Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 21
NÝTT
TANNLÍMBetra hald - Aukin vellíðan
Fæst í flestum apótekum
Innflytjandi: Pharmaco hf.
Bragðlaust og ofnæmisprófað
A
U
K
IN
VE
LLÍÐAN
BETRA
H
A
L
D
K
O
R
T
E
R
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa
hf. (ÚA) sendi í gær frá sér ársreikn-
ing fyrir síðasta ár. Þar kemur fram
að tap ársins var 779 milljónir króna
miðað við 157 milljóna króna hagnað
árið 1999. Fjármálafyrirtæki spáðu
að meðaltali 568 milljóna króna tapi
og var niðurstaðan því rúmum 200
milljónum króna undir þeim vænting-
um.
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri ÚA, segir meginskýr-
ingu á tapi félagsins vera gengistap
vegna skulda og tap vegna sölu
rekstrarfjármuna. Samanlagt séu
þessir liðir neikvæðir um sjö hundruð
milljónir. Þetta þurfi reyndar ekki að
koma á óvart, því í desember hafi
félagið sent frá sér afkomuviðvörun
með upplýsingum um gengistap 11
fyrstu mánaða ársins.
Guðbrandur segir að þrátt fyrir
tapið nú hafi hann sjaldan verið bjart-
sýnni á rekstur félagsins en á yfir-
standandi rekstrarári. Mikið hafi ver-
ið tekið til í útgerðarhlið
fyrirtækisins og félagið standi vel
hvað aflaheimildir snertir.
Eigið fé ÚA dróst saman um 29% á
milli ára. Spurður að því hvort þetta
væri áhyggjuefni segir Guðbrandur
að hann telji svo ekki vera. Fyrirtæk-
ið eigi töluvert af duldum eignum og
sé með sterkan efnahag.
Vergur hagnaður, þ.e. rekstrar-
tekjur að frádregnum rekstrargjöld-
um, án söluhagnaðar eða -taps, hefur
farið ört vaxandi hjá ÚA á síðustu ár-
um. 1996 var hann 209 milljónir
króna, eða 4,7% af veltu en er nú 959
milljónir króna, eða 18,3% af veltu.
Skuldir hafa hækkað mikið á sama
tímabili, eða úr rúmum 21⁄2 milljarði
króna í rúma 5 milljarða. Guðbrandur
segir að fyrirhugað sé að lækka
skuldir félagsins.
Gengismunur vegur þungt
Kristrún Þóra Hallgrímsdóttir hjá
greiningu Íslandsbanka-FBA segir
að ástæður fyrir verri afkomu ÚA nú
í samanburði við árið 1999 séu fyrst
og fremst mun óhagstæðari fjár-
magnsliðir en árið áður. Gengis-
munur og verðbætur hafi verið nei-
kvæðar um 574 milljónir en árið á
undan hafi fjármagnsliðir verið já-
kvæðir um 178 milljónir. „Það er því
ljóst að veiking krónunnar hefur
komið illa við félagið,“ segir Kristrún.
„Vextir hækkuðu einnig almennt á
árinu 2000 og vaxtagjöld sem hlutfall
af heildarskuldum félagsins voru
6,5% árið 2000 en voru 4,8% árið
1999.
Kristrún segir að hagnaður félags-
ins fyrir afskriftir og fjármagnsliði
hafi numið 839 milljónum króna sam-
anborið við 905 milljónir árið 1999 „Í
ár fellur þó sölutap undir rekstrar-
gjöld sem nemur 120 milljónum. Þeg-
ar framlegð er skoðuð er því réttast
að leiðrétta fyrir sölutapinu til að um
sambærilegar tölur á milli ára sé að
ræða. Með því fæst að framlegð hafi
verið 18,3% (Íslandsbanki-FBA spáði
19,8%) í samanburði við 22,6% árið
1999. Minnkandi framlegð á sér m.a.
skýringar í hækkandi olíukostnaði.
Jafnframt var félagið að fara í gegn-
um sameiningarferli og hefur það að
öllum líkindum haft áhrif á framlegð-
ina. Það hefur væntanlega einnig
áhrif að Hólmadrangur, sem kom nú
inn í samstæðuna í fyrsta skipti, rek-
ur rækjuverksmiðju á Hólmavík en
afkomu af rækjuveiðum og -vinnslu
hefur ekki verið góð á síðustu miss-
erum. Ofangreindir kostnaðarliðir
komu sterkar fram en gert var ráð
fyrir í spá Greiningar ÍSFBA.“
Kristrún segir að þrátt fyrir sam-
einingu við Hólmadrang hafi fjár-
binding ekki aukist að ráði. „Heildar-
eignir Hólmadrangs voru færðar til
bókar við árslok 1999 á 1.086 milljónir
króna. Á árinu 2000 seldi ÚA síðan
bæði Arnarnúp ÞH fyrir 475 milljónir
(sölutap 120 m.kr.) og Hólmadrang
ST 70 fyrir 225 milljónir (hvorki sölu-
hagnaður né tap). Fjárbinding
félagsins dregst því saman um 1,2% á
milli ára. Fjármunamyndun sem
hlutfall af fjárbindingu minnkar á
milli ára og er það vegna ofangreinds
samdráttar í veltufé frá rekstri. Hlut-
fallið var 7,0% við síðustu áramót í
samanburði við 9,5% við árslok 1999
og getur sú þróun vart talist viðun-
andi. Á hinn bóginn er rétt að geta
þess að nú í janúar seldi félagið Sval-
bak fyrir 650 milljónir. Fjárbinding
félagsins minnkar um 8,1% við þessa
sölu og bendir hún til þess að félagið
leitist áfram við að minnka fjárbind-
ingu sem gefur fyrirheit um að fjár-
munamyndun muni aukast sem hlut-
fall af fjárbindingu.“
Nýtt verðmat væntanlegt
„Í ljósi birtingar Útgerðarfélags
Akureyringa á ársuppgjöri sínu mun
verðmat á félaginu verða endurskoð-
að. Stefnt er að því að senda nýtt
verðmat út í þessari viku og bendir
allt til þess að verðmatið frá 29. júlí
síðastliðnum verði lækkað. Það skýr-
ist annars vegar af lækkun á fram-
legðarforsendum til lengri tíma og
hins vegar af því að fjárbinding sem
hlutfall af veltu minnki hægar til
lengri tíma litið. Forsendur um sjóðs-
streymi á árinu 2001 verða þó nokk-
urn veginn óbreyttar,“ segir Krist-
rún.
#$ % &'(
#
/%,0,)0
+%(/0)+
'0&)+
(()0
*(,$),
+%,0+)+
0%(,+).
&&')+
+&)/1
&)'1
+/&
)
)
* )
)
)
)
)
)
)
)
)
!" !" !"
Tap 779 milljónir
Ársuppgjör Útgerðarfélags Akureyringa hf.
alltaf á sunnudögum