Morgunblaðið - 13.02.2001, Page 14

Morgunblaðið - 13.02.2001, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISRÁÐ Kópa- vogs leggur áherslu á að vinna Staðardagskrá 21 í nánu sam- ráði við íbúana og bauð því til íbúaþings í Smáraskóla sl. laugardag, 3. febrúar, í tengslum við markmiðasetn- ingu í Staðardagskrá 21, sem unnið hefur verið að í u.þ.b. tvö ár. Með íbúaþinginu vildu bæjaryfirvöld fá að kynnast þeirri framtíðarsýn sem íbúar Kópavogs eiga fyrir bæinn og á því kom m.a. fram að íbú- arnir vildu varðveita Elliða- vatn sem útvistarsvæði og griðland fugla. Um 150 manns mættu til íbúaþingsins og voru þátttak- endur úr öllum hverfum Kópa- vogs. Áður höfðu undirbún- ingsfundir verið haldnir með bæjarráði, starfsmönnum bæjarins og fulltrúum nefnda og ráða. Einnig var unnið með tveimur 9 ára bekkjum í Kópa- vogi, öðrum í Smáraskóla en hinum í Kársnesskóla, og á þinginu sjálfu var sérstakur vinnuhópur unglinga. Nýrri rannsóknar- aðferð beitt Á þinginu var unnið með skilvirkri aðferð, sem m.a. hef- ur verið þróuð í tengslum við skipulagsvinnu í Bretlandi og nefnist hún á íslensku sam- ráðsskipulag. Umsjón var í höndum Sigurbjargar Kr. Hannesdóttur ráðgjafa, í sam- vinnu við bæjarskipulag og umhverfisráð Kópavogs. Þátt- takendur fóru í gegnum ákveðnar lykilspurningar og skráðu hugmyndir sínar á þar til gerða miða. Með þessari að- ferð höfðu allir jafnan rétt til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, einnig þeir sem yf- irleitt fara ekki í ræðustól til að tjá sig á almennum fundum. Í niðurstöðu vinnuhóps ung- linga um Kópavog og framtíð- ina segir, að auka þurfi fram- boð á fjölbreyttri afþreyingu, bæta íþróttaaðstöðu og félags- miðstöðvar. Eins sé nauðsyn- legt að efla félagslíf milli skóla í Kópavogi og opna möguleika unglinga til að hafa meiri áhrif á ákvarðanatöku í málefnum bæjarins. Sjónarmið íbúaþingsins um stefnu í eftirfarandi mála- flokkum voru annars þessi helst:  Hugað verði að þéttingu byggðar í vesturbæ Gerðar verði ráðstafanir til að draga úr hávaðamengun frá bíla- og flugumferð og komið í veg fyrir að ofanvatn eða mengun spilli lækjum og vötnum í bæjarlandinu. Elliða- vatn og aðrar náttúruperlur verði varðveittar sem útivist- arsvæði og griðland fugla. Fræðsla og þátttaka almenn- ings og skólabarna um um- hverfismál aukist, m.a. með samstarfi við Náttúrustofu Kópavogs. Bæjaryfirvöld sýni aðgát við skipulag byggða ná- lægt náttúruminjum og opn- um svæðum. Hugað verði að þéttingu byggðar í vesturbæ og dregið úr hverfamörkum. Bærinn setji sér umhverfis- stefnu og markmið og lagðir verði á sérstakir umhverfis- skattar. Athafnir íbúa og bæj- arfélags skili vistkerfinu ósködduðu til komandi kyn- slóða.  Saga Kópavogsbæjar verði varðveitt Saga Kópavogsbæjar verði varðveitt og henni miðlað, ásamt upplýsingum um menn- ingu og náttúrufar. Í bænum þrífist gróskumikið fjölmenn- ingarlegt samfélag í „bæ listanna“. Kópavogur standi framarlega í metnaðarfullu skólastarfi, sem einkennist af góðu samstarfi við heimili og skóla. Framhaldsskólum í bæjarfélaginu fjölgi og byggt verði upp nám á háskólastigi. Tónlistarkennsla verði hluti af námskrá yngstu árganga grunnskólabarna og tónskólar fái aðstöðu í grunnskólunum. Tengsl milli skólastiga verði aukin og lögð áhersla á stöð- ugleika í starfsmannahaldi skóla. Komið verði á samvinnu milli kirkju, skóla og íþrótta- félaga í forvarna- og fræðslu- málum. Bæjaryfirvöld og félaga- samtök taki höndum saman í öllum málaflokkum með virkri þátttöku og öflugu upplýs- ingastreymi.  Miðbær skipulagður í sam- ráði við íbúa Skipulagður verði miðbær í Kópavogi og samráð íbúa og yfirvalda í skiplagsmálum aukið. Stofnbrautir við íbúða- hverfi valdi eins lítilli röskun og mögulegt er. Mörkuð verði skýr stefna í félagslegum mál- efnum. Samráð og samvinna á milli hverfa aukist og þess verði gætt við uppbyggingu nýrra hverfa að gróðursetning í nýjum hverfum hefjist á fyrstu stigum uppbyggingar og haldist í hendur við fram- boð þjónustu. Framkvæmdum við kirkjugarð verði flýtt. Al- menningssamgöngur verði efldar í samvinnu við ná- grannasveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu og samstarf við þau aukið.  Sundlaugum verði fjölgað Opin svæði til leikja og úti- vistar verði í öllum bæjarhlut- um, og húsnæði og mannvirki sem fyrir eru verði betur sam- nýtt. Félagsmiðstöðvar í skól- um verði efldar og aðstaða á skólalóðum fyrir íþróttir og fjölbreyttar tómstundir bætt. Sundlaugum verði fjölgað. Samstarf milli íþróttafélag- anna verði aukið, sem og sam- ráð bæjaryfirvalda og tóm- stunda- og íþróttafélaga, og unnið að stefnumótun í æsku- lýðs-, forvarna- og íþróttamál- um. Stefnt verði að fjölbreyttu framboði tómstundastarfs fyr- ir börn og unglinga, á viðráð- anlegu verði.  Dregið verði úr einangrun aldraðra Kópavogsbær yfirtaki mál- efni heilsugæslu og löggæslu og heilsugæsla verði stærri þáttur innan grunnskólanna. Félagsmálastjóri, skólar, íþróttafélög og kirkja hafi með sér samvinnu um forvarnir í fíkniefnamálum og til að taka á einelti. Öllum börnum verði gert kleift að stunda tóm- stundir án tillits til efnahags foreldra. Stuðlað verði að auknum samskiptum kynslóða og dregið úr einangrun aldr- aðra, með samvinnu milli félags aldraðra og allra skóla- stiga. Hverfafélög verði efld og fái aukið vægi í samráði og ákvarðanatöku um málefni bæjarins og haldið verði áfram að stuðla að almennu lýðræði í Kópavogi. Skólabyggingar verði opnaðar fyrir félagsstarf íbúa og þær hannaðar með fjölbreyttari þjónustu í huga. Umferðarmál verði bætt og dregið úr hraðakstri og um- ferðarþunga. Samstarf milli sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu verði aukið, og/eða hugað að sameiningu þeirra. Unnið verði markvisst að því að auka samkennd íbúa Kópa- vogs. Næsta skref er svo það, að tillögur íbúanna fara fyrir nefndir og bæjarstjórn sem móta endanleg markmið og í framhaldi af því verður unnið að framkvæmdaáætlun þar sem verkefnum næstu ára verður forgangsraðað. Bæjaryfirvöld í Kópavogi buðu til íbúaþings til að leita eftir framtíðarsýn íbúanna um bæinn Vilja varðveita Elliðavatn sem útvistarsvæði og griðland fugla Morgunblaðið/Golli Um 150 manns sóttu íbúaþingið í Smáraskóla í Kópavogi 3. febrúar sl., í tengslum við mark- miðasetningu í Staðardagskrá 21, og voru þátttakendur úr öllum hverfum Kópavogs. Kópavogur ÞESSA dagana er verið að ljúka við uppsetningu nýs pípuorgels í Hjallakirkju í Kópavogi og er stefnt að vígslu þess sunnudaginn 25. febrúar nl. Hið nýja orgel er smíðað í Orgelsmiðju Björg- vins Tómassonar í Mos- fellsbæ og var samningur um smíði þess undirritaður í mars á síðasta ári. Þetta er 22. orgel Björgvins, og jafn- framt stærsta og flóknasta smíði hans til þessa. „Upphaflega var meining- in að reyna að vígja orgelið fyrir jólin, en það tókst nú ekki, enda er eitt ár í org- elsmíði enginn tími,“ sagði Björgvin Tómasson, þegar Morgunblaðið hafði sam- band við hann í tilefni þessa. „En við stefnum að vígslu annan sunnudag, þannig að hægt verður að nota það í fermingarathöfnum vors- ins.“ Að sögn Björgvins er org- elhúsið smíðað úr evrópskri eik, trépípur úr amerískri furu, en allar málmpípur búnar til í Þýskandi. Alls er um að ræða þar 1.570 pípur, sem mynda 24 sjálfstæðar raddir, og að auki eru þrjár framlengdar á ákveðinn „mekanískan“ hátt. „Þriðja janúar var rifinn niður hlerinn, sem lokaði hvelfingunni þar sem org- elinu hafði verið fundinn staður og 7. janúar byrjuð- um við á uppsetningu, ég og mínir tveir menn, sem eru með mér að smíða, og síð- ustu daga höfum við verið að vinna við inntónun og stillingu,“ sagði Björgvin. „Til þess verks fékk ég til liðs við mig Reinhart Tzschöckel, meistara minn frá Þýskalandi. Við reiknum með að vera hér í tæpa viku enn. Þá hefur organisti viku til að kynnast hljóðfærinu, áður en til vígslunnar kem- ur.“ Kemur til með að valda byltingu Jón Ólafur Sigurðsson organisti og kórstjóri Hjallakirkju bætti því við, að þetta væri eitt af fáum orgelum á landinu, þar sem gert hefði verið ráð fyrir því allt frá hönnun kirkjubygg- ingar, og þess vegna sæist svo lítið af því inni í sjálfu kirkjuhúsinu. „Það hefur verið mjög vel staðið að þessu alveg frá byrjun, þannig að orgelið fellur mjög vel inn í rýmið, og er ekki eins og einhver aðskotagripur, heldur sniðið að kirkjunni,“ sagði Jón. „Það kostar 28,5 milljónir og við eigum það skuldlaust, enda hefur verið afar góð fjármálastjórn í Hjallakirkju alveg frá upphafi vega. Hér er ekkert framkvæmt, nema peningar séu til fyrir hlut- unum.“ Að sögn Jóns verður til- koma hins nýja pípuorgels algjör bylting í safnaðar- starfinu. „Gamla orgelið okkar er danskt, fjögurra radda orgel frá Bruno Christensen & sønner og mjög gott hljóðfæri í alla staði, en svo lítið að hljómur þess fyllir ekki húsið. Það er samt ekki bara krafturinn sem við erum að leita eftir núna, heldur erum við með í nýja orgelinu fjöldann allan af „litum“, þ.e.a.s. ákveðnum röddum til að draga fram laglínuna í sálmasöngnum og leiða þannig safnaðar- sönginn, en á honum byggj- um við allt hérna. Og svo eru líka veikar raddir í báð- um borðunum, sem henta við jarðarfarir. Hljóðið sem er komið í þetta hljóðfæri núna er bæði mjúkt og fal- legt, og þó á eftir að vinna í fínstillingu í viku enn,“ sagði Jón að lokum, brosandi og fullur tilhlökkunar. Nýtt pípuorgel verður vígt innan skamms í Hjallakirkju í Kópavogi Stærsta orgel sem gert hefur verið á Íslandi Jón Ólafur Sigurðsson, organisti og kórstjóri, Reinhart Tzschöckel, meistari orgelsmiðsins frá Austurríki, og Björgvin Tómasson orgelsmiður. Nýja hljóðfærið í baksýn. Morgunblaðið/Þorkell Björgvin Tómasson fínstillir eina af 1.570 pípum orgelsins. Kópavogur RÁÐGERT er að nýjar náms- mannaíbúðir að Arnarási 9 til 11 í Garðabæ verði að fullu til- búnar í ágúst á næsta ári. Bæjaryfirvöld hafa auglýst eftir tilboðum í byggingu íbúð- anna en um er að ræða 14 íbúðir frá einstaklingsíbúðum upp í þriggja herbergja íbúðir. Áætlað er að hefja fram- kvæmdir í vor og mun Garða- bær kosta byggingu hússins en Félagsstofnun stúdenta mun sjá um rekstur þess og að leigja íbúðirnar samkvæmt samningi sem stofnunin gerði við bæjaryfirvöld. Samningurinn kveður á um að Garðbæingar hafi forgang að leigu íbúðanna en sam- kvæmt upplýsingum frá bæj- arskrifstofum Garðabæjar er mikil spurn eftir íbúðarhús- næði í bænum. Eftirspurnin er ekki síst á meðal ungs fólks en með byggingu íbúðanna vill bærinn leggja sitt af mörkum til að námsmenn í Garðbæ geti átt kost á námsmannaíbúðum í bænum. Þetta er í fyrsta sinn sem Garðabær ræðst í bygg- ingu námsmannaíbúða. Náms- manna- íbúðir verða til- búnar 2002 Garðabær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.