskiptaskorar Háskóla Íslands, þar sem hann gagnrýnir þá herör sem Stúd- entaráð hefur skorið upp gegn seinum ein- kunnaskilum í Há- skóla Íslands og telur hann ómaklega að verki staðið. Greinin gefur tilefni til ábend- inga og hugleiðinga um nauðsyn aðgerð- anna og þann árangur sem þær hafa borið. Reglugerð HÍ er skýr Í síðustu vorprófum var einkunn- um skilað of seint í 32% tilfella í Háskóla Íslands. Það er með öllu óviðunandi að reglugerð Háskólans skuli brotin í 32% námskeiða, enda eiga nemendur mikið undir því að einkunnum sé skilað á réttum tíma. Til að mynda fá þeir engin námslán greidd út fyrr en einkunnir hafa borist og þeir þar með sýnt fram á að þeir hafi staðist kröfur LÍN um námsframvindu. Háskólayfirvöld hafa ekki fylgt reglunum nægilega vel eftir, þrátt fyrir skýr ákvæði í reglugerð HÍ og ítrekaðar áskor- anir Stúdentaráðs. Þess vegna þurftum við stúdentar að grípa til ráðstafana til að vinna bug á vanda- málinu. Röskva átti frumkvæði að því að Stúdentaráð setti einkunna- skil kennara á Netið síðastliðið vor og þetta vakti mikla athygli. Núna í janúar fylgdum við málinu eftir og auglýstum í Morgunblaðinu eftir þeim einkunnum sem komnar voru í mest vanskil. Stúdentaráð vandar til verka Gylfi segir að forsvarsmenn stúd- enta hafi ekki leitað neinna skýr- inga á drættinum áður en auglýst var í Morgunblaðinu. Þetta er ekki rétt, enda hefur Stúdentaráð vand- að mjög til verka í þessu máli. Ein- kunnaskilasíðan byggist á bein- hörðum upplýsingum frá háskólanum sjálf- um, þ.e. þeirri stað- tölusíðu sem kennslu- svið HÍ hefur komið upp. Listarnir voru margyfirfarnir og staðfestingar leitað frá Nemendaskrá á nám- skeiðum á topp 10- vanskilalistanum. Í byrjun janúar sendi undirritaður póst á alla kennara og starfs- fólk háskólans þar sem óskað var eftir öllum hugsanlegum ábendingum frá kenn- urum, ef þeir teldu hinar beinhörðu upplýsingar sem koma frá kennslusviði ekki réttar. Margir kennarar höfðu samband, enda geta margvíslegar félagslegar ástæður valdið því að ómögulegt sé að skila einkunnum á réttum tíma. Stúdentaráð hefur tekið tillit til allra þessara ábendinga, enda leggjum við mikið upp úr því að all- ar upplýsingar séu réttar. Námsmenn látnir bíða Gylfi tekur dæmi um afar fjöl- mennt námskeið (435 nemendur í einu námskeiði!) þar sem ekki tókst að skila einkunnum á réttum tíma þrátt fyrir mikla vinnu umrædds kennara. Það er rétt og afar miður að mikið álag hvílir á mörgum kennurum. En það er hluti af fjár- svelti Háskóla Íslands, sem Stúd- entaráð hefur ítrekað bent á. Stúd- entaráð hefur barist hart fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands og dregið fram í dagsljósið hversu miklir eftirbátar nágranna- þjóðanna við erum. Þær upplýsing- ar sem Stúdentaráð setti fram um einkunnaskil eru ótvíræður vitnis- burður um ástand þeirra við Há- skóla Íslands, hverjum sem ástand- ið kann að vera að kenna. Stúdentaráð birti einungis stað- reyndir málsins, nafn námskeiðs þar sem einkunn lá ekki fyrir þrátt fyrir að 10 dagar væru komnir fram yfir þann frest sem reglugerðin mælir fyrir um. Er það sæmandi að Háskóli Íslands brjóti sína eigin reglugerð og láti námsmenn með því bíða langt fram í janúar eftir námslánum fyrir tímabilið septem- ber til desember? Í tilvikum sem þessum verður einfaldlega að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja að yfirferð náist á réttum tíma. Það er óþolandi staða að námsmenn fái ekki endanlegar ein- kunnir sínar fyrr en vel er liðið á næstu önn og þessi staðreynd hlýt- ur að vera jafnt háskólanum sem yfirmönnum menntamála hvatning til að gera nauðsynlegar úrbætur. Einkunnaskil batna um 34% Þær aðgerðir sem Stúdentaráð hefur staðið fyrir hafa skilað mikl- um árangri, þótt sumir kennarar hafi fundið þeim allt til foráttu. Eins og áður sagði var einkunna- skilaheimasíðan tekin í notkun í síðustu vorprófum og þá kom í ljós að í 32% tilfella var einkunnum skilað of seint. Búast má við að tal- an hafi verið enn hærri fyrir til- komu síðunnar, enda vakti síðan mikið umtal og setti þrýsting á kennara að skila á réttum tíma. Í nýafstöðnum prófum fór þessi tala niður í 21%, þannig að einkunna- skilin voru 34% betri en í síðustu vorprófum. Árangurinn er því aug- ljós og það er ánægjulegt að ýmsir kennarar hafi tekið sig á. Jafnt stúdentar sem kennarar hljóta að gleðjast yfir því að málinu miði í rétta átt. Ljóst er hinsvegar að enn berast einkunnir of seint í rúmlega fimmtungi námskeiða. Úr því þarf að bæta og það er ósk mín að jafnt stúdentar sem háskólayfirvöld vinni markvisst að því að bæta ein- kunnaskilin við skólann. Einkunnaskil við HÍ batna Eiríkur Jónsson Einkunnir Þær aðgerðir sem Stúd- entaráð hefur staðið fyr- ir hafa skilað miklum árangri, segir Eiríkur Jónsson, þótt sumir kennarar hafi fundið þeim allt til foráttu. Höfundur er formaður Stúdentaráðs HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.