Morgunblaðið - 13.02.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 13.02.2001, Síða 20
VIÐSKIPTI 20 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Hraðfrystihússins– Gunnvarar hf. í Hnífsdal var 22,8 milljónir króna á árinu 2000 saman- borið við 54,7 milljónir árið áður. Hagnaður fyrir fjármunaliði jókst hins vegar úr 203,0 milljónum á árinu 1999 í 319,8 milljónir á síðasta ári. Fjármunagjöld í fyrra voru 285,7 milljónir en fjármunatekjur á árinu 1999 námu 1,2 milljónum. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að helstu fjárfestingar þess á árinu 2000 hafi verið keyptar veiðiheimildir af Básafelli hf. í upp- hafi árs fyrir 216,8 milljónir króna. Þá hafi allt hlutafé í félögunum Trausta ehf. og Langeyri ehf. verið keypt á árinu fyrir samtals 184,3 milljónir og var kaupverðið greitt að mestu leyti með eigin hlutabréfum, en hlutafé félagsins var aukið um 24,6 milljónir í desember síðastliðn- um og var í árslok 673,5 milljónir. Trausti ehf. og Langeyri ehf. voru síðan sameinuð Hraðfrystihúsinu– Gunnvöru í árslok 2000. Gengistap félagsins á árinu 2000 nam 229 milljónum króna samanbor- ið við 41 milljónar króna gengishagn- að árið áður. Hutdeild í tapi dótt- urfélagsins Miðfells hf., sem er 40% í eigu félagsins, var 17 milljónir. Sölu- kostnaður vegna Bessa ÍS 410, sem seldur var í lok árs 1999, nam kr. 33 milljónum á árinu. Í tilkynningunni segir að afkoma bolfiskveiða og -vinnslu svo og sjó- frystingar hafi verið góð á árinu 2000 en afkoma rækjuveiða og -vinnslu lakari. Í upphafi fiskveiðiársins, sem hófst 1. september 2000, höfðu fiski- skip félagsins til ráðstöfunar fisk- veiðiheimildir sem námu um 13.126 tonnum í þorskígildum af botnfiski og úthafsrækju auk síldarkvóta sem samsvarar um 152 tonnum í þorskí- gildum. Einnig fékk félagið úthlutað í upphafi árs 574 þorskígildistonnum af rækju á Flæmska hattinum og um 213 tonnum af þorski í Barentshafi. Varðandi horfur á árinu 2001 segir að reiknað sé með því að rekstri félagsins verði hagað með svipuðum hætti og verið hefur. Þá segir í til- kynningunni að stjórn félagsins muni leggja til við aðalfund, sem haldinn verður 24. mars næstkom- andi, að greiddur verði 10% arður til hluthafa. Veltufé frá rekstri jókst mikið milli ára Einar Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins– Gunnvarar hf., segir meginástæðu þess að hagnaður hafi dregist saman milli ára vera mikið gengistap á árinu 2000. Ástæða sé hins vegar til að benda á hvað veltufé frá rekstri hafi aukist mikið milli ára. Þá sé framlegð komin í tæp 26% í saman- burði við tæp 18% árið áður. Félagið hafi verið að auka hagkvæmni og munur á tekjum og gjöldum hafi ver- ið að aukast. Einar segir að yfirvofandi verkfall sjómanna sé aðaláhyggjuefni félags- ins og starfsfólksins, en meðalfjöldi starfsmanna hafi verið 170 á síðasta ári, miðað við fullt starf, en um 250 manns hafi unnið þessi störf. Hann segir að félagið hafi verið að kaupa mikið af veiðiheimildum til að tryggja störf hjá félaginu. Þá skipti miklu máli að gengið verði stöðugt á árinu. Ársuppgjör Hraðfrystihússins–Gunnvarar hf. Gengistap 229 milljónir á árinu                                                    !        "    #     #                  $%&'()& $%$&&)( *+$,)- +.)$  ()$  *(/.)0   /%&//). (%,/.),  (.,)- *'/)0 (&)001 ()+' (-)((1 1 1 1 1 1 1 1   1 1 1  1            !  "  !  "  !  "                  REKSTUR Norsk Hydro hefur aldrei gengið jafn vel og á síðasta ári en rétt eins og hjá öðrum norrænum stórfyrirtækjum var hann þó minni en spáð hafði verið. Það varð til þess að hlutabréf í fyrirtækinu féllu um yfir 3% þegar afkomutölurnar höfðu verið birtar. Hagnaðurinn er engu að síður um- talsverður og þakkar Egil Mykle- bust forstjóri hann einkum hækkun olíuverðs og sterkri stöðu á olíu- og gasmarkaði. Hagnaður Norsk Hydro á síðasta ári nam um 135 milljörðum ísl. kr. eftir skatta, sem er um 97 milljörðum meira en árið á undan. Hagnaður fyrir skatta nam rétt um 300 milljörðum ísl. kr. en var um 75 milljarðar árið 1999. Sala Hydro Seafood skilaði umtalsverð- um hagnaði, um 9,8 milljörðum ísl. kr. Þá reyndist Saga Petroleum góð kaup vegna hækkaðs olíuverðs á árinu. Þrátt fyrir þetta varaði Myklebust við því að bakslag kynni að hlaupa í seglin innan síðar. Ljóst væri að fyr- irtækið myndi ekki halda áfram að auka hagnað sinn svo mjög en hann vildi þó ekki spá um það hvenær draga færi úr. Kvaðst Myklebust eiga von á því að Norsk Hydro myndi halda áfram kaupum á litlum og meðalstórum fyrirtækjum, þar sem það hefði gefið góða raun hingað til. Metár hjá Norsk Hydro Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í febrúarbyrjun 2001 var 202,8 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands. Þetta er meiri hækkun en markaðsaðilar höfðu spáð en spár þeirra voru á bilinu –0,1% til 0,15%. Vísitala neyslu- verðs án húsnæðis var 201,1 stig og var óbreytt frá janúar. Í frétt Hagstofunnar kemur fram að vetrarútsölur leiddu til 6,7% verð- lækkunar á fötum og skóm (vísitölu- áhrif 0,36%) en verð á mat og drykkjarvörum var nánast óbreytt. Verð á bensíni og olíu hækkaði um 2,6% (0,12%) og verð á nýjum bílum hækkaði um 0,9% (0,08%). Húsnæð- isliður vísitölunnar hækkaði um 0,8% (0,13%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 4,1% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,3%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3% sem jafngildir 1,4% verðbólgu á ári. Bent er á það í Morgunkorni Íslands- banka-FBA að í febrúar 2000 lækkaði vísitala neysluverðs um 0,3% og því sé ljóst að verðbólgan sé tekin að aukast á ný og það sé í takt við spá greiningar Íslandsbanka-FBA. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2% FROSTI Bergsson, stjórnarformaður Op- inna kerfa, segir að hvort sem Íslendingum líki það betur eða verr þá séu þeir orðnir þátt- takendur í alþjóðlegri samkeppni og sú sam- keppni eigi eftir að aukast meir og meir á komandi árum. „Það eru margar þjóðir aðrar en Íslend- ingar sem hafa tekið þá stefnu að vera tví- tyngdar og þessi um- ræða á sér stað á ýms- um stöðum í heiminum og af hverju í ósköpun- um ættum við ekki að taka hana upp hér á Íslandi,“ sagði Frosti í samtali við Morgunblaðið. Frosti fjallaði á nýafstöðnu Við- skiptaþingi verslunarráðs um ís- lenskt menntakerfi og stöðu Ís- lands sem lítils þjóðfélags sem tekur þátt í alþjóðlegri samkeppni. Sagði hann Íslendinga ekki komast hjá því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og vera þátttakendur í hinu hnattræna viðskiptaumhverfi. Þurfum að skerpa sýnina á það hvað það er að vera Íslendingur Í samtali við Morgunblaðið sagði Frosti að þörf væri á að skilgreina hvað það væri að vera Íslendingur og standa vörð um þá hluti sem snerta íslenska menningu og tungu. „Það þarf sífellt að endurskoða hvaða atriði lögð er áhersla á í skóla- kerfi. Við þurfum að mínu viti að skerpa sýnina á þá hluti eða verðmæti sem við viljum halda í. Staðreynd- in er sú að börnin okkar eru að taka til sín enskuna í gegnum tölvuleiki, sjónvarp og annað efni. Því er spurn- ing hvort við eigum ekki að taka ensk- una inn eins snemma og hægt er og kenna hana vel. Annars vegar getum við staðið vörð um það að vera Íslendingar með okkar íslensku menningu, en hins vegar að vera tvítyngd þjóð og tala bæði íslensku og ensku og hvort tveggja málið vel. Við erum að læra ýmislegt með svipuðum hætti og fyrir tíu eða fimmtán árum sem kannski á mis- vel við núna. Og við erum heldur ekki að taka enskuna nógu föstum tökum. Það að læra og kunna ensku vel þarf alls ekki að vera á kostnað íslenskrar tungu eða menningar. Við þurfum einfaldlega að fara í gegnum ákveðna greiningu til þess að komast að því hvað það er sem við viljum virkilega standa vörð um í menningu okkar og leggja áherslu á það,“ sagði Frosti. Margar þjóðir með þá stefnu að vera tvítyngdar Frosti Bergsson Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa FYRIR TÆPU ári keypti Lína.Net hf. fyrirtækið Irju ehf. en eftir kaupin taldi Lína.Net að verðið hefði verið of hátt og krafðist lækkunar þess. Málið fór í gerðardóm og skilaði hann nið- urstöðu nýlega en eftir að hann féll neituðu forsvarsmenn Línu.Nets og Irju í samtali við Morgunblaðið að greina frá úrskurðinum á þeirri for- sendu að efni hans væri trúnaðarmál. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi D-listans, hélt því fram í fjöl- miðlum um helgina að Lína.Net hefði eftir kaupin talið að rétt verð fyrir Irju hefði ekki verið nema brot af um- sömdu kaupverði sem hafi verið 250 milljónir króna. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Línu.Nets og Orkuveitu Reykjavíkur sem er stærsti hluthafi Línu.Nets, sagði í samtali við Morg- unblaðið að komið hefði í ljós eftir að þessi kaup voru gerð að þau stóðust ekki fullkomlega og ágreiningur kom- ið upp milli seljanda og kaupanda. „Venjan er sú í svona tilvikum að lögmenn kaupenda geri ýtrustu kröf- ur. Gerðardómurinn kemst hins veg- ar að þeirri niðurstöðu að hæfilegur afsláttur vegna þessa ágreinings sem kom upp hafi verið 25 milljónir króna. Þannig að gerðardómurinn metur fyrirtækið í raun og veru á 225 millj- ónir,“ segir Alfreð. Hann segir að frekari ágreiningi hafi verið vísað til framleiðanda búnaðarins, Motorola, og þeir hafi gefið Línu.Neti nokkuð góðan afslátt. Alfreð segir að þessi umfjöllun virðist af pólitískum toga og þess vegna vilji hann að það komi fram að þegar kaupin hafi verið gerð á sínum tíma hafi Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti minnihlutans í borgarstjórn, setið í stjórn Línu.Nets. Hún hafitek- ið virkan þátt í undirbúningi að kaup- um á Irju og verið samþykk þeim. Inga Jóna sagði hins vegar í sam- tali við Morgunblaðið að hún hefði ekki tekið þátt í afgreiðslu þessa máls. Hún hefði setið stjórnarfund þar sem ákveðið hafi verið að kanna með kaup Línu.Nets á Irju, en kaupin hefðu síð- an verið ákveðin í mikilli skyndingu á næsta stjórnarfundi að henni fjar- staddri. Á næsta stjórnarfundi þar á eftir hefði svo verið byrjað að kanna möguleika á því að ná fram verulegri leiðréttingu og hugsanlegri riftun kaupsamningsins þar sem menn töldu að það sem í honum hefði falist hefði ekki staðist þegar til kastanna kom. Kaup Línu.Nets á Irju Gerðardómur lækkaði kaup- verðið um 10%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.