Morgunblaðið - 01.02.2001, Page 59

Morgunblaðið - 01.02.2001, Page 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 59 GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, og Skógrækt rík- isins hafa staðið fyrir nokkrum námskeiðum í vetur sem kallast; „Að lesa í skóginn og tálga í tré“. Fullbókað hefur verið á nám- skeiðin. Um er að ræða 20 klukku- stunda námskeið sem standa yfir helgi. Leiðbeinendur eru Guðmundur Magnússon, smíðakennari á Flúð- um, og Ólafur Oddsson, starfs- maður Skógræktar ríkisins. Unnið er með ferskan við beint úr skógi, kenndar gamlar handverks- aðferðir þar sem exi og hnífar eru notuð, lesið í eiginleika viðarins og fjölbreytt notagildi, geymslu og þurrkun. Næstu námskeið verða haldinn í Gróðrarstöðinni Kjarna í Kjarna- skógi á Akureyri helgina 2. - 4. febrúar í samvinnu við Skógrækt- arfélag Eyfirðinga, helgina 9.-11. febrúar á Hallormsstað í samvinnu við Héraðsskóga og í Reykjavík helgina 16. til 18. febrúar. Þá verð- ur haldið sérstakt námskeið í upp- sveitum Árnessýslu í apríl/maí, sem verður sérstaklega sniðið að þörfum sumarbústaðaeigenda. Hægt er að nálgast upplýsingar um námskeiðin á heimasíðu skólans, www.reykir.is Þátttakendur, sem sóttu framhaldsnámskeið á Flúðum nýverið, ásamt leiðbeinendunum, Ólafi Oddssyni og Guðmundi Magnússyni, sem sitja á stólunum, en það var eitt af hlutverkum námskeiðsgesta að útbúa svona stóla úr íslenskum við. Námskeið á vegum Garðyrkjuskólans ÚTBORGUNARDAGUR greiðslna almannatrygginga er í dag, fimmtu- daginn 1. febrúar. Svo sem venja er eru greiðslur frá Tryggingastofnun lagðar inn á reikninga viðskipta- manna 1. hvers mánaðar og greiðsluseðlar bornir til þeirra sama dag í síðasta lagi. Við útreikning greiðslna til ör- yrkja 1. febrúar er reiknað sam- kvæmt nýjum lögum frá Alþingi. Nýju lögin hafa áhrif á greiðslur tak- markaðs hóps öryrkja eða um eða innan við 10%. Frekari tölulegar upplýsingar um breytingar í kjölfar nýju laganna liggja ekki fyrir nú, en eru væntanlegar fyrir vikulok. Mis- skilnings virðist gæta hjá mörgum með ýmis atriði í kjölfar lagasetn- ingar og mikillar umræðu í þjóð- félaginu. Því er rétt að ítreka nokkur atriði: Breytingar í kjölfar nýju lag- anna snúa eingöngu að öryrkjum en ekki ellilífeyrisþegum og snerta ein- ungis afmarkaðan hóp öryrkja, þ.e. öryrkja sem eiga eða hafa átt maka eða eru í skráðri sambúð. Allt er óbreytt hjá öryrkjum sem búa einir. Áfram er tekjutrygging reiknuð út eins og fyrir lagabreytingu, þ.e.a.s reiknað er út frá sameiginleg- um tekjum hjóna. Komi í ljós eftir þann útreikning að tekjutrygging skerðist verulega eða fellur alveg niður tekur önnur og ný reikniregla við. Þá koma 2⁄3 hlutar eigin tekna, þ.m.t. launatekjur, greiðslur úr líf- eyrissjóðum og helmingur fjár- magnstekna, til skerðingar sam- kvæmt nýju lögunum en einungis í þeim tilvikum sem tekjutrygging verður lægri en 25.000 kr. eftir út- reikning eins og hann hefur hingað til verið. Tryggt er með þessu að tekjutrygging örorkulífeyrisþega lækkar ekki með nýju lögunum. Hins vegar er rétt að benda á að tekjutrygging örorkulífeyrisþega getur verið lægri en 25.000 kr. eða fallið niður vegna áhrifa eigin tekna. Leiðrétting á greiðslum aftur í tím- ann til þeirra sem eiga rétt á því samkvæmt nýju lögunum fyrir árin 1997, 1998, 1999 og 2000 verður greidd út 1. apríl 2001. Breyttar greiðslur snúa eingöngu að öryrkjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.