Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN
48 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HERMANN Krist-
jánsson hjá Vaka DNG
ritar grein í Morgun-
blaðið 16. janúar sem
hann kallar „Fiskeldi
blóraböggull“. Greinin
fjallar að nokkru um
það sem hann telur
fiskeldi til ágætis auk
þess sem hann, af ein-
hverjum ástæðum,
reynir að gera nýtingu
á villtum laxi tor-
tryggilega. Jafnvel
þótt áhyggjur Her-
manns af villtum laxi
ættu við rök að styðj-
ast fæ ég tæpast séð
að þær bæti málstað
fiskeldis, þvert á móti. Hermann
setur fram sjö tölusettar spurningar
og óskar eftir svörum. Svörin við
flestum þeirra eru nokkuð augljós
ef að er gáð og kemur á óvart að
maður í þessari atvinnugrein viti
ekki betur og þurfi að rita á síður
Morgunblaðsins í leit að svörum.
Hér verður leitast við að skýra þau
atriði sem snúa að þeim starfsvett-
vangi sem undirritaður starfar á.
Hermann fullyrðir að laxveiði í ís-
lenskum ám hafi minnkað um 40% á
undanförnum 26 árum. Þar tekur
hann hæstu og lægstu gildi í sveiflu-
kenndum stofnum og reiknar pró-
sentur þar á milli. Laxveiði og lax-
gengd hafa sveiflast milli tímabila.
Meðalveiði áratugarins frá 1961–
1970 var um 37 þúsund laxar, 61
þúsund á þeim áttunda, 47 þúsund
milli 1981 og 1990 og á síðasta ára-
tug var meðalveiði um 42 þúsund
laxar. Ástæður sveiflna eru marg-
þættar og ekki hægt að gera skil í
stuttu máli en einna þyngst vega af-
föll laxins í sjó og árgangastyrkleiki
seiða í ám. Rannsóknir hafa sýnt að
endurheimtur laxa úr sjó eru mun
lægri á undanförnum árum en var á
áratugnum milli 1970 og 1980. Sú
lækkun kemur fram í villtum laxi og
hafbeitarlaxi á sambærilegan hátt
og hefur hafbeit á laxi
orðið óarðbær af þeim
sökum. Lækkun á end-
urheimtu lax úr sjó
hefur komið fram við
allt Norður-Atlantshaf.
Afli á laxi í Atlantshafi
er nú um 1⁄6 þess er
hann var mestur á ár-
unum milli 1970 og
1980 og hefur í mörg-
um löndum verið grip-
ið til sértækra aðgerða
til að bregðast við
þessari þróun.
Það veiðifyrirkomu-
lag sem notað hefur
verið lítið breytt síð-
astliðin 30 ár í laxveiði
hér á landi er sóknarmark. Þar er
fjöldi stanga, neta og veiðitíma tak-
markaður. Það er síðan á valdi
veiðiréttarhafa í hverri á að ákveða
hvort leyfð sókn sé fullnýtt. Í mörg-
um ám er auk þess hámarkskvóti á
afla á hverja dagstöng. Það ætti að
vera Hermanni fullljóst að á und-
anförnum árum hefur verið unnið að
því í mörgum ám landsins að telja
laxa til að meta stofnstærðir, veiði-
álag og stærð hrygningarstofns. Til
þess hafa Árvaka, teljarar sem Vaki
DNG framleiðir, verið notaðir og
reynst vel en þeir voru þróaðir og
prófaðir í samvinnu við Veiðimála-
stofnun. Á grundvelli stofnstærðar-
mats ásamt seiðarannsóknum verð-
ur væntanlega byggt ef ástæða
þykir til að takmarka sókn og veiði
frekar. Öllum sem vinna að veiði-
málum er ljóst að nýting laxastofna
verður að vera sjálfbær.
Hingað til hefur að veiða og
sleppa ekki verið hluti af veiðiráð-
gjöf hér á landi, mér vitanlega. Slíkt
er notað í öðrum löndum til að tak-
marka veiði, einkum í Kanada þar
sem hrygningarstofnar eru litlir og
á austurströnd Bandaríkjanna hefur
verið bannað að landa laxi í mörg
ár. Það að veiða og sleppa er því
komið frá veiðimönnum, einkum út-
lendum. Markaðsverð á laxi er lágt,
veiðimenn vilja fá fleiri fiska til að
veiða og leggja sitt af mörkum til
viðhalds stofna. Hvað laxastofna
varðar er slíkt tæpast til skaða þótt
ýmis önnur álitamál um það séu
uppi.
Laxastigar og framkvæmdir í ám
hafa alltaf verið háðir leyfisveiting-
um og reglur um umhverfismat
gilda um þá eins og aðrar fram-
kvæmdir.
Mér vitanlega ber að sótthreinsa
öll veiðitæki sem flutt eru til lands-
ins og hefur svo verið um langan
tíma. Með nánari útskýringar er
bent á fisksjúkdómanefnd og dýra-
lækni fisksjúkdóma.
Ádráttur undaneldisfiska í lax-
veiðiám er háður leyfisveitingum
embættis veiðimálastjóra. Seiða-
sleppingar eru háðar faglegum
reglum og óheimilt er að flytja fisk
milli vatnakerfa. Ekki má stunda
neina fiskrækt án þess að fyrir liggi
fimm ára fiskræktaráætlun sem
samþykkt hefur verið af embætti
veiðimálastjóra.
Ég get tekið undir það með Her-
manni Kristjánssyni að ákvarðana-
tökur þarf að byggja á þekkingu.
Ráðgjöf getur ekki orðið betri en sú
grunnþekking sem byggt er á. Til
að afla þekkingar eru grunnrann-
sóknir stundaðar í mörgum ám á Ís-
landi og rannsóknir á flestum þátt-
um í lífsferli laxins í þremur þeirra.
Hér á landi er skráning veiði með
því besta sem gerist og gefur mik-
ilsverðar hugmyndir um stofnstærð-
ir, m.a. vegna þess að sókn er stöð-
ug. Niðurstöður rannsókna á
laxastofnum hér á landi eru árlega
lagðar fyrir vísindanefnd Alþjóða-
hafrannsóknarráðsins (ICES), fisk-
veiðiráðgjafarnefnd þess og Al-
þjóðalaxaverndunarsamtökin
(NASCO). Nú er unnið að umfangs-
mikilli úttekt á laxastofnum í sam-
vinnu við aðrar þjóðir sem laxa-
stofna hafa við Norður-Atlantshaf.
Ég veit ekki til að ég eða starfs-
félagar mínir á Veiðimálastofnun
hafi haft uppi fordóma í garð fisk-
eldis eða við skotið okkur undan
umræðu um fisk í ám og vötnum.
Við höfum, sem vörslumenn laxa-
stofna, reynt að draga fram þá
þekkingu sem til er um sambýli
villtra laxa og fiskeldis, nú síðast
með því að fá til landsins tvo þeirra
manna sem hvað best þekkja til
áhrifa fiskeldis á erfðir fiska og vist-
fræði þeirra. Nýting villtra laxa-
stofna eru verðmæt hlunnindi sem
skipta miklu í ferðaþjónustu og
snerta afkomu margra, ekki síst í
dreifbýli, einkum bænda. Minnkun
verðmæta í þeirri atvinnugrein
myndi hafa víðtæk áhrif. Þá hafa
laxastofnar verðgildi sem hluti af ís-
lenskri náttúru. Benda má á að Al-
þjóðalaxaverndunarsamtökin
(NASCO), sem Íslendingar áttu for-
göngu um að stofna, hafa samþykkt
að beita varúðarreglu varðandi um-
gengni við laxastofna. Jafnframt tel
ég óábyrgt að gera miklar vonir um
atvinnu og hagnað af þauleldi á laxi
í sjókvíum hér við land án þess að
það sé í fyrstu byggt á þekkingu og
tilraunum í smáum stíl. Sú náttúra
sem við búum við er mun óblíðari en
í Noregi og sjávarhiti við Ísland þar
sem hann er hæstur er svipaður og
nyrst við Noreg. Ljóst er að fiskeldi
hér á landi mun keppa á mörkuðum
við eldisfisk alinn við hagstæðari
skilyrði en hér er að finna. Rétt er
að fara að með gát og gera raun-
hæfar áætlanir.
Er það fiskeldi sem
er blóraböggull?
Guðni
Guðbergsson
Fiskeldi
Tel ég óábyrgt að gera
miklar vonir um atvinnu
og hagnað af þauleldi á
laxi í sjókvíum hér við
land, segir Guðni Guð-
bergsson, án þess að
það sé í fyrstu byggt á
þekkingu og tilraunum í
smáum stíl.
Höfundur er fiskifræðingur
og starfar hjá Veiðimálastofnun.
ÉG SKRIFA þessa grein til að
vekja athygli á notkun lyfja fyrir
börn í Bandaríkjunum. Stefnan
sem tekin hefur verið á Íslandi
virðist vera sú sama og í Banda-
ríkjunum en ég vona
að eftirfarandi upp-
lýsingar gefi fjöl-
skyldum og yfirvöld-
um yfirlit yfir það
sem koma skal ef ekki
er tekið í taumana.
Ég er í doktorsnámi í
Flórídafylki og starfa
sem fjölskylduráðgjafi
hjá Palm Beach bæj-
arfélaginu, með fjöl-
skyldum 5–16 ára
barna með hegðunar-
vandamál í skólum og
innan heimilis. Í starfi
mínu hef ég kynnst
börnum sem hafa ver-
ið hluti af kerfinu í
mörg ár, oft hálfa ævi
sína eða lengur. Ég vil sérstaklega
vekja athygli á fyrirbrigði sem
þekkist hér sem ADHD/ADD (At-
tention Deficit Hyperactivity Dis-
order/Attention Deficit Disorder),
eða ,,ofvirkni“ og þróun sem felst í
því að sjúkdómsgreina börn með
hegðunarvandamál og setja þau
síðan á lyf til að ,,laga“ hegðunina.
Örvandi lyf eins og methylph-
enidate og amphetamine, voru
fyrst leyfð í Bandaríkjunum til að
stjórna hegðun barna um 1950 og
síðan þá hafa verið gerðar margar
tilraunir til að auka almenna notk-
un þeirra. Um 1990 fóru lyfjafyr-
irtækin að þrýsta meira á og
Bandaríkjamenn völdu nokkur lyf
til að stjórna hegðun barna, að-
allega Ritalin sem er framleitt af
lyfjafyrirtækinu Novartis. Í nóv-
ember 1999 tilkynnti U.S. Drug
Enforcement Administration
(DEA) um sexföldun
á framleiðslu lyfsins
Ritalin frá árinu 1990
til 1995. Árið 1995 til-
kynnti International
Narcotics Control Bo-
ard (INCB), sem er
umboðsstofnun World
Health Organization
(WHO), að 10 til 12 %
af drengjum á aldr-
inum 6–14 ára í
Bandaríkjunum hefðu
greinst ofvirkir og
væru á lyfinu Ritalin.
Um 53 milljónir barna
eru skráð í skóla í
Bandaríkjunum og
um 5–6 milljónir
barna eru á lyfjum
vegna hegðunarvandamála. Nýleg
grein í The Journal of the Americ-
an Medical Association (Zito)
skýrir frá því að þrefalt fleiri börn
á aldrinum 2–4 ára fái nú lyfið. Ár-
ið 1999 birtu Cherland og Fitzpat-
rick niðurstöður 5 ára rannsóknar
á börnum í Canada með sjúkdóms-
greininguna ofvirkni. Af 192 börn-
um höfðu 98 verið sett á lyfið Rit-
alin og í 9% tilvika fóru að gera
vart við sig geðtruflunareinkenni
hjá þessum börnum (skynvilla og
ofsóknarkennd). Börnin sem ekki
voru sett á lyf sýndu engar geð-
truflanir. Um leið og fyrsti hóp-
urinn var tekinn af lyfinu hurfu
einkennin. Þrátt fyrir að geðtrufl-
anir séu algengar aukaverkanir
þessa lyfs er algengt að bæta við
nýjum sjúkdómsgreiningum og
fleiri lyfjum í staðinn fyrir að taka
börnin af lyfinu. Ofangreind lyf
eru í sama flokki (flokkur II) og
lyfin cocaine, morphine og meth-
amphetamine sem eru ein skæð-
ustu og mest vanabindandi eiturlyf
sem til eru. Hérna stunda eitur-
lyfjaneytendur og seljendur að
senda börnin sín til lækna til að fá
Ritalin og selja svo lyfið á götunni.
Öll örvandi lyf hægja á vexti
með því að deyfa hungur og trufla
hormónastarfsemi. Þetta ógnar
öllum líffærum líkamans að með-
töldum heilanum eins og hundruð
rannsókna sýna. Lyfin drepa sjálf-
kvæmni og auka þráhyggjusýki
þannig að hegðun barna breytist.
Þau draga úr tali og hreyfingu
sem er túlkað sem ,,rólegra og ein-
beittara“ barn sem er einfaldlega
vegna þess að börnin eru upp-
dópuð.
Það eru einfaldlega peningar
sem ráða hér ferðinni. Lyfjafyr-
irtækin sjálf hafa fjármagnað
rannsóknir og hagsmunir þeirra
virðast standa framar hagsmunum
barna. Lyfjafyrirtækið Novartis
sem framleiðir Ritalin stendur nú
frammi fyrir málsókn fyrir sam-
særi við American Psychiatric
Association og CHADD sem er
launaður þrýstihópur sem fær
peninga frá lyfjafyrirtækjum til að
berjast fyrir rétti þeirra á þingi.
Til að mynda fékk CHADD
$748,000 (63 milljónir ísk. í dag)
frá Novartis á árunum 1991–1994
til að sjá til þess að lyfið yrði
markaðssett meðal þingfólks og
annarra áhrifahópa. Þessir hópar
eru svo áhrifamiklir hér í Banda-
ríkjunum að sumar stofnanir hafa
skyldað inntöku Ritalins við fyrstu
einkenni slæmrar hegðunar barna,
þrátt fyrir að það hafi aldrei verið
sannað að ofvirkni sé í raun líf-
rænn sjúkdómur. Þvert á móti, því
að National Institute of Health
(1998) og American Academy of
Pediatrics (2000) staðfestu að það
væri engin lífræn skýring á of-
virkni og hefði aldrei verið. Enn-
fremur héldu þeir fram að ef ein-
hver munur er á heilastarfsemi
barna með nafnbótina ,,ofvirkni“
þá stafaði hún af lyfjunum sjálfum.
Börn fá sjúkdómsgreininguna
,,ofvirkni“ þegar þau mæta ekki
væntingum fullorðinna. Sjúkdóms-
greiningin er einfaldlega listi yfir
hegðun sem veldur vandamálum
og/eða ónæði í skólum og á heim-
ilum. Ofvirkni er nefnilega eitt af
þessum skrýtnu fyrirbærum þar
sem hlutdrægar skoðanir fullorð-
inna ákveða að um sjúkdóm sé að
ræða. Í stað þess að líta á sam-
hengi umhverfisins er barnið gert
að vandamáli. Þannig getur fólk og
félagslegar stofnanir verið undan-
þegin nokkurri ábyrgð og skyldum
til að breyta hlutum. Börnin eru
að gefa okkur merki um þörf á
breytingum og við berjum þau til
undirgefni með lyfjum. Við ættum
frekar að taka ábyrgð á börnunum
okkar, andlega og menntunarlega,
og bjóða þeim upp á umhverfi sem
veitir þeim svigrúm til að læra og
vaxa. Það segir heilmikið um
hvernig við hugsum um börnin
okkar að kennararnir, fólkið sem á
að sjá um menntun þeirra og að
miklu leyti uppeldi, fær minna í
laun en naglasnyrtir.
Að lokum vil ég segja; með því
að sjúkdómsgreina hegðun þá
missum við sjálf stjórn á lífi okkar.
Kannski okkur líði betur í smá-
stund að trúa því að börnin okkar
séu með brenglaða heilastarfsemi
sem útskýrir hegðun þeirra, en
þegar á heildarmyndina er litið þá
erum við sjálf að svíkja okkur um
að taka þátt í lífi barna okkar.
Ekki láta þessa þróun ná fótfestu
á Íslandi. Ég hef séð afleiðing-
arnar hér í Bandaríkjunum og sú
sjón er ekki falleg.
Ég hvet foreldra, læknastétt,
félags- og menntastofnanir til að
líta þessi mál alvarlegum augum.
Slæm hegðun barna er ekki bara
fjölskylduvandamál, heldur einnig
þjóðarvandamál. Ef við viljum ekki
sömu þróun á Íslandi verðum við
að horfast í augu við ábyrgð okkar
og hlusta á börnin.
Misnotkun lyfja fyrir börn
Karen L.
Kinchin
Lyfjanotkun
Ég vona að þessar
upplýsingar gefi fjöl-
skyldum og yfirvöldum
yfirlit yfir það sem
koma skal, segir Karen
L. Kinchin, ef ekki
er tekið í taumana.
Höfundur er fjölskylduráðgjafi
í Flórída.
SLIM-LINE
dömubuxur frá
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Með prentara og án prentara
Fyrir rafhlöðu og 220 V AC
RÖKRÁS EHF.
Kirkjulundi 19, sími 565 9393
Hágæða vogir á góðu verði
Mörkinni 3, sími 588 0640G
læ
si
le
ga
r
gj
af
av
ör
ur
Kampavíns-
glas
kr.1.590
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14