Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 30
LISTIR
30 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Myndataka og ráðgjöf gegn
Snyrtistofan Safír
Snyrtistofan La-Rosa
Snyrtistofan Paradís
14. feb. S: 553-1330
16. feb. S: 565-1441
15. feb. S: 533-3100
Snyrtistofan Hrund
19. feb. S: 554-4025
snyrtistofurnar ráða yfir
bestu fáanlegu úrræðunum
sólarskemmdum og öldrun
Pantið tíma strax:
Venjulegt
ljós
Útfjólublátt
ljós
15% afsláttur af MDF vörum
NÝTT tónverk fyrir píanó og klar-
inett eftir John Speight verður
frumflutt á háskólatónleikum í
Norræna húsinu á morgun, mið-
vikudaginn 14. febrúar. Verkið
nefnist „...into That Good Night“
og vísar titillinn í seinni hluta heit-
is á ljóði Dylan Thomas „Do Not
Go Gentle into That Good Night“.
Flytjendur eru Jón Aðalsteinn
Þorgeirsson klarinettleikari og
Örn Magnússon píanóleikari. Tón-
leikarnir hefjast kl. 12.30 og
standa í um það bil hálfa klukku-
stund.
Vildi að verkið yrði
dálítið stórt í sniðum
John Speight, sem er fæddur í
Englandi en hefur verið búsettur
hérlendis frá 1972, er mörgum
kunnur fyrir tónverk sín, en eftir
hann liggja tónsmíðar af ýmsum
toga, jafnt einleiks- og einsöng-
sverk sem hljómsveitarverk. John
segist hafa samið verkið sérstak-
lega fyrir flytjendurna, þá Jón Að-
alstein Þorgeirsson og Örn Magn-
ússon, en sá fyrrnefndi hefur
einbeitt sér að flutningi tónlistar
fyrir klarinett og píanó. „Jón Að-
alsteinn bað mig fyrir nokkru að
skrifa verk fyrir klarinett og pí-
anó. Hann vildi gjarnan að verkið
yrði dálítið stórt í sniðum, þar sem
honum þótti vanta ný verk fyrir
þessa hljóðfærasamsetningu,“ seg-
ir John sem í kjölfarið ákvað að
taka verkefnið að sér. Verkið er í
þremur köflum, í ætt við sónötu,
og um að ræða verk mikilla átaka
og andstæðna. Í titli verksins er
sem fyrr segir vísað í ljóð eftir
Dylan Thomas. „Þetta er fallegt
ljóð sem ég varð mjög snortinn
af,“ segir John. „Það fjallar um
föður skáldsins og dauðastund
hans, þar sem hann berst á móti
fram á síðustu stundu. Þetta end-
urspeglast í verkinu, m.a. í klarin-
ettinu sem streitist mikið við í
gegnum verkið þar til það róast í
lokin og deyr smám saman út,“
segir John. „Annars fær fólk að
vita mest um verkið með því að
hlusta á það,“ bætir John við.
Tónleikar í amstri
dagsins
Að sögn Margrétar Jónsdóttur,
formanns tónleikanefndar Háskóla
Íslands, eru tónleikarnir merkur
þáttur í dagskrá vetrarins, þar
sem um frumflutning á íslensku
verki er að ræða. Tónleikanefndin
stendur að jafnaði fyrir sex til átta
háskólatónleikum á hverju misseri
og eru þeir, eins og margir vita,
ávallt haldnir í Norræna húsinu í
hádeginu á miðvikudögum. Tón-
leikanefnd háskólans hefur starfað
frá því fyrir miðjan áttunda ára-
tuginn, hátt í þrjátíu ár, en þeir
Þorsteinn Gylfason og Þorkell
Helgason eru upphafsmenn starf-
seminnar.
„Þessari starfsemi er ætlað að
auðga háskólasamfélagið með fjöl-
breyttri tónlist og gefa tónlistar-
fólki færi á að koma fram. Tónleik-
arnir eru stuttir, aðeins hálftími að
lengd, þannig að allir ættu að geta
skroppið í matartímanum og hlýtt
á tónlist, mitt í amstri dagsins.
Þannig er leitast við að gera tón-
leika aðgengilega háskólafólki og
öllum almenningi, enda er verði
stillt í hóf og ókeypis inn fyrir
handhafa stúdentaskírteinis,“ seg-
ir Margrét.
„Formið á tónleikunum hefur
hentað tónlistarfólki vel til flutn-
inga á styttri dagskrám. Tónlist-
arfólk, sem e.t.v. hefur ekki mikla
reynslu, hefur auk þess nýtt sér
þetta tónleikaform talsvert.“ Í til-
felli tónleikanna sem hér um ræðir
segir Margrét aðstandendur
þeirra hafa óskað eftir að flytja
verkið á háskólatónleikum, þar
sem formið hafi hentað því vel.
„Verkið tekur um tuttugu mínútur
í flutningi og hentar því vel þessu
formi, þar sem um eitt langt verk
er að ræða,“ segir Margrét að lok-
um.
Aðangseyrir að tónleikunum er
500 krónur en ókeypis er fyrir
handhafa stúdentaskírteinis.
Frumflutningur tónverks eftir John Speight á háskólatónleikum í hádeginu á morgun
Verk mikilla
átaka og and-
stæðna
Ljósmynd/Bergþór Sigurðsson
Tónskáldið John Speight (fyrir miðju) ásamt Jóni Aðalsteini Þorgeirssyni klarinettleikara (t.v.) og Erni
Magnússyni píanóleikara (t.h.) á æfingu fyrir háskólatónleikana í Norræna húsinu á morgun.
ÚR djúpunum nefnist tónlistar-
dagskrá sem fimm sunnlenskir
listamenn flytja á næstu vikum í
kirkjum á Suðurlandi. Dagskrá-
in er einkum sniðin fyrir flutn-
ing í smærri kirkjum og var
frumflutt í Torfastaðakirkju í
Biskupstungum í byrjun febrú-
ar.
Næst verður hún flutt í Búr-
fellskirkju í Grímsnesi sunnu-
daginn 18. febrúar kl. 16 og í
Stóra-Núpskirkju sama dag kl.
20.30. Síðan er áformað að fara
með dagskrána í 11 aðrar
kirkjur víðs vegar um Árnes- og
Rangárvallasýslu og að minnsta
kosti á einn stað í Reykjavík.
Verkin eru öll að stofni til
byggð á lögum sem gyðingar í
útrýmingarbúðum og fátækra-
hverfum sömdu í síðari heims-
styrjöldinni. Flytjendur eru þau
Hilmar Örn Agnarsson, organ-
isti í Skálholti, Hjörtur Hjart-
arson klarinettleikari á Selfossi,
Ingunn Jensdóttir söngvari og
leikstjóri á Hvolsvelli, Eyvindur
Erlendsson leikstjóri og upples-
ari í Hátúni og Sveinn Pálsson
gítarleikari í Reykholti.
Saman við verk gyðinga er
fléttað eigin skáldskap og list-
sköpun flytjenda og verkum
sem sótt eru til annarra minni-
hlutahópa, s.s. indíána í Amer-
íku, Sama á Norðurlöndum, gú-
lagfanga í Sovét, vitringa í
Austurlöndum og bænda við ís-
lensku hálendisbrúnina.
Alls eru verkin sem flutt eru
á annan tug og kemur þar við
söguna bæði hljóðfæraleikur,
upplestur og söngur. Kveikjan
að dagskránni, sem listamenn-
irnir byrjuðu að æfa sl. haust,
er áhugi þeirra Hjartar og
Hilmars á tónlist gyðinga og
listviðleitni í fátækrahverfum og
fangabúðum.
Tónlistardagskrá í
sunnlenskum kirkjum
Tónlistarfólkið á æfingu: Sveinn Pálsson, Hilmar Örn Agnarsson,
Ingunn Jensdóttir, Hjörtur Hjartarson og Eyvindur Erlendsson.
SÝNINGUM á leikritinu Ástkonur
Picassos eftir Brian McAvera fer
senn að ljúka og verður síðsta
sýning á föstudag.
Leikritið var frumsýnt á
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á
liðnu hausti. Þar stíga sex af ást-
konum þessa fræga listamanns
fram og segja frá stormasömu og
ástríðufullu lífi með meist-
aranum.
Ástkonurnar leika þær Anna
Kristín Arngrímsdóttir, Guðrún
S. Gísladóttir, Helga E. Jóns-
dóttir, Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir, Margrét Guðmundsdóttir
og Ragnheiður Steindórsdóttir.
Frá sýningu Þjóðleikhússins á Ástkonum
Picassos eftir Brian McAvera.
Sýningum á
Ástkonum
Picassos
að ljúka
BÓKIN Faraldsfræði og heilsu-
vernd er nú komin út hjá Háskóla-
útgáfunni. Um er að ræða endur-
útgáfu á bókinni en hún kom fyrst
út árið 1989.
Tilgangurinn með bókinni er tví-
þættur, eins og segir í formála
hennar. Í fyrsta lagi að koma á
prent á íslensku umfjöllun um far-
aldsfræði, en lítið hefur verið ritað
á íslensku um það efni. Annar til-
gangur bókarinnar er að safna sam-
an á einn stað efni sem að gagni
hefur komið við kennslu læknastúd-
enta og gæti gagnast þeim sem
kenna faraldsfræði og aðrar grein-
ar sem snerta heilsuvernd.
Fyrstu kaflar bókarinnar fjalla
um faraldsfræði og heilsuvernd, svo
er fjallað um smitsjúkdómavarnir,
manneldismál og loks um orsakir
krabbameina.
Útgefandi er Háskólaútgáfan.
Bókin er 178 bls. Verð kr. 1.490.
Nýjar bækur
alltaf á föstudögum