Morgunblaðið - 13.02.2001, Side 28

Morgunblaðið - 13.02.2001, Side 28
Morgunblaðið/Kristinn Á stríðsárunum þegar Bretar hernámu Ís- land kröfðust þeir þess að íslenska ríkið tæki hluta Vatnsmýrarinnar eignarnámi svo að breska hernámsliðið gæti byggt þar flugvöll, sem þjónað gæti í stríðinu. Síðan þá hefur íslenska ríkið átt 61 hektara lands á flugvallarsvæðinu, þar af 10 hektara utan flugvallargirðingar og 51 hektara innan hennar og liggur sá eignarhluti ríkisins undir austur-vesturbrautinni, næst Skerja- firðinum. Á þessu svæði bjuggu fjölmargar fjölskyldur, sem fluttar voru nauðung- arflutningum inn í Laugarneshverfi, sem þá var að heita má afskekkt sveit. Borgin úthlutaði þeim húseigendum, sem var gert að hafa sig á brott, lóðum við Hrísateig og aðstoðaði við flutning. Flytja þurfti yfir 30 hús úr Skerjafirðinum vegna flugvall- arbyggingarinnar, bæði af Hörpugötu og Reykjavíkurvegi. Enn í dag prýða þessi hús götumynd Hrísateigs. Þeir bræður Helgi og Agnar Hallvarðs- synir muna vel eftir þessum árum enda voru þeir 10 og 12 ára þegar mest gekk á í þessum efnum. Foreldrarnir, þau Hall- varður Rósinkarsson, vélstjóri hjá Land- helgisgæslunni, og Guðfinna Lýðsdóttir bjuggu ásamt sex sonum sínum við Hörpu- götu 32 sem þau höfðu fest kaup á rétt fyrir hernámið. „Þetta bar mjög snöggt að og var fólkið nánast rekið út úr húsum sínum, en bærinn reyndi að hlaupa undir bagga með því að útvega fólkinu íbúðir hér og þar um bæinn. Við fengum íbúð uppi á annarri hæð við Laugaveg þar sem við bjuggum þangað til okkar hús var komið á nýjan stað í austurborginni,“ segir Helgi. Enginn hafði í frammi mótmæli „Allur undirbúningur að flutningnum tók auðvitað sinn tíma. Húsin voru öll á tveimur hæðum, flest með steyptum kjall- ara auk timburhæðar, sem hægt var að flytja. Þegar okkur hafði verið úthlutuð lóð við Hrísateig númer 37 var húsið okkar tekið og sett á tunnur á nýju lóðinni á með- an verið var að steypa upp kjallarann í ein- um skothvelli.“ Helgi segist ekki minnast þess að íbúarnir hafi haft í frammi nein mótmæli vegna þessa ráðahags. „Ég held að fólk hafi gert sér grein fyrir því að þarna var um stríð að ræða og að það þýddi ekkert að vera með mótmæli. Það var ekki um neitt að velja. Pabbi gamli varð bara að sætta sig við þessa aðgerð. Hann var þó í upphafi ekkert ánægður með þetta, en einn morguninn þegar við komum út, hafði fjög- urra hreyfla flugvél hlekkst á og farið út af sjálfri brautinni með þeim afleiðingum að vængendinn kom inn yfir útitröppurnar hjá okkur. Við þetta atvik, skipti karl alveg um skoðun og samþykkti flutning orðalaust. Hann fékk peninga á borðið fyrir húsið og mátti síðan ráða því hvort hann fjarlægði það sjálfur og nýtti eitthvað úr því á nýjum stað. Aftur á móti minnist ég þess að faðir minn sagði mér síðar að þeir peningar, sem hann fékk sem bætur fyrir húsið, hefðu hvergi nægt fyrir þeim kostnaði sem hann varð fyrir vegna flutningsins,“ segir Agn- ar. Nægt leiksvæði í Laugarnesinu Þeir bræður telja að bæði ungir sem aldnir hafi unað hag sínum nokkuð vel inni í Laugarnesinu eftir að flutningurinn var afstaðinn. Að minnsta kosti hefði yngri kynslóðin haft nóg fyrir stafni. „Þarna var maður kominn upp í sveit og mörg stórbýli í grenndinni. Nóg var af leiksvæði og ekki langt í fjöruna. Það má segja að við höfum verið hálfgerðir frumbyggjar þarna í Laugarnesinu. Við vorum á þessum aldri þegar allt var spennandi svo að maður tók þessu ef til vill ekki eins alvarlega og for- eldrarnir. Þau sáu fyrst og fremst fram á mikla vinnu því þau höfðu haft mikið fyrir því að festa sér þetta hús í Skerjafirðinum.“ Fólk var rekið út úr húsum sínum Ríkið tók land í Vatnsmýri eignarnámi á stríðsárunum Bræðurnir Helgi og Agnar Hallvarðssynir bjuggu í þessu húsi við Hörpugötu 32 í Skerjafirði sem varð að Hrísateig 37 eftir flutninginn mikla. verja allt að 1.000 kr. til verksins sem sennilega hefur dugað skammt til að brúa skurði og slétta land þar sem félagið ritaði bæjarráði að nýju bréf í nóvember sama ár og fór fram á að gerðar yrðu lagfæringar á flugvellinum í atvinnubóta- vinnu. Orðið var við þeirri beiðni auk þess sem eigendur vélarinnar reistu flugskýli í Vatns- mýrinni. Bergur G. Gíslason, einn frumherjanna í ís- lensku flugi og fyrsti stjórnarformaður Flug- félags Íslands, segir frá því í bókinni Dagur við ský eftir Jónínu Michaelsdóttur sem kom út fyrir síðustu jól að það hefði verið mikil lyfti- stöng, og gert kleift að halda uppi flugi í smáum stíl til og frá Reykjavík, þegar tvær brýr voru byggðar sem tengdu saman þrjár spildur í Vatnsmýrinni þannig að myndaðist austur-vest- ur braut. „En þótt staðurinn væri ákjósanlegur var mýrin oftast blaut og þung til umferðar og útilokað að þurrka hana eins og á stóð. Þegar við hjá Flugmálafélaginu fengum Klemm-vélina þýsku var brugðið á það ráð að fljúga vélinni tómri á stórt tún í Korpúlfsstaðalandi og þaðan síðan með fullfermi.“ Enn mælt með Vatnsmýrinni Í september 1937 gerði Gústaf E. Pálsson verkfræðingur teikningu af Reykjavíkurflug- velli í samráði við Agnar Kofoed-Hansen, sem var aðalhvatamaður að stofnun Flugfélags Ak- ureyrar í júní það sama ár. Nafni félagsins var síðar breytt í Flugfélag Íslands. Ekkert varð þó úr framkvæmdum um sinn og virðist sem bæj- aryfirvöld hafi viljað láta athuga aðra staði fyrir flugvöllinn. Í janúar 1939 samdi Gústaf ítarlega greinargerð til bæjaryfirvalda um heppilega staði fyrir flugvöll í Reykjavík. Staðir, sem til greina komu, voru Kringlumýri, Bessastaðanes, hraunið fyrir sunnan Hafnarfjörð, Sandskeið, flatir austan Rauðhóla upp að hólmi, melarnir hjá Ártúni og Vatnsmýrin í Reykjavík. Niður- staða Gústafs var að mæla með Vatnsmýrinni. Um sama leyti ritaði flugmálaráðunautur rík- isins, Agnar Kofoed-Hansen, skipulagsnefnd Reykjavíkur bréf og færir rök fyrir staðsetn- ingu flugvallar í Vatnsmýrinni og mótmælir fyr- irhuguðum vegi sunnan við hana, en vegurinn hefði takmarkað stækkun vallarins til suðurs. Enn var unnið að frekari athugunum á flug- velli í Vatnsmýrinni á árunum 1939 og 1940, en meðan beðið var eftir endanlegum ákvörðunum bæjaryfirvalda unnu sjálfboðaliðar oft við lag- færingar á brautum og jafnvel gerð nýrra brauta. Vestan við gamla flugturninn, sem enn stendur, voru stórgrýttir melar og fékkst leyfi fyrir gerð tilraunaflugbrauta þar við erfiðar að- stæður. Bergir G. Gíslason segir svo frá í bókinni Dagur við ský: „Þegar verið var að gera fyrstu flugbrautina í Vatnsmýrinni vildum við náttúr- lega komast upp úr mýrinni og á melana í Reykjavík og höfðum augastað á landinu suður með Öskjuhlíð en bæjaryfirvöld höfðu ákveðið að íþróttahreyfingin fengi þar aðstöðu og tengdist það sjóböðum í Nauthólsvík. En við komumst samt sunnar því að við fengum vilyrði til að gera tilraunabraut á stórgrýttum melum þar sem gamli flugturninn var.“ Segja má að Reykjavíkurflugvelli hafi end- anlega verið valinn staður 8. mars 1940 þegar bæjarráð Reykjavíkur samþykkti að fallast á tillögu skipulagsnefndar um að flugvelli í Reykjavík yrði ætlaður staður fyrir sunnan Vatnsmýri á afmörkuðu svæði til Skerjafjarðar. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni var notaður fram á sumar 1941 og hafði þá verið notaður í rúm 30 ár með hléum, en eftir það var flogið af flugvell- inum sem Bretar byggðu á hernámsárunum. Reykjavíkurflugvöllur í núverandi mynd er að mestu byggður af breska hernum, en í maí 1940 hernámu Bretar landið og hófu í október sama ár gerð flugvallar þess sem síðan hefur verið notaður. Fyrst var hafist handa við gerð norður-suður-brautarinnar og lenti fyrsta vélin á vellinum 23. maí 1941, en 4. júní 1941 var flug- völlurinn formlega tekinn í notkun. Hönnun hans var miðuð við þarfir könnunar- og sprengjuflugvéla á úthafsflugi. Sömuleiðis áttu tvær til þrjár varnarvélar að geta tekið sig á loft samtímis ef óvinavél nálgaðist og voru flug- brautir því hafðar mjög breiðar eða 300 fet sem samsvarar 91 m. Ekki voru gerðar miklar kröf- ur til burðargetu enda voru flugvélar í þá daga léttar miðað við það sem seinna varð. Gerðar voru þrjár flugbrautir auk stórra flugvélastæða og tilheyrandi akbrauta. Lengsta flugbrautin, norður-suður-brautin, var 1.431 m löng, næst- lengst var austur-vestur-brautin, 1.353 m að lengd og stysta brautin með stefnu í suðvestur- norðaustur var 1.253 m löng. Auk þess voru byggð fjögur stór flugskýli og eitt minna. Fram- kvæmdum þessum lauk að mestu árið 1942. Á stríðsárunum batnaði efnahagur landsins verulega. Árið 1945 tóku gildi lög um flugvelli og lendingarstaði fyrir flugvélar. Með þeim var flugvallagerð falin ríkisvaldinu og þeim flugvöll- um, sem stefnt skyldi að að koma upp á næstu árum, skipt í fjóra flokka.. Loks var með lög- unum ákveðið að stofna sérstaka Flugmála- stjórn og embætti flugmálastjóra. Að loknu stríði varð herflugvöllur Breta í Reykjavík aðal- flugvöllur landsins, bæði fyrir innanlands- og millilandaflug. Í stríðslok árið 1946 var flugvöll- urinn ásamt mannvirkjum afhentur Íslending- um til eignar og fullra umráða. Hinn 4. júlí 1946 var samningur þar að lútandi undirritaður í ut- anríkisráðuneytinu, en með bréfi dagsettu 12. október 1944 höfðu Bretar lofað að afhenda Ís- lendingum flugvöllinn endurgjaldslaust að stríðinu loknu. Reykjavíkurflugvöllur var settur undir Flugmálastjórn Íslands eftir að Bretar létu af yfirstjórn vallarins í stríðslok. Fljótlega var farið að huga að mögulegum flutningi vall- arins og á næstu árum voru gerðar fjölmargar skýrslur og athuganir um efnið. Álftanesið talið góður kostur Í skýrslu Bertils M. Hellman, flugvallasér- fræðings Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, frá 1963 eru lagðir til þrír möguleikar fyrir nýjan flugvöll, á Álftanesi, í Gálgahrauni og í Kapellu- hrauni í nágrenni álversins í Straumsvík. Hann gaf þessum stöðum auk Reykjavíkur einkunnir eftir kostnaði og uppbyggingu og út frá flug- tæknilegum atriðum. Álftanes fékk flest stig en Reykjavíkurflugvöllur fæst. Miðað var við 2.000–2.500 m brautir sem leyfðu einnig milli- landaflug. Hellman mælti með Álftanesi og taldi rétt að flytja millilandaflug til Keflavíkur. Ekk- ert var aðhafst og í dag kemur enginn þessara staða til álita vegna núverandi eða fyrirhugaðr- ar byggðar. Árið 1965 skipaði samgönguráð- herra aftur nefnd til að gera tillögur um fram- tíðarskipan flugvallarmála Reykjavíkur og skilaði nefndin áliti tveimur árum síðar. For- sendur höfðu breyst frá því áður þannig að búið var að leggja Keflavíkurveginn, Loftleiðir hf. höfðu flutt alla starfsemi sína til Keflavíkurflug- vallar, Flugfélag Íslands hf. var að fá fyrstu þotu sína og var gert að reka hana frá Keflavík- urflugvelli. Upp úr því fluttist mestallt milli- landaflug til Keflavíkurflugvallar. Nefnd þessi klofnaði og taldi meirihluti hennar „rétt að framtíðarmiðstöð millilandaflugs höfuðborgar- svæðisins verði á Keflavíkurflugvelli, en á Álfta- nesi verði tekið frá svæði vegna þarfa innan- landsflugs...“. Minnihluti nefndarinnar taldi hinsvegar „að framtíðarmiðstöð alls innan- lands- og millilandaflugs annars en hernaðar- flugs geti orðið á Álftanesi og að framkvæmdir Morgunblaðið/Ólafur K. MagnússonMorgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Tvær Fokker-vélar Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli á 8. áratugnum. Farþegar ganga um borð í Skymaster-vél Loftleiða á 6. áratugnum. 28 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.