Morgunblaðið - 13.02.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.02.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu Dodge Durango SLT 5.6 bensín sjálfskiptur ný- skráður 26.08.1998 ekinn 44,000 km álfelgur geislaspil- ari leður. Ásett verð 1.580 þ. BRYNDÍS Hlöðversdóttir var á fundi þingflokks Samfylking- arinnar í gær kjörin formaður þing- flokksins. Rannveig Guðmunds- dóttir lætur af starfi formanns þingflokks að eigin ósk og tekur sæti í Norðurlandaráði og í utanrík- ismálanefnd Alþingis, sem Sig- hvatur Björgvinsson átti sæti í áður. Jóhann Ársælsson gegnir áfram embætti varaformanns þingflokks- ins og Guðrún Ögmundsdóttir emb- ætti ritara. Bryndís hlaut fjórtán atkvæði í leynilegri atkvæðagreiðslu um emb- ættið, tveir skiluðu auðu og einn var fjarverandi. Rannveig sagði við Morgunblaðið að við brotthvarf Sighvats kæmi hreyfing á þingflokk Samfylkingar; fólk skipti um nefndir og verkefni og sjálf hafi hún lengi stefnt á að víkja úr embætti þingflokks- formanns ekki síðar en á miðju kjör- tímabili. „Ég hef verið þingflokks- formaður nær óslitið frá árinu 1993 allt frá Alþýðuflokki til Samfylk- ingar og er mjög ánægð hvernig til hefur tekist. Mér finnst hins vegar ekki að ég eigi að ríghalda í þetta embætti, enda hef ég áhuga á mörgu öðru og ætla nú að snúa mér meira sjálf að pólitískum verkum.“ Rannveig sagðist þó síður en svo vera að hætta í stjórnmálum. Ég er ekki á útleið. Verkstjórnin er tíma- frek og ég hef oft saknað þess að vera ekki meira í minni eigin póli- tísku tilhögun. Nú er ég að fara m.a. af fullum krafti inn í utanríkismálin og menn munu sjá að Rannveig Guðmundsdóttir er ekki að draga úr, heldur breyta um verksvið.“ Bryndís sagðist, aðspurð um hvort áherslubreytinga væri að vænta, telja að sígandi lukka væri best. Hún sagðist hlakka til að tak- ast á við ný verkefni. „Eflaust fylgja nýjum þingflokksformanni nýir straumar, slíkt gerist alltaf þegar nýtt fólk tekur við, en ég lít svo á að Rannveig hafi stýrt þessum þing- flokki nokkuð farsællega í gegnum árin og vonast til þess að geta leitað áfram í hennar smiðju. En við skul- um bara láta verkin tala,“ sagði hún. Bryndís Hlöðversdóttir er fædd hinn 8. október árið 1960. Hún er í sambúð með Hákoni Gunnarssyni og eiga þau tvíburana Hlöðver Skúla og Magnús Nóa, sem fæddir eru 1997. Bryndís lauk lögfræði- prófi frá HÍ 1992. Hún stundaði skrifstofustörf í Reykjavík 1982–1987. Starfsmaður dómsmálaráðuneytis 1990–1992 og lögfræðingur hjá ASÍ 1992–1995. Bryndís hefur átt sæti á Alþingi síð- an 1995. Bryndís tekur við af Rannveigu Nýr formaður þingflokks Samfylkingar Bryndís Hlöðversdóttir Rannveig Guð- mundsdóttir SAMKVÆMT upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa um 150 íbúðir í félagslega íbúðakerfinu staðið tómar á lands- byggðinni í meira en sex mánuði. Aðallega er þetta á Vestfjörðum og Austfjörðum, auk Vestmannaeyja, þar sem atvinnuástand hefur verið bágborið að undanförnu. Það segir einnig sína sögu um ástandið að nær engar félagslegar íbúðar standa auðar á höfuðborgar- svæðinu, Reykjanesi, Vesturlandi og Suðurlandi, ef Vestmannaeyjar eru undanskildar. Tiltölulegar fáar íbúð- ar standa auðar á Norðurlandi. Fram kom í Morgunblaðinu um helgina að í Bolungarvík stæðu 40 íbúðir auðar og samkvæmt upplýs- ingum frá bæjarskrifstofu Bolung- arvíkur eru félagslegar íbúðir 29 þar af. Sveitarfélög bíða mörg hver með ráðstafanir á félagslegu íbúðum þar til nefnd á vegum félagsmálaráðu- neytisins hefur lokið störfum. Að sögn Gunnlaugs Júlíussonar, deildarstjóra hagdeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga, hafa sjaldan eða aldrei jafn margar íbúðir staðið ónotaðar, en algengur fjöldi liðinna ára hefur verið á bilinu 100-120 íbúð- ir. „Heldur hefur þetta sigið á verri hliðina og atvinnumálin á ákveðnum stöðum vega þar einna þyngst,“ sagði Gunnlaugur í samtali við Morgunblaðið. Þess má geta um þúsund félagslegar íbúðir, sem sveitarfélögin hafa leyst til sín af ýmsum ástæðum, eru í leigu, en alls eru á landinu öllu um 12 þúsund félagslegar eignar- og leiguíbúðir. Auk Bolungarvíkur er staðan í félagslega íbúðakerfinu heldur slæm á Ísafirði og Patreksfirði, en þar standa á þriðja tug íbúða auðar. Í Fjarðabyggð eru 10-15 félagslegar íbúðir auðar og ríflega 30 í Vest- mannaeyjum, svo dæmi séu tekin. Einbýlishús á 3-4 milljónir Aðspurður hvort félagslegu íbúð- irnar væru á söluskrá sagði Gunn- laugur það misjafnt eftir sveitar- félögum. Fjölmargir hefðu nýtt sér þann rétt að skila íbúðum til sveit- arfélaganna sem höfðu innlausnar- skyldu. Slíkar íbúðir væru ýmist til sölu eða á leigu en eftirspurn væri víða lítil sem engin. „Þarna sitja sveitarfélögin með ábyrgðina á sínu baki. Þau eru að greiða af lánum, tryggingum og við- haldskostnað og fá um leið engin fasteignagjöld af þessum íbúðum,“ sagði Gunnlaugur. Verð á þeim félagslegu íbúðum sem settar hafa verið á söluskrá er afar misjafnt eft- ir því hvar er borið niður á landinu. Gunnlaugur tók sem dæmi að í smærri byggðarlögum, þar sem ástandið væri hvað verst, mætti fá gott einbýlishús á 3-4 milljónir króna og blokkaríbúð á enn lægra verði. „Þegar hlutfall auðra íbúða af heildinni á öllu landinu, að Reykja- vík meðtaldri, er skoðað er staðan kannski ekki svo slæm. Þetta er ekki þannig að félagslega íbúðakerfið sé hrunið en hins vegar eru miklir stað- bundnir erfiðleikar,“ sagði Gunn- laugur. Beðið eftir áliti nefndar Félagsmálaráðherra skipaði í des- ember sl. nefnd til að koma með til- lögur til úrbóta í félagslega íbúða- kerfinu. Verkefni nefndarinnar er margþætt og meðal þess sem henni var ætlað að skoða er aðstoð hins opinbera vegna félagslegra leigu- íbúða. Einnig á nefndin að hrinda í framkvæmd tillögum um lausn á vanda sveitarfélaga vegna innlausn- aríbúða sem ekki er mögulegt að selja. Þá var nefndinni sérstaklega ætlað að fara yfir stöðu mála á Vest- fjörðum. Að sögn formanns nefnd- arinnar, Inga Vals Jóhannssonar, áformar nefndin að ljúka störfum í júní nk. en gæti jafnvel skilað fyrr af sér tillögum um einstaka þætti, s.s. ráðstöfun auðra íbúða. Sveitarfélög víða í erfiðleikum vegna húsnæðismála Um 150 félagslegar íbúðir standa auðar HÚN VAR ekki amaleg afmælisveislan sem beið Sturlu afmælisstráks á fjögurra ára afmælinu hans um helgina. Þeir bræðurnir sátu í mestu makindum á bekk við Bæjarins bestu, gæddu sér á „einni með öllu“ og létu hvassviðri og úrhellisrigningu ekkert spilla matarlystinni eða góða skapinu. Líklega hefur svo afmæliskakan með fjórum kertum beðið heima eftir litlu sælkerunum. Morgunblaðið/Ómar Afmæli á Bæjarins bestu STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra átti fund í gær með Skúla Jóni Sigurðarsyni, formanni Rannsóknar- nefndar flugslysa, vegna rannsóknar- innar á flugslysinu í Skerjafirði 7. ágúst sl. Sturla sagðist eftir fundinn meta það svo að vinnan væri í eðlilegu fari og að skýrslan að vera tilbúin í byrjun mars. Sturla sagði að rannsóknarnefnd- inni hefði bæst liðsauki Þormóðs Þor- móðssonar, fyrrverandi flugrekstrar- stjóra Íslandsflugs, sem hefði verið ráðinn til starfa hjá nefndinni og gert væri ráð fyrir að hann tæki við sem formaður nefndarinnar. Friðrik Þór Guðmundsson blaða- maður hefur gagnrýnt vinnubrögð við rannsóknina en sonur hans lést vegna afleiðinga áverka sem hann hlaut í slysinu. Í yfirlýsingu Friðriks, sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag, gagnrýndi hann m.a. óútskýrðar og mótsagnakenndar upplýsingar um fjarveru Þorsteins Þorsteinssonar, stjórnanda rannsóknarinnar. Aðspurður um þetta sagði ráð- herra: „Stjórn rannsóknarinnar er í traustum höndum formanns nefndar- innar, þegar Þorsteinn hefur fengið leyfi, en ég hef ekki fengið nákvæmar upplýsingar um hvenær hann hefur verið frá þessari rannsókn nema þann tíma sem hann fékk formlega launa- laust leyfi. Það var ekki fyrr en eftir að aðalrannsóknarvinnunni var lokið og umsagnarferillinn hófst.“ Ekki talin ástæða til að kalla eft- ir Þorsteini Þorsteinssyni Friðrik Þór hefur einnig skorað á samgönguráðherra að sjá til þess að Þorsteinn Þorsteinsson verði kallaður úr orlofi til að ljúka gerð skýrslunnar. Sturla sagði að Þorsteinn hefði stýrt rannsókninni til áramóta en síðan hefði Skúli Jón Sigurðarson tekið við. „Þegar umsagnarfresturinn rann út 5. febrúar hófst frágangur á skýrsl- unni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá stýrir formaðurinn þeirri vinnu og telur ekki ástæðu til þess að kalla eftir Þorsteini að því verki, enda hefur bæst liðsauki, sem er Þormóður Þormóðsson, sem var ráðinn til starfa og er gert ráð fyrir að hann taki við sem formaður rann- sóknarnefndarinnar. Það er því mat Skúla Jóns að það þurfi ekki fleiri að- ila til þess að vinna þetta,“ sagði sam- gönguráðherra. Friðrik Þór Guðmundsson hefur ítrekað í bréfi til flugmálastjóra óskir sínar um að hann staðfesti móttöku á athugasemdum hans og að þeim verði svarað. Flugmálastjóri sendi frá sér yfir- lýsingu í gær þar sem hann segir: „Flugmálastjórn Íslands hyggst hvorki svara ásökunum né dylgjum í garð stofnunarinnar og einstakra starfsmanna hennar, vegna flugslyss- ins hörmulega um síðustu verslunar- mannahelgi, fyrr en að afloknum þeim rannsóknum sem unnið er að á orsökum þess. Ótímabærar yfirlýs- ingar í fjölmiðlum um einstaka efn- isþætti slyssins eða aðild nafn- greindra einstaklinga eru ekki til þess fallnar að greiða fyrir rannsókn þess. Allir hlutaðeigendur eru hvattir til að gæta hófs í umfjöllun um hugsan- legar orsakir þangað til rannsókna- niðurstöður liggja fyrir.“ Samgönguráðherra átti fund í gær með formanni flugslysanefndar Rannsóknar- nefndinni hefur bæst liðsauki LÖGREGLAN í Hafnarfirði fékk til- kynningu um að konu hefði verið nauðgað um borð í erlendum togara við Hafnarfjarðarhöfn á laugardags- morgun. Fimm skipverjar voru yf- irheyrðir en samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni liggur ekki fyrir kæra í málinu. Konan tilkynnti sjálf um nauðg- unina frá höfninni. Hún var flutt á slysadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, á bráðamóttöku fórnar- lamba kynferðisofbeldis. Fimm skipverjar voru færðir á lögreglustöðina til yfirheyrslu en sleppt að þeim loknum. Lögreglan í Hafnarfirði rannsakar málið. Tilkynnt um nauðgun í erlendum togara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.