Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 23
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 23 Funahöfða 1 www.notadirbilar.is Toyota Landcruser vx 02.02´95 Ek. 200 þ. km. Ssk., d-grænn, 33" breyttur, leður, sóllúga, cd o.fl. V. 2.850.000. MMC Pajero 3.2 did 02.10´00 Ek. 9 þ. km. Hvítur, ssk., leður, m.ö. V. 4.380.000. MMC Pajero 2.8 tdi 07.07´98 Ek. 69 þ. km. Blár, ssk., 32" dekk, fjarstart, gullmoli. V. 2.590.000. Áhv. 1.700.000. Land Rover Freelander 05.02´99 Ek. 33 þ. km. 5 gíra, silfurgrár, sóllúga, cd. V. 2.175.000. Áhv. 1.800.000. Mazda 323 glxi 1800 21.09´99 Ek. 20 þ. km. 5 dyra, ssk., spólvörn, cd, álfelgur, s+v.dekk, krókur, litað gler, þjófavörn, spoiler. V. 1.550.000. Áhv. 1.428.000. Hummer Wagon 30.06´95 Ek. 56 þ. km. Disel, ssk., góður bíll fyrir bændur og búalið. V. aðeins 4.600.000. Toyota g-6 ´98 Ek. 36 þ. km, svartur, 3 dyra, 6 gíra, cd, sóllúga, álfelgur. V. 1.090.000. Áhv. 600.000. Grand Cherokee limited 4,7l Ek. 0 km. Svartur, árg. ´00, fyrst skráður 15.01´01, m.ö. V. 4.250.000. Eigum einnig Laredo ´00 4,7l. Ek. 0 km. V. 3.990.000. Nissan Terrano tdi 14.06´00 tdi Ek 12 þ. km. Rauð- ur/grár, m. mæli, álf., cd, sóllúga, krókur. V. 2.960.000. Áhv. 2.530.000. Toyota Landcruser gx 16.04´99 Ek. 40 þ. km. D- blár, 35" breyttur, cd, litað gler. V. 3.300.000. Áhv. 2.100.000 . Mikil sala - vantar bíla á staðinn MJÖG góð loðnuveiði var fyrir austan og vestan land um helgina og hófst loðnufrysting fyrir Japansmarkað á nokkrum stöðum. Hins vegar var veðrið frekar leiðinlegt á miðunum fyrir vestan og spáin ekki góð fyrir allra næstu daga. Frysting hófst hjá Tanga hf. á Vopnafirði í gær en Sunnuberg NS kom af miðunum fyrir vestan í gær- morgun og landaði um 700 til 800 tonnum. Friðrik Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Tanga, segir að byrjað hafi verið að frysta á Japan og síðan haldið áfram á Rússland. Hrognafyll- ingin var 15% og segir Friðrik að jap- anski kaupandinn hafi verið mjög ákafur í loðnuna. Trollveiðar á mið- unum fyrir austan eru næst á dagskrá hjá Sunnuberginu. Björg Jónsdóttir ÞH frá Húsavík kom með fullfermi, um 1.000 tonn, frá miðunum fyrir vestan til Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar og að sögn Hilm- ars Þórs Hilmarssonar hjá HÞ voru rúmlega 40 tonn fryst á Japansmark- að í fyrrinótt og síðan um 100 tonn á Rússland. Hann segir að hrognafyll- ingin hafi mest verið 14,8%. Beðið eftir stóru loðnunni Um 70 tonn voru fryst hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi um helgina, en Víkingur AK landaði um 1.350 tonnum og Óli í Sandgerði AK um 1.000 tonnum. Bæði var fryst í landi og eins um borð í Höfrungi III AK. Jón Helgason hjá HB segir að loðnan nú hafi verið aðeins smærri en að undanförnu en hrognafyllingin hafi verið frá 14,6 til 15%. Víkingur kom með um 800 tonn til Akraness í gær en hann sprengdi nótina í fyrrinótt. Viðar Karlsson skipstjóri segir að nú sé nokkurs kon- ar vandamálatími á miðunum. Loðn- an náist ekki í grunnu næturnar og of mikið sé í stóru nótunum en fyrir bragðið sé of þungt í þeim. Nú séu skipin í smærri loðnu en áður sem sé eðlilegt, því hún komi í kjölfarið á þessari stóru, sem sé á leið upp að og sjáist ekki. Auk þess sé bræla og spáð leiðindaveðri næstu tvo til þrjá daga. „Við þurfum að ná í stóru loðnuna sem við vorum í hérna fyrst, því hún er svo fín í frystinguna,“ segir Viðar. Á mörkunum Guðrún Þorkelsdóttir SU sprengdi nótina á Hvalbakssvæðinu í gær- morgun og kom til Eskifjarðar í gær með um 300 tonn. Að sögn Elfars Að- alsteinssonar, forstjóra Hraðfrysti- húss Eskifjarðar, var hrognafyllingin um 12 til 12,6% en um 55 til 60 stykki voru í kílóinu. Japanski kaupandinn var ánægður með stærðina en Elfar segir að vonast sé til að hann gefi grænt ljós á frystingu þegar hrogna- fyllingin nær 13%. Jón Kjartansson SU var á miðun- um fyrir vestan land um helgina og var á landleið í gær með fullfermi, um 1.600 tonn, en hann er væntanlegur til Eskifjarðar í dag. Hólmaborg SU var væntanleg með fullfermi til Eskifjarðar árdegis í dag, en ekkert íslenskt skip hefur komið með meiri afla að landi en Hólma- borgin. Metið er frá því í júní 1998 þegar skipið kom með tæplega 2.724 tonn af síld úr norsk-íslenska síldar- stofninum en þremur mánuðum fyrr landaði Hólmaborgin 2.565 tonnum af loðnu, 2.650 tonnum þremur dögum síðar og 2.539 tonnum eftir aðra þrjá daga. Frysting hafin fyrir Japani TILSKIPUN rússneskra stjórnvalda um að öll rússnesk skip skuli landa aflanum heima, hefur ekki mikil áhrif á fiskvinnslu hérlendis. Verulega hef- ur dregið úr innflutningi á Rússafiski hingað til lands á undanförnum árum. Tilskipunin hefur ekki áhrif á tví- hliða samning Íslands og Rússlands um gagnkvæmar veiðiheimildir. Þá verður rússneskum skipum heimilt að landa í erlendum höfnum fiski sem veiddur er utan rússneskrar efna- hagslögsögu. Ætla má að á síðasta ári hafi um 5.000 tonn af fiski, nær eingöngu þorski, verið flutt inn frá Rússlandi til vinnslu hérlendis, miðað við slægðan og hausaðan fisk. Verðmæti aflans nam um 600 milljónum króna. Mestur varð innflutningur á Rússafiski árið 1996 þegar hingað voru flutt inn um 16.700 tonn, að verðmæti ríflega 1,6 milljarðar króna, en dregið hefur jafnt og þétt úr innflutningnum síðan. Á síðasta ári var Rússafiskur um 3,6% af heildarinnflutningi af erlendu hráefni til Íslands. Alls voru tæp 125 þúsund tonn af fiski flutt inn til lands- ins á síðasta ári en þar vega kolmunni og loðna þyngst. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að innflutningur á Rússafiski hafi dreg- ist verulega saman á undanförnum árum. Áhrifa gæti því lítið hérlendis, nema hjá nokkrum fyrirtækjum sem hafi sérhæft sig í vinnslu Rússafisks. Hann segir að enn sé margt óljóst varðandi þessa ákvörðun rússneskra stjórnvalda, til dæmis hvort heimilt verður að flytja út afla sem landað er í Rússlandi til vinnslu í öðrum löndum. Jökull ehf. á Raufarhöfn er eina fiskvinnslan á landinu sem byggir vinnslu sína eingöngu á Rússafiski. Margrét Vilhelmsdóttir fram- kvæmdastjóri segist ekki hafa trú á að Rússar geti fylgt tilskipuninni eftir eins og málum er háttað í dag. „Ég efast um að þeir ráði við að vinna þann afla sem skip þeirra veiða. Þeir hafa ekki frystigeymslur til að taka við hráefninu, né framleiðslueiningar eða starfsfólk til að vinna það. Þar að auki tel ég að þeir vilji ekki missa þær gjaldeyristekjur sem þeir hafa nú þegar af þessum fiski. Hins vegar má búast við því að Rússar stefni að því að vinna sjálfir þennan fisk í framtíðinni. Þetta hins vegar gerist væntanlega ekki á einni nóttu.“ Margrét segir að vel hafi gengið að afla vinnslunni hráefnis á síðasta ári. Þó hafi ekki verið unninn Rússafiskur síðustu tvær vikur en von sé á skipi næstu daga. Á meðan hafi verið unn- inn fiskur af skipum Útgerðarfélags Akureyringa og sé það í fyrsta skipti í hálft annað ár sem fyrirtækið vinni fisk, annan en Rússafisk. Tilskipunin mun hafa veruleg áhrif á fiskvinnslu í Norður-Noregi að því er fram kemur í frétt norska dag- blaðsins Dagens Næringsliv. Þar seg- ir að frá árinu 1993 hafi erlend fiski- skip landað 1,2 milljónum tonna af fiski og rækju í norskum höfnum að verðmæti rúmlega 92 milljarða ís- lenskra króna. Um 90% aflans hafa komið frá rússneskum skipum. @4    *     A 5          B4 #          !"#$ %&   '!( #)   '!( #)  '!( #)  '!( #)  *& )+  *& )+  *& )+  *& )+  *& )+  *& )+  *& )+  *& )+ *& )+,- ) ).                                                Hefur ekki mikil áhrif hérlendis Rússneskum fiskiskipum gert að landa aflanum í Rússlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.