Morgunblaðið - 13.02.2001, Qupperneq 19
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 19
Tölvur
Compaq EX vinnustöð
taeknival.is
89.900.- verð m.vsk*
733/133Mhz Intel PIII örgjörvi
64 Mb vinnsluminni
Geisladrif & hljóðkort
10 Gb harður diskur
Windows 98 stýrikerfi
3 ára ábyrgð
Sérstaklega skarpur og bjartur snertiskjár • Upplausn 240x320pixel
Lyklaborð í vél • Þekkir handskrift • Upptökumöguleiki • Tengikví með
serial tengingu • Innrautt tengi 115kbs • Hljóðnemi og hátalari •
Lithium rafhlaða með 15 klst. endingu • Stærð aðeins 130x15,9x83,5
mm • Þyngd aðeins 170 gr. • Hægt að tengja aukabúnað –GSM, GPS
þráðlaus netkort ofl.
Compaq Ipac H3630 lófatölva
69.900.- verð m.vsk
Keflavík • Sími 421 4044Reykjavík • Sími 550 4000 Akureyri • Sími 461 5000
Ath: skjár ekki innifalinn í verði
Virk áhættustýring og
kortlagning áhættuþátta
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga boðar til hádegisfundar fimmtudaginn
15. febrúar nk. kl. 12-13.30 á Radisson SAS, Hótel Sögu, Sunnusal.
Fjallað verður um forsendur virkrar áhættustýringar, mikilvægi góðrar kortlagningar á áhættu-
þáttum (risk portfolio) í rekstri fyrirtækja og áhrifum þessara þátta á afstöðu hagsmunaaðila og
ákvarðanir stjórnenda. Einnig verður fjallað um greiningu áhættu- og óvissuþátta í fjármálum
fyrirtækja. Tekin verða raunveruleg dæmi um ýmsar tegundir áhættukorta sem snúa m.a. að
óvissuþáttum í fjármálum, lögum, framleiðslu, skipulagsmálum o.fl.
Fyrirlesarar:
Gestur Pétursson og Haukur Benediktsson. Gestur er sérfræðingur í áhættustjórnun hjá Íslenska
álfélaginu hf. og er M.Sc. í rekstrar- og iðnaðarverkfræði og B.Sc. í bruna- og öryggisverkfræði.
Haukur er sérfræðingur í afleiðuviðskiptum hjá Íslandsbanka – FBA og lektor við viðskiptaskor
HÍ. Hann er M.Sc. í fjármálum og hagfræði og B.Sc. í hagfræði. Gestur og Haukur eru meðlimir í
þverfaglegum rannsóknarhópi á vegum Crisis Management Europe sem rannsakar stjórnun og
ákvarðanir við óvissuaðstæður.
Fundarstjóri: Ómar Sigtryggsson, deildarstjóri fjárstýringar hjá Eimskip.
Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317.
Verð fyrir skuldlausa félagsmenn FVH 2.500 kr. og 3.500 kr. fyrir aðra. Innifalið í verði er
hádegismatur og fundargögn.
Opinn fundur - allir velkomnir
Félag viðskiptafræðinga
og hagfræðinga
„ÉG held að Norður-
landaþjóðirnar getum
gert mun betur og náð
meiri árangri,“ sagði
Michael Mathiesen,
forstjóri og stjórnarfor-
maður hjá 2M Invest
A/S, sem er danskt
áhættufjármögnunar-
fyrirtæki sem stofnað
var árið 1992. Mathie-
sen, sem var meðal
gesta á Viðskiptaþingi
Verslunarráðs, sagðist
í samtali við Morgun-
blaðið halda að líklega
væri eitt helsta vanda-
málið í heimalandi sínu
að fólk sætti sig um of
við meðalmennsku í stað þess að
reyna sífellt að gera betur. „Einn vina
minna hefur kallað þetta BMW-veik-
ina. Hann segir, sem ég held að sé
hárrétt, að danskir kaupsýslumenn
eða framkvæmdastjórar séu sáttir
þegar þeir hafi eignast stóran BMW.
Þá sé fyrirtækið orðið nægilega stórt
og öflugt og þeir láti sér það nægja.
Fyrirtæki eins og Microsoft, Nokia
og Cisco telja sig hins vegar vera
vaxtarfyrirtæki þótt þau séu þegar
orðin risastór og eru óánægð ef þau
vaxa ekki mikið á hverju ári.“
Mathiesen sagðist einnig álíta að í
viðskiptum milli Norðurlandanna
mætti ná meiri árangri. Hann sagðist
halda að samskipti milli Norður-
landabúa væru eiginlega of auðveld,
því þeir væru svo líkir. Þetta leiddi til
þess að þeir tækju viðskiptin ekki af
þeirri alvöru og festu sem þyrfti. Ef
Dani ætti viðskipti við Þjóðverja eða
Frakka væri allt í föstum skorðum og
unnið í mikilli alvöru, en ef um væri
að ræða aðra Norðurlandabúa tækju
menn málunum létt.
Hins vegar væri ljóst af því sem
gert hefði verið í samskiptum þessara
þjóða að miklir möguleikar væru
ónýttir. Löngu fyrir tíma GSM-sím-
anna hefðu Danir til að mynda getað
ekið norður Svíþjóð og talað í sama
þráðlausa símann alla leiðina og
draumur manna nú um vegabréfa-
laus ferðalög innan Evrópu væri fyrir
löngu orðin raunin á Norðurlöndun-
um.
Stjórnvöld geta ekki búið
til eftirlíkingu Kísildals
Mathiesen hefur talað um að
stjórnvöld geti ekki skapað þær að-
stæður sem þurfi svo að til verði
nokkuð sem líkist Kísildal í Kaliforn-
íu. Hann hefur sagt að margar rík-
isstjórnir hafi reynt það, en engri tek-
ist. En hvers vegna?
„Það er ekki hægt að búa til slíkar
aðstæður með einhverjum skrif-
borðsæfingum. Þetta er ekki spurn-
ing um að taka frá landsvæði fyrir
slíka starfsemi, veita skattfríðindi eða
eitthvað af því tagi. Þetta er spurning
um að hafa náð árangri og sýna ár-
angur.
Fyrirtæki mitt, 2M Invest, hefur
undanfarin ár stundað viðskipti í Sví-
þjóð og þar eru menn að sjá upphaf
nýrra tíma. Ástæðan er sú að þar
náðu menn árangri í upplýsinga-
tækniiðnaðinum fyrir nokkrum ár-
um. Þetta þýðir að þar hefur orðið til
fólk sem á nokkrar milljónir og þetta
fólk situr ekki með hendur í skauti,
heldur setur fjármuni sína í næsta
fyrirtæki og svo koll af kolli. Þetta
hleður smám saman utan á sig. Nið-
urstaðan er sú að árangur skapar
meiri árangur,“ sagði Mathiesen.
Af þessari ástæðu
sagði hann að menn
yrðu að horfa til þeirra
sem náð hefðu árangri
og nota sér það. Hér á
landi sagði Mathiesen að
til hefðu orðið fyrirtæki
sem náð hefðu árangri
og nefndi hann sérstak-
lega Oz sem dæmi um
slíkt fyrirtæki. Slík fyr-
irtæki smituðu út frá sér
með þeim hætti að
margir hefðu unnið hjá
þeim og öðlast reynslu
sem þeir nýttu til að
skapa eitthvað sjálfir.
Ekki nógu gagnrýnir
Veruleg niðursveifla hefur orðið á
hlutabréfamarkaðnum, ekki síst í
upplýsingatæknigeiranum, frá því
hann náði hámarki fyrir um ári. Þá
eru tíðar fréttir af fjárþurrð netfyr-
irtækja og hátt hlutfall þeirra á ein-
ungis fé til rekstrar í tiltölulega
skamman tíma. Mathiesen var spurð-
ur hvaða ályktanir ætti að draga af
þessu og hvort fjárfestar ættu orðið
að halda sig algerlega frá upplýsinga-
tæknigeiranum.
Hann sagði að gera yrði skýran
greinarmun á netfyrirtækjum annars
vegar og upplýsingatæknifyrirtækj-
um hins vegar. Netfyrirtæki væru að-
eins einn angi upplýsingatækninnar
og í dag væri það raunar svo að upp-
lýsingatæknin væri notuð í nánast öll-
um geirum atvinnulífsins. Mathiesen
sagði netfyrirtækin mörg hafa gengið
illa og verið byggð á of mikilli bjart-
sýni. Fjárfestar hefðu ekki verið
nógu gagnrýnir þegar þeir völdu fjár-
festingar, þeir hefðu stokkið á hvað
sem var alveg án þess að líta til þess
hversu líklegt og lífvænlegt fyrirtæk-
ið væri.
Mathiesen sagði að sömu lögmál
giltu við fjárfestingar í þessum geira
og öðrum, fara yrði gaumgæfilega yf-
ir viðskiptaáætlun fyrirtækisins og
fjárfestar yrðu að velta því fyrir sér
hversu sannfærandi hún væri. Hann
sagði að fyrirtæki sitt hefði auk þess
þá reglu að fjárfesta aldrei í fyrir-
tækjum nema geta bætt einhverju við
öðru en aðeins fjármunum. Ef 2M In-
vest gæti aukið verðmæti fyrirtækis
með því að bæta við þekkingu þá
kæmi til greina að fjárfesta, annars
yrði ekki fjárfest í félaginu, jafnvel
þótt það liti vel út.
Einstaklingarnir skipta miklu máli
þegar fjárfesting er valin
Fyrir utan viðskiptaáætlun sagði
hann að fyrirtæki sitt liti mikið til
þess hverjir frumkvöðlarnir í fyrir-
tækinu væru. Það skipti hann miklu
máli og réði oft úrslitum að lítast vel á
forsvarsmenn fyrirtækisins. Hann
sagðist hafa orðið var við að ekki litu
allir þetta sömu augum og oft væri
viðskiptaáætlunin látin ráða mestu.
Oft væri hins vegar mikil samvinna
milli 2M Invest og þeirra fyrirtækja
sem það fjárfesti í og þess vegna teldi
hann lykilatriði að velja rétta einstak-
linga til samstarfs.
Hann sagðist einnig hafa mikla trú
á að fyrirtæki ættu að líta til alþjóð-
legs samstarfs og helst sem fyrst á
meðan þau eru enn ung. Honum hefði
þótt þau frumkvöðlafyrirtæki sem
hann heimsótti hér á landi ekki alltaf
hafa gætt nægilega vel að þessu. Fyr-
irtækjum í þessum geira væri nauð-
synlegt að horfa út fyrir landsteinana
til þess að ná nægum árangri.
Michael
Mathiesen
Norðurlanda-
þjóðirnar geta
gert betur
Michael Mathiesen er formaður Samtaka
danska hátækniiðnaðarins og einnig er
hann fjárfestir sem náð hefur ágætum ár-
angri með stofnun upplýsingatæknifyr-
irtækja og með fjárfestingum í þeim.