Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 59 GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, og Skógrækt rík- isins hafa staðið fyrir nokkrum námskeiðum í vetur sem kallast; „Að lesa í skóginn og tálga í tré“. Fullbókað hefur verið á nám- skeiðin. Um er að ræða 20 klukku- stunda námskeið sem standa yfir helgi. Leiðbeinendur eru Guðmundur Magnússon, smíðakennari á Flúð- um, og Ólafur Oddsson, starfs- maður Skógræktar ríkisins. Unnið er með ferskan við beint úr skógi, kenndar gamlar handverks- aðferðir þar sem exi og hnífar eru notuð, lesið í eiginleika viðarins og fjölbreytt notagildi, geymslu og þurrkun. Næstu námskeið verða haldinn í Gróðrarstöðinni Kjarna í Kjarna- skógi á Akureyri helgina 2. - 4. febrúar í samvinnu við Skógrækt- arfélag Eyfirðinga, helgina 9.-11. febrúar á Hallormsstað í samvinnu við Héraðsskóga og í Reykjavík helgina 16. til 18. febrúar. Þá verð- ur haldið sérstakt námskeið í upp- sveitum Árnessýslu í apríl/maí, sem verður sérstaklega sniðið að þörfum sumarbústaðaeigenda. Hægt er að nálgast upplýsingar um námskeiðin á heimasíðu skólans, www.reykir.is Þátttakendur, sem sóttu framhaldsnámskeið á Flúðum nýverið, ásamt leiðbeinendunum, Ólafi Oddssyni og Guðmundi Magnússyni, sem sitja á stólunum, en það var eitt af hlutverkum námskeiðsgesta að útbúa svona stóla úr íslenskum við. Námskeið á vegum Garðyrkjuskólans ÚTBORGUNARDAGUR greiðslna almannatrygginga er í dag, fimmtu- daginn 1. febrúar. Svo sem venja er eru greiðslur frá Tryggingastofnun lagðar inn á reikninga viðskipta- manna 1. hvers mánaðar og greiðsluseðlar bornir til þeirra sama dag í síðasta lagi. Við útreikning greiðslna til ör- yrkja 1. febrúar er reiknað sam- kvæmt nýjum lögum frá Alþingi. Nýju lögin hafa áhrif á greiðslur tak- markaðs hóps öryrkja eða um eða innan við 10%. Frekari tölulegar upplýsingar um breytingar í kjölfar nýju laganna liggja ekki fyrir nú, en eru væntanlegar fyrir vikulok. Mis- skilnings virðist gæta hjá mörgum með ýmis atriði í kjölfar lagasetn- ingar og mikillar umræðu í þjóð- félaginu. Því er rétt að ítreka nokkur atriði: Breytingar í kjölfar nýju lag- anna snúa eingöngu að öryrkjum en ekki ellilífeyrisþegum og snerta ein- ungis afmarkaðan hóp öryrkja, þ.e. öryrkja sem eiga eða hafa átt maka eða eru í skráðri sambúð. Allt er óbreytt hjá öryrkjum sem búa einir. Áfram er tekjutrygging reiknuð út eins og fyrir lagabreytingu, þ.e.a.s reiknað er út frá sameiginleg- um tekjum hjóna. Komi í ljós eftir þann útreikning að tekjutrygging skerðist verulega eða fellur alveg niður tekur önnur og ný reikniregla við. Þá koma 2⁄3 hlutar eigin tekna, þ.m.t. launatekjur, greiðslur úr líf- eyrissjóðum og helmingur fjár- magnstekna, til skerðingar sam- kvæmt nýju lögunum en einungis í þeim tilvikum sem tekjutrygging verður lægri en 25.000 kr. eftir út- reikning eins og hann hefur hingað til verið. Tryggt er með þessu að tekjutrygging örorkulífeyrisþega lækkar ekki með nýju lögunum. Hins vegar er rétt að benda á að tekjutrygging örorkulífeyrisþega getur verið lægri en 25.000 kr. eða fallið niður vegna áhrifa eigin tekna. Leiðrétting á greiðslum aftur í tím- ann til þeirra sem eiga rétt á því samkvæmt nýju lögunum fyrir árin 1997, 1998, 1999 og 2000 verður greidd út 1. apríl 2001. Breyttar greiðslur snúa eingöngu að öryrkjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.