Morgunblaðið - 13.02.2001, Page 27

Morgunblaðið - 13.02.2001, Page 27
það skipulagstímabil sem nú stendur yfir, eða til ársins 2016, hver svo sem niðurstaða atkvæða- greiðslunnar kann að verða. Landrými gott og svigrúm nægilegt Notkun flugvéla í fyrri heimsstyrjöldinni 1914–18 vakti mikla athygli um heim allan og virðist sem þá hafi vaknað áhugi fyrir alvöru á flugi á Íslandi. Flugrekstur á Íslandi má rekja allt aftur til 2. áratugarins þegar elsta flugfélag Íslands var stofnað árið 1919 með kaupum á einni breskri landflugvél af gerðinni Avro 504K sem sinnti helst útsýnisflugi, en sú flugstarf- semi lagðist brátt niður. Áður en vélin kom til landsins þurfti að finna flugvallarstæði í ná- grenni Reykjavíkur sem gert var í samráði við danskan flugmann, Rolf Zimsen að nafni. Nið- urstaðan var „að heppilegast og kostnaðar- minnst verði að útbúa góða flughöfn á túnblett- um þeim sem liggja í Vatnsmýrinni suðvestanverðri því að á þeim er landrými gott og svigrúm nægilegt í kring, þar eð hvorki eru þar hæðir svo háar né byggingar eða símar svo nærri að flugið heftist“, eins og segir í bréfi flug- félagsins til bæjarstjornarinnar í Reykjavík 4. júní 1919 og tók afgreiðsla málsins aðeins þrjár vikur. Árið 1928 var flugfélagið endurvakið og starf- aði næstu þrjú árin. Félagið hélt m.a. uppi reglubundnum flugferðum milli Reykjavíkur og nokkurra helstu hafnarbæja annars staðar á landinu og aðstoðaði síldarflotann við síldarleit. En reksturinn bar sig illa og lognaðist hann út af á árunum 1931–32. Félagið notaði þýskar Junkers-sjóflugvélar og hafði starfsemi sína í Vatnagörðum í víkinni vestan Kleppsspítala. Rekstur félagsins kemur ekki beint við sögu Reykjavíkurflugvallar, en með þessu félagi hóf- ust farþegaflutningar um landið. Árið 1936 gerði Skipulag Reykjavíkur ráð fyrir flugvelli austan við Njarðargötu og sunnan Hringbrautar. Sama ár keyptu þrír Íslendingar landflugvél af gerðinni Bluebird, síðar þekkt sem TF-LÓA, sem fór beint í geymslu þar sem flugvallarsvæðið hafði verið leigt til beitar og heyskapar og enginn annar nothæfur lending- arstaður fyrir hendi. Í ágúst það sama ár fór Félag íslenskra flug- og vélamanna fram á við bæjarráð Reykjavíkur „að einhver hluti lands þess í Vatnsmýrinni sem ætlað er til flugvallar á skipulagsuppdrætti Reykjavíkur verði nú þegar gerður nothæfur fyrir lendingu flugvéla“. Bæjarráð heimilaði að Þ RÁTT fyrir óumdeilt mikilvægi í samgöngukeðju landsmanna, að minnsta kosti hingað til, hefur Reykjavíkurflugvöllur verið eilítið hornreka hvað varðar viðhald og fram- kvæmdir allt frá því að Bretar afhentu Íslendingum völlinn til eignar og rekstrar í stríðslok. Ástæðuna má helst rekja til þess að lengi hefur staðið styr um flugvöllinn og óvissa ríkt um framtíðarstaðsetn- ingu hans. En þótt umhverfi flugvallarins beri ekki vott um mikla framkvæmdagleði síðustu áratugi er þeim mun meira til af úttektum um hugsanlega flugvallarkosti enda virðist sem aldrei hafi verið tekin nein ákvörðun um að Vatnsmýrin skuli um aldur og ævi þjóna sem miðstöð flugsamgangna. Eins og alkunna er eru málefni Reykjavíkurflugvallar nú enn til skoð- unar vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa 17. mars nk. um skipulag Vatnsmýrarinnar og framtíð flugvallarins. Til að gera grein fyrir ýmsum þeim hugmyndum sem til skoðunar hafa verið í áranna rás verður tæpt á því helsta hér. Rétt er að minna á að mið- stöð innanlandsflugs verður í Vatnsmýrinni út ÓVISSA EINKENNIR SÖGU FLUGVALLARINS Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa með reglulegu millibili orðið bitbein manna á meðal og deilur sprottið um framtíð- arstaðsetningu hans. Fara þarf allt aftur til ársins 1919 þegar Vatnsmýrin varð fyrst fyrir valinu sem flugvallarstæði og héldu Bretar sig einnig við Vatnsmýrina þegar þeir ákváðu að byggja hér flugvöll á stríðsárunum sem var svo afhentur Íslendingum til eignar í stríðslok. Síðan, eða í meira en hálfa öld, hafa menn leitað logandi ljósi að hugsanlegri flugvallarstaðsetningu og eru enn að ef marka má þær um- ræður sem nú fara fram á opinberum vettvangi. Á fjörur Jóhönnu Ingvarsdóttur rak fjölmargar úttektir um „góða“ og „slæma“ kosti undir flugvöll án þess að nokkur þeirra hafi komist á framkvæmdastig. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Flugafgreiðsla Loftleiða á Reykjavíkur- flugvelli á 6. áratugnum. Flugdagur í Reykjavík var lengi vinsæl uppákoma. Myndin er frá öndverðum 6. áratugnum. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.