Morgunblaðið - 13.02.2001, Síða 11

Morgunblaðið - 13.02.2001, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 11 Tölvunámskeið á næstunni Horfðu til framtíðar Borgartúni 28 · Sími 561 6699 tolvuskoli@tolvuskoli.is · www.tolvuskoli.is Ath! Skrá ning sten dur yfir Almenn námskeið, 10 - 15 stundir PowerPoint - 19. - 23. feb. Kennt frá kl. 810-1210 Internet - 14. - 16. febrúar. Kennt frá kl. 810-1210 Excel 1 - 19. - 23. febrúar. Kennt frá kl. 1730-2030 Tölvulæsi 1, grunnnám 60 stundir - 19. febrúar. - 28. mars Kennt mánudaga og miðvikudaga frá 1300-1700 Megináhersla lögð á Windows, Word og Internetið. Hæg yfirferð. Excel 2 - 14. - 21. febrúar. Kennt frá kl. 1300-1700 Heimasíðugerð 1 - 20. - 27. feb. Kennt frá kl. 810-1210 Bjóðum einnig einkatíma!!! BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins gagnrýna harðlega fyrir- hugaða viðhorfskönnun um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þeir segja at- kvæðagreiðsluna skrípaleik og vinnu- brögð R-listans í málinu hreinan blekkingarleik. Þeir segja að könn- unin muni ekki binda hendur þeirra sem stýri borginni árið 2016 og engar líkur séu á að niðurstöður hennar hafi nokkur áhrif á framtíð vallarins. Könnunin beri vott um lýðskrum, eins og að málum hafi verið staðið. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins héldu í gær, þar sem kynnt var sameiginleg yfirlýsing þeirra vegna málsins. „Umræðan af hálfu borgarfulltrúa R-listans undanfarna daga og vikur hefur snúist um að búa til ákveðnar sjónhverfingar í kringum þetta. Við höfum orðið vör við að fólk er að fá mjög misvísandi skilaboð. Mjög margir borgarbúar telja að með þess- ari svokölluðu atkvæðagreiðslu muni þeir geta haft áhrif á það sem gerist á næstu árum í Vatnsmýrinni. Það er alrangt,“ sagði Inga Jóna Þórðar- dóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Í yfirlýsingu borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins segir meðal annars svo um framtíð vallarins: Bindur ekki hendur þeirra sem stýra borginni 2016 „Bindandi ákvörðun um flugvöll í Vatnsmýrinni til 2016 hefur þegar verið tekin. Sú ákvörðun var tekin með samþykkt R-listans árið 1997 á aðalskipulagi og deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar árið 1999. Borgarstjóri og R-listinn bera því fulla ábyrgð á þessari bindandi ákvörðun sem gildir til næstu fimm- tán ára héðan í frá. Svokölluð at- kvæðagreiðsla, sem er í raun ekkert annað en viðhorfskönnun, var ákveð- in skömmu eftir að borgarstjóri skrif- aði undir framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar flugvallarins. At- kvæðagreiðslunni virðist ætlað það eitt að slá ryki í augu borgarbúa og draga athyglina frá ábyrgð R-listans á málinu. Fyrirhuguð könnun mun ekki binda hendur þeirra sem stýra borg- inni árið 2016. Viðhorfskönnun þessi, sem kostar skattgreiðendur í Reykjavík tæpar 30 milljónir króna, mun engu breyta um þær skipulags- ákvarðanir sem liggja fyrir og þjónar aðeins þeim tilgangi að gefa R-listan- um falskt yfirbragð um lýðræðisleg vinnubrögð. Vatnsmýrin er mikil- vægt byggingarland fyrir Reykvík- inga og þróun borgarinnar. Ákvörð- un um framtíð flugvallarins og nýtingu Vatnsmýrarinnar verður ekki tekin með óvandaðri viðhorfs- könnun. Það er ljóst að allar aðstæð- ur í byggða- og samgöngumálum munu taka miklum breytingum á næstu 15 árum. Sú þróun skiptir miklu fyrir framtíðarákvarðanir í þessum málum. Borgarstjórn á að taka ábyrga ákvörðun um framtíð flugvallarins að lokinni vandaðri und- irbúningsvinnu í samvinnu við Reyk- víkinga og samgönguyfirvöld, en ekki með þeim hætti sem nú er gert,“ seg- ir m.a. í yfirlýsingunni. Borgarfulltrúarnir héldu því fram á fundinum að ruglingslegur og mis- vísandi málflutningur R-listans hafi gert könnunina að algjörum skrípa- leik og enn í dag, tæpri viku fyrir boð- aðan kynningarfund um atkvæða- greiðsluna, viti Reykvíkingar ekki um hvað eigi að kjósa. Inga Jóna gagnrýndi harðlega vinnubrögð meirihlutans og sagði þau misvirðingu við það tæki sem at- kvæðagreiðsla um alvörumál ætti að vera. „Í raun og veru er verið með ákveðnar sjónhverfingar gagnvart Reykvíkingum, verið að vekja upp væntingar um að afstaða gagnvart tilteknum spurningum muni þýða eitthvað tiltekið. Þetta er ljótur blekkingarleikur,“ sagði hún. Vilja nýta tímann og vanda undirbúning málsins Aðspurð hvernig borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu standa að málum sagði hún að búið væri að taka bindandi ákvörðun um flugvöll í Vatnsmýri til 2016 og sjálfstæðis- menn vildu nota þann tíma og vanda mjög vel allan undirbúning við þróun svæðisins. „Við sjáum fyrir okkur mjög mikla þróun á allra næstu árum í búsetu- breytingum, samgöngumálum, tækni og þróun, þannig að þegar fer að líða nær þessu tímabili, þá eigum við í samvinnu við Reykvíkinga og sam- gönguyfirvöld að fara mjög vandlega yfir hvaða kostir eru uppi á borðinu. Við teljum að Vatnsmýrin sé mjög mikilvægt byggingarland fyrir Reyk- víkinga í framtíðinni en það verður að vinna þessa kosti þannig að það sé raunverulega hægt að velja á milli þeirra,“ sagði Inga Jóna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arfulltrúi sagði að það væri lág- markskrafa kjósenda þegar ganga ætti til kosninga að fyrir lægju skýrir valkostir en því væri ekki að heilsa í þessu máli. „Ef R-listinn hefði viljað gera þetta faglega og koma til móts við sjónarmið, sem eru eðlilega mjög skipt, þá hefði hann átt að gefa sér miklu meiri tíma og reyna að ná betra samstarfi við þá aðila sem reka og byggja flugvöllinn, það er að segja samgönguyfirvöld, en því er ekki fyr- ir að fara,“ sagði hann. Flugvallarkönnunin blekkingarleikur og lýðskrum að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks Niðurstöður hafa engin áhrif á framtíð vallarins Morgunblaðið/Golli Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu harðlega fyrirhugaða könnun um framtíð Reykjavíkurflugvallar á fréttamannafundi. Á myndinni má sjá borgarfulltrúana Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, Ingu Jónu Þórðardóttur, Guðlaug Þór Þórðarson og Jónu Gróu Sigurðardóttur. SIGHVATUR Björgvinsson afhenti Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, afsagnarbréf sitt í gær, en Sighvatur lætur nú af þingmennsku og tekur við framkvæmdastjórn Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands eftir nær samfellda þing- mennsku í 27 ár. Við þetta tækifæri sagðist for- seti Alþingis myndu sakna Sighvats af þingi. Sighvatur kvaddi þingflokk Samfylking- arinnar á fundi í gær og þá ritaði hann bréf til framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins – Jafn- aðarmannaflokks Íslands og sagði af sér for- mennsku. Við því embætti tekur Guðmundur Árni Stefánsson, sem verið hefur varaformaður flokksins, sem á aðild að Samfylkingunni. Í bréfi Sighvats til forseta Alþingis er Halldóri Blöndal sérstaklega þakkað ánægjulegt samstarf á þingi, en þeir Sighvatur eru báðir stúdentar frá MA og vinir og samstarfsfélagar því í fjörutíu ár. „Ég þakka þér kærlega hlý orð og verð að segja að það verður eftirsjá að þér á þingi,“ sagði Hall- dór Blöndal um leið og hann tók við bréfinu. Sighvatur, sem tekur við nýju starfi á morgun, miðvikudag, segist kveðja Alþingi sáttur. „Nú er rétti tíminn til að hætta. Þessum tímamótum fylgja þó bæði tilhlökkun og eftirsjá, enda hef ég starfað í stjórnmálum nær alla ævi,“ sagði hann við Morgunblaðið. Fyrsta verkefni Sighvats á nýjum vinnustað verður að leggja land undir fót, því fyrir dyrum stendur þriggja vikna ferð til Afríku í því skyni að kynnast af eigin raun helstu verkefnum Þró- unarsamvinnustofnunarinnar. „Þetta verða auðvitað heilmikil viðbrigði, en ég er mjög sáttur við þessa breytingu. Árin á Al- þingi hafa verið einstaklega ánægjuleg, en nú taka við ný og spennandi verkefni.“ Sæti Sighvats sem þingmaður Vestfirðinga tekur Karl V. Matthíasson, sóknarprestur á Grundarfirði. „Honum fylgja allar mínar bestu óskir. Hann fær nægan tíma til að kynna sig og nema ný lönd og ég vona að hann hafi erindi sem erfiði í þeim efnum,“ segir Sighvatur. Við næstu alþingiskosningar verður í fyrsta sinn kosið eftir nýrri kjördæmaskipan. Hið gamla kjördæmi Sighvats til tæplega þriggja áratuga verður þar með hluti hins nýja Norð- vesturkjördæmis, en það mun ná allt frá Hval- firði vestur á firði og til Norðurlands og sameina það sem nú eru Vestfjarða- og Vesturlands- kjördæmi auk Norðurlands vestra. Sighvatur segir að þessi breyting hafi ekki haft áhrif á þessa ákvörðun sína, en hann segist hins vegar vera þeirrar skoðunar að aðeins sé um tímabundnar breytingar að ræða, innan skamms verði skrefið stigið til fulls og landið gert að einu kjördæmi. „Ný kjördæmaskipan var eðlilegt skref og af- leiðing þess að okkur landsbyggðarþingmönnum hefur ekki tekist að standa vörð um hagsmuni landsbyggðarinnar. Því hefur fjöldi fólks flutt suður á höfuðborgarsvæðið og því varð að jafna atkvæðavægið.“ Sighvatur telur hins vegar að aðeins sé um millileik að ræða. „Telja má útilokað að þing- menn nái að halda viðunandi tengslum við kjós- endur í jafn stórum og víðfeðmum kjördæmum og nú verða til. Þetta mun aftur leiða til þess að til verða nokkrar fáar þungamiðjur í hverju kjör- dæmi og þeir staðir munu ráða miklu um áhersl- urnar. Val á þingmönnum verður þannig eflaust mjög erfitt við þessar aðstæður og grípi menn til prófkjöra, gætu þau orðið þau dýrustu sem um getur þar sem vafalaust yrði að grípa mjög til auglýsinga.“ Sighvatur, sem er fæddur 1942, hefur gegnt þingmennsku fyrir þrjú stjórnmálaöfl; Alþýðu- flokkinn, þingflokk jafnaðarmanna og nú síðast Samfylkinguna. Hann var formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1978–1983, fjármálaráðherra 1979–1980, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra 1991–1993 og 1994–1995, iðnaðar- og við- skiptaráðherra og samstarfsráðherra Norð- urlanda 1993–1995. Þá var hann ritstjóri Alþýðublaðsins 1969–1974. Sighvatur Björgvinsson lætur af þingmennsku eftir 27 ára starf Morgunblaðið/Golli Halldór Blöndal, forseti Alþingis, þakkaði Sighvati Björgvinssyni samstarfið og sagði eftirsjá að honum á þingi. Rétti tím- inn til að hætta VEFUR Árnastofnunar liggurnú niðri en tölvuþrjótur braust inn á vefinn um helgina. „Hann fór aðeins inn á for- síðuna, skemmdi ekkert held- ur skildi eftir vinsamlega ábendingu til okkar um að koma öryggismálunum í lag,“ sagði Bragi Valdimar Skúla- son, tæknimaður hjá Stofnun Árna Magnússonar. Skipt um öll aðgangsorð „Við vitum ekkert hvernig hann komst inn á vefinn eða hver hann er. Við erum að reyna að rekja hvaðan hann fór á vefinn,“ sagði Bragi. Hann sagði enn fremur að núna sé verið að skipta um öll aðgangsorð og fara yfir kerfið. Ekki hefur verið hægt að fara inn á vef Árnastofnunar, www.am.hi.is, frá því á sunnu- dag en Bragi sagðist vonast til þess að vefurinn yrði kominn upp í dag. Braust inn á vef Árna- stofnunar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.